Fleiri fréttir

Langflestir vilja kaupmála við giftingu

Það er fátt eins órómantískt eins og að ræða möguleg endalok sambands við giftingu. Kaupmáli, þessi samningur sem þú þarft kannski að gera en vilt alls ekki hugsa um. 

GameTíví: Fyrsta kvöldið í Caldera

Strákarnir í GameTíví ætla að virða Caldera fyrir sér í kvöld. Það er nýjasta kort Call of Duty: Warzone, sem er einn vinsælasti leikurinn um þessar mundir.

Varð pirraður á grímum á stangli og hefur tínt 8.000 síðasta árið

Síðastliðið ár hefur Örlygur S. Sigurjónsson, fararstjóri og leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, tínt átta þúsund andlitsgrímur í náttúrunni og á götum Reykjavíkurborgar. Hann segir að tínslan hafi byrjað þegar það angaraði hann að sjá alltaf grímur í runna á leið sinni í vinnuna og hafi síðan undið upp á sig.

Golden Globes tilnefningarnar tilkynntar

Rétt í þessu kom í ljós hverjir hljóta tilnefningar til Golden Globes verðlaunanna. Afhendingin fer fram þann 9. janúar en ekki verður sýnt frá hátíðinni í þetta skiptið.

Jólalög og strandarfílingur!

Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.

Fúlsar við Fyrsta blikinu og horfir frekar til Filippseyja

Árni Stefán Árnason, dýralögfræðingur sem hefur látið sig varða umræðuna um blóðmerahald og annað er við kemur dýravelferð, segir ekki annað fyrir íslenska karlmenn á hans aldri en að leita annað, til dæmis til Filippseyja. Aktvívistahópnum Öfgum blöskrar ummæli lögfræðingsins og segja skrifin ógeðfelld.

Bölvað ves á Bassa í des

Í gærkvöldi fór í loftið jólaútgáfa af Blindum bakstri þar sem Eva Laufey fær til sín skemmtilega gesti næstu tvö sunnudagskvöld.

Antlers: Óþægileg hamskipti í metamfetamínbæli

Hryllingsmyndin Antlers hefur nú loks ratað í kvikmyndahús eftir nokkrar Covid-tengdar seinkanir. Jesse Plemon og Keri Russell leika systkini sem aðstoða tólf ára dreng að leysa ansi snúið heimilis- og foreldravandamál.

Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa

Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf.

Stjörnulífið: Jólakúlur, glimmer og Disney World

Það styttist í jólin og er ljóst að Íslendingar eru flestir að komast í smá jólaskap. Þeir sem ekki eru búnir að finna jólaandann geta skoðað allt jólaefnið okkar hér á Lífinu, en við birtum daglega jólalög, jólaviðtöl og fleira skemmtilegt.

Dóra setur Ís­lands­met í lang­lífi

Dóra Ólafsdóttir á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík hefur nú náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi. Frá þessu er greint á Facebook-hópnum Langlífi.

Svona lítur fataskápur Dóru Júlíu út

Plötusnúðurinn Dóra Júlía er á leiðinni í loftið með nýja þætti á Stöð 2 sem heita Þetta reddast þar sem hún fær skemmtilegt fólk til að elda með sér á meðan hún spjallar við það um alls konar hluti.

Jóla­­­molar: Er ekki týpan sem skiptir gjöfum

Selma Björnsdóttir er einstaklega mikið jólabarn. Það er nóg að gera hjá henni í desember en fyrir utan almennan jólaundirbúning syngur hún á alls þrettán jólatónleikum ásamt því að stýra athöfnum hjá Siðmennt og leikstýra. Þá fer hún einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðinni sem frumsýnd verður á RÚV á annan í jólum.

Anne Rice er látin

Rithöfundurinn Anne Rice lést í gær, 80 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir að hafa skrifað vinsæla sagnaflokkinn Vampire Chronicles.

Partýjól á Íslenska listanum

Íslenski listinn heldur áfram að vera í jólaskapi og kynnir inn áhugavert og óhefðbundið jólalag í hverri viku.

Tra­vis Scott sparkað af Coachella

Tónlistarmaðurinn Travis Scott mun ekki koma fram á Coachella en hann átti að troða upp á aðaltónleikum hátíðarinnar sem er ein sú stærsta í heiminum. Sextíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til skipuleggjenda hátíðarinnar um að sparka Scott.

Jóla­molar: Fræsi­hefill, ferða­lög og frönsku­nám­skeið á óska­listanum

Uppistandarinn, rithöfundurinn og kaffihúsaeigandinn Dóri DNA minnist þess með hlýhug þegar hann fékk Hyundai 166 mhz pentium tölvu í jólagjöf sem barn og er það ein af hans uppáhalds jólaminningum. Í dag þykir honum hins vegar lang skemmtilegast að upplifa jólin í gegnum börnin sín og skapa minningar með þeim.

Sigur­jón Sig­hvats­son opnar sína fyrstu ljós­mynda­sýningu

Í dag opnar Sigurjón Sighvatsson yfirlitssýningu við Hafnartorg á ljósmyndaverkum sem hann hefur unnið á undanförnum áratugum. Sýningin ber nafnið „Horft um öxl - ljósmyndir frá liðinni tíð“ en um er að ræða fyrstu opinberu sýningu ljósmynda Sigurjóns.

Síminn ekki stoppað í dag hjá nýju stórstjörnunni

Birkir Blær Óðinsson, sem vann sænska Idol-ið í gærkvöld, á eftir að rýna alveg í samninginn sinn, en honum skilst að nú fram undan sé að taka upp tónlist og halda tónleika. Að taka þátt í keppninni hefur breytt lífi hans, segir hann.

„Kannski stærra en maður áttaði sig á“

Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn.

„Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“

Hún vill kaffið sitt svart og sykurlaust, eggin sín hleypt og segist vera ógeðslega góð í því að bakka í stæði. Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir er Einhleypa vikunnar. 

Vinnu­brögð sem enginn ætti að sjá

Þórarinn Eld­járn er tví­mæla­laust ein­hver ást­sælasti höfundur þjóðarinnar. Rit­höfundar­ferill hans fer að teygja sig upp í fimm­tíu árin og í ár, á fjöru­tíu ára af­mæli fyrsta smá­sagna­safns hans, Of­sögum sagt, gefur hann út sitt áttunda smá­sagna­safn, Um­fjöllun. 

Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“

Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla?

Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021

Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson fór með sigur af hólmi þegar hann mætti söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í úrslitum sænska Idol í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir