Fleiri fréttir

Margir dáið á Twitter

Fréttastofa CNN er brjáluð yfir fölskum fréttaflutningi á Twitter og líklegast er að þau hafi verið fórnarlamb tölvuhakkara. Fyrir nokkru sendi CNN út skilaboð á samfélagsvefnum Twitter þar sem þeir tilkynntu að leikarinn Morgan Freeman væri dáinn. Skilaboðin voru hrein lygi enda las Freeman sjálfur skilaboðin, við hestaheilsa á heimili sínu, en skilaboðin vöktu engu að síður mikla athygli og fréttin ekki lengi að berast manna á milli á vefnum. CNN þykist ekki geta sýnt fram á hver sendi út skilaboðin og segjast vera búin að setja mikla rannsókn í gang enda hefur falski fréttaflutningurinn rýrt trúverðugleika þeirra til muna.

Eltihrellir gerir Lohan lífið leitt

Lindsay Lohan hefur glímt við ýmis konar vandamál á árinu, flest tengd ofneyslu á eiturlyfjum og afleiðingum sem henni tengjast. Hún glímir nú við nýtt vandamál, sem hún getur ekki leyst með breyttu hugarfari og 90 daga meðferð; það er nefnilega eltihrellir sem gerir henni lífið leitt.

Vélmenni Bjarkar innblástur stóls

„Ég vildi að stóllinn hefði sterkan karakter, en ekki of sterkan þar sem ég vil að hann virki í fjölbreyttum rými," segir ítalski hönnuðurinn Luca Nichetto.

Meira kínverskt takk

Xu Wen er flott söngkona en lagavalið á geislaplötunni er ósamstætt.

Elizabeth Hurley fær að kenna á eigin bragði

Varla er liðin vika síðan fjölmiðlar greindu frá því að breska ofurfyrirsætan og leikkonan Elizabeth Hurley og indverski athafnamaðurinn Arun Nayar væru skilin. Einkalíf Liz er aftur komið á forsíður bresku blaðanna.

Listfengur Lagerfeld

Frá árinu 2003 hefur Karl Lagerfeld árlega hannað línu fyrir Chanel sem kallast Metiers d‘Art og er á öðrum meiði en hátísku­lína og Prêt-à-porter lína tískumerkisins.

Ráðagóður Colin

Leikarinn Colin Farrell var gestur í breska spjallþættinum Chatty Man þar sem hann kynnti nýja kvikmynd sína, The Way Back.

Vinna saman

Stjörnuparið Scarlett Johanson og Ryan Reynolds ætla ekki að hætta við gerð heimildarmyndar um hvali þrátt fyrir að hjónabandi þeirra sé lokið. Þau byrjuðu að framleiða heimildarmynd um hvali á þessu ári og er leikstjóri myndarinnar ánægður yfir því að þau ætli ekki að láta skilnaðinn setja strik í reikninginn. Mikil vinna hefur verið lögð í heimildarmyndina hingað til en í henni fá áhorfendur að fylgjast með litlum hvalkálfi sem verður viðskila við móður sína. Reynolds er sögumaður í myndinnu sem er frumsýnd á næsta ári.

Bridges var undrandi á gerð True Grit

Leikarinn Jeff Bridges, sem leikur í nýjustu mynd Coen-bræðra, vestranum True Grit, var fyrst um sinn ekki viss hvort gerð hennar væri nauðsynleg. Um er að ræða nýja útgáfu af samnefndri mynd frá árinu 1969 með John Wayne í aðalhlutverki.

Talar enn við Jolie

Leikarinn Billy Bob Thornton var giftur leikkonunni Angelinu Jolie frá 1999 til 2003 og vakti hjónaband þeirra mikla athygli, þá sérstaklega vegna þess að hjónin gengu með blóð úr hvort öðru í nysti um hálsinn. Að sögn Thorntons talast hann og Jolie enn við og eru góðir vinir.

