Fleiri fréttir

Amy Winehouse lemur manninn sinn

Sálarsöngkonan drykkfellda Amy Winehouse verður ofbeldishneigð við of mikla áfengisneyslu og ræðst oft á splunkunýjan eiginmann sinn Blake Fielder-Civil. Söngkonan viðurkennir að hún verði oft árásargjörn og segist nota nýja manninn sem boxpúða.

George Michael langar í demantahauskúpu

George Michael og kærastinn hans, Kenny Gross eru að spá í að kaupa sex milljarða hauskúpu eftir listamanninn Damien Hirst. Verkið, sem nefnist ,,For the Love Of God" er afsteypa úr platínu af hauskúpu frá átjándu öld.

Biðin eftir Simpsons styttist

Biðin eftir komu vinsælustu fjölskyldu heims á hvíta tjaldið styttist óðum, en myndin um Simpson fjölskylduna verður frumsýnd um allan heim þann 27. júlí næstkomandi. Til að auðvelda biðina, hefur verið gefið út kort af bænum og íbúum hans.

Eltingarleikur við Vatnabuffalóa endar í árekstri

Skoski stjörnukokkurinn Gordon Ramsey var á dögunum staddur á vatnabuffalóabúgarði í Skotlandi þar sem hann hugðist búa til mozzarellaost úr buffalóamjólk. Atriðið átti að vera hluti af sjónvarpsþætti Ramseys á Channel 4 ,,The F-word"

Scorsese les Laxness og langar til Íslands

Sérstök frumsýning á heimildarmynd Martin Scorseses ,,Shine A Light" um Rolling Stones var haldin í New York í gær. Árni Samúelsson forstjóri Sambíóanna var viðstaddur og náði tali af leikstjóranum í eftir sýninguna.

Síðasti þáttur Sopranos sýndur í Bandaríkjunum

,,Hvað kemur fyrir Tony" var spurningin sem brann á áhorfendum þegar síðasti þáttur sjónvarpsþáttaseríunnar vinsælu var sýndur í Bandaríkjunum á sunnudagskvöldið. Eftir átta ár, 86 þætti, og ótal barsmíðar og morð hefur mafíuforinginn og sósíópatinn Tony Soprano öðlast sérstakan sess í hjörtum áhorfenda. ,,Persónan hefur dýpt sem er sjaldséð í mafíuforingjum, svo okkur langar að vita hvað kemur fyrir hann, alveg eins og okkur langar að vita hvað kemur fyrir Ralph frænda." sagði handritshöfundurinn Paul Chicklet við BBC.

Skotleikur veldur ólgu innan kirkjunnar

Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester.

Eddie Murphy skikkaður í faðernispróf

Eddy Murphy þarf í dag að mæta fyrir rétt og gefa DNA sýni til að skera úr um hvort hann er faðir barns kryddpíunnar Mel B. Murphy hefur staðfastlega neitað því að vera faðir barnsins, hinnar tveggja mánaða gömlu Angel, og ekki viljað taka faðernispróf til að sanna mál sitt.

Madeleine Svíaprinsessa 25 ára í dag

Madeleine Svíaprinsessa verður 25 ára í dag. Prinsessan fagnar afmælinu í faðmi fjölskyldunnar í Drottningsholms höllinni í Stokkhólmi. Samkvæmt hefð verður boðið upp á heimabakaða jarðarberjaköku og Viktoría prinsessa syngur fyrir systur sína. Búist er við að samkvæmið verði rólegt, en prinsessan, sem hefur verið uppnefnd ,,partýprinsessan" hefur samkvæmt heimildum expressen.se skipulagt risaveislu í lok sumars. Hana heldur hún með bestu vinkonu sinni, sem líka er 25 ára og hafa þær boðið vel völdum hópi fyrirmenna í ,,50" ára afmæli sitt.

Quentin Tarantino leikur í Sukiyaki-vestra

Spagettívestrar eru alþekkir, en Sukiyaki - eftir þjóðarrétti japana - vestrar kannski minna. Quentin Tarantino ætlar að vera með í að breyta því , en hann leikur í japanski endurgerð af spagettívestraklassíkinni Django frá 1966.

