Fleiri fréttir

Banksy og Warhol í eina sæng

Í menningarmiðstöðinni The Hospital Gallery er nú att saman New York-listamanninum Andy Warhol og breska götulistamanninum Banksy. Þó þessir tveir listamenn eigi alls ólíkan bakgrunn er list þeirra ekki svo ósvipuð og sést það á sýningunni þar sem verk þeirra eru sýnd saman.

Elvis lifir!

Fjöldi aðdáenda um heim allan heiðruðu minningu rokkkóngsins Elvis Presley í dag og minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að hann lést, langt fyrir aldur fram. Ísland í dag ræddi við nokkra aðdáendur kóngsins hérna heima sem létu ekki sitt eftir liggja.

Miklatún á menningarnótt

Tónleikar Menningarnætur í ár verða á Miklatúni en þetta er í fjórða skipti sem þeir eru haldnir. Hingað til hafa þeir verið staðsettir á hafnarbakkanum en meðal annars í ljósi vel heppnaða tónleika Sigur Rósar á Miklatúni í fyrrasumar var ákveðið að færa þá þangað.

Paris Hilton selur hús og skemmtun

Paris Hilton hefur selt hús sitt í Hollywood fyrir litlar 289 milljónir íslenskra króna og er hún sögð vilja finna sér heimili á stað þar ríkir meiri friður fyrir fjölmiðlum. Húsið sem Hilton keypti á 197 milljónir íslenskra króna árið 2004 var á sölu í 10 daga.

Nær allir starfsmenn Glitnis með í maraþoni

Nú hafa 520 starfsmenn Glitnis skráð sig í Reykjavíkurmaraþon bankans á laugardag. Pétur Þ. Óskarsson fjölmiðlafulltrúi Glitnis segir að gífurlega góð stemming sé meðal starfsmanna en nær liggur að um alla starfsmenn bankans á höfuðborgarsvæðinu sé að ræða.

Britney Spears í molum

Britney Spears á ekki sjö dagana sæla. Hún sást koma hágrátandi út frá lögfræðingi sínum eftir að hafa rætt um æ harðnandi forræðisdeilu sína og Kevins Federline. Samkvæmt Daily mail hefur hann farið fram á fullt forræði yfir börnum þeirra þeim Sean Preston, 22 mánaða og Jayden James, 10 mánaða.

Breskri konu neitað um forræði yfir börnum Jacksons

Breskri konu, sem heldur því fram að að hún sé hin raunverulega móðir barna Michaels Jackson, hefur verið neitað um sameiginlegt forræði yfir börnunum að því er AP fréttastofan greinir frá.

Formaður Presley klúbbsins segir kónginn lifa

Þrjátíu ár eru liðin frá meintu andláti Elvis Presley konungur rokksins. Brillantíngreiddir menn í samfestingum hvaðanæva að úr heiminum safnast nú saman við heimili Kóngsins, Graceland, þar sem flestir trúa að hann hafi látist þann 16. ágúst árið 1977, aðeins 42 ára að aldri. Margir aðdáendanna segja þó fregnir af andláti hans stórlega ýktar.

Mary Kate Olsen kyssir "gamalmenni"

Hollywoodpían Mary Kate Olsen gerði sér lítið fyrir og kyssti leikarann Ben Kingsley ástríðufullum kossi við tökur á nýjustu mynd þeirra The Wackness. Að sögn viðstaddra var engu til sparað við að gera kossinn sem raunverulegastan.

Ekki búið að velja leikara í Skaupið

Ragnar Bragason sem mun leikstýra næsta áramótaskaupi segist ekki vera búinn að velja leikarana en að það verði gert þegar líða fer á haustið. Hann segir nýja hlutverkið leggjast vel í sig og verkefnið vera eitthvað sem flesta leikstjóra langar til að spreyta sig á að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Nicole Richie í hnapphelduna

Nicole Richie hefur í nægu að snúast þessa dagana. Fangelsi í september, barn um áramót og nú brúðkaup! Fregnir herma að hún vilji drífa vígsluna af hið snarasta áður en hún verður of sver og áður en hún þarf að sitja af sér refsinguna.

