Lífið

Osbourne fjölskyldumeðlimur alnæmissmitaður

Kelly Osbourne hefur áhyggjur af fjölskyldumeðlimi og lætur til sín taka gegn alnæmi
Kelly Osbourne hefur áhyggjur af fjölskyldumeðlimi og lætur til sín taka gegn alnæmi MYND/AP
Söng- og leikkonan Kelly Osbourne, sem hvað þekktust er fyrir leik sinn í raunveruleikaþættinum The Osbournes, kom fram á góðgerðarsamkomu til styrktar alnæmis á sunnudagskvöld. Þar sagði hún að einn fjölskyldumeðlimur hennar hefði greinst með alnæmi.

Kelly lét þessi orð falla þegar hún var að kynna á svið hljómsveitina Scissor Sisters. Samkvæmt heimildum Fox fréttastöðvarinnar þurfti hún að halda aftur af tárum sínum þegar hún sagði gestum góðgerðarsamkomunnar frá þessu þar sem sjúkdómurinn væri henni afar nátengdur.

Ekki er vitað hvaða fjölskyldumeðlim Kelly var að vitna til en í fjölskyldu hennar eru pabbi hennar, Ozzy, sem er 58 ára, Sharon móðir hennar, 54 ára, Aimee, 23 ára og Jack 21 árs, auk hálfsystkinanna Jessicu, 35 ára og Louis, 32 ára.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.