Fleiri fréttir

Gera All Out of Luck að sínu og frumsýna nýtt myndband

Reykjavíkurdætur hafa gefið út ábreiðu af hinu ástsæla Eurovisionlagi All Out of Luck sem Selma Björnsdóttir lenti í öðru sæti með árið 1999. Dæturnar hafa vakið mikla athygli hérlendis og erlendis fyrir þáttöku sína í Söngvakeppni Sjónvarpsins og eru þær allar miklir aðdáendur lagsins og Selmu.

„Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“

Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi.

Telur ein­kvæni vera ó­heil­brigt

Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald.

Notuðu sumarlaunin til þess að framleiða kvikmynd

Spennutryllirinn Harmur kemur í kvikmyndahús um helgina og er þetta fyrsta kvikmynd leikstjóranna Ásgeirs Sigurðssonar og Antons Karls Kristensen sem báðir eru á tvítugsaldrinum. Myndin hefur verið að fá verðskuldaða athygli en mikil ástríða einkennir framleiðslu myndarinnar sem leikstjórarnir fjármögnuðu sjálfir.

Bjóða börnum að gerast listamenn

Krakkaklúbburinn Krummi stendur mánaðarlega fyrir skemmtilegri dagskrá á Listasafni Íslands þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafnsins. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu og eru börn á öllum aldri velkomin.

Var kominn á hættu­­legan stað

Vilhelm Neto er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins sem hefur meðal annars vakið mikla athygli í síðustu tveimur Áramótaskaupum. Vilhelm er gestur vikunnar í Einkalífinu.

„Stærsta sorg sem ég hef lent í“

Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni.

Íslandsferð ofurparsins Idris og Sabina Elba vekur athygli

Enski leikarinn Idris Elba og fyrirsætan Sabina Elba voru stödd á Íslandi á Valentínusardaginn. Sabina deilir myndskeiði úr ferðinni á Instagram-síðu sinni og virðist sem hjónin hafi verið hæstánægð með dvöl sína á The Retreat, fimm stjörnu lúxushóteli Bláa lónsins í Grindavík.

Babe Patrol kíkir á season tvö í Warzone

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að kíkja á season 2 í Warzone í kvöld. Þar fá þær tækifæri til að skoða ný vopn og mögulega næla sér í þeirra fyrsta sigur. 

Komin í einangrun stuttu fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins

Nú blæs duglega á móti systkinunum í Amarosis sem munu keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en Ísold Wilberg hefur greinst með Covid-19 og er þar af leiðandi í einangrun. Þau hafa því þurft að aflýsa æfingum fyrir undanúrslitakvöldið sem nálgast óðfluga.

Íslenskir frumkvöðlar í Fjarðarkaup

Frumkvöðladagar standa nú yfir í Fjarðarkaup. Fimmtán framleiðendur taka þátt og kynna vörur sínar í versluninni fram til 19. febrúar. Viðskiptavinir geta smakkað spennandi nýjungar og kynnst hugmyndinni á bak við vörurnar og framleiðendur en allir framleiðendurnir koma frá Eldstæðinu, atvinnueldhúsi fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur.

Hulda hreppti annað sætið í World Top Model keppninni

Fegurðardrottningin Hulda Vigdísardóttir hreppti annað sætið í World Top Model keppninni sem fór fram um helgina. Keppnin var haldin í New York og er hluti af tískuvikunni þar. Þetta var í fyrsta skipti sem keppandi frá Íslandi tekur þátt.

Með láns­gítar á ó­­þægi­­legum klapp­­stól

Í dag kemur út textamyndband við lagið Something með Rakel Sigurðardóttur, sem unnið er af listakonunni Erlu Daníelsdóttur. Lagið er þriðja smáskífan af komandi útgáfu hennar og verkefna tveggja annarra kvenna, Salóme Katrínar og ZAAR.

Lón snúa aftur með nýtt lag - Nostalgískur blær

LÓN snúa aftur með frábært nýtt lag sem nefnist Hold On. Meðlimir LÓNs kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu láta reyna á rólegri hljóðheim með þessu nýja verkefni.

Ástin sigraði þegar Sólbjört og Einar trúlofuðu sig

Ástin virðist hafa sigrað en dansarinn Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson sem er trommarinn í Hatara og gítarleikari Vök voru að trúlofa sig. Spurningin var borin upp á sjálfan Valentínusardaginn svo rómantíkin hefur verið allsráðandi hjá þeim á deginum.

Eldað af ást: Fylltar ítalskar kjötbollur

„Hvern dreymir ekki um að vera í ítölsku eldhúsi og borða guðdómlegan mat? Þessar kjötbollur færa þig örlítið nær enda hellingur af ást sem fara í þær.“

Íslendingar eiga mögulega heimsmet í snjallvæddum nóttum

„Íslendingar eru mjög meðvitaðir mikilvægi svefns, mun meðvitaðri en aðrar Evrópuþjóðir og prósenta þeirra sem nota stillanleg rúm og snjallrúm er há á Íslandi miðað við höfðatölu. Við erum afar ánægð með íslenska markaðinn,“ segir Nuno Figueiredo, framkvæmdastjóri Ergomotion í Evrópu. 

„Horfið á Fávita með ömmu ykkar“

Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag.

Ljáir jaðarsettum einstaklingum rödd í nýju hlaðvarpi

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er farinn af stað með glænýtt hlaðvarp, Ósýnilega fólkið. Í hlaðvarpinu fá hlustendur að kynnast jaðarsettum einstaklingum í samfélaginu og heyra persónulegar sögur þeirra.

Gesta- og draugagangur hjá Queens

Móna í Queens fær hana Gud6eva í heimsókn til sín í kvöld. Saman munu þær reyna á taugarnar og spila hryllingsleikinn House of Ashes.

Júníus Meyvant og KK frumsýna nýtt lag og myndband

Júníus Meyvant og KK voru að gefa út lagið Skýjaglópur en lagið og textinn er samið af Júníusi og er hvoru tveggja mjög hugljúft. „Hvað myndi KK gera?“ og trúin var að hluta til innblásturinn á bakvið lagið sem þeir unnu svo saman.

Beggi Ólafs og Hildur Sif hætt saman

Fyrirlesarinn og doktorsneminn Beggi Ólafs og Hildur Sif Hauksdóttir, sérfræðingur hjá SaltPay, eru hætt saman eftir rúmlega átta ára samband. 

Euphoria æði á samfélagsmiðlum

Þættirnir Euphoria hafa vakið mikla athygli frá því að fyrsta serían kom út en eftir að önnur serían kom virðast þættirnir vera að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum. Áhorf þáttanna tvöfaldaðist frá fyrstu til annarrar seríu og förðunin og tískan í þáttunum hefur farið eins og stormsveipur um netheimana.

Kúrekastemning og rólegheit þessa vikuna

Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.

„Ef þið viljið fá alla söguna, þá verðið þið bara að kaupa bókina“

„Ég veit ekki hvað hefur ekki gerst hjá Kanye West í þessari viku!“ segir Birta Líf Ólafsdóttir. Vikan hefur verið viðburðarík í lífi tónlistarmannsins sem hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Það skal þó tekið fram að West er með geðhvarfasýki sem hann opnaði sig um fyrir fjórum árum síðan.

Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu

Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.

Sjá næstu 50 fréttir