Fleiri fréttir

Kemur heim frá Kanarí fyrir jól

Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins hefur dvalið á Gran Canaria undanfarið ásamt eiginkonu sinni Margréti Hauksdóttur. Þau hjónin fóru út skömmu eftir að Guðni sagði af sér formennsku og þingmennsku. Í samtali við Vísi segir Margrét þau ætla að koma heim fyrir jól.

Íslenskt hveiti undan Eyjafjöllunum

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllunum framleiðir alíslenskt hveiti. Hann verður með kynningu í Heilsubúðinni Góð Heilsa Gulli Betri í dag á milli 14:00 og 16:00 við Njálsgötu 1. Um er að ræða eina íslenska hveitið sem notað er til manneldis.

Ættingjar fyrrum eiginkonu O.J. Simpson fagna dómi

Ættingjar fyrrum eiginkonu ruðningskappans O.J. Simpson sem trúa því að hann hafi myrt hana, fagna dómnum yfir honum í gær. Hann var dæmdur í allt að þrjátíu og þriggja ára fangelsi fyrir vopnað rán, líkamsárás og tilraun til mannráns í Las Vegas fyrir rúmu ári.

Rúnar marseraði þá inn kirkjugólfið í lok tónleikanna og söng lagið „Gott er að gefa"

„Ég er búin að þekkja Rúnar í mörg ár og nokkrum sinnum komið fram með honum á tónleikum. Rúnar var skemmtilegur félagi, með „kúlið" í lagi fram á dánarstundina," svarar Helga Möller söngkona sem minnist Rúnars Júlíussonar sérstaklega fyrir skemmtilegan húmor og hversu samkvæmur hann var alltaf sjálfum sér. „Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við komum fram á jólatónleikum í Keflavíkurkirkju fyrir nokkrum árum síðan. Hann sló ærlega í gegn sérstaklega þegar hann masseraði inn kirkjugólfið í lok tónleikanna og söng lagið „Gott er að gefa"."

Bera saman bækur sínar

Langstærsta bókaútgáfa landsins er Forlagið og þar eru menn nú að koma sér í stellingar fyrir jólabókaflóðið, sem er þegar hafið, með sérlegu bókakaffi og jólaboði.

OJ dæmdur 15 ára fangelsi

Ruðningskappinn O.J. Simpson var nú skömmu fyrir fréttir dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir vopnað rán, líkamsárás og tilraun til mannráns í Las Vegas í fyrra. Hann á möguleika á náðun eftir sex ár.

Þörf á jákvæðum fjölmiðlum

„Monitor mun laga sig að breyttum aðstæðum á næsta ári og starfsemin heldur áfram. Vefurinn verður efldur en útgáfudögum blaðsins verður fækkað," segir Atli Fannar Bjarkason ritstjóri aðspurður um framtíð Monitors. „Ég ætla að halda áfram sem ritstjóri Monitors. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þessi miðill dafni á næsta ári því fólk þarf á jákvæðum fjölmiðlum að halda," segir Atli.

HugurAx styrkir Mæðrastyrksnefnd

Mæðrastyrksnefnd hlaut í morgun 300 þúsund krónur í styrk frá upplýsingatæknifyrirtækinu HugiAx. Margrét K. Sigurðardóttir, fjármálastjóri mæðrastyrksnefndar veitti styrknum viðtöku á aðventumorgni HugarAx var haldinn hátíðlegur í húsakynnum fyrirtækisins að Guðríðarstíg.

Mikill missir

„Það eru bara fáir útvaldir sem fá að kveðja svona, þegar þeir eru að gera sig klára að fara á svið," segir Bubbi Morthens, samstarfsmaður Rúnars Júlíussonar til margra ára. „Auðvitað hefði ég viljað vera með Rúnari í 10-15 ár í viðbót ef heilsa hans hefði leyft, en úr því þetta þetta er orðin staðreynd, þá er miklu meiri gleði í hjarta mínu að hafa fengið að kynnast Rúnari en sorg."

Mitt hlutverk að skemmta

Björgvin Halldórsson býður til sannkallaðrar jólaveislu í Laugardalshöll á morgun. Stórsöngvarinn segir eilítið aðra stemningu svífa yfir fjölum Laugardalshallarinnar heldur en í fyrra.

Leigjandi í vanda

Hilary Swank hefur tekið að sér aðalhlutverkið í spennumyndinni The Resident og hefjast tökur í maí næstkomandi. Þetta verður jafnframt fyrsta kvikmynd finnska leikstjórans Antti J. Jokinen. Hann hefur áður leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir Will Smith, Beyonce, Eminem, Korn og Celine Dion.

Stefnir stórstjörnum til Íslands

Stefnt er að því að fá þau Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Toby Maguire til að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Brothers hér á landi. Framleiðandi kvikmyndarinnar er Sigurjón Sighvatsson og staðfesti hann þetta í samtali við Fréttablaðið. Tökum á kvikmyndinni er nú lokið og segir Sigurjón að stefnan sé sett á kvikmyndahátíðina í Cannes hvað heimsfrumsýningu varðar.

