Fleiri fréttir

Stefnan verður sett á Eurovision í Baku

"Þetta er tiltölulega nýskeð, stofnfundurinn var í ágúst,“ segir Eyrún Ellý Valsdóttir, íslenskufræðingur og formaður fyrsta íslenska opinbera Eurovision-aðdáendaklúbbsins, FÁSES. Klúbburinn verður hluti af OGAE sem eru stærstu samtök aðdáenda Eurovision í heiminum.

Bumban stækkandi fer

Leikkonan Jennifer Garner, 39 ára, gengur með þriðja barnið sem hún á með eiginmanni sínum, leikaranum Ben Affleck. Eins og sjá má á myndunum sem voru teknar af henni í Apple verslun í Santa Monica fer bumban stækkandi. Leikarahjónin, sem trúlofuðu sig eftir aðeins níu mánaða samband, eiga fyrir stúlkurnar Violet og Seraphinu.

Smith með uppistand í kvöld

Bandaríski uppistandarinn DeAnne Smith stígur á svið á Sódómu í kvöld. Smith, sem er búsett í Montreal í Kanada, byrjaði í uppistandi árið 2005. Hún hefur verið einn af vinsælustu grínistum Montreal og ferðast um heiminn með uppistand sitt, meðal annars til Ástralíu. Þar var hún tilnefnd til Barry Award-grínverðlaunanna árið 2011 fyrir sýninguna About Freakin"Time.

Þegnskylduvinna að skrifa Áramótaskaupið

„Þetta verða ég, Anna Svava Knútsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Baldvin Z, Hjálmar Hjálmarsson og Örn Úlfar Sævarsson," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Skaupsins. Fyrsti fundur hópsins sem stendur að baki Áramótaskaupinu í ár var á mánudag en þetta verður í þriðja árið í röð sem Gunnar heldur um stjórnartaumana á þessum vinsælasta sjónvarpslið ársins. „Þessi hópur lítur vel út á pappírnum og það var nóg af hugmyndum á fyrsta fundi. Það var allavega mikið stuð og mikil stemning."

Steve-O vill ekkert áfengi í augsýn

Ólátabelgurinn Steve-O er væntanlegur til landsins og hyggst halda sýningu í Háskólabíói í nóvember. Steve-O kom til landsins fyrir áratug og var þá háður eiturlyfjum og áfengi. Hann er breyttur maður í dag og hefur sagt skilið við eiturlyfjadjöfulinn.

Björk bætir við tónleikum í Eldborg

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum á Biophilia-tónleika Bjarkar 7. nóvember. Tónleikarnir verða haldnir í stærsta sal Hörpunnar, Eldborg, sem tekur 1.600 manns í sæti. Áður höfðu miðar selst upp á átta tónleika Bjarkar í Silfurbergi sem tekur 750 manns í sæti. Miðasala á tónleikana hefst á Harpa.is og Midi.is á föstudaginn kl. 12.

Engin smá breyting á minni

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum leit breska Harry Potter leikkonan Emma Watson, 22 árs, út fyrir að vera ósköp venjuleg stelpa á LAX flugvellinum með gult hárband í fyrradag samanborið við útlit hennar í gærkvöldi þar sem hún stillti sér upp á rauða dreglinum á verðlaunahátíð GQ tímaritsins. Emma klæddist köflóttum McQ kjól frá Alexander McQueen.

Gítarsnillingur á útopnu

Gítarhetjan Björgvin Gíslason lék á als oddi á mjög vel heppnuðum afmælistónleikum í Austurbæ á sunnudagskvöldið.

Adele ælir af sviðsskrekk

Breska söngdívan Adele, sem hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið, þjáist af miklum sviðsskrekk. Ætla mætti að söngkonan væri orðin vön því að koma fram en sú er ekki raunin. Adele kastar alltaf upp áður en hún stígur á svið og segir í viðtali við bandaríska blaðið US Magazine að hún sé fegin að æla ekki á sjálft sviðið

Þú geislar stelpa (hver er lykillinn Tom?)

