Fleiri fréttir

Flugur eru eins og tófú

Villi, Gói og Sveppi eru bestu vinir í alvöru, en líka bestu vinir barnanna. Þeir lentu í skuggalegum ævintýrum við gerð Algjörs Sveppa og töfraskápsins. Hér svara þeir mjög mikilvægum spurningum.

Fann ástina á ný

Leikkonan Eva Longoria er trúlofuð kærasta sínum, Eduardo Cruz, eftir aðeins sex mánaða samband. Eduardo þessi er yngsti bróðir leikkonunnar Penelope Cruz. Cruz bað sinnar heittelskuðu í júlí er þau voru í fríi á Marbella á Spáni ásamt systur hans og eiginmanni hennar, Javier Bardem. Samkvæmt heimildarmönnum er fyrirhugað brúðkaup síðar á árinu. „Eftir bónorðið stukku þau í saman í sjóinn. Þau voru mjög hamingjusöm. Þau hafa fundið sálufélaga sinn hvort í öðru,“ var haft eftir innanbúðarmanni.

Matur að hætti fræga fólksins

Nafntogaðir tónlistarmenn og leikarar í útlöndum elda eins og við hin og sumir þeirra hafa meira að segja gengið svo langt að bera kokkahæfileika sína á borð fyrir almenning.

Oft glæsilegt

Þeir eru margir píanókonsertarnir sem gera miklar kröfur til einleikarans. En Everestfjallið í píanóheiminum er líklega þriðji konsertinn eftir Rakmaninoff. Hann er svínslega erfiður. Ofurhraðar, flóknar nótnarunur eru óteljandi; heljarstökkin eftir hljómborðinu eins og áhættuatriði í geimtrylli.

Stjörnufans á haustkynningu Stöðvar 2

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hörpu á árvissri haustkynningu Stöðvar 2 í kvöld. Mikið hefur verið vel lagt í þennan rómaða viðburð en aldrei eins og nú enda fagnaði sjónvarpsstöðin 25 ára afmælinu sínu í ár. Gestum var boðið upp á veitingar frá öllum heimshornum og skothelda skemmtun. Eins og sjá má á myndunum skemmtu sjónvarpsstjörnurnar og aðrir gestir sér þetta líka rosalega vel.

Þrjú tonn af lóðum til landsins

Skip lagði í gær af stað frá Bandaríkjunum til Íslands með þrjú tonn af lyftingalóðum. Lóðin, ásamt lyftingatækjum sem koma með flugi, verða til sýnis í Bíó Paradís í tengslum við sýningu heimildarmyndarinnar ChallengingImpossibility á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF.

Sean Penn og nýja kærastan

Sean Penn, 51 árs, sem átti vingott við Scarlett Johansson, 26 ára, er kominn með nýja kærustu, Shannon Costello, 26 ára, sem hefur unnið fyrir Sean undanfarið. Madonnu, sem var gift Sean árin 1985 - 1989, lét hafa eftir sér: Ég hrífst af sköpunarglöðum einstaklingum eins og Sean Penn og Guy Ritche. Þeir eru báðir hæfileikaríkir einstaklingar sem hafa haft áhrif á mig þegar kemur að því hvernig ég leikstýri.

Þrenna á einum degi

Friðrik Ómar hefur bætt miðnæturtónleikum við afmælistónleikaröð sína 1. október í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Hann heldur því þrenna tónleika þennan eina og sama dag. Eitt þúsund miðar eru þegar seldir og líklega bætast nú 500 við til viðbótar.

Fyrrverandi Gogga í Hollywood

Fyrrverandi kærasta George Clooney, ítalska sjónvarpsstjarnan Elisabetta Canalis, 32 ára, var mynduð eftir dansæfingu í Los Angeles. Um var að ræða æfingu fyrir raunveruleikaþáttinn Dancing with the stars þar sem Elisabetta keppir í dansi ásamt fleiri stjörnum eins og Chaz Bono, Kristin Cavallari, Cheryl Burke, Mark Ballas og Lacey Schwimmer.

