Fleiri fréttir

Hljómsveitin Steini gefur út plötu

Í dag kemur út ný plata með hljómsveitinni Steina sem vann Þorskastríð Cod Music fyrr á árinu og fékk í verðlaun útgáfusamning. Samkvæmt fréttatilkynningu er að finna 12 lög á plötunni sem heitir Human Comfort.

Tom Jones yrkir konu sinni óð

Velski poppsöngvarinn Sir Tom Jones hefur ort konu sinni ástaróð eftir 51 árs samband og rúmlega 43 ár í söng bransanum.

Stuð á Airwaves - myndir

„Öðlingurinn Krummi Björgvinsson söng í nokkrum lögum á nýrri breiðskífu okkar, THE BLOOD, sem kemur út snemma í næsta mánuði," segir Haukur S. Magnússon gítarleikari hljómsveitarinnar „Reykjavík!".

Forsetaframbjóðandi boðar til mótmæla

Listamaðurinn og forsetaframbjóðandinn Snorri Ásmundsson hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn. Gengið verður frá Hlemmi og niður á Austurvöll. Snorri krefst ábyrgðar og vill kosningar strax.

Snýr Michael Jackson aftur?

Michael Jackson sem margir kalla konung poppsins hyggur á endurkomu að hið breska Sun fullyrðir. Jackson er sagður ætla að fara í tónleikaferð á næsta ári og koma fram á 30 tónleikum víðsvegar um heiminn.

Borguðu með perlum í stað punda

Gengi íslensku krónunnar setti breitt og langt strik í reikninginn við tökur á nýju myndbandi við lag Emiliönu Torrini, „I've heard it all before“. Gjörningahópurinn Weird Girls, undir forystu Kitty Von Sometime gerði myndbandið, en leikstjórinn, tökumaðurinn og klipparinn eru breskir.

Prince Polo skortur í landinu?

Hugsanlegt er að Prince Polo verði ekki fáanlegt í landinu í einhvern tíma vegna þeirra efnahagserfiðleika sem yfir landið ganga. Myndi það vera í annað sinn í 50 ára sögu sælgætisins hér á landi sem það gerðist.

Snúrufargan úr sögunni

Útrás íslenskra athafnamanna er rétt að byrja hafi einhver haldið að henni væri lokið. Íslenska hönnunarfyrirtækið Preggioni hefur sett á markað vöru sem notendur ýmiss konar tónlistarspilara taka vafalítið opnum örmum.

Yfirmaður greiningadeildarinnar ekur á BMW

Síðasti þáttur sakamálaseríunnar Svartir Englar verður sýndur í kvöld. Í síðasta þætti gerðust hlutirnir ansi hratt, en þá fannst lík konu, sem hafði verið saknað, í vatnsþró í Hvalfjarðargöngunum.

Leita enn að frænda Hudson

Lögregluyfirvöld í Chicago herða nú leit sína að sjö ára gömlum frænda Óskarsverðlaunahafans Jennifer Hudson.

Beckham æði að renna upp á Ítalíu

Það er sannkallað Beckham æði að renna upp á Ítalíu eftir að tilkynnt var um að knattspyrnumaðurinn knái, David Beckham, hafi ákveðið að fara til Ítalíu í vetur.

Móðir og bróðir Jennifer Hudson létust í skotárás

Móðir og bróðir bandarísku söngkonunnar og óskarsverðlaunahafans Jennifer Hudson fundust látin á heimili sínu eftir skotárás í gær. Lögreglan leitar að sjö ára frænda Hudson sem enn hefur ekki fundist. Þegar hefur einn verið handtekinn í tengslum við skotárásina. Lögreglan telur að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða.

Gísli Marteinn hlýtur BA gráðu á morgun

Það verður stór dagur hjá Gísla Marteini Baldurssyn borgarfulltrúa á morgun, þegar að hann lýkur B.A. prófi frá Háskóla Íslands. „Ég er bara að ljúka loksins mínu ágæta námi frá Háskóla Íslands,"

Gillz ætlar að skeina Verzlingum fyrir gott málefni

„Þessir Verzlingar halda að þeir séu að fara að koma og skeina feitum selebbum og láta allan skólann hlæja Það er ekki að fara að gerast á minni vakt," segir Egill „Gillz" Einarsson. Hann verður fyrirliði fótbotaliðs frægra, sem mætir liði Verzlunarskólans á morgun.