Leikkonan Katie Holmes, 32 ára, geislaði með eiginmanni sínum leikaranum Tom Cruise þegar þau yfirgáfu frumsýningu myndarinnar Don't Be Afraid of the Dark, með Katie í aðalhlutverki, í New York. Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að Tom leiddi eiginkonu sína á meðan nærstaddir ljósmyndarar mynduðu hana. Þá má einnig sjá hjónin yfirgefa dansstúdíó í gærdag. Katie sat við stýrið eins og svo oft áður.

Góðir gestir í afmælisveislu

Skemmti- og veitingastaðurinn Austur fagnaði tveggja ára afmæli sínu með því að bjóða velunnurum sínum og fastagestum í teiti á föstudagskvöld.

Útlitið er ekki allt

Ég hef hitt fólk sem lætur útlitið alfarið stjórna lífinu. Sumt fólk er með á heilanum að létta sig... segir breska söngkonan Adele.

Þessi galli fer þér ekkert sérstaklega illa

Leikkonan Scarlett Johansson, klædd í svartan þröngan ofurhetjugalla og leikararnir Chris Evans og Jeremy Renner voru mynduð við tökur á kvikmyndinni The Avangers í New York. Eins og sjá má í myndasafni fara hvorki gallinn né nýi rauði háraliturinn Scarlett ekkert sérstaklega illa. Hún virðist smellpassa í ofurhetjuhlutverkið. Þá má einnig sjá leikarana Chris Hemsworth, Robert Downey Jr. og Tom Hiddleston í myndasafni.

Úr sófanum beint í sundlaugina

Það er engin kreppa hjá heppnum eiganda þessarar nýbyggðu lúxusvillu í Singapúr. Nútímaleg villa með sundlaug sem flæðir nánast úr garðinum og inn í húsið. Það er því hægt að stinga sér til sunds beint úr sófanum og synda út í garð. Athyglisverð hugmynd og örugglega frábært fyrir fólk í þessu heita loftslagi að geta kælt sig með því að rúlla sér úr sjónvarpssófanum í stofunni og beint ofan í ískalda sundlaug. Spurning er svo hvort klórlyktin úr lauginni sé svo endilega sá stofuilmurinn sem allir myndur vilja kjósa sér.

Guy Ritchie eignast strák

Guy Ritchie, 42 ára, og fyrirsætan Jacqui Ainsley, 29 ára, eignuðustu dreng í gærdag. Við gætum ekki verið hamingjusamari, er haft eftir leikstjóranum en hann sem skildi við Madonnu, 53 ára, fyrir þremur árum. Með henni á hann Rocco, 11 ára. Madonna, sem er með franska dansaranum Brahim Zaibat, 24 ára, gefur út nýja plötu í febrúarlok á næsta ári.

Ópal er Obal í Danmörku

„Við urðum að breyta nafninu og komumst að þessari niðurstöðu ásamt dreifingaraðilanum í Danmörku. Ætli þetta sé ekki auðveldasta breytingin,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.

Paparassar pirra ekki Pippu

Pippa Middleton, 27 ára, litla systir hertogaynjunnar af Cambridge var mynduð í miðborg Lundúna í dag ásamt ónefndum karlmanni fá sér hádegisverð. Eins og sjá má í myndasafni er Pippa hætt að kippa sér upp við ljósmyndarana sem elta hana á röndum.

Gluggar í lykilhlutverki

Húsið sem staðsett er í Ástralíu var hannað fyrir fjölskyldu sem óskaði eftir einföldu notalegu einbýlishúsi. Fjölskyldan lagði áherslu á að húsið væri hlýlegt, nútímalegt en jafnframt þannig að umhverfið yrði stór hluti af stemningunni. Hönnuðurinn lætur stóra gluggana skapa rómantíska stemmningu í þessu fallega rými. Algengt er í hönnun nútímalegra einbýlishúsa að upplifunin sé sú að rýmið sé opið og flæði um allt húsið eins og sjá má í umræddu húsi.