Vilja búa til fleiri Mjaðmarbörn

Knattspyrnufélagið Mjöðm, sem er skipað ýmsum listaspírum, blæs til skemmtunarinnar Bjúddarinn á Faktorý í kvöld, annað árið í röð. „Við hvetjum alla til að mæta, þótt það væri ekki nema bara til að kynna sér starfið hjá Mjöðminni. Þetta er líka kjörinn vettvangur til að búa til fleiri Mjaðmarbörn,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, formaður djammnefndar.

Vill giftast aftur

Elin Nordegren sér fram á bjartari tíma, en hún hyggst gifta sig aftur eftir skilnaðinn við golfarann Tiger Woods. Samkvæmt heimildum National Enquirer ætlar Nordegren að ganga upp að altarinu með kærasta sínum, milljónamæringnum Jamie Dingman, á næstunni og Woods er ekki sáttur.

Trúðurinn Casper kominn á fast

Casper Christensen er kominn með nýja dömu upp á arminn. Hún heitir Isabel Friis-Mikkelsen og er 25 ára. Og þar af leiðandi átján árum yngri en danski grínistinn. Isabel hefur verið persónuleg aðstoðarkona leikarans undanfarin ár og nú virðist sem þau hafi tekið það starf með sér heim. Casper harðneitaði reyndar að viðurkenna að það væri eitthvað þeirra á milli í júlí á þessu ári en þá voru þau nýkomin heim úr vikuferð frá

Kvenleikinn í fyrirrúmi

Meðfylgjandi má sjá haustlínu bandaríska hönnuðarins Prabal Gurung í ár. Hann hefur hannað á konur eins og Michelle Obama, Demi Moore, Zoe Saldana og Oprah Winfrey. Eins og sjá má á myndunum hér er kvenleikinn í fyrirrúmi hjá hönnuðinum og litagleðin að sama skapi. Hér má sjá Sex and The City stjörnuna, Söruh Jessicu Parker, í bleikum Prabal Gurung buxum.

Íslendingar hafa eytt 900 milljónum í Harry Potter

Íslendingar hafa keypt Harry Potter-bækur, mynddiska og bíómiða fyrir 900 milljónir íslenskra króna. Þá er ekki tekið með í reikninginn tölvuleikirnir og þær ótalmörgu skólatöskur, pennaveski og jafnvel boltar sem hafa selst eins og heitar lummur í leik- og ritfangaverslunum landsins. Síðustu forvöð eru að sjá síðustu Harry Potter-myndina, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, í bíó um þessar mundir.

Hundrað myndir á 11 dögum

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í áttunda sinn eftir tvær vikur. Um eitt hundrað myndir verða í boði og ættu gestir því að finna eitthvað við sitt hæfi. Áttunda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, Riff, fer fram 22. september til 2. október.

Dama í gær drusluleg í dag

Kelly Osbourne, 26 ára, var mynduð yfirgefa almenningssalerni í gærdag með eldrauðan varalit í magabol. Þá má sjá hana stilla sér upp með hárið tekið í tagl á frumsýningu myndarinnar um pabba hennar, God Bless Ozzy Osbourne, og klædda í buxnadragt á LAX flugvellinum. Ég spyr fólk aldrei hvað það er gamalt. Aldurinn skiptir alls engu máli, sagði Kelly.

Listin í Auðbrekku

Menning og listir lifa góðu lífi í Kópavogi og í Auðbrekku hafa listamenn úr ýmsum áttum komið sér fyrir.

Heimsmeistari og leikari í dómarasætinu

„Ég var strax mjög spennt fyrir þessu og það er gaman að vera með,“ segir Karen Björk Björgvinsdóttir dansþjálfari, en hún þreytir frumraun sína í sjónvarpi þegar hún sest í dómarasætið í nýjum dansþætti á RÚV.

Schwarzenegger fær stærra hlutverk

Arnold Schwarzenegger og Bruce Willis fá stærri hlutverk í The Expendables 2. Þetta staðfestir einn af framleiðendum myndarinnar í samtali við bandaríska vefsíðu, en tökur á myndinni hefjast í Búlgaríu í næstu viku. Fyrsta myndin vakti gríðarlega kátínu hjá aðdáendum gamaldags hasarmynda og naut töluverðra vinsælda í kvikmyndahúsum.

