Fleiri fréttir

Heimsfrægur alveg óvart, Pílatus

Illugi Jökulsson telur rétt að sögulegar persónur úr Biblíunni eigi rétt á að um þær sé fjallað eins og manneskjur, ekki þjóðsögur

Ásgeir Trausti í Grey's Anatomy

Lag í flutningi Ásgeirs Trausta, Was There Nothing, var notað í nýjasta þætti bandarísku læknaþáttanna Grey's Anatomy.

Hafði engar væntingar

Steinþór Ólafsson leiðsögumaður var í afleitu formi og slæmur af sykursýki þegar hann hóf að stunda göngur á vegum SÍBS í ágúst 2014. Nú er hann sprækur eins og lækur.

Leiðsögumaður um Passíusálmana

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru komnir út í sinni 92. útgáfu en í fyrsta sinn fylgir leiðsögumaður með í förinni um þetta mikla 17. aldar meistaraverk bókmenntanna.

Dútlar í fornbílum og syngur í hljóði

Óskar Pétursson, söngvari og einn Álftagerðisbræðra, gerir upp fornbíla á milli þess sem hann syngur í jarðarförum og heldur tónleika, ýmist einn eða með bræðrum sínum. Hann nýtur þess að skemmta fólki.

Bónorð í eggi

Hafliði Ragnarsson gerir handgerð páskaegg. Það færist í aukana að fólk sé með séróskir og vilji lauma sínum eigin málshætti í eggin, ástarbréfum eða jafnvel trúlofunarhringjum.

Byggði ölstofu úr snjó

Elíza Lífdís Óskarsdóttir, skálavörður, á erfitt með að ímynda sér betri stað til að vera á en undir himni fullum af blikandi stjörnum og dansandi norðurljósum í Landmannalaugum. Hún segir að það mikilvægasta sem skálavörður þurfi að kunna sé að hella upp á gott kaffi.

Enn að smíða, gera og græja

Akureyringurinn Jóhann Ingimarsson hannaði, smíðaði og seldi húsgögn í áratugi og er hugsanlega sá eini í heiminum sem smíðaði stóla Hans Wegner utan Danmerkur. Jóhann býr á öldrunarheimilinu Hlíð og fékk þar opnaða smíðastofu.

Vindurinn og hatrið

Vinur minn vindurinn og Maðurinn sem hataði börn eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Stigu barrokkdans í búningum

Hárkolluklæddir meðlimir Mótettukórs Hallgrímskirkju liðu um kirkjugólfið í Skálholti í byrjun marsmánaðar. Þar stigu þeir átjándu aldar barokkdans íklæddir búningum sem hæfðu tilefninu.

Vorinu fagnað með listasmiðju

Listasafn Árnesinga stendur fyrir fjölskyldusamveru í dag þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín. Þar verða náttúruleg efni nýtt í anda frumbyggja.

Tónaljóð um þjáningu

Elmar Gilbertsson tenór og Hanna Dóra Sturludóttir sópran eru einsöngvarar með Mótettukór og Kammersveit Hallgrímskirkju í flutningi óratóríunnar Passíu op. 28 eftir Hafliða Hallgrímsson á morgun, föstudaginn langa.

Spáð í prik og meðvirkni þjóðar

Unnsteinn Manúel Stefánsson og Sigríður Klingenbergræða stjörnuspeki, meðvirkni, villt dýr og ljóta umræðu í athugasemdakerfum. Þau hafa hvorugt nokkurn áhuga á þátttöku í pólitík þrátt fyrir sterkar skoðanir á mönnum og málefnum.

„Aldur er svo afstæður“

Hafdís Árnadóttir stofnaði Kramhúsið fyrir þrjátíu árum. Þrátt fyrir að eiga þrjú ár í áttrætt segist hún aldrei fá leiða á kennslunni og ætlar sér að starfa eins lengi og hún getur enda segir hún aldur afstæðan. Hún segir alla geta dansað.

Matreiðslubók meistarakokks verðlaunuð

Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumeistari og eigandi Dill Restaurant, hlaut í vikunni IACP Food Writing Awards fyrir bók sína og Jody Eddy, The New Nordic Cuisine of Iceland.

Leikkona gefur út bók

Leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir, sem orðin er landskunn af fjölum leikhúsanna, mun á vordögum senda frá sér sína fyrstu bók.

Tom Shillue með Mið-Íslandi

Bandaríski grínistinn Tom Shillue slæst í lið með uppistandshópnum Mið-Íslandi í Þjóðleikhúskjallaranum 9. til 11. apríl næstkomandi.

Málar hús, landslag og portrett

Ragnar Hólm opnar sýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á morgun. Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein leika þar létt lög af fingrum fram.

Sjá næstu 50 fréttir