Fleiri fréttir Kærleiksklútar fyrir konur Á konukvöldinu Bleika boðið sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í gær seldu og kynntu Íris Jónsdóttir og Ingunn Ingvadóttir kærleikslútana sem þær hönnuðu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Þær eiga og reka fyrirtækið Spiral hönnun sem framleiðir kærleiksklútana. Þá má sjá betur í myndskeiðinu þar sem Íris og Ingunn sýna okkur hvernig hægt er að nota þá á óteljandi vegu. 23.10.2010 13:30 Bleika boðið Konukvöldið Bleika boðið var haldið í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík, í gærkvöldi á vegum Krabbameinsfélagsins. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var gríðarlega góð stemning á meðal kvennanna sem nutu þess að eiga góða kvöldstund saman. Boðið hófst með fordrykk og síðan tók við fjölbreytt dagskrá fram eftir kvöldi. 23.10.2010 08:30 55 þúsund á íslenskar myndir Um fimmtíu og fimm þúsund miðar hafa selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið sýndar hér á landi að undanförnu. 23.10.2010 14:00 Bakarar berjast til góðs Hilmir Hjálmarsson, bakari hjá Sveinsbakaríi, mun slást við Stefán Gauk Rafnsson, vin sinn og samstarfsmann, í bardaga til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. Bardaginn fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn næsta. 23.10.2010 13:00 Chinatown valin best Chinatown frá árinu 1974 hefur verið valin besta kvikmynd allra tíma af gagnrýnendum bresku blaðanna Guardian og Observer. 23.10.2010 12:00 Gibson óvelkominn í Timburmenn 2 Starfsfólk við tökur á framhaldi gamanmyndarinnar Hangover gerði uppreisn í vikunni þegar til stóð að taka upp atriði með Mel Gibson. 23.10.2010 11:00 Hannar jakka frægu karlanna Hvað skyldu sjónvarpsmaðurinn Sigmar Guðmundsson, knattspyrnukempan Hermann Hreiðarsson, miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon, myndlistarmaðurinn Tolli og borgarstjórinn Jón Gnarr eiga sameiginlegt? 23.10.2010 10:00 Leitin hafin á ný Elite-módelskrifstofan á Íslandi hefur leit að næstu Elite-stúlku landsins á ný og mun starfsfólk á vegum skrifstofunnar taka á móti umsóknum í Kringlunni í dag. 23.10.2010 09:00 Smeygja sér í boxhanskana Talið er að gömlu kempurnar Robert De Niro og Sylvester Stallone ætli að smeygja sér í boxhanskana á nýjan leik fyrir myndina Grudge Match sem er væntanleg í bíó árið 2012. 23.10.2010 08:00 Hollt og gott léttbúst Arnaldur Birgir Konráðsson hefur starfað sem einkaþjálfari frá árinu 1997. Hann stofnaði Boot Camp fyrir sex árum og passar eins og gefur að skilja vel upp á mataræðið. 23.10.2010 07:00 Sparkað vegna samkynhneigðar Lesbíski plötusnúðurinn Samantha Ronson sást yfirgefa heimili söngkonunnar Christinu Aguilera undir morgun, skömmu eftir að sú síðarnefnda skildi við eiginmann sinn. 23.10.2010 07:00 Tómas og dularfulla ljóðrænuhvarfið Vel skrifaðar og skemmtilegar smámyndir úr borgarlífinu, en ljóðrænan er af skornum skammti. 23.10.2010 06:00 Spólusafn Páls Óskars í Hlemmavídeói Ný íslensk leikin þáttaröð hefur göngu sína annað kvöld þegar fyrsti þáttur Hlemmavídeós verður sýndur á Stöð 2. Leikstjóri er Styrmir Sigurðsson sem gerði fyrstu Fóstbræðra-þættina, sællar minninga. 23.10.2010 06:00 Glænýr Vísir opnaður Nýr og endurbættur Vísir var opnaður formlega á skemmtistaðnum Nasa í kvöld. Margt var um manninn og allir á sama máli að nú er Visir ekki eingöngu sterkur fréttavefur heldur einnig fjölbreyttur afþreyingarmiðill. Mefðylgjandi má sjá myndir af gestum, Ara Eldjárn sem var með uppistand og Ara Edwald forstjóra 365 sem opnaði nýjan Visi formlega. 