Meira að segja Megan vill dekur (eins og við hinar)

Leikkonan Megan Fox, 25 ára, og eiginmaður hennar leikarinn Brian Austin Green, 38 ára, fengu sér steik á sunnudaginn í Santa Monica í Kaliforníu. Það geislaði af hjónunum en Megan var klædd í síðan kjól og hælaskó eins og sjá má á myndunum. Með í för var sonur Brian, Kassius.

Ekki örvænta stelpur hún er með herlið af útlitssérfræðingum

Leikkonan Gwyneth Paltrow, 38 ára, var stórglæsileg á frumsýningu þrillersins Contagion á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum um helgina. Eins og sjá má í myndasafni er leikkonan með herlið af aðstoðarfólki sem sér til þess að hún líti vel út. Gwyneth var klædd í fölbleika Prada skó og Organza kjól. Þá má sjá einnig sjá leikarann Matt Damon í myndasafni.

Heldur einkasýningu í Peking

„Mér finnst þetta æðislegt,“ segir myndlistarmaðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, sem er á leiðinni til Kína síðar í mánuðinum.

Fjölnir: Aðgát skal höfð í nærveru sálar

"Mér finnst þetta fáránlegt," segir Fjölnir Þorgeirsson, hestamaður með meiru. Fjölnir virðist vera fyrirmynd persónu í bókinni Lýtalaus eftir Þorbjörgu Marinósdóttur eða Tobbu Marinós sem kom út fyrir helgi.

Töff einstæðar útivinnandi mæður

"Við erum að reyna að upphefja stelpumenningu á Íslandi,“ segir Kristín Tómasdóttir sem ásamt systur sinni, Þóru, er að leggja lokahönd á uppflettirit fyrir stelpur sem kemur út í haust Systurnar gáfu í fyrra út Bók fyrir forvitnar stelpur sem seldist eins og heitar lummur og segir Kristín að vinsældir bókarinnar hafi sýnt að það er greinileg vöntun á efni fyrir þennan markhóp, stelpur.

Brad og fjölskylda fóru út um bakdyrnar

Angelina Jolie og Brad Pitt gerðu sér dagamun og fóru með börninn Pax, Zahara, Shiloh, Knox og Vivienne í bíó í London að sjá myndina The Smurfs. Bíll beið þeirra bakdyramegin eins og sjá má á myndunum.

Dóra Jóhanns umvafin fyndnum strákum

„Þeir eru voða tillitsamir og góðir við mig, koma fram við mig eins og drottningu,“ segir Dóra Jóhannsdóttir, leikkona úr förðunarstólnum en hún er eina stúlkan í væntanlegum sjónvarpsþætti Mið Íslands-hópsins.

Fyrsta plata Bjögga Halldórs og félaga

Björgvin Halldórsson og rokksveit hans Elephant Poetry hafa gefið út sína fyrstu plötu, sem nefnist Trash Can Honey. Hljómsveitin er dönsk/íslensk og auk forsprakkans Björgvins, sem jafnan er kallaður Bjöggi, skipa hana þeir Anders Klint, Dan Lings og Janus Bragi Jakobsson.

Segi aldrei nei við Scarlett eða Quentin Tarantino

"Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út,“ segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood.

Gene gamli genginn út

Rokkarinn Gene Simmons úr hljómsveitinni Kiss mun ganga að eiga Shannon Tweed í Los Angeles hinn 1. október næstkomandi. Simmons bað um hönd Tweed í raunveruleikaþætti sínum, Gene Simmons Family Jewels, í júlí síðastliðnum. Þeim liggur greinilega á að láta pússa sig saman, sem verður að teljast fyndið í ljósi þess að þau hafa búið saman síðan 1985.

