New York Post: Saks kóngur "á ís" 24. október 2008 10:37 Frétt New York Times „Hlutur íslenks tískukóngs í Saks versluninni á fimmtu breiðgötu er allt í einu ekki eins mikið í tísku heimafyrir og áður," segir í umfjöllun Bandaríska götublaðsins New York Post. Þar er fjallað um Jón Ásgeir Jóhannesson, sen Baugur á hlut í hinni heimsþekktu verslun í New York, Saks. Ummæli Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra á dögunum hafa vakið athygli vestra, en Björgvin sagði það siðferðilega skyldu auðmanna að færa eignir sínar til Íslands. Þetta túlkar blaðið á þann hátt að hluturinn í Saks hljóti að falla undir þessi tilmæli. Í greininni er Jóni Ásgeiri lýst sem fjörutíu og eins árs gömlum milljarðamæringui með "heavy-metal" hárgreiðslu og smekk fyrir einkaþotum og snekkjum. Blaðið bendir á að síðast í Ágúst hafi Jón Ásgeir lýst yfir vilja til þess að auka við hlut sinn í Saks og þá var jafnvel rætt um yfirtöku. Fjármálakrísan hafi hins vegar breytt áherslum hjá honum og er haft eftir ónefndum heimildarmanni að Jón hafi um flest annað að hugsa en hlutinn í Saks. Einnig er haft eftir fólki sem sagt er þekkja til að spurningin nú sé hvort Baugur neyðist til að losa um fé með því að selja Saks hlutinn. Blaðið segir öll spjót standa á Jóni Ásgeiri, sem hafi í krafti eignaraðildar sinnar í einum stærsta banka Íslands tekið gríðarstór lán sem hann geti nú ekki staðið skil á. Þá er einnig vitnað til orða Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra þegar hann líkti FL Group við Enron. New York Post minnist einnig á viðtalið sem Egill Helgason tók við Jón Ásgeir á dögunum. Þar er Egill sagður "cheeky" sem mætti úttleggja sem svo að Egill sé óforskammaður þegar hann spyr Jón hvort hann geti hugsað sér að vinna í Bónus á lyftara. Þá er haft eftir Jóni að hann hafi ekki verið ábyrgur fyrir þeim áhættumiklu fjárfestingum sem bankarnir fóru í. „Milljarðamæringnum og glaumgosanum tókst þó ekki að sannfæra landa sína," segir blaðamaðurinn og vitnar til fréttarinnar á Daily Mail þar sem sagt var frá því þegar sást til Jóns og vina hans á 101 Hótel að „drekka dýrt vín á sama tíma og eignir hluthafa brunnu upp." Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
„Hlutur íslenks tískukóngs í Saks versluninni á fimmtu breiðgötu er allt í einu ekki eins mikið í tísku heimafyrir og áður," segir í umfjöllun Bandaríska götublaðsins New York Post. Þar er fjallað um Jón Ásgeir Jóhannesson, sen Baugur á hlut í hinni heimsþekktu verslun í New York, Saks. Ummæli Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra á dögunum hafa vakið athygli vestra, en Björgvin sagði það siðferðilega skyldu auðmanna að færa eignir sínar til Íslands. Þetta túlkar blaðið á þann hátt að hluturinn í Saks hljóti að falla undir þessi tilmæli. Í greininni er Jóni Ásgeiri lýst sem fjörutíu og eins árs gömlum milljarðamæringui með "heavy-metal" hárgreiðslu og smekk fyrir einkaþotum og snekkjum. Blaðið bendir á að síðast í Ágúst hafi Jón Ásgeir lýst yfir vilja til þess að auka við hlut sinn í Saks og þá var jafnvel rætt um yfirtöku. Fjármálakrísan hafi hins vegar breytt áherslum hjá honum og er haft eftir ónefndum heimildarmanni að Jón hafi um flest annað að hugsa en hlutinn í Saks. Einnig er haft eftir fólki sem sagt er þekkja til að spurningin nú sé hvort Baugur neyðist til að losa um fé með því að selja Saks hlutinn. Blaðið segir öll spjót standa á Jóni Ásgeiri, sem hafi í krafti eignaraðildar sinnar í einum stærsta banka Íslands tekið gríðarstór lán sem hann geti nú ekki staðið skil á. Þá er einnig vitnað til orða Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra þegar hann líkti FL Group við Enron. New York Post minnist einnig á viðtalið sem Egill Helgason tók við Jón Ásgeir á dögunum. Þar er Egill sagður "cheeky" sem mætti úttleggja sem svo að Egill sé óforskammaður þegar hann spyr Jón hvort hann geti hugsað sér að vinna í Bónus á lyftara. Þá er haft eftir Jóni að hann hafi ekki verið ábyrgur fyrir þeim áhættumiklu fjárfestingum sem bankarnir fóru í. „Milljarðamæringnum og glaumgosanum tókst þó ekki að sannfæra landa sína," segir blaðamaðurinn og vitnar til fréttarinnar á Daily Mail þar sem sagt var frá því þegar sást til Jóns og vina hans á 101 Hótel að „drekka dýrt vín á sama tíma og eignir hluthafa brunnu upp."
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“