22.10.2010 20:00 Lennon lifnar við í Slippsalnum Valgeir Guðjónsson og Ingólfur Margeirsson ætla að kryfja byltingarmanninn John Lennon í Slippsalnum í NemanForum á morgun, laugardag klukkan 16:00. Í meðfylgjandi myndskeiði segja þeir okkur frá uppákomunni sem þeir kalla Lifandi útvarp þar sem tal, tónar og myndir styðja þessa fyrstu útsendingu þeirra. 22.10.2010 18:46 Longoria í bílslysi Leikkonan Eva Longoria Parker úr þáttunum Desperate Housewives lenti í minni háttar bílslysi í Hollywood fyrir skömmu. 22.10.2010 17:00 Golfið hjá Justin í lægð Justin Timberlake viðurkennir í samtali við tímaritið People að honum hafi farið mikið aftur í golfi. Ástæðan sé einföld: hann hafi einfaldlega ekki haft tíma til að sinna íþróttinni sökum velgengni sinnar. 22.10.2010 16:45 Ókeypis tónlistartaktar í boði Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá söngkonuna Margréti Eir sem er ein þeirra sem slá lokataktana í dagskrárveislu Skottanna og Listasafns Reykjavíkur en á morgun, laugardag, mun hún sýna sína bestu tónlistartakta á Kjarvalsstöðum klukkan 12:30. Aðgangur er ókeypis inn eins og alltaf og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 22.10.2010 16:32 Madonna og nýi kærastinn Madonna, 52 ára, var mynduð fyrir utan Loccateli-veitingahúsið í London ásamt nýja leikfanginu hennar, danshöfundinum Brahim Rachiki, en hann er nítján árum yngri en Madonna. Þau snæddu ásamt nokkrum vinum á umræddu veitingahúsi og yfirgáfu það síðan hvort í sínu lagi en þau vildu alls ekki láta mynda sig saman. Þá sáust þau síðar um kvöldið á næturklúbbnum Aura þar í borg. 22.10.2010 14:48 Jenna á Broadway Klámkonan Jenna Jameson á í viðræðum um að koma fram í rokksöngleiknum Rock of Ages á Broadway. 22.10.2010 14:30 Aguilera opnar sig Christina Aguilera hefur loksins opnað sig í sambandi við nýlegan skilnað hennar og Jordans Bratman, en þau hittust árið 2002, trúlofuðu sig árið 2005 og giftu sig seinna sama ár. 22.10.2010 13:00 Ólétt eftir einnar nætur gaman Í meðfylgjandi mynskeiði segir leikkonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir frá gamanleiknum MAMMA ÉG sem hún flytur í Slippsalnum annaðkvöld. Þar fer hún yfir meðgöngu, fæðingu og móðurhlutverkið á skemmtilegan máta. 22.10.2010 11:44 Með hreingerningaráráttu Söng- og leikkonan Mandy Moore, 26 ára, er með hreingerningaráráttu að eigin sögn. Hún er stöðugt með ryksuguna á lofti á heimili sínu. Þetta er risastór vandamál hjá mér. Ég er allt of upptekin við að ryksuga," skrifaði Mandy á Twitter síðuna sína. Mandy giftist eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ryan Adams, árið 2009, sem hún segir vera orðinn ansi þreyttur á þessari áráttu hennar að hafa óaðfinnanlega hreint í kringum þau. Meðfylgjandi má sjá Mandy ásamt leikkonunn Christinu Ricci stilla sér upp á rauða dreglinum. 22.10.2010 11:30 Yrsa fær frábæra dóma Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur fær frábæra dóma í hinu virta bókmenntatímariti Times Literary Supplement sem kemur út í dag. 22.10.2010 14:49 Annað Alias-spil Orðskýringaspilið Alias sló í gegn fyrir síðustu jól þegar hátt í fimmtán þúsund eintök seldust hér á landi. Hamra á járnið meðan það er heitt því nýtt spil er væntanlegt um miðjan nóvember sem nefnist Partý-Alias. 