Lífið

Missir ekki svefn yfir endurgerð Heimsendis

Ragnar Bragason er rólegur yfir hugsanlegri endurgerð Heimsendis í Bandaríkjunum.
Ragnar Bragason er rólegur yfir hugsanlegri endurgerð Heimsendis í Bandaríkjunum.
„Það var strax kominn áhugi áður en við fórum í framleiðslu sem er ekkert skrýtið, þetta er bara þannig verk. Maður heldur ekkert niðri í sér andanum því þetta fer núna í eitthvert þróunarhelvíti,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri.

Í gær var greint frá því að bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Electus hefði samið um dreifingu- og endurgerðarrétt á sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi. Aðalmaður fyrirtækisins er Ben Silverman sem hefur náð góðum árangri í að endurgera erlendar sjónvarpsseríur í Bandaríkjunum. Hann á meðal annars heiðurinn af Ugly Betty og The Office. „Þetta er maðurinn sem byrjaði á þessum endurgerðum í Bandaríkjunum,“ segir Ragnar.

Í fréttatilkynningu sem Saga Film, framleiðandi þáttanna sendi frá sér, er haft eftir Kjartani Þór Þórðarsyni að fyrirtækið sé himinlifandi með samninginn. „Ben Silverman er augljóslega í fremstu röð í að koma alþjóðlegum þáttum til Bandaríkjanna með The Office og Ugly Betty á ferilskránni.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.