Kría færir út kvíarnar

Hönnun Jóhönnu Metúsalemsdóttur, sem hannar undir nafninu Kría, hefur verið tekin til sölu í versluninni Project No8 sem staðsett er í Ace-hótelinu á Manhattan. Project No8 er hönnunarverslun sem selur hönnun hvaðanæva að, en á hótelinu er einnig verslun sem rekin er í samstarfi við tískuhúsið Opening Ceremony.

Óþægilegt að afklæðast

Leikkonunni Milu Kunis fannst það bara huggulegt þegar mótleikari hennar, Justin Timberlake, afklæddist fyrir framan hana í kynlífssenum myndarinnar Friends with Benefits. „Ég hafði ekkert á móti því þegar Justin fór úr fötunum. En ég er ótrúlega óörugg með eigin vöxt, hvað þá fyrir framan fimmtíu manna tökulið. Það var mikið óöryggi í gangi,“ sagði Kunis. „Sum augnablik voru vandræðaleg en það góða við þetta er að ég og Justin vorum svo fínir vinir. Ég var að minnsta kosti með einhverjum sem ég þekkti sem fannst þetta líka óþægilegt.“

Madonna þú ert megasæt í þessum kjól

Fiðrildakjóllinn sem Madonna, 53 ára, klæddist á kvikmyndahátíðinni i Feneyjum í fyrradag vakti verðskuldaða athygli. Ljósblár síðkjóllinn sem var skreyttur með rauðum fiðrildum eftir ítalska hönnuðinn Vionnet sem hannaði þennan kjól sérstaklega fyrir Madonnu stal senunni þetta kvöld. Söngkonan var dúndur flott með liðað hárið, rauð sólgleraugu á nefinu, eldrauðan varalit og demantaskreytt eins og sjá má á myndunum.

Spila fyrir 100 þúsund í Kína

„Þetta eru nýjar slóðir fyrir okkur. Það er mikil stemning í hópnum,“ segir Ragnar Jónsson, hljómborðsleikari Bloodgroup.

Loksins leikkona sem er ekki grindhoruð

Breska leikkonan Kate Winslet, 35 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum í Feneyjum á Ítalíu klædd í tvílitaðan Stellu McCartney kjól og svarta YSL skó. Ég hef verið horuð. Það er bara svo helvíti leiðinlegt, lét Kate hafa eftir sér. Leikkonan var stórglæsileg vægast sagt eins og myndirnar sýna greinilega.

Spila sorglegar ástarballöður

Kristín Lýðsdóttir og Dóra Dúna Sighvatsdóttir skipa plötusnúðatvíeykið SAD SAD SAD. Þær stöllur eru báðar búsettar í Kaupmannahöfn og þykja efnilegir plötusnúðar.

Njósnarinn sem var ýtt út í kuldann

Valerie Plame varð á einni nóttu nafntogaðasti njósnari CIA, þvert gegn vilja sínum. Hátt settir menn í stjórn George W. Bush láku nafni hennar í fjölmiðla til að grafa undan trúverðugleika eiginmanns hennar sem hafði sakað Bush um ósannindi.

Fjársjóðsleit við Íslandsstrendur

Sesselja Ómarsdóttir dósent lærði að kafa á síðasta ári. Ástæðan fyrir því var áhugi hennar á lífverum undirdjúpanna sem mögulega er hægt að nýta í lyf framtíðarinnar. Sesselja sagði Sigríði B. Tómasdóttur frá því hvað getur leynst á hafsbotninum.

Eldandi fjölskyldumaður í London

Sálarpopparinn og eitísgoðið Paul Young heldur tónleika í Hörpu í byrjun október. Kjartan Guðmundsson sló á þráðinn til söngvarans í London, fræddist um smellina, röddina og átrúnaðargoðin og náði að kría út úr honum uppskrift að dýrindis pastasósu.

Sjá næstu 50 fréttir