22.10.2010 14:30 Ánægður með Íslendingana Dermot Mulroney, aðalleikari Inhale, hrósar þeim Óttari Guðnasyni og Baltasar Kormáki fyrir vinnu þeirra. Myndin fær frábæra dóma í Hollywood Reporter. 22.10.2010 14:00 Dagskrárstjóri vonsvikinn með Hringekjuna „Auðvitað hefði maður viljað sjá meira áhorf, það vilja allir, og þetta eru ákveðin vonbrigði. Ég er hins vegar sannfærð um að tími Hringekjunnar sé að koma,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. 22.10.2010 13:30 Góðir gestir hjá Conan Gamanleikarinn Seth Rogen og rokkarinn Jack White verða gestir í fyrsta spjallþætti Conans O"Brien á bandarísku sjónvarpsstöðinni TBS sem fer í loftið 8. nóvember. 22.10.2010 12:45 Mayer og Kardashian? Hjartaknúsarinn John Mayer, sem hefur verið orðaður við glæsipíur á borð við Jennifer Aniston og Jessicu Simpson, hefur augastað á hinni stórglæsilegu Kim Kardashian. 22.10.2010 11:00 Skírði hljóðfærið sitt í höfuðið á geimstöðinni Mír „Þetta er eins og ég hefði átt sjö bíla í garðinum hjá mér og ákveðið að búa til flugvél," segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument, sem hann frumsýndi á Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi. 22.10.2010 10:30 Steindi skorar á forsetann að leika í þættinum sínum Steindi Jr. sló í gegn með þætti sína Steindinn okkar fyrr á árinu. Hann vinnur nú að nýrri þáttaröð sem verður sýnd snemma á næsta ári og dreymir um að fá Ólaf Ragnar Grímsson til að leika í atriði. 22.10.2010 10:00 Hugsanlega besta mynd Baltasars Inhale er mjög vel heppnuð spennumynd sem spyr áleitinna siðferðisspurninga. Hugsanlega besta mynd Baltasars hingað til. 22.10.2010 09:00 Tvær góðar á tónleikaferð Hljómsveitirnar Moses Hightower og Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar eru lagðar af stað í stutta tónleikaferð sem þær nefna Bílalest út úr bænum. Í gærkvöldi spiluðu sveitirnar á Stokkseyri en í kvöld verða þær á Sódómu Reykjavík. Á laugardagskvöld stíga þær svo á svið á Græna hattinum á Akureyri. 22.10.2010 08:30 Önnur glæpasaga Ragnars Útgáfuhóf var haldið í Eymundsson til að fagna annarri glæpasögu Ragnars Jónassonar, Snjóblindu. Ragnar er ungur lögfræðingur sem vakti athygli fyrir bókina Fölsk nóta sem kom út á síðasta ári. 22.10.2010 08:00 Promille og Brimi hrósað Stuttmyndin Promille eftir Martein Þórsson og kvikmyndin Brim fá góða dóma á heimasíðu breska tímaritsins Tribune. Myndirnar voru báðar sýndar á Riff-hátíðinni fyrir skömmu. 22.10.2010 07:30 U2 starfar með Mouse Upptökustjórinn Danger Mouse, annar hluti hljómsveitarinnar Gnarls Barkley, vinnur með U2 að nýjustu plötu sveitarinnar. 22.10.2010 07:30 West fylgir aðeins ungum fyrirsætum Kanye West er virkur Twitter-notandi og um 1,3 milljónir notenda fylgja honum á síðunni. Sjálfur fylgir West aðeins fjórtán notendum og eiga þeir allir eitt sameiginlegt; allir notendurnir eru ungar fyrirsætur. 22.10.2010 07:00 Tilþrifamikið táningadrama Órói er vel heppnuð unglingamynd að mestu leyti, laus við tilgerð og Hollywood-stæla sem einkenna oft íslenskar myndir af þessu sauðahúsi. 22.10.2010 07:00 Ævisaga Kalla Sighvats sett á ís „Heimildaöflun gekk hægar en ég gerði ráð fyrir, kannski ætluðum við okkur um of að gera þetta á svona skömmum tíma," segir Jónatan Garðarsson. 