Jólabasar listaspíra

Á morgun kl. 12 verður opnaður Jólabasar Kling og Bang í húsnæði hópsins að Hverfisgötu 42. Verður þar opið til kl. 20. Þar mun fjölbreyttur hópur hönnuða selja verk sín, skemmtileg blanda af vöruhönnuðum, fatahönnuðum og grafískum hönnuðum.

Leona Lewis slær sölumet

Nýjasta smáskífulag söngkonunnar Leona Lewis hefur selst mest allra í Bretlandi af þeim sem hafa eingöngu komið út í stafrænu formi. Lagið, sem er hennar útgáfa af lagi Snow Patrol, Run, seldist í tæpum sjötíu þúsund eintökum á fyrstu tveimur dögunum, sem er nýtt met.

Lil Wayne með átta Grammy-tilnefningar

Bandaríski rapparinn Lil Wayne hefur verið tilnefndur til átta Grammy-verðlauna fyrir plötu sína Tha Carter III. Platan er jafnframt sú vinsælasta á árinu vestanhafs.

Myndir á staurum

Ung listakona frá Noregi sem hér er sest að og sinnti störfum kynningarstjóra Norræna hússins, Ellen Marie Fogstad, efnir til óvenjulegrar ljósmyndasýningar á morgun í Austurstræti. Milli kl. 13 og 19 hengir hún myndir sínar á ljósastaura í Austurstræti.

Skapari í innsetningu

Í tengslum við sýningu Mathilde ter Heijne í Gallery 101 Projects (gömlu smiðjunni bak við Alþjóðahúsið á Hverfisgötu) hefur sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir ráðist í að skipuleggja uppákomur næstu vikur fyrir hátíðir.

Tilraunakennt popp

Sin Fang Bous, öðru nafni Sindri Már Sigfússon, úr hljómsveitinni Seabear, gefur í dag út sína fyrstu plötu sem nefnist Clangour. Upptökur stóðu yfir með hléum í um það bil eitt ár.

Aðventutónar á Akureyri

Á morgun kl. 18 verða aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri. Einsöngvarar á tónleikunum eru Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson og hefjast tónleikarnir kl. 18.

Jólaóratorían á morgun

Á morgun verða tónleikar í Langholtskirkju þar sem Dómkórinn í Reykjavík, ásamt tuttugu og fimm manna hljómsveit og einsöngvurum, flytur þrjár af kantötum Jóhanns Sebastian Bach úr einu af hans helgu verkum, Jólaóratoríunni.

Las upp úr nýju ævintýri

J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, las fyrir skömmu upp úr nýrri bók sinni, The Tales of Beedle the Bard, fyrir tvö hundruð skólabörn á þjóðarbókasafninu í Skotlandi.

Jólatrommur inni í verslun

Opinn trommuhringur verður haldinn í verslun Hljóðfærahússins að Síðumúla á laugardag klukkan 14. „Núna þegar skammdegið er að taka öll völd og jólastreitan er í þann veginn að ná tökum á okkur er tilvalið að setjast saman og tromma frá okkur áhyggjur og angur,“ segir í tilkynningu.

Langar að leika Þór

Skoski leikarinn Kevin McKidd er í viðræðum um að leika í hasarmyndinni Thor sem er byggð á samnefndri teiknimyndasögu. Sú saga segir frá ævintýrum norræna þrumuguðsins Þórs.

Sparka í pung melódíunnar

Hljómsveitin Reykjavík! var að senda frá sér aðra breiðskífu sína, The Blood. Bóas söngvari og Kristján trommari segja plötuna ofstopafulla og óþægilega áheyrnar.

Fimm skáld í Land Cruiser Þorgríms

„Nei, nei, það var engin spenna okkar á milli. Þetta er nú allt fólk sem þekkist vel og veit sem er að við stjórnum litlu hvað þessar tilnefningar varðar,“ segir Einar Kárason rithöfundur.

Axlarbrot tafði frumsýningu

„Já, við erum hérna nokkrir ógæfumenn á Grand Rokki að setja upp jólasýningu,“ segir Böggi, eða Björgúlfur Egilsson, tónlistarmaður með meiru.

Björgólfur á KR-leik í körfunni

Björgólfur Guðmundsson skellti sér á leik hjá KR-ingum í körfuboltanum í vesturbænum í kvöld. KR-ingar völtuðu þar yfir ungt lið Skallagríms frá Borgarnesi og fylgist Björgólfur með sínum mönnum.

Gerður Kristný ávarpar Austurvöll

Áfram halda friðsamleg mótmæli á Austurvell. Á hverjum laugardegi streyma þúsundir manna á Austurvöll og krefjast afsagnar núverandi stjórnar Seðlabankans, afsagnar núverandi stjórnar Gjaldeyrsieftirlitsins og nýrra kosninga.