Sætustu stelpurnar í bankanum

Meðfylgjandi myndir voru teknar á nýjum skemmtistað, sem ber heitið Bankinn, en hann var opnaður með stæl á fimmtudaginn var. Að sögn rekstraraðila býður Bankinn uppá flottustu plötusnúðana, þægilegustu stemninguna og fallegustu barþjónana. Bankinn er staðsettur þar sem Hverfisbarinn var áður en búið er að taka allan staðinn í gegn. Bankinn á Facebook.

Tveir góðir saman

Tónlistarmaðurinn Beck stjórnaði upptökum á nýjustu sólóplötu Thurstons Moore, forsprakka rokksveitarinnar Sonic Youth. Platan nefnist Benediction og kemur út á vegum Matador á næsta ári. Beck syngur einnig og spilar á plötunni auk þess sem fiðlu- og hörpuleikarar koma við sögu.

Trommar í stað Dýra

Dave Grohl úr hljómsveitinni Foo Fighters verður í með í nýrri kvikmynd um Prúðuleikarana. Þar bætist hann í hóp með Jack Black, Ricky Gervais og Lady Gaga. Grohl hleypur í skarðið fyrir trommarann Dýra þegar hann þarf að fara á reiðistjórnunarnámskeið.

Tengdasonurinn fullnægjandi

Joe Simpson, hinn óstýrláti faðir Jessicu Simpson, er himinlifandi með nýja tengdasoninn, Eric Johnson. Johnson, sem lék ruðning með San Fransisco 49ers og New Orleans Saints en hefur lagt skóna á hilluna, hefur að sögn Joe gert Jessicu einstaklega hamingjusama.

Snjóblinda verður Snjóbrúður

„Schneebraut" er fyrirhugaður titill á nýrri bók Ragnars Jónassonar, Snjóblindu, sem gert er ráð fyrir að muni koma út í Þýskalandi á næsta ári. Bók Ragnars, sem er önnur skáldsagan sem hann gefur út, kom út í október og skömmu á eftir greindi Fréttablaðið frá því að til stæði að gefa hana út í Þýskalandi. Þýski titillinn myndi útleggjast Snjóbrúður á Íslandi. „Það þætti mér góður titill, enda hefst sagan á því að ung kona liggur blóðug í snjónum á Siglufirði, nær dauða en lífi," segir Ragnar.

Vissi ekki af skilnaðinum

Fyrirsætan Elizabeth Hurley og eiginmaður hennar, indverski viðskiptajöfurinn Arun Nayar, hafa skilið að skiptum eftir að Hurley sást kyssa ástralska krikketleikarann Shane Warne.

Roklandið rís úr sæ

Fyrir tveimur birtist stikla úr kvikmyndinni Rokland eftir Martein Þórsson. Og nú, rúmum tveimur árum síðar, er komin ný stikla úr sömu mynd með nýjum áherslum.

Tónverk úr draumi

Þetta er flott plata! Falleg, stundum hugleiðslukennd tónlist.

Spiderman-söngleik frestað

Frumsýningu söngleiksins Spiderman: Turn Off the Dark hefur verið frestað enn á ný – nú þangað til í febrúar. New York Times greinir frá þessu, en frumsýna átti söngleikinn 11. janúar.

Scarlett og Ryan lengi óhamingjusöm

Scarlett Johansson og Ryan Reynolds litu ekki út fyrir að vera hjón þegar þau skruppu til Sviss í sumar. Þau, sem tilkynntu á þriðjudaginn að þau ætluðu að skilja eftir næstum tveggja ára hjónaband, sýndu hvort öðru lítinn áhuga á ferðalagi sínu.

Gull og gersemar fyrir jólin

Á dögunum þegar ég flaug frá Nice til Parísar fletti ég tímariti franska flug­félagsins, Air France. Við lestur­inn hugsaði ég hvort það væri nálægð jólanna eða hvort meirihluti ferðalanga væri í leit að rándýrum úrum, svo mikið var af auglýsingum í ritinu. Reyndar, þegar betur er að gáð, má segja það sama um tískublöðin sem eru full af auglýsingum tískuhúsanna og annarra sem hanna skart og auglýsa stíft sínar dýrustu vörur, úr og skart úr eðalmálmum skreytt demöntum eða öðrum eðalsteinum.