22.10.2010 06:00 Beyoncé aftur sögð ólétt Það virðist vera árviss viðburður hjá bandarískum fjölmiðlum að greina frá óléttu bandarísku söngkonunnar Beyoncé Knowles. Og nú var það US Weekly sem segist hafa traustar heimildir fyrir því að Beyoncé og eiginmaður hennar Jay-Z eigi von á sínu fyrsta barni. 21.10.2010 15:30 Er aðdáandi Zuckerbergs og hlakkar til að hitta hann Jesse Eisenberg fer með aðalhlutverkið í The Social Network sem er nýkomin í bíó hérlendis. Eisenberg ræddi um Facebook, frægðina og Mark Zuckerberg á blaðamannafundi í París. 21.10.2010 15:00 Eltihrellir settur í bann Tímabundið nálgunarbann hefur verið sett á 39 ára mann sem hefur elt fyrirsætuna og sjónvarpskonuna Tyru Banks og fjölskyldu hennar á röndum í fjögur ár. 21.10.2010 15:00 Gaf tökuliði 500 úlpur Leikarinn Johnny Depp keypti fimm hundruð vatnsheldar úlpur handa tökuliði myndarinnar Pirates of the Caribbean 4. Tökur hafa staðið yfir í London að undanförnu og þar hefur rok og rigning gert tökuliðinu lífið leitt. Depp vildi sjá til þess að öllum liði vel í kringum sig og pungaði út rúmlega sjö milljónum króna í úlpurnar. 21.10.2010 14:30 Fimmtán þúsund tryggðu sér miða á Frostrósirnar Miðar á tónleika Frostrósa í desember seldust eins og heitar lummur í gær. Salan er töluvert betri en á sama tíma í fyrra. 21.10.2010 14:00 Flowers á heimleið Söngvarinn Brandon Flowers úr The Killers er farinn að sjá fyrir endann á sólótilburðum sínum, í bili að minnsta kosti. Fyrsta sólóplata Flowers, Flamingo, kom út 10. september síðastliðinn og hann er nú á tónleikaferðalagi í Bretlandi. Eftir það taka við nokkrir tónleikar í Bandaríkjunum en svo ætlar söngvarinn að eyða tíma með eiginkonu sinni. Þau eiga von á þriðja barni sínu innan tíðar. 21.10.2010 14:00 Sjá næstu 50 fréttir
Kærleiksklútar fyrir konur Á konukvöldinu Bleika boðið sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í gær seldu og kynntu Íris Jónsdóttir og Ingunn Ingvadóttir kærleikslútana sem þær hönnuðu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Þær eiga og reka fyrirtækið Spiral hönnun sem framleiðir kærleiksklútana. Þá má sjá betur í myndskeiðinu þar sem Íris og Ingunn sýna okkur hvernig hægt er að nota þá á óteljandi vegu. 23.10.2010 13:30
Bleika boðið Konukvöldið Bleika boðið var haldið í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík, í gærkvöldi á vegum Krabbameinsfélagsins. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var gríðarlega góð stemning á meðal kvennanna sem nutu þess að eiga góða kvöldstund saman. Boðið hófst með fordrykk og síðan tók við fjölbreytt dagskrá fram eftir kvöldi. 23.10.2010 08:30
55 þúsund á íslenskar myndir Um fimmtíu og fimm þúsund miðar hafa selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið sýndar hér á landi að undanförnu. 23.10.2010 14:00
Bakarar berjast til góðs Hilmir Hjálmarsson, bakari hjá Sveinsbakaríi, mun slást við Stefán Gauk Rafnsson, vin sinn og samstarfsmann, í bardaga til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. Bardaginn fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn næsta. 23.10.2010 13:00
Chinatown valin best Chinatown frá árinu 1974 hefur verið valin besta kvikmynd allra tíma af gagnrýnendum bresku blaðanna Guardian og Observer. 23.10.2010 12:00
Gibson óvelkominn í Timburmenn 2 Starfsfólk við tökur á framhaldi gamanmyndarinnar Hangover gerði uppreisn í vikunni þegar til stóð að taka upp atriði með Mel Gibson. 23.10.2010 11:00