Dönsk hönnun og stíliseruð íþróttaföt

Danska tískumerkið Wood Wood sýndi sumarlínu sína fyrir árið 2008 á tískuvikunni í Kaupmannahöfn ásamt íþróttamerkinu Adidas sem einnig kynnti nýjustu línu sína. Hönnuðir Wood Wood hafa áður unnið með Adidas og hönnuðu eitt sinn strigaskó undir merkinu.

Matreiðslubók í bígerð

Fréttamaðurinn Pálmi Jónasson er nýkominn heim frá Ítalíu þar sem hann bjó á veitingahúsi. Hann og stórtenórinn Jón Rúnar Arason eru þar að auki með uppskriftabók í burðarliðnum.

Í sumarbústað með Lindu Pé

Fegurðardísin Linda Pétursdóttir leyfir Völu Matt og kíkja í matarskápana sína í Mat og lífsstíl í kvöld. „Við skelltum okkur austur fyrir fjall í stórglæsilegan sumarbústað sem fjölskylda Lindu á.

Hljómsveitin Skriðurnar

Hljómsveitin Grjóthrun í Bolungarvík hefur lengi talist fremsta sveit bæjarfélagsins. Meðlimir hafa æft í bílskúr einum góðum í ró og næði. En nú hefur orðið breyting þar á. Góður hópur kvenna hafði um nokkurt skeið hist í heimahúsi, ekki til að borða kökur og sauma út, heldur semja lög og texta og nú deila þær bílskúrnum með Grjóthruni.

Myndin um Sigur Rós

Sigur Rós - Heima - er nafn kvikmyndar um hljómsveitina Sigur Rós og tónleikaferð hennar um landið fyrir nokkrum misserum. Hljómsveitin lék þá á ólíklegustu stöðum og öll herlegheitin voru fest á filmu. Eftir rúman mánuð verður heimsfrumsýning á myndinni á kvikmyndahátíð í Reykjavík.

Gott að vita af giftingarhringnum í Súðavíkurhöfn

Birgitta Birgisdóttir leikkona og Örvar Smárason í Múm giftu sig í Súðavíkurkirkju um helgina. Að athöfn lokinni fór brúðguminn niður í Súðavíkurhöfn að veiða í soðið en ekki vildi betur til en svo að hringurinn sem Birgitta hafði rétt lokið við að koma upp á fingur hans rann af og út í sjó.

Lisa Marie og Elvis í dúett

Myndband þar sem Lisa Marie Presley syngur lagið "In the Ghetto" ásamt föður sínum verður birt á heimasíðunni Spinner.com á föstudaginn. Rödd Lísu er bætt við upprunalegu útgáfuna frá 1969."Ég hef aldrei grátið þegar ég hef gert eitthvað en ég missti mig gjörsamlega þegar ég heyrði lagið,"

Ný plata með Jagúar kemur út á menningarnótt

Nýjasta hljómplata hljómsveitarinnar Jagúar, Shake It Good, kemur út laugardaginn 18. ágúst. Þetta er fjórða hlóðversplata sveitarinnar sem fagnar 9 ára afmæli sínu.Til að halda upp á útgáfu plötunnar býður Jagúar í útgáfu- og afmælispartý á nýja tónleikastaðnum Organ í Hafnarstræti.

Kántrýdagar á Skagaströnd um helgina

Kántrýdagar verða haldnir á Skagaströnd dagana 17.-19. ágúst næstkomandi þar sem fjölbreyttur hópur listamanna kemur fram. Meðal þess sem í boði verður má nefna kántrýtónlist, gospelsöng, íslenskt rokk og afrískan trumbuslátt.

Victoria Beckham bætir á sig

Von er á því að smásmíðin Victoria Beckham sjáist brátt með allnokkur aukakíló á skjánum. Glamúrgellan mun leika sjálfa sig í sjónvarpsþættinum Ugly Betty en í hlutverkinu á hún að hafa bætt á sig nokkrum kílóum.

