Fleiri fréttir

Bjarndýr sem skortir jólaanda réðst á Rúdólf

Bjarndýr náðist á myndband ráðast á uppblásið hreindýr í Kaliforníu í vikunni. Á meðan húnninn réðst á Rúdólf fylgdist móðir hans með árás afkvæmis síns og virtist nokkrum sinnum við það að koma húninum til hjálpar.

Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu

Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna.

Gucci grænn litur um jólin

Sigga Heimis og Þórunn Högna fóru vel yfir jólaskraut hjá Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Jóla­molar: Ekkert verra en að vera þunnur á að­fanga­dag

Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati.

Stefnir ekki á að fara líka út í fatahönnun en útilokar ekkert

„Við bræður, ég og Gauti Reynisson, réðumst i þetta samstarf fyrir um þremur árum með skósmíðameistaranum Lárusi Gunnsteinssyni,“ segir Egill Fannar Reynisson einn eigenda Betra baks og einn þriggja hönnuða merkisins Kosy sem framleiðir inniskó og þar á meðal týpuna Stormur.

Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað

Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð.

Nýr bóksölulisti: Yrsa þjarmar að Arnaldi

Æsast nú heldur betur leikar í jólabókaflóðinu hvar salan er helsta mælistikan. Bóksölulisti vikunnar leiðir í ljós að Sigurverk Arnaldar heldur toppsætinu eins og var fyrir viku.

Jóla­molar: Stjórn­laus þegar kemur að möndlu­grautnum

Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstjóri Miss Universe Iceland og meðeigandi heilsumiðstöðvarinnar Even labs, segist alltaf byrja að skreyta fyrir jólin mjög snemma. Orðatiltækið „more is more“ sé hennar slagorð þegar kemur að jólaskreytingum, enda séu jólin hennar uppáhaldstími.

Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi

„Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um.

Franklin snýr aftur í GTA og Dr Dre einnig

Leikjafyrirtækið Rockstar opinberaði í dag nýja uppfærslu við Grand Theft Auto Online sem inniheldur nýja sögu um eina af aðalpersónum upprunalega leiksins og rapparans Dr. Dre. Franklin snýr aftur í leiknum og spilarar þurfa að hjálpa honum og rapparanum að gefa út ný lög.

House of Gucci: Gucci á hundavaði

Ridley Scott hefur nú sent frá sér House of Gucci, sína aðra kvikmynd á skömmum tíma. Það er reyndar svo stutt síðan hin myndin hans, The Last Duel, kom út, að enn er hægt að sjá hana í Bíó Paradís.

13 ára rappari, bleik jól og Klaki!

Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.

Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag

Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina.

Hætta sem Skoppa og Skrítla eftir átján ár

Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir leggja litríkum búningum Skoppu og Skrítlu eftir átján ár. Hugmyndin að Skoppu og Skrítlu kom upp þegar þær byrjuðu að eignast börn og fundu fyrir því að það var lítið sem ekkert barnaefni fyrir yngstu börnin.

Jóla­molar: „Jólin eru há­tíð, ekki árs­tíð!“

Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið.

Lygileg Eurovision-vegferð Daða og Gagnamagnsins

Íslendingar mættu stórhuga til leiks í Eurovision þetta árið eftir að farsóttin martraðarkennda hafði af okkur öruggan sigur á fyrsta ári veirunnar. Við tjölduðum öllu til í Rotterdam í Hollandi í vor: nýju lagi með Daða og Gagnamagninu, nýjum grænum heilgöllum og nýjum sigurdraumi. Nú skyldi það hafast.

Fyrsta sýnishornið úr Þetta reddast

Þann 23. desember fara af stað þættirnir Þetta reddast á Stöð 2. Umsjónarkona þáttanna er plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir. 

Rokkum um jólin!

Hljómsveitin Gunman and the holy ghost var að senda frá sér tvö brakandi fersk jólalög.

Sjá næstu 50 fréttir