Hannar jakka frægu karlanna Hvað skyldu sjónvarpsmaðurinn Sigmar Guðmundsson, knattspyrnukempan Hermann Hreiðarsson, miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon, myndlistarmaðurinn Tolli og borgarstjórinn Jón Gnarr eiga sameiginlegt? 23.10.2010 10:00
Leitin hafin á ný Elite-módelskrifstofan á Íslandi hefur leit að næstu Elite-stúlku landsins á ný og mun starfsfólk á vegum skrifstofunnar taka á móti umsóknum í Kringlunni í dag. 23.10.2010 09:00
Smeygja sér í boxhanskana Talið er að gömlu kempurnar Robert De Niro og Sylvester Stallone ætli að smeygja sér í boxhanskana á nýjan leik fyrir myndina Grudge Match sem er væntanleg í bíó árið 2012. 23.10.2010 08:00
Hollt og gott léttbúst Arnaldur Birgir Konráðsson hefur starfað sem einkaþjálfari frá árinu 1997. Hann stofnaði Boot Camp fyrir sex árum og passar eins og gefur að skilja vel upp á mataræðið. 23.10.2010 07:00
Sparkað vegna samkynhneigðar Lesbíski plötusnúðurinn Samantha Ronson sást yfirgefa heimili söngkonunnar Christinu Aguilera undir morgun, skömmu eftir að sú síðarnefnda skildi við eiginmann sinn. 23.10.2010 07:00
Tómas og dularfulla ljóðrænuhvarfið Vel skrifaðar og skemmtilegar smámyndir úr borgarlífinu, en ljóðrænan er af skornum skammti. 23.10.2010 06:00
Spólusafn Páls Óskars í Hlemmavídeói Ný íslensk leikin þáttaröð hefur göngu sína annað kvöld þegar fyrsti þáttur Hlemmavídeós verður sýndur á Stöð 2. Leikstjóri er Styrmir Sigurðsson sem gerði fyrstu Fóstbræðra-þættina, sællar minninga. 23.10.2010 06:00
Glænýr Vísir opnaður Nýr og endurbættur Vísir var opnaður formlega á skemmtistaðnum Nasa í kvöld. Margt var um manninn og allir á sama máli að nú er Visir ekki eingöngu sterkur fréttavefur heldur einnig fjölbreyttur afþreyingarmiðill. Mefðylgjandi má sjá myndir af gestum, Ara Eldjárn sem var með uppistand og Ara Edwald forstjóra 365 sem opnaði nýjan Visi formlega. 22.10.2010 20:00
Lennon lifnar við í Slippsalnum Valgeir Guðjónsson og Ingólfur Margeirsson ætla að kryfja byltingarmanninn John Lennon í Slippsalnum í NemanForum á morgun, laugardag klukkan 16:00. Í meðfylgjandi myndskeiði segja þeir okkur frá uppákomunni sem þeir kalla Lifandi útvarp þar sem tal, tónar og myndir styðja þessa fyrstu útsendingu þeirra. 22.10.2010 18:46
Longoria í bílslysi Leikkonan Eva Longoria Parker úr þáttunum Desperate Housewives lenti í minni háttar bílslysi í Hollywood fyrir skömmu. 22.10.2010 17:00
Golfið hjá Justin í lægð Justin Timberlake viðurkennir í samtali við tímaritið People að honum hafi farið mikið aftur í golfi. Ástæðan sé einföld: hann hafi einfaldlega ekki haft tíma til að sinna íþróttinni sökum velgengni sinnar. 22.10.2010 16:45
Ókeypis tónlistartaktar í boði Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá söngkonuna Margréti Eir sem er ein þeirra sem slá lokataktana í dagskrárveislu Skottanna og Listasafns Reykjavíkur en á morgun, laugardag, mun hún sýna sína bestu tónlistartakta á Kjarvalsstöðum klukkan 12:30. Aðgangur er ókeypis inn eins og alltaf og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 22.10.2010 16:32
Madonna og nýi kærastinn Madonna, 52 ára, var mynduð fyrir utan Loccateli-veitingahúsið í London ásamt nýja leikfanginu hennar, danshöfundinum Brahim Rachiki, en hann er nítján árum yngri en Madonna. Þau snæddu ásamt nokkrum vinum á umræddu veitingahúsi og yfirgáfu það síðan hvort í sínu lagi en þau vildu alls ekki láta mynda sig saman. Þá sáust þau síðar um kvöldið á næturklúbbnum Aura þar í borg. 22.10.2010 14:48