Die Hard 5 verður til

Die Hard 5 verður að veruleika og leikstjórinn John Moore hefur verið ráðinn til að leikstýra myndinni. Þetta kemur fram á vefsíðunni Deadline.com.

Keith Richards höfundur ársins hjá GQ

Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, komst að því að hann var miklu andstyggilegri en hann hélt þegar hann byrjaði að skrifa sjálfsævisögu sína, Life. Hann var nýlega kjörinn rithöfundur ársins af karlatímaritinu GQ á verðlaunaafhendingu þess í London.

PJ Harvey vann aftur

Enska tónlistarkonan PJ Harvey hlaut sín önnur Mercury-verðlaun fyrir plötuna Let England Shake við hátíðlega athöfn í London. Þar með varð hún fyrsti listamaðurinn til að vinna þessi virtu verðlaunin í tvígang.

Eddie Murphy aftur á stóra sviðið

Eddie Murphy verður kynnir á Óskarnum. Sem þýðir að það verður stuð á stóra Kodak-sviðinu þegar gamanleikarinn stígur á stokk vopnaður einu frægasta brosi Hollywood og einstökum hlátri.

Bollywood-stjarna með DiCaprio

Leonardo DiCaprio hefur ansi mörg járn í eldinum um þessar mundir. Fyrir utan að vera kominn með nýja kærustu, Blake Lively, hefur hann nýlokið við að leika í kvikmyndinni J. Edgar í leikstjórn Clints Eastwood, en margir spá því að hún verði í Óskarsbaráttunni þetta árið. Hann er síðan að fara leika í Baz Luhrman-myndinni The Great Gatsby sem byggir á samnefndri skáldsögu F. Scott Fitzgerald.

10 árum yngri er greinilega málið

Leikkonan Eva Longoria, 36 ára, og kærastinn hennar, Eduardo Cruz, 25 ára, voru mynduð bláklædd yfirgefa Beso, sem er veitingahús í Hollywood í eigu Evu. Desperate Housewives stjarnan er yfir sig ástfangin af Eduardo, sem er yngri bróðir leikkonunnar Penelope Cruz en henni líst ekkert á þennan ráðahag. Hún heldur því fram að Eva eigi eftir að særa bróður sinn í framtíðinni. Eins og sjá má í myndasafni er Eva ánægð með unglambið.

Frumsýningafjör um helgina

Það verður mikið fjör í kvikmyndahúsum borgarinnar um helgina, þrjár íslenskar myndir verða frumsýndar, verðlaunamyndir frá Norðurlöndum keppast um áhorfendur í Bíó Paradís og Hollywood verður á sínum stað.

Fá ekki nóg af Kardashian-systrum

Gríðarlega mikið áhorf var á lokaþátt sjöttu þáttaraðar raunveruleikaþáttarins Keeping Up with the Kardashians í vikunni. Þátturinn er sýndur á E!-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum, en um þrjár og hálf milljón Kardashian-þyrstir áhorfendur hlömmuðu sér í sófann og horfðu á þáttinn.

Er mín byrjuð að lyfta lóðum?

Leikkonan Gwyneth Paltrow, 38 ára, var klædd í appelsínugulan Lanvin kjól þegar hún yfirgaf veitingahús í London í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum hefur Gwyneth greinilega verið dugleg að lyfta handlóðum. Hún segist ekki þola að vera í megrun heldur stundar sex sinnum í viku æfingar þar sem hún lyftir lóðum og hleypur samhliða því.

Smith-fjölskyldan í ímyndarherferð

Bandarískir fjölmiðlar eru hvergi nærri hættir að velta sér upp úr því moldviðri sem skapaðist þegar In Touch Magazine greindi frá því að stjörnuparið Will Smith og Jada Pinkett Smith væru að skilja eftir þrettán ára hjónaband.

Bond bannað að standa uppi á þaki

23. Bond-myndin virðist loksins vera farin að taka á sig mynd eftir að hafa verið fórnarlamb kjaftasagna um hugsanlegt brotthvarf leyniþjónustumansins af hvíta tjaldinu.