Eins og hvert annað hundsbit

Tennis goðsögnin Björn Borg þarf að aflýsa fyrirhuguðum leik vegna hundsbits. Borg ætlaði að spila við Pat Cash í Liverpool á föstudaginn. Þau plön urðu að engu þegar læknar skipuðu honum að vera að heima að jafna sig á hundsbiti sem hann fékk þegar hann reyndi að stía í sundur Golden Retriever hundi sínum og Scheiferhundi.

Hilton klárar dóm sinn á sjúkradeild

Paris Hilton mun eyða afgangi dóms síns á sjúkradeildinni í L.A. county fangelsinu þangað sem hún var flutt á föstudaginn. Hilton hóf afplánun á dómi sínum fyrir að brjóta skilorð vegna ölvunaraksturs í Lynwood fangelsinu á sunnudaginn fyrir viku. Þar dvaldi hún í þrjá daga áður en hún var flutt í stofufangelsi vegna ótilgreindra heilsufarsástæðna. Michael Sauer, dómarinn í málinu, var síður en svo ánægður og skipaði tárvotu glamúrkvendinu aftur í fangelsi.

Reyka vodki fær góða dóma ytra

Reyka-vodki fær mjög góða dóma í umfjöllun á heimasíðu Monsters and Critics í Bandaríkjunum en sú síða sérhæfir sig í ýmiskonar alþjóðlegri gagnrýni og fréttaflutningi. Í stórum pistli sem birtist á síðunni er sagt að helsti styrkur Reyka-Vodka sé hversu „djarfur“ drykkurinn er, þrátt fyrir hans mjúku og fínu áferð.

Opnar húðflúrstofu á Ísafirði

„Myndlist er aðaláhugamálið mitt og ég hef verið að hanna tattú fyrir fólk í nokkur ár. En mig vantaði alltaf pening til að fara í myndlistarskóla svo ég dreif mig í húðflúrsnám í Bandaríkjunum. Ég er í raun að skapa mér atvinnu í myndlist,” segir Málfríður Sigrúnardóttir sem ætlar innan skamms að opna húðflúrstofu á Ísafirði.

Kvikmyndar söngelska karlmenn

Þorsteinn J. Vilhjálmsson er að leggja lokahönd á nýja mynd sem heitir The Boheminas. Myndin fjallar um félagsskap karla í Dublin sem hittast einu sinni í viku í þeim tilgangi að syngja hver fyrir annan. Félagsskapurinn var stofnaður árið 1897 og skipar um 150 manns, flesta á áttræðis eða níræðis aldri.

Kominn í meðferð

Richie Sambora, aðalgítarleikari hljómsveitarinnar Bon Jovi, hefur skráð sig inn á meðferðarstofnun þar sem hann hyggst ná tökum á áfengis- og eiturlyfjafíkn sinni.

Fimm stjörnur í Guardian

Hljómsveitin Amiina fær fimm stjörnur í breska dagblaðinu The Guardian fyrir tónleika sína í Glasgow á dögunum. Fyrsta plata sveitarinnar, Kurr, kemur út hérlendis í dag.

Fá innblástur úr fréttunum

Bandarísku dauðarokkararnir í Cannibal Corpse halda tvenna tónleika á Nasa um næstu mánaðarmót. Freyr Bjarnason talaði við bassaleikarann Alex Webster sem er annar af tveimur upprunalegum meðlimum sveitarinnar.

Endalok Sopranos

Lokaþáttaröðin af Soprano-fjölskyldunni var sýnd í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þættirnir verða ekki sýndir hér á landi fyrr en í byrjun október. Til að hita upp fyrir hana hefur Rúv endursýningar á síðustu þáttaröð um miðjan júlí.

Páfi bað fyrir Íslendingum

Stefán Lárus Stefánsson, sendirherra Íslands hjá Evrópuráðinu, hitti Benedikt XVI páfa í Vatikaninu í byrjun mánaðarins þar sem hann fékk afhent trúnaðarbréf.