Óli Palli ánægður með tveggja daga tónlistarveislu

Ólafur Páll Gunnarsson sem skipuleggur tónleika Rásar 2 á Menningarnótt í samstarfi við Landsbankann segir frábært að Íslendingum verði boðið upp á tveggja daga samfellda tónlistarveislu um helgina. Hann stendur fyrir tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt og Kaupþing heldur afmælistónleika á Laugardalsvelli á föstudag.

Amy Winehouse í meðferð

Rokkarinn Amy Winehouse, sem einmitt er þekktust fyrir lag sitt ,,Rehab", eða ,,meðferð" hefur séð ljósið og skráð sig í eina slíka í Essex á Bretlandi. Söngkonan var lögð inn á spítala í síðustu viku, þegar hún missti meðvitund í samkvæmi heima hjá sér eftir þriggja daga vöku undir áhrifum flestra eiturlyfja sem þekkjast.

Sienna Miller komin á fast

Leikkonan Sienna Miller virðist loksins vera búin að finna draumaprinsinn. Sá heppni er leikarinn Matthew Rhys og kynntist parið við tökur á myndinni ,,The edge of love". Að sögn breska blaðsins The Sun vann Keira Knightley, vinkona Miller, að því hörðum höndum að koma parinu saman. Þau fóru svo á fyrsta stefnumótið í Maí, eftir að hún hætti með fyrisætunni James Burke.

Sólóplötur Lennons á iTunes

Nú er hægt að hala niður sextán sólóplötum með John Lennon á iTunes í fyrsta skipti eftir að samningar náðust við Yoko Ono ekkju bítilsins. Plöturnar hafa verið til sölu á öðrum stafrænum miðlum en hafa ekki fyrr fengist hjá Apple.

Fimmta barn Brad og Angelinu

Ofurstjörnuhjónin Brad Pitt og Angelina Jolie eru samkvæmt breska blaðinu Daily Mail á leiðinni til Eþíópíu en þar ætla þau að ættleiða sitt fjórða barn.

Myndinni frestað

Útgáfu heimildarmyndar Martin Scorsese um hljómsveitina The Rolling Stones hefur verið frestað þar til í apríl á næsta ári af markaðsástæðum. Myndin, sem heitir Shine a Light, átti upphaflega að koma út í september og hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Fjölnir og Unnur saman á HM

„Þetta var voðalega gaman, myndin er nú tekin í einhverjum fíflagangi þegar B-úrslitin voru að klárast,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og hestamanneskja með meiru.

Krafturinn á Klais í kvöld

Þeir sem til þekkja segja að Klais-orgelið í Hallgrímskirkju sé Rolls í heimi kirkjuorgela. Svo mikið er víst að Kirkjulistahátíð lofar flugeldasýningu í kirkjuskipinu á Skólavörðuholti í kvöld þegar breski orgelleikarinn Christopher Herrick flytur glæsileg verk á gripinn.

Nordisk Panorama nálgast

Norræna heimildar- og stuttmyndahátíðin, Nordisk Panorama, fer fram í Oulo í Finnlandi í síðustu viku september. Hátíðin fer sem kunnugt er milli nokkurra borga á Norðurlöndunum, var haldin í Árósum í fyrra og þar áður í Bergen.

Herðubreið á bók

Í síðustu viku var haldinn blaðamannafundur í Vatnasafninu í Stykkishólmi og kynnt ný bók eftir Roni Horn sem geymir ljósmyndir hennar af íslenskum heimilum.

Verk Kristjáns í Gallerí Fold á menningarnótt

Gallerí Fold opnar sali sína upp á gátt á menningarnótt: þrjár ólíkar sýningar verða á Rauðarárstígnum og að vanda verður dagskrá allan daginn og hið vinsæla happadrætti en vinningar þetta árið eru verk eftir tvo þeirra sem sýna: Kristján Davíðsson og Harald Bilson.

Kolefnisjafnaðir rokkarar

Hljómsveitin Jan Mayen hefur gefið út sína aðra breiðskífu sem nefnist So Much Better Than Your Normal Life. Freyr Bjarnason átti umhverfisvænt símaspjall við gítarleikarann Ágúst Bogason.