Beðinn um að daðra við Kate Moss

"Þetta var ansi fyndið,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. The Vaccines kemur fram í nýju kynningarmyndbandi snyrtivöruframleiðandans Rimmel, ásamt ofurfyrirsætunni Kate Moss. Moss er í aðalhlutverki í myndbandinu og kemur meðal annars við í myndveri þar sem The Vaccines er að spila lag sitt, Do You Wanna.

Högni semur tónlistina við Hróa hött

„Þetta verður mjög spennandi. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki gert áður, ekki á erlendri grundu alla vega,“ segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson. Hann hefur verið fenginn til að semja tónlistina við verkið Hrói höttur sem leikhópurinn Vesturport frumsýnir í Konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Stratford-upon-Avon hinn 1. desember.

Hatar nektarsenur

Breska leikkonan Kate Winslet, 35 ára, prýðir forsíðu V-tímaritsins eins og sjá má í myndasafni. Þar má sjá myndir þar sem hún heiðrar leikkonuna Elizabeth Taylor sem féll frá, 79 ára að aldri, í mars á þessu ári. Spurð út í nektarsenur sem fylgja leikarastarfinu svarar Kate: Ég hata þær. Ég klára þær einfaldlega. Keyri þær áfram og hugsa með mér: Oh fjandinn! Kýlum á þetta! Og búmm nektarsenunni er lokið.

Varð fyrir heilaskaða við tökur á Hangover

Ástralskur áhættuleikari sem fékk heilaskaða eftir að bílaeltingaleikur misheppnaðist við tökur á myndinni The Hangover Part II hefur höfðað mál gegn framleiðandanum Warner Bros.

Syngur um ást og reiði

Þriðja sólóplata ensku tónlistarkonunnar Lauru Marling, A Creature I Don"t Know, kemur út eftir helgi. Breska pressan kallar tónlistina nu-folk.

Óbætanlegum munum stolið úr skúr í miðbænum

„Þetta er mikið áfall fyrir okkur og vindurinn fer svolítið úr manni,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona en brotist var inn til hennar fyrr í vikunni. Þjófarnir brutust inn í skúr í garðinum við hús Vigdísar aðfaranótt þriðjudags og létu greipar sópa. Nýbúið var að klæða skúrinn og færa öll verkfærin þangað yfir. Tapið hljóðar upp á mörg hundruð þúsund krónur en meðal þess sem tekið var eru verkfæri sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna.

Hætt í megrun

Í eitt og hálft ár, þar til fyrir fjórum mánuðum, fór ég eftir ströngum hráfæðismegrunarkúr sem er byggður á því að lifa eingöngu á ávöxtum og grænmeti. Ekkert brauð, enginn sykur og alls ekkert kaffi. Ég léttist allt of mikið í kjölfarið...

Gefðu systur þinni eitthvað að borða núna

Meðfylgjandi myndir voru teknar af systrunum Lindsay og Ali Lohan. Lindsay, 25 ára, yfirgaf hárgreiðslustofu í Beverly Hills með aflitað hárið um helgina og Ali, 17 ára systir hennar, rölti í gærdag um göturnar áberandi grönn eins og myndirnar sýna greinilega.

Íslendingar í stórmyndinni Faust

Stórmyndin Faust í leikstjórn Alexander Sokurov verður frumsýnd í kvöld. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og skartar íslenskum leikurum í aukahlutverkum. Leikaranum Sigurði Skúlasyni bregður fyrir á tveimur stöðum í stiklu rússnesku stórmyndarinnar Faust. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fer Sigurður með aukahlutverk í myndinni sem var að litlu leyti tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum.

Heldur sér í góðu formi

Gwyneth Paltrow segir að það séu engir töfrar á bak við gott líkamsform sitt. Hin 38 ára leikkona er þekkt fyrir að halda línunum í lagi með reglulegum æfingum og heilbrigðu mataræði.

Lýtalaust partí Tobbu

Það var mikið um dýrðir þegar Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba, fagnaði útgáfu bókarinnar Lýtalaus á dögunum. Gleðskapurinn fór fram á skemmtistaðnum Esju og las Tobba upp úr kafla í bókinni við mikla hrifningu viðstaddra. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Makalaus sem kom út í fyrra og voru meðal annars gerðir sjónvarpsþættir upp úr bókinni.

Sjá næstu 50 fréttir