Nýr hundur hjá Hilton

Glamúrskvísan Paris Hilton er búin að fá sér nýjan hund. Hundurinn er af tegundinni chihuahua og fékk hún hann í dýraathvarfi í Las Vegas á miðvikudaginn. Hundurinn fær að slást í för með fleiri gæludýrum Hilton, en hún á nú þegar nokkra aðra hunda, hamstur og lítið svín.

Kallar Gibson kynþáttahatara

Leikkonan Winona Ryder hefur slegið í gegn í hlutverki sínu sem ballettdansmær í kvikmyndinni The Black Swan. Hún hefur verið dugleg að kynna myndina undanfarið og veitt mörg skemmtilegt viðtöl. Í nýlegu viðtali við tímaritið GQ segir Ryder frá því þegar hún hitti leikarann Mel Gibson í veislu í Hollywood.

Þögull sem gröfin

Óskarverðlaunahafinn Kevin Spacey hefur ávallt neitað að ræða kynhneigð sína opinberlega og það hefur ekki breyst með árunum. Í viðtali við vefritið The Daily Beast er Spacey spurður út í kynhneigð sína og líkt og áður neitaði leikarinn að svara.

Treysti sér alveg til að fara í upplestrarferð um Þýskaland

„Þetta verður ein af sprengjum ársins 2012," segir Andreas Paschedag, útgáfustjóri þýska forlagsins Aufbau. Hann hefur samið við Forlagið um útgáfurétt á spennusögunni Martröð millanna eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóra Fréttatímans og fyrrverandi fréttastjóra Stöðvar 2. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir mikinn áhuga hafa verið á bókinni eins og komið hafi fram í fjölmiðlum en að endingu hafi það verið Aufbau sem hreppti hnossið.

Blómaskreytir drápsvélar

„Það eru tuttuguogsjö listamenn sem taka þátt í þessari sýningu og rýmið er lítið þannig það er þröngt á þingi,“ segir listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson um samsýninguna Star Wars 2 sem opnaði í Gallerí Crymo í gær. Sýningin var sett upp í tilefni þrátíu ára afmæli kvikmyndarinnar The Empire Strikes Back.

The Game hættir við vegna flughræðslu

„The Game neitaði að taka á loft í þessum veðuraðstæðum,“ segir Arnviður Snorrason, best þekktur sem Addi Exos. Til stóð að Addi myndi halda tónleika með bandaríska rapparanum The Game á Broadway í kvöld. Tónleikunum hefur verið aflýst, þar sem rapparinn var gripinn flughræðslu í síðustu viku.

Hjaltalín í fjórða sæti hjá Clash

Hljómsveitin Hjaltalín er í fjórða sæti yfir bestu nýliða ársins 2010 í nýjasta hefti breska tónlistartímaritsins Clash. „Þessi peysuklæddu ungmenni stóðu á krossgötum fyrir nokkrum árum og vissu ekki hvernig þau ættu að ná eyrum útlendinga. Þau réðu hina mögnuðu söngkonu Siggu Thorlacius, fengu strengjasveit lánaða og tóku upp plötuna Terminal,“ segir í Clash.

Heiðra Keith Richards á 67 ára afmælisdaginn

Hljómsveitin Stóns flytur lög Rolling Stones og þykir gríðarlega öflug á því sviði. Hljómsveitin hyggst heiðra hinn ódrepandi Keith Richards í kvöld, en hann fagnar 67 ára afmælinu sínu í dag.

Það er náttúrulega sturlun að hlaupa stanslaust í 24 tíma

Gunnlaugur Júlíusson maraþonhlaupari hleypur í 24 tíma á bretti í World Class í Kringlunni í dag. Hvað 24 tíma hlaup á bretti varðar þá hefur enginn Íslendingur tekist á við það fyrr. Gunnlaugur varð fyrstur Íslendinga til að hlaupa 100 km hlaupi á bretti fyrir ári síðan í World Class í Laugum. Norðurlandametið í 24 tíma hlaupi á Kim Rasmussen frá Danmörku en hann hljóp 202,9 km árið 2004. Einn Norðmaður hefur hlaupið 24 tíma á bretti en það er Lars Sætran sem hljóp 193 km árið 2003. Sænska metið er 181 km sett fyrr á þessu ári af Hans Byren. Það sem best er vitað hefur enginn Finni hlaupið 24 tíma á bretti. Allir sem hafa áhuga á að fylgjast með Gunnlaugi eru velkomnir á staðinn hvenær sem er meðan á hlaupinu stendur. Hlaupið hefst kl.12:00 í dag, laugardag, 18.desember í World Class í Kringlunni 1 og er það jafnframt formleg opnun á 24 stunda opnun 7 daga vikunnar á Heilsurækt World Class í Kringlunni. Nánari upplýsingar er að finna á www.worldclass.is.