Sjálfsvígsbrúin Golden Gate

Golden Gate brúin við San Fransisco er sá staður í Bandaríkjunum sem flestir fyrirfara sér. Í annarri hverri viku að meðaltali stekkur einhver fram af. Heimildarmyndin The Bridge, sem verður sýnd á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast í dag, fjallar um sjálfsvígin á brúnni.

Sá heitasti í Bretlandi

Leikarinn Orlando Bloom hefur verið kjörinn heitasti piparsveinn Bretlands í könnun á vegum tímaritsins Cosmopolitan. Alls tóku eitt þúsund breskar konur þátt í könnuninni.

Syngur 30 Presley-lög

Tvennir minningartónleikar um Elvis Presley verða haldnir í Salnum í Kópavogi á morgun en þá verða þrjátíu ár liðin síðan hann lést.

Aniston í leikstjórastól

Stuttmynd í leikstjórn leikkonunnar Jennifer Aniston verður frumsýnd á alþjóðlegri stuttmyndahátíð í Kaliforníu sem hefst 23. ágúst. Myndin, sem hún leikstýrði ásamt Andrea Buchanan, heitir Room 10. Fjallar hún ástarsamband hjúkrunarkonu sem leikin er af Robin Wright Penn og manns sem Kris Kristofferson leikur.

Yfirmaður óskast

Mannaskipti verða hjá Nordisk Filmkontakt um næstu áramót þegar ráða á nýjan framkvæmdastjóra samtakanna. Karolina Lidin sem hefur gegnt starfinu um árabil hættir og rennur umsóknarfrestur fyrir starfið út 17. ágúst. Karolina er mjög virt í heimi kynningar, dreifingar og fjármögnunar á heimildar- og stuttmyndum og hefur staðið sig afar vel í starfi.

Magnús Scheving leggur búningi Íþróttaálfsins

„Nei, ég er kannski ekki hættur en ég á eftir að gera minna af því að fara í einkennisbúning Íþróttaálfsins,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Magnús væri að hætta að leika Íþróttaálfinn, eða Sportacus eins og hann heitir á ensku.

Harma ritskoðun

Fjarskiptafyrirtækið AT&T harmar að hafa ritskoðað texta bandarísku rokksveitarinnar Pearl Jam þar sem skotið var föstum skotum að forseta Bandaríkjanna, George W. Bush.

Birgitta lét drauminn rætast

Fullt var út úr dyrum í Súðavíkurkirkju á laugardaginn þegar leikkonan Birgitta Birgisdóttir og Örvar Smárason, liðsmaður hljómsveitarinnar Múm, gengu í heilagt hjónaband. Yfir 120 manns voru samankomnir í hinni litlu Súðavíkurkirkju og fylgdust með Séra Valdimari Hreiðarssyni gefa skötuhjúin saman.

Franskt rokk í kvöld

Franska rokksveitin Daitro heldur tvenna tónleika hérlendis í kvöld og annað kvöld. Daitro kemur frá borginni Lyon og hefur starfað saman í tæp sex ár. Hljómsveitin er oft nefnd konungur screamo-senunnar og á stóran aðdáendahóp þótt hún sé grasrótarhljómsveit. Spilar sveitin hráa, harða, en tilfinningaríka tónlist.

Allt í flækju í máli Phil Spector

Enn eykst óvissan í réttarhöldunum yfir tónlistarframleiðandinn Phil Spector, en honum er gefið að sök að hafa myrt leikkonuna Lönu Clarkson. Phil hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu. Móðir leikkonunnar látnu bar vitni í málinu á dögunum.

Pavarotti laus af sjúkrahúsi

Stórtenórinn Luciano Pavarotti hefur fengið leyfi lækna til að yfirgefa sjúkrahúsið á Norður-Ítalíu sem hann var lagður inná með háan hita og lungnabólgu á dögunum.

Rifrildi innan fjölskyldunnar opnaði augu Amy

Jazzdívan Amy Winehouse og eiginmaður hennar Blake Fielder-Civil hafa loks gefið eftir og ákveðið að fara í meðferð. Söngkonan varð miður sín í kjölfar heiftarlegs rifrildis sem upp kom á milli föðurs hennar og tengdaföðurs vegna neyslu þeirra hjóna.

Sjá næstu 50 fréttir