Fleiri fréttir Syngur í hálfleik Tónlistarmaðurinn Prince mun koma fram í leikhléi á Super Bowl-úrslitaleiknum í bandarísku ruðningsdeildinni í Miami þann 4. febrúar. Prince hefur verið önnum kafinn að undanförnu við að troða upp í klúbbnum sínum 3121 í Rio í Las Vegas. 14.12.2006 16:45 Sungið á aðventu Kammerkórinn Vox academica fagnaði tíu ára afmæli sínu í haust sem leið og af því tilefni verða árlegir aðventutónleikar kórsins með sérstökum hátíðablæ. Á tónleikum annað kvöld mun kórinn flytja verkin Magnificat eftir Johann Sebastian Bach og Messías eftir George Friedrich Händel. 14.12.2006 16:30 Stærsta hljóðver á Íslandi Önundur Hafsteinn Pálsson vinnur að því að opna hljóðver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Flateyri. 14.12.2006 16:15 Útgáfu fagnað á Domo Saxófónleikarinn Jóel Pálsson heldur útgáfutónleika á Domo- bar í kvöld ásamt hljómsveit og fagnar þar útgáfu disksins Varps. Eru tónleikanir hluti af tónleikaröð jazzklúbbsins Múlans sem nú hefur hreiðrað um sig á þessum öndvegis tónleikastað. 14.12.2006 16:00 Sorglegasta lagið Samkvæm,t nýrri rannsókn er lag hljómsveitarinnar The Verve, The Drugs Don"t Work, líklegast til að kalla fram tár hjá fólki. 14.12.2006 16:00 Selur munaðinn til styrktar fátækum „Ég gerði þetta líka í fyrra og safnaði þá hálfri milljón fyrir fátæk lönd í Mið-Ameríku,“ segir Einar Örn Einarsson sem selur allan munað ofan af sér á vefsíðu sinni, eoe.is/uppboð. Sjónvarp, XBox og dvd-myndir eru meðal þess sem Einar býður lesendum sínum upp á á vægu verði en sökum þess hversu vel gekk í fyrra er úrvalið í ár aðeins minna. 14.12.2006 15:45 Roberts í rómantík Leikkonan Julia Roberts ætlar að framleiða og hugsanlega fara með aðalhlutverkið í rómantísku myndinni Happiness Sold Separately sem er byggð á skáldsögu Lolly Winston. 14.12.2006 15:30 Rifist um nöfn Söngkonan Mariah Carey hefur hótað að lögsækja klámmyndaleikkonuna Mary Carey, en Mariah segir að nöfn þeirra tveggja séu of lík. Söngkonan segir ennfremur að aðdáendur sínir gætu lent í því að ruglast vegna nafnanna og þá komi það henni mjög illa. 14.12.2006 15:15 Richie handtekin Lífið er ekki eins auðvelt hjá Nicole Richie og það lítur út fyrir að vera því sjónvarpstjarnan úr þáttunum Simple Life var handtekin af lögreglunni í Burbank á mánudaginn, grunuð um ölvunarakstur. 14.12.2006 15:00 Rappkóngar Íslands Forgotten Lores er búin að vera í fremstu röð í íslenska rappinu síðustu ár. Fyrsta platan þeirra, Týndi hlekkurinn, sem kom út fyrir þremur árum, er ein af bestu íslensku rappplötunum. Síðan hún kom út hefur sveitin vakið verðskuldaða athygli fyrir öfluga frammistöðu á sviði, m.a. á Airwaves, en á tónleikum koma þeir fram með fullmannaða hljómsveit (FL Group). 14.12.2006 14:30 Ólíkindatólin í akademíunni Þó að enn séu tæpir tveir mánuðir þar til tilkynnt verður hverjir eru tilnefndir til Óskarsverðlaunanna eru fjölmiðlungar þegar farnir að spá í spilin fyrir stóra daginn. 14.12.2006 14:15 Næst besti GTA leikurinn Það gleyma því margir hvað Grand Theft Auto leikirnir hafa þróast mikið frá því að fyrst leikurinn kom út. Ég man enn eftir því að hafa burðast með hann á um 24 diskettum milli húsa, það voru reyndar margir komnir með skrifara þá, en ekki ég og félagi minn. 14.12.2006 14:00 Óborganlegir textar Grallararnir í Baggalúti hafa í gegnum árin gefið út eitt jólalag fyrir hver jól á heimasíðu sinni við miklar vinsældir. Þar hafa þeir gert óborganlega íslenska jólatexta við þekkt erlend lög. 14.12.2006 14:00 Nýr tískuþáttur Steven Spielberg framleiðir þáttaröð um fallvaltan glamúrheim tískunnar fyrir sjónvarpsstöðina Fox. Þáttaröðin, sem enn er nafnlaus, mun fjalla um fimm vini sem allir lifa og hrærast í tískuheiminum, en á meðal persóna verður ljósmyndari, hönnuður og fyrirsæta. 14.12.2006 13:45 Love laus allra mála Skilorðsbundinn dómur söngkonunnar Courtney Love hefur verið felldur niður af dómstólum í Los Angeles fyrr en áætlað var. Ástæðan er hversu Love hefur verið dugleg í eiturlyfjameðferð sinni