Plata fyrir jól

Ástralska söngkonan Kylie Minogue vonast til að næsta plata sín kom fyrir jólin. Kylie er að snúa aftur á sjónarsviðið eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein. Fjögur ár eru liðin síðan síðasta plata hennar, Body Language, kom út.

Heiðrar hermenn

Leikstjórinn Spike Lee ætlar að gera kvikmynd til heiðurs þeim þeldökku bandarísku hermönnum sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni.

Allt æðislegt hjá Magna í Óðinsvéum

Upptökur á fyrstu sólóplötu rokkarans Magna Ásgeirssonar, sem standa yfir í Danmörku, ganga prýðilega. Hljóðverið er í sveitabýlí rétt fyrir utan Óðinsvé þar sem Magni og félagar hans Baddi og Gunni úr Sóldögg hafa dvalið í góðu yfirlæti.

Frí gisting um allan heim

Það er sama hvert þig langar að fara. Til Tansaníu, Tælands eða Tyrklands, já eða bara í helgarferð til New York, á heimasíðunni Hospitalityclub.org finnurðu fólk sem vill hýsa þig frítt, bjóða þér í mat eða sýna þér borgina.

Connery sagði nei við Spielberg

Sean Connery hefur endanlega staðfest að hann muni ekki taka að sér hlutverk föður Indiana Jones í fjórðu kvikmyndinni um fornleifafræðinginn en tökur á henni hefjast í næsta mánuði. Connery sló í gegn sem Henry Jones í þriðju myndinni sem sýnd var fyrir 18 árum en skoska sjarmatröllið tilkynnti nýlega að hann væri hættur kvikmyndaleik.

Ampop notar Star Wars-tækni

Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“ tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól.

Margbreytileg framúrstefna

Dansleikhúsflokkurinn UglyDuck.Productions sýnir þrjú verk í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld og annað kvöld í tilefni af Listahátíðinni Björtum dögum í Hafnar­firði.

Listatengsl

Birgitta Spur, safnstjóri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, verður með leiðsögn á morgun um sýninguna Cobra Reykjavík sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands.

Miklu erfiðara að horfa á fíflalætin

Það urðu þau Sara Hrund Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Rósberg Eiríksson og Hallur Örn Guðjónsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar í þáttunum Leitin sem lauk á Stöð 2 í gærkvöldi.

Hundrað tíma vinna

Söngvarinn George Michael hefur verið sviptur ökuréttindum í tvö ár og dæmdur til að starfa í þágu samfélagsins í hundrað klukkutíma fyrir að hafa ekið undir áhrifum vímuefna þann 1. október í fyrra.

Gleymir ekki upprunanum

Fyrsta sólóplata Færeyingsins Jógvans Hansen, sigurvegara X-Factor, kemur út á mánudag. Freyr Bjarnason spjallaði við Jógvan og komst að því að þar er á ferðinni jarðbundinn og rólegur piltur.

Richie óttast fangelsi

Nicole Richie óttast að hún muni fá sömu meðferð og vinkona sín Paris Hilton þegar ákæra vegna ölvunar­aksturs á hendur henni verður tekin fyrir hjá dómstólum í lok þessa mánaðar.

Stærsta bílasýning ársins

Bíladagar verða á Akureyri 15. til 17. júní. Keppt verður í spyrnu og burnout-keppni og um 200 farartæki verða til sýnis á einni stærstu bílasýningu sem haldin hefur verið hérlendis.

90 mínútna veisla hjá McCartney

Bítillinn fyrrverandi Sir Paul McCartney spilaði fyrir framan aðeins eitt þúsund aðdáendur í London á dögunum. Tilefnið var útgáfa nýjustu sólóplötu hans, Memory Almost Full.

SSSól lætur aftur á sér kræla

„Nú erum við komnir úr Borgarleikhúsinu og á NASA þar sem fólk er í aðstöðu til að hreyfa sig, dansa. Við hlökkum mikið til,“ segir Helgi Björnsson, söngvari hljómsveitarinnar Síðan skein sól, sem verður með tónleika á NASA í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir