Fleiri fréttir

Hollywood snúður

Leikkonan Reese Witherspoon, 35 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum í glæsilegum svörtum kjól með hárið tekið aftur í snúð. Þá má sjá leikkonuna á hlaupum með hárið í snúð og sólgleraugu á nefinu...

Rómantískur morgunverður

Kate Hudson, 32 ára, og unnusti hennar, Muse tónlistarmaðurinn Matt Bellamy, 33 ára, nutu stundarinnar ásamt 5 mánaða gömlum syni sínum Bingham, í gærmorgun á kaffihúsinu Violette Cafe í miðborg Lundúna...

Missir ekki svefn yfir endurgerð Heimsendis

„Það var strax kominn áhugi áður en við fórum í framleiðslu sem er ekkert skrýtið, þetta er bara þannig verk. Maður heldur ekkert niðri í sér andanum því þetta fer núna í eitthvert þróunarhelvíti,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri.

Sýndu skartgripi og fatnað úr eigin smiðju

Fatahönnuðurinn Gúrý Finnbogadóttir og gullsmiðurinn Breki Magnússon héldu sýningu á verkum sínum á Kex Hosteli á fimmtudagskvöldið. Parið hefur verið búsett í Víetnam undanfarin ár þar sem það hefur þróað hönnun sína samhliða öðrum verkefnum. Fatalínan nefnist Gury og skartgripalínan ber heitið Zero6. Margir lögðu leið sína í Kex til að fagna með parinu og skoða herlegheitin.

Metnaðurinn hvarf

Strákasveitin, eða kannski karlasveitin, Westlife missti metnaðinn fyrir því sem hún var að gera og ákvað þess vegna að slíta samstarfinu.

Góð blanda af rokki og þægindum

Eva Lín Traustadóttir hannar fatnað undir nafninu evalín og leggur mikla áherslu á þægilega og klæðilega hönnun. Evalín er ársgamalt fyrirtæki sem hefur dafnað hratt.

Meistarakokkur eldar á bensínstöð

Alex Sehlstedt er matreiðslumaðurinn sem sér um matinn á nýja asíska skyndibitastaðnum Nam. Hann hefur eldað á Michelinstað og rekið sína eigin veitingastaði, en langaði að kynna asíska matargerð sína fyrir fleira fólki.

Elfar Aðalsteins á Óskarslista

Stuttmyndin Sailcloth eftir íslenska leikstjórann Elfar Aðalsteinsson er ein þeirra tíu stuttmynda sem koma til greina hjá bandarísku kvikmyndaakademíunni þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kunngjörðar í janúar á næsta ári. Þetta var tilkynnt í vikunni. Valið stóð á milli 107 stuttmynda.

Vill reka Love úr íbúð

Rokkekkjan Courtney Love á það á hættu að vera rekin út af heimili sínu í New York. Konan sem hefur leigt henni íbúðina síðastliðna tíu mánuði er orðin langþreytt á Love og segir hana hafa eyðilagt íbúðina. Hún heldur því einnig fram að söngkonan skuldi henni fúlgur fjár í leigu. Málið verður flutt fyrir dómstólum á Manhattan 21. desember. Að sögn leigjandans stóð það skýrt í leigusamningnum að ekki mætti breyta neinu innanhúss en Love lét það sem vind um eyru þjóta og setti þar upp veggfóður og málaði allt upp á nýtt.

Stern fer í dómarasætið

Útvarpsmaðurinn umdeildi Howard Stern tekur við af Piers Morgan sem dómari í bandarísku hæfileikaþáttunum America"s Got Talent. Hinn 57 ára Stern stjórnar útvarpsþætti á stöðinni Sirius XM. Hann gengur núna til liðs við þau Howie Mandel og Sharon Osbourne sem hafa dæmt í þáttunum við hlið Morgans. Stern er þekktur fyrir að segja skoðanir sínar umbúðalaust og hefur margoft komið sér í vanda vegna þess. Hann segist búast við því að eiga eftir að særa einhverja í þáttunum.

Ný raunveruleikastjarna stígur fram

Leikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood mun að öllum líkindum koma fram í raunveruleikaþætti eiginkonu sinnar og dætra. Þátturinn verður framleiddur af E! sjónvarpsstöðinni, þeirri sömu og framleiðir þættina um Kardashian-fjölskylduna.

Skíðaferð í fyrsta sinn

Celine Dion ætlar að halda upp á sautján ára brúðkaupsafmælið sitt með því að fara með fjölskyldunni í skíðaferð. Kanadíska söngkonan ætlar að skíða í fjöllum Utah ásamt eiginmanni sínum Rene Angelil, tíu ára syni þeirra Rene-Charles og hinum fjórtán mánaða tvíburum, Eddy og Nelson. „Tvíburarnir ætla að leika sér í snjónum,“ sagði Dion í viðtali við Hello!. Dion og Angelil giftu sig í Quebec í Kanada árið 1994.

Kurt Vile á toppnum

Bandaríski trúbadorinn Kurt Vile á plötu ársins, Smoke Ring for My Halo, samkvæmt nýjum lista tónlistarveitunnar Gogoyoko.com. Önnur plata Bon Iver situr í öðru sætinu og í því þriðja er Sin Fang með plötuna Summer Echoes. Í fjórða sæti er enska hljómsveitin Radiohead með plötuna King of Limbs og þar á eftir kemur Tune-Yards með Who Kill. Listi Gogoyoko nær yfir þrjátíu plötur alls, bæði innlendar og erlendar, og hægt er að hlusta á þær allar og kaupa á síðunni.

Jólaglögg til góðs

Jólaglögg UN Women á Íslandi fer fram á eins árs afmæli samtakanna á sunnudag. Glöggið verður haldið í versluninni Ellu á Ingólfsstræti 5 og stendur frá klukkan 16 til 18. Tónlistarkonan Sóley syngur fyrir gesti lög af hinni margrómuðu plötu sinni We Sink. Ella mun einnig tilkynna styrk sinn til samtakanna, en fyrirtækið gefur 1.000 krónur af hverju seldu ilmvatni í Styrktarsjóð UN Women til afnáms ofbeldis gegn konum. Allir velunnarar samtakanna eru hvattir til að mæta og eiga notalega stund saman í tilefni dagsins.

Hávært borðhald

Angelina Jolie skilur ekki þann mikla áhuga sem fólk hefur á einkalífi hennar því sjálf segist hún lifa ósköp viðburðasnauðu lífi þar sem allt snúist um barnauppeldi.

Hátískan vinsæl á Íslandi

Þrjú ný hátískumerki verða fáanleg á landinu eftir áramót og þykir teljast til tíðinda þar sem enn er mikið rætt um bága stöðu heimilanna í landinu.

Handboltakappi hannar föt

„Ég byrjaði að fikta við að þrykkja myndir á boli fyrir svona 3-4 árum. Það er ágætt að geta kúplað sig út úr boltanum stundum,“ segir Róbert Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann hefur nú opinberað áhugamál sitt og er byrjaður að selja boli úr sinni smiðju til landsmanna. Róbert hannar undir nafninu Þessi feiti sem er heldur óvanalegt nafn á fatahönnun. „Snorri Steinn á heiðurinn að nafninu. Mér fannst þetta fyndið og er kallaður þessu nafni af ákveðnum hópi,“ segir Róbert kátur en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var hann í rútu á leið til Flensborgar með liði sínu, Rhein-Neckar Löwen.

Coppola leikstýrir auglýsingu

Næsta samstarfsverkefni tískurisans H&M verður við ítalska tískuhúsið Marni og var engin önnur en Sofia Coppola fengin til að leikstýra auglýsingu fyrir verkefnið. Auglýsingin var tekin upp í Marokkó nú í október og verður sýnd í kvikmyndahúsum, sjónvarpi og á Netinu.

Daniel Radcliffe galdramaður í miðasölu

Bandaríska fjármálatímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir þá leikara sem trekktu hvað mest að í bíó, hvað peninga varðaði. Fáum kemur á óvart að þar skuli Daniel Radcliffe, sjálfur Harry Potter, tróna á toppnum.

Bale vísað á brott í Kína

Christian Bale var meinað að hitta Chen Guangcheng sem er í stofufangelsi í Kína eftir að hafa barist fyrir auknum mannréttindum þar í landi. Leikarinn er staddur í Kína til að kynna myndina The Flowers of War sem gerist þar á fjórða áratugnum. Þegar hann ætlaði að heimsækja Guangcheng með tökulið frá CNN með í för var honum vísað á brott. „Ég er ekkert hugrakkur. Ég vil bara styðja við bakið á fólki sem býr hérna og stendur upp í hárinu á yfirvöldum og hefur verið lamið og fangelsað,“ sagði Bale. „Mig langaði bara að heilsa þessum manni og segja honum hversu mikinn innblástur hann hefur veitt mér.“

Aniston prófaði að nota bótox

Oft hafa verið uppi kenningar um fegrunaraðgerðir Jennifer Aniston en hún hefur hingað til neitað því staðfastlega að hafa átt nokkuð við útlit sitt.

Ólafur Arnalds tjaldar öllu til

Ólafur Arnalds kemur fram í Hörpu í kvöld. Hann tjaldar öllu til á tónleikunum og flytur meðal annars inn þýska starfsmenn og sérhannaðan ljósabúnað.

Alli abstrakt nennti í viðtal

„Þetta er svona einn dagur á viku sem maður lætur eins og algjör letingi. Þetta lag var gert á svoleiðis degi," segir rapparinn Alexander Jarl Abu-Samrah, betur þekktur sem Alli abstrakt.

White Signal sigurvegari

Sigurvegari í Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2011 er hljómsveitin White Signal frá Reykjavík og Hafnarfirði. Lag hennar, Jólanótt, er eftir Guðrúnu Ólafsdóttur við texta Guðrúnar og Katrínar Helgu Ólafsdóttur og hlaut það flest atkvæði hlustenda Rásar 2. White Signal skipa fimm fjórtán til sextán ára gamlir tónlistarmenn.

Mugison með sex tilnefningar

Tilkynnt var um verðlaunaplötur Kraums í gær og einnig um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Britney trúlofuð

Britney Spears, 30 ára, trúlofaðist unnusta sínum og umboðsmanni til margra ára, Jason Trawick, í Planet Hollywood spilavíti í Las Vegas í gær...

Shadow Creatures styðja við bakið á konum í afríku

Systurnar Edda og Sólveg Ragna Guðmundsdætur sem hanna undir nafninu Shadow Creatures hafa tekið höndum saman við Kríurnar, þróunarsamtök í þágu kvenna í Afríku. Hluti af hverri seldri flík frá systrunum mun renna til styrktar málefnum Kríanna.

Gamlinginn slær Potter og Larsson við

Ekkert lát er á vinsældum sænsku bókarinnar Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Bókin hefur nú verið prentuð í 20 þúsund eintökum. Páll Valsson, þýðandi bókarinnar, segir að aldrei hafi þýdd bók selst jafnmikið á svo skömmum tíma fyrir ein jól hérlendis. Þar með hafi Gamlinginn skákað ekki minni mönnum en Harry Potter og Dan Brown.

Í fótspor leiðtogans

Tölvuleikjafyrirtækið CCP sagði upp 120 starfsmönnum í október. Varaborgarfulltrúinn Diljá Ámundadóttir var ein þeirra sem missti vinnuna hjá fyrirtækinu, en þar hafði hún starfað um hríð. Diljá var ekki lengi verkefnalaus, því hún hefur ráðið sig til auglýsingastofunnar Ennemm, þar sem hún mun einbeita sér að verkefnum tengdum samfélagsmiðlum.

Forynja lokar á Laugavegi

Ég fékk svo ótrúlegt atvinnutilboð fyrir rúmri viku að ég get ekki sleppt því, segir Sara María Forynja, eigandi og aðalhönnuður verslunarinnar Forynju á Laugavegi, í meðfylgjandi myndskeiði...