Eva Mendes vildi verða nunna

Stærsti draumur Evu Mendes sem barn var að verða nunna svo hún gæti keypt hús handa móður sinni. Leikkonan vildi helga líf sitt kaþólsku kirkjunni en henni snerist hugur þegar hún komst að því að nunnur fengu ekki greitt fyrir starf sitt.

21 hönnuður sýnir á RFF

Íslenskir tískuunnendur eiga von á góðu þegar Reykjavík Fashion Festival verður sett 31. mars. Erlendir fjölmiðlar sýna íslensku tískuhátíðinni mikinn áhuga.

Sit við sauma

Elísabet Björgvinsdóttir hannar og saumar skóhlífar undir heitinu Babette, sem er nafnið hennar á frönsku.

Jólatónleikar hjá ADHD

Hinir árlegu jólatónleikar hljómsveitarinnar ADHD fara fram í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudaginn klukkan 17. Ásamt því að leika efni af samnefndri plötu sinni sem var kosin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, ætla þeir félagar að telja í glænýtt efni sem áætlað er að gefa út snemma árs 2011. Upptökur á þeirri plötu fara fram í Vestmannaeyjum í febrúar. „Leynigestur“ á tónleikunum á sunnudag verður saxófónleikarinn Rúnar Georgsson. „Hann er algjör snillingur og mikill lærifaðir minn,“ segir Óskar Guðjónsson úr ADHD og lofar skemmtilegum tónleikum. - fb

Nicole bauð Paris ekki í brúðkaupið

Nicole Richie bauð fyrrverandi bestu vinkonu sinni, glamúrdrottningunni Paris Hilton, ekki í brúðkaup sitt og Joel Madden í dag. „Við vildum fagna áfanganum með fólkinu sem við elskum og þykjum vænt um,“ sagði Richie í viðtali við erlent slúðurtímarit.

Biðin loks á enda

Ýr Þrastardóttir frumsýnir fyrstu fatalínu sína í kvöld. Hún vakti mikla athygli fyrir útskriftarlínu sína frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands síðasta vor og er nú farin að hanna undir nafninu Ýr.

Níutíu tónleikar á einu ári

Sóley Stefánsdóttir og félagar í hljómsveitinni Seabear lentu í ýmsum ævintýrum á tónleikaferðalögum sínum á árinu. Þau hittu meðal annars hjón sem kváðust hafa gift sig við tóna sveitarinnar.

George Michael í ameríska X-Factor

Hin ofurskakka poppstjarna George Michael verður einn af þremur dómurum í amerísku útgáfunni af X-Factor. Keppnin um hæfileikaríkasta Ameríkanann verður því hörð á næsta ári.

Hallar sér að flöskunni

Leikarinn David Arquette viður­kennir að hafa drekkt sorgum sínum í áfengi eftir að hann skildi við eiginkonu sína og leikkonuna Courtney Cox. Þetta kom fram í viðtali við hinn þekkta útvarpsmann Howard Stern en Arquette vildi ekki fara út í smáatriði en sagði að hann hefði þurft að leita sér hjálpar vegna áfengisnotkunar.

Gosling hjólar í Hollywood

Leikarinn Ryan Gosling hvetur kollega sína í leikarastéttinni til að fá sér alvöruvinnu með leikara­starfinu. Hann telur að Hollywood væri betur sett ef leikarar tækju sér hvíld frá frægð og frama milli verkefna og færu út á hinn almenna vinnumarkað.

Sjá næstu 50 fréttir