Ellen syngur þekktustu lögin

Ellen Kristjánsdóttir sem hefur löngu sungið sig inn í hug og hjarta Íslendinga heldur tónleika í Íslensku óperunni 29. október.

Ókeypis skemmtun á fyrsta vetrardag

Reykjavíkurborg lætur ekki sitt eftir liggja til að gleðja borgarbúa á þessum síðustu og verstu. Borgin ætlar að fagna vetri á morgun og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Perez Hilton elskar Emiliönu

Stjörnubloggarinn Perez Hilton heldur ekki vatni yfir Emiliönu Torrini. „Þetta lag er svo krúttlegt og sérstakt. Og myndbandið er æðislegt!,“ skrifar Perez um lag Emiliönu, „Big Jumps“.

New York Post: Saks kóngur "á ís"

„Hlutur íslenks tískukóngs í Saks versluninni á fimmtu breiðgötu er allt í einu ekki eins mikið í tísku heimafyrir og áður,“ segir í umfjöllun Bandaríska götublaðsins New York Post. Þar er fjallað um Jón Ásgeir Jóhannesson, sen Baugur á hlut í hinni heimsþekktu verslun í New York, Saks. Ummæli Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra á dögunum hafa vakið athygli vestra, en Björgvin sagði það siðferðilega skyldu auðmanna að færa eignir sínar til Íslands. Þetta túlkar blaðið á þann hátt að hluturinn í Saks hljóti að falla undir þessi tilmæli.

Nakin mamma Britney - myndband

Eins og meðfylgjandi myndir sýna, sinnir Britney Spears drengjunum sínum tveimur, Sean Preston og Jayden James.

Styttist í W

Nýjasta kvikmynd leikstjórarns Oliver Stone verður frumsýnd innan skamms. Myndin W fjallar um George Walker Bush allt frá námsárum hans í Yale þar til hann verður forseti Bandaríkjanna. Josh Brolin leikur Bush í myndinni.

Opið bréf til Davíðs Oddssonar

Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur sent Davíð Oddssyni opið bréf þar sem hann skorar á Davíð að gefast upp og segja starfi sínu lausu. Snorri segir fólkið í landinu hafa lagt fullt traust á stjónvöld og treyst þeim fyrir lífi sínu. Hann segir okkur öll sek, fyrir að vera leiðitöm. Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Nota raunveruleikann í Klovn

Þeir félagar í dönsku gamanþáttunum Klovn nota raunveruleikann í þáttunum eins og meint geðveiki annars þeirra sýnir.

Erpur fjallar um Laxness

Í vetur verður ungt fólk í aðalhlutverki í stofunni á Gljúfrasteini og rýnir í verk Halldórs Laxness. Sunnudaginn 26. október kl. 16.00 mun Erpur Eyvindason, Rottweiler hundur og rappari, fjalla um pólitísku skáldsöguna Atómstöðina eftir Halldór Laxness.

Háu hælana úr umferðinni

Rúmlega 11 og hálf milljón breskra kvenna leggur sjálfa sig og aðra í bráða lífshættu með akstri í háhælaskóm um götur Bretlands.

Fjögur þúsund börn vilja leika í Söngvaseiði

Fullt var út úr dyrum í skráningu í Borgarleikhúsinu í dag þegar áheyrnarprufur fyrir Söngvaseið fóru fram. Fram kemur í fréttatilkynningu að um 4000 börn hafi látið skrá sig.

Steinar Ísfeld er ljúfmenni

„Mér fannst þetta svolítið fyndið að þetta nafn skyldi valið, af öllum," segir Steinar Ísfeld Ómarsson, áreiðanleikasérfræðingur í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Steinar er eini alnafni einnar siðspilltustu persónu íslenskrar sjónvarpssögu, Steinars Ísfeld í Svörtum englum.

Tvífarar: Bankastjórinn og borgarfulltrúinn

Borgarfulltrúinn og sjálfstæðismaðurinn Gísli Marteinn Baldursson á sér tvífara úr fjármálaheiminum. Joseph Yam seðlabankastjóri í Hong Kong er launahæsti seðlabankastjóri í heimi og er ekki ósvipaður borgarfulltrúanum sem nú stundar nám í Skotlandi.