Jenna á Broadway Klámkonan Jenna Jameson á í viðræðum um að koma fram í rokksöngleiknum Rock of Ages á Broadway. 22.10.2010 14:30
Aguilera opnar sig Christina Aguilera hefur loksins opnað sig í sambandi við nýlegan skilnað hennar og Jordans Bratman, en þau hittust árið 2002, trúlofuðu sig árið 2005 og giftu sig seinna sama ár. 22.10.2010 13:00
Ólétt eftir einnar nætur gaman Í meðfylgjandi mynskeiði segir leikkonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir frá gamanleiknum MAMMA ÉG sem hún flytur í Slippsalnum annaðkvöld. Þar fer hún yfir meðgöngu, fæðingu og móðurhlutverkið á skemmtilegan máta. 22.10.2010 11:44
Með hreingerningaráráttu Söng- og leikkonan Mandy Moore, 26 ára, er með hreingerningaráráttu að eigin sögn. Hún er stöðugt með ryksuguna á lofti á heimili sínu. Þetta er risastór vandamál hjá mér. Ég er allt of upptekin við að ryksuga," skrifaði Mandy á Twitter síðuna sína. Mandy giftist eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ryan Adams, árið 2009, sem hún segir vera orðinn ansi þreyttur á þessari áráttu hennar að hafa óaðfinnanlega hreint í kringum þau. Meðfylgjandi má sjá Mandy ásamt leikkonunn Christinu Ricci stilla sér upp á rauða dreglinum. 22.10.2010 11:30
Yrsa fær frábæra dóma Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur fær frábæra dóma í hinu virta bókmenntatímariti Times Literary Supplement sem kemur út í dag. 22.10.2010 14:49
Annað Alias-spil Orðskýringaspilið Alias sló í gegn fyrir síðustu jól þegar hátt í fimmtán þúsund eintök seldust hér á landi. Hamra á járnið meðan það er heitt því nýtt spil er væntanlegt um miðjan nóvember sem nefnist Partý-Alias. 22.10.2010 14:30
Ánægður með Íslendingana Dermot Mulroney, aðalleikari Inhale, hrósar þeim Óttari Guðnasyni og Baltasar Kormáki fyrir vinnu þeirra. Myndin fær frábæra dóma í Hollywood Reporter. 22.10.2010 14:00
Dagskrárstjóri vonsvikinn með Hringekjuna „Auðvitað hefði maður viljað sjá meira áhorf, það vilja allir, og þetta eru ákveðin vonbrigði. Ég er hins vegar sannfærð um að tími Hringekjunnar sé að koma,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. 22.10.2010 13:30
Góðir gestir hjá Conan Gamanleikarinn Seth Rogen og rokkarinn Jack White verða gestir í fyrsta spjallþætti Conans O"Brien á bandarísku sjónvarpsstöðinni TBS sem fer í loftið 8. nóvember. 22.10.2010 12:45
Mayer og Kardashian? Hjartaknúsarinn John Mayer, sem hefur verið orðaður við glæsipíur á borð við Jennifer Aniston og Jessicu Simpson, hefur augastað á hinni stórglæsilegu Kim Kardashian. 22.10.2010 11:00
Skírði hljóðfærið sitt í höfuðið á geimstöðinni Mír „Þetta er eins og ég hefði átt sjö bíla í garðinum hjá mér og ákveðið að búa til flugvél," segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument, sem hann frumsýndi á Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi. 22.10.2010 10:30
Steindi skorar á forsetann að leika í þættinum sínum Steindi Jr. sló í gegn með þætti sína Steindinn okkar fyrr á árinu. Hann vinnur nú að nýrri þáttaröð sem verður sýnd snemma á næsta ári og dreymir um að fá Ólaf Ragnar Grímsson til að leika í atriði. 22.10.2010 10:00
Hugsanlega besta mynd Baltasars Inhale er mjög vel heppnuð spennumynd sem spyr áleitinna siðferðisspurninga. Hugsanlega besta mynd Baltasars hingað til. 22.10.2010 09:00