Bakkabræður á lúxussnekkju

Ágúst og Lýður Guðmundssynir sem oft er kallaðir Bakkabræðrum hafa undanfarið árið notið lífsins á 50 metra langri lúxussnekkju sem var áður í eigu ítalska tískukóngsins Giorgio Armani.

Páll Óskar áritaði Silfursafnið

Tónlistamaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson á dygga aðdáendur sem gerðu sér ferð í Smáralindina í dag til að fá eiginhandarráritun hjá goðinu sínu.

Fyrrum sjónvarpsstjarna gerir góðverk

„Ég var að taka til í skápnum hjá 13 ára syni mínum þar sem ég rakst á tvennar svartar jólabuxur sem hann var augljóslega vaxinn uppúr ásamt hvítri skyrtu og jólaskóm," svarar Sesselja Thorberg sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Innlit/útlit aðspurð hvernig hún fékk hugmyndina að Jóla-fata-skipti-markaðnum sem starfræktur verður í Neskirkju fram að jólum. „Þar sem það sást ekki á þessu gat ég ekki hugsað mér að fleygja þessu og því miður á ég ekki litla frændur sem hefðu getað notið góðs af." „Mér varð hugsað til allra þeirra sem hafa misst vinnuna undafarið og horfa fram á þrengri kost en þau eru vön þessi jól," segir Sesselja.

Sinfónían tilnefnd til Grammy-verðlauna

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir besta hljómsveitarflutning. Tilnefninguna hlýtur sveitin fyrir geisladisk sinn með hljómsveitarverkum eftir franska tónskáldið Vincent d´Indy, sem kom út hjá bresku Chandos-útgáfunni fyrr á þessu ári. Stjórnandi á disknum er Rumon Gamba, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar.

Mikil stemmning fyrir tónleikum Ratatat

Bandaríska tvíeykið Ratatat spila á eins árs afmæli viðburðafyrirtækisins Jón Jónsson ehf. 20. desember næstkomandi. Miðasala fór mjög vel af stað og er spennan greinilega mjög mikil fyrir sveitinni því þegar hafa selst tæplega tvöþúsund miðar.

Egg benedikt

Brjótið eggin niður í sjóðandi vatn og sjóðið í c.a 6-7 mín. Setjið svo eggin varlega á pappír og saltið.

Suri Cruise: Ég vil pabba minn

Eins og myndirnar sýna vildi Suri Cruise ekki sleppa pabba sínum, leikaranum Tom Cruise, þegar þau yfirgáf íbúð þeirra í New York í gærdag ásamt móður hennar, leikkonunni Katie Holmes. Tom Cruise, sem er 46 ára gamall, hélt á Suri, 2 ára. Vel fer á með Tom og dóttur hans, á milli þess sem þau takast á um hver á að ráða ferðinni.

Hugmyndin kom frá dularfullum stað

Vísir hafði samband við rithöfundinn Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Skaparinn. Þar lýsir Guðrún Eva átökum venjulegs fólks við sérkennilegar aðstæður þar sem hjálpin berst stundum úr óvæntri átt. „Ástarþakkir. Jú ég er bara himinlifandi. Alveg. Svo gaman," svarar Guðrún Eva þegar Vísir óskar henni til hamingju með tilnefninguna.

Smokkasala dregst saman í kreppunni

„Í fyrsta skipti síðan við tókum við Durex-smokkunum fyrir fjórum árum hefur salan dregist saman. Þetta er í kringum 25 prósenta samdráttur,“ segir Ásgeir Sveinsson, deildarstjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. sem flytur inn Durex-smokka. Í erlendum vefmiðlum hefur mikið verið gert úr því að smokkar séu einhver vinsælasti varningurinn í verslunum um þessar mundir enda sé kynlíf fremur ódýr afþreying í því fjármálahruni sem nú ríkir á Vesturlöndum.

Depardieu vegur að Jamie Oliver

Franski leikarinn Gérard Depardieu sakar breska sjónvarpskokkinn Jamie Oliver, sem þekktastur er fyrir sjónvarpsþætti sína Kokkur án klæða, um að vera ekkert nema fégræðgin og auðvaldshyggjan holdi klædd.

Spila stanslaust og æfa aldrei

Rokksveitin Agent Fresco, sem vann Músíktilraunir í vor og undankeppni Battle of the Bands fyrir skömmu, hefur gefið út EP-plötuna Lightbulb Universe. Á henni er lagið Eyes of a Cloud Catcher sem var það vinsælasta á X-inu í tvær vikur samfleytt í sumar.

Óvæntar vinsældir Twilight

Ævintýramyndin Twilight verður frumsýnd hérlendis í kvöld. Myndin, sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, fjallar um ástarsamband unglingsstúlku og vampíru og er byggð á metsölubók Stephanie Meyer.

Sálumessa á miðnætti

Óperukórinn í Reykjavík mun verða með sérstaka og eftirminnilega tónleika í Langholtskirkju í nótt. Þar verður flutt Requiem eftir Wolfgang Amadeus Mozart og hefst flutningurinn kl. 00.30, það er upp úr miðnætti.

Sjá næstu 50 fréttir