Kanye daðrar við Kim

Hin nýfráskilda Kim Kardashian átti gott kvöld með rapparanum Kanye West eftir eina tónleika þess síðarnefnda ef marka má frásögn The New York Daily News. Rapparinn hélt veislu eftir tónleika sína í Los Angeles og var Kardashian á meðal gesta þar.

Kom heim með stóran samning við Elite

„Þetta var mikil upplifun og ég veit núna að mig langar að láta reyna á fyrirsætustarfið,“ segir Elite-fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir, en hún er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í alþjóðlegu Elite-keppninni.

Gefur út misheppnaða mánudaga

Plötusnúðurinn Addi Intro hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði fyrir hjólabrettamyndböndin First Try Fail Mondays, eða Misheppnaða mánudagar.

Lady Gaga þénaði mest árið 2011

Það eru ekki bara karlarnir sem græða á tá og fingri í poppinu heldur hafa konurnar malað gull á árinu sem er að líða. Vefútgáfa bandaríska fjármálatímaritsins Forbes tók saman þær tíu konur sem hafa grætt hvað mest árið 2011.

Maðurinn sem sörfaði á Airwaves

Rich Aucoin frá Kanada er á leiðinni til Íslands í annað sinn og spilar á Nasa 30. desember. Hann er rísandi stjarna í tónlistarbransanum og hefur vakið athygli fyrir brimbrettatakta sína.

Heimsfræg hæfileikalaus

Þú leikur ekki, þú syngur ekki, þú dansar ekki, sagði Barbara og hélt áfram: Þú ert ekki... - þú fyrirgefur mér að ég segi þetta. Ekki með neina hæfileika...

Margmenni á Kexmas

Kex Hostel hefur opnað listamönnum húsakynni sín í desember og á þriðjudagskvöldið var röðin komin að tónlistarmanninum Snorra Helgasyni og rithöfundinum Óttari Norðfjörð að deila verkum sínum. Margir lögðu leið sína á Kex til að hlusta á Óttar lesa upp úr nýjustu skáldsögu sinni Lygaranum og Snorra spila ljúfa tóna frá plötu sinni Winter Sun.

16 ára bið GusGus eftir gullplötu á enda

„Okkur var tilkynnt það um daginn að við værum að fá okkar fyrstu gullplötu. Seint koma sumir,“ segir Stephan Stephensen, eða President Bongo, liðsmaður GusGus.

Nancy Sinatra nútímans

Lana Del Rey er söngkonan með dimmu röddina sem er að slá í gegn um þessar mundir með laginu Video Games. Fáir vita að hún hefur áður reynt fyrir sér í tónlistarbransanum og er dóttir milljarðamærings.

Hollywoodstjarna bakar bollakökur

Gossip Girl leikkonan Blake Lively, 24 ára, dundaði sér við að kveikja í bollakökum í Sprinkles bakaríinu í New York eins og sjá má á myndunum...

Baltasar þriðji í skíðakeppni í Frakklandi

Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leikstjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvikmyndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjórinn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes.

Tekur frá Eurovision-hallir fyrir Frostrósar-tónleika

Frostrósar-tónleikaröðin mun velta í kringum 150 til 170 milljónum þegar yfir lýkur. Forsvarsmenn tónleikaraðarinnar ætla sér stóra hluti á næsta ári. "Við erum búnir að ganga frá þessu og ætlum að gera þetta á næsta ári. Þetta hefur staðið til síðustu tvö ár en alltaf verið frestað. Nú ætlum við hins vegar að kýla á þetta,“ segir Samúel Kristjánsson. Hann ætlar að flytja út Frostrósar-þema sitt til Noregs og Svíþjóðar og halda þar tónleika í fjórtán borgum í löndunum tveimur.

Ágætar veiðisögur

Bók sem veiðimenn munu vafalítið hafa gaman af því að lesa. Nauðsynlegt hefði verið að leggja meiri vinnu í útlit og nostra eilítið meira við textann.

Sjá næstu 50 fréttir