Komu okkur á kortið sem hryðjuverkamönnum

„Þessar hetjur eru virkilega búnar að koma okkur á kortið sem stórglæsilegum hryðjuverkamönnum út um allan hinn stóra heim," segir Sverrir þegar Vísir spyr hann út í hans sýn á ástandið á Íslandi í dag og efnistökin í útvarpsþætti hans á Útvarpi Sögu sem ber heitið Miðjan.

Ný dönsk í kvennafangelsi

„Við leitum fanga víða,” segir Björn Jörundur tónlistarmaður. Hljómsveitin Ný dönsk hefur leitað til fanga í Kvennafangelsinu í Kópavogi með að fullgera boðsmiða á útgáfutónleika þeirra sem verða á Nasa á laugardagskvöldið.

Gwyneth styður Madonnu

Leikkonan Gwyneth Paltrow segist styðja vinkonu sína Madonnu af heilshug í gegnum skilnað hennar við kvikmyndaleikstjórann Guy Ritchie. Madonna og Paltrow hafa að hennar sögn verið vinkonur í áraraðir en þær eiga ýmislegt sameiginlegt. Þær eru báðar bandarískar en búa í Englandi og eru giftar Bretum. Þær elska líka báðar Jóga, að því er fram kemur í frétt á BBC.

Kvikmyndagerðarmenn keppa í kreppunni

,,Framtíðarsýnin er að Ljósvakaljóð verði vettvangur þar sem kvikmyndagerðarmenn stígi sín fyrstu skref og að verði nokkurs konar leiðarljós ungra og hæfileikraríkra kvikmyndagerðarmanna í átt að kvikmyndagerð," segir Garðar.

Íslendingar fyrstir til að sjá nýja seríu Klovn

Íslendingum gefst á morgun tækifæri til að hressa sig við í miðjum bölmóðnum og krepputalinu, þegar tveir þættir úr splunkunýrri 6. seríu Klovn verða sýndir hér á landi. Sýningar á þáttaröðinni eru ekki hafnar í Danmörku, og verða Íslendingar því langfyrstir til að sjá þessa nýju seríu.

Jessica Simpson beitir kynþokkanum - myndband

Söngkonan Jessica Simpson sem hefur fengið dræm viðbrögð við nýju kántríplötunni sem hefur kynnt undanfarið í Bandaríkjunum nýtt ilmvatn sem ber heitið Fancy.

Ókeypis á útgáfutónleika Nýdanskrar

Hljómsveitin Nýdönsk býður landsmönnum á útgáfutónleika sína í Nasa næstkomandi laugardag, 25. október. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og þurfa áhugasamir að vippa sér í Skífubúðirnar í Kringlunni eða Laugavegi til að nálgast boðsmiða á tónleikana.

Fær eina milljón sænskar

„Mér finnst þetta rosalega stór viðurkenning því þetta er í fyrsta skipti sem þeir veita þessi verðlaun fyrir fatahönnun,“ segir Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður sem hlýtur hin sænsku Söderbergs-verðlaun í ár. Steinunn hefur að sögn dómnefndar meðal annars fært Norðurlöndunum virtan fulltrúa á hinu alþjóðlega tískusviði með innblæstri frá íslenskri náttúru, en Söderbergs-verðlaunin eru ein stærstu hönnunarverðlaun heims, með 1.000.000 sænskar krónur í verðlaunafé.

McCain og Palin tengd við Nasista í Family Guy

Nýjasti Family Guy þátturinn sem sýndur var í gærkvöldi á sjónvarpsstöðinni Fox í Bandaríkjunum hefur valdið þónokkrum titringi. Höfundur þáttanna, Seth McFarlane er yfirlýstur stuðningsmaður Barack Obama og í gær voru Repúblikanarnir John McCain og Sarah Palin lauslega tengd við Þriðja ríkið og nasista.

Myndar íslenska hryðjuverkamenn

„Ég er að fara að mynda hryðjuverkamenn. Það er víst mikið af þeim hérna, en þeir virðast vera dulbúnir sem ungabörn og gamalmenni," segir ljósmyndarinn og „hryðjuverkamaðurinn" Þorkell Þorkelsson.

Þriðjudagtilboð í Sambíóin

Sambíóin muna á næstu vikum bjóða þjóðinni að mæta alla þriðjudaga í kvikmyndahús þar sem miðaverð verður 500 krónur á allar kvikmyndir og má því halda því fram að hvergi í heiminum sé hægt að fá lægra bíómiðaverð!

Sjá næstu 50 fréttir