Tvær góðar á tónleikaferð Hljómsveitirnar Moses Hightower og Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar eru lagðar af stað í stutta tónleikaferð sem þær nefna Bílalest út úr bænum. Í gærkvöldi spiluðu sveitirnar á Stokkseyri en í kvöld verða þær á Sódómu Reykjavík. Á laugardagskvöld stíga þær svo á svið á Græna hattinum á Akureyri. 22.10.2010 08:30
Önnur glæpasaga Ragnars Útgáfuhóf var haldið í Eymundsson til að fagna annarri glæpasögu Ragnars Jónassonar, Snjóblindu. Ragnar er ungur lögfræðingur sem vakti athygli fyrir bókina Fölsk nóta sem kom út á síðasta ári. 22.10.2010 08:00
Promille og Brimi hrósað Stuttmyndin Promille eftir Martein Þórsson og kvikmyndin Brim fá góða dóma á heimasíðu breska tímaritsins Tribune. Myndirnar voru báðar sýndar á Riff-hátíðinni fyrir skömmu. 22.10.2010 07:30
U2 starfar með Mouse Upptökustjórinn Danger Mouse, annar hluti hljómsveitarinnar Gnarls Barkley, vinnur með U2 að nýjustu plötu sveitarinnar. 22.10.2010 07:30
West fylgir aðeins ungum fyrirsætum Kanye West er virkur Twitter-notandi og um 1,3 milljónir notenda fylgja honum á síðunni. Sjálfur fylgir West aðeins fjórtán notendum og eiga þeir allir eitt sameiginlegt; allir notendurnir eru ungar fyrirsætur. 22.10.2010 07:00
Tilþrifamikið táningadrama Órói er vel heppnuð unglingamynd að mestu leyti, laus við tilgerð og Hollywood-stæla sem einkenna oft íslenskar myndir af þessu sauðahúsi. 22.10.2010 07:00
Ævisaga Kalla Sighvats sett á ís „Heimildaöflun gekk hægar en ég gerði ráð fyrir, kannski ætluðum við okkur um of að gera þetta á svona skömmum tíma," segir Jónatan Garðarsson. 22.10.2010 06:00
Beyoncé aftur sögð ólétt Það virðist vera árviss viðburður hjá bandarískum fjölmiðlum að greina frá óléttu bandarísku söngkonunnar Beyoncé Knowles. Og nú var það US Weekly sem segist hafa traustar heimildir fyrir því að Beyoncé og eiginmaður hennar Jay-Z eigi von á sínu fyrsta barni. 21.10.2010 15:30
Er aðdáandi Zuckerbergs og hlakkar til að hitta hann Jesse Eisenberg fer með aðalhlutverkið í The Social Network sem er nýkomin í bíó hérlendis. Eisenberg ræddi um Facebook, frægðina og Mark Zuckerberg á blaðamannafundi í París. 21.10.2010 15:00
Eltihrellir settur í bann Tímabundið nálgunarbann hefur verið sett á 39 ára mann sem hefur elt fyrirsætuna og sjónvarpskonuna Tyru Banks og fjölskyldu hennar á röndum í fjögur ár. 21.10.2010 15:00
Gaf tökuliði 500 úlpur Leikarinn Johnny Depp keypti fimm hundruð vatnsheldar úlpur handa tökuliði myndarinnar Pirates of the Caribbean 4. Tökur hafa staðið yfir í London að undanförnu og þar hefur rok og rigning gert tökuliðinu lífið leitt. Depp vildi sjá til þess að öllum liði vel í kringum sig og pungaði út rúmlega sjö milljónum króna í úlpurnar. 21.10.2010 14:30
Fimmtán þúsund tryggðu sér miða á Frostrósirnar Miðar á tónleika Frostrósa í desember seldust eins og heitar lummur í gær. Salan er töluvert betri en á sama tíma í fyrra. 21.10.2010 14:00
Flowers á heimleið Söngvarinn Brandon Flowers úr The Killers er farinn að sjá fyrir endann á sólótilburðum sínum, í bili að minnsta kosti. Fyrsta sólóplata Flowers, Flamingo, kom út 10. september síðastliðinn og hann er nú á tónleikaferðalagi í Bretlandi. Eftir það taka við nokkrir tónleikar í Bandaríkjunum en svo ætlar söngvarinn að eyða tíma með eiginkonu sinni. Þau eiga von á þriðja barni sínu innan tíðar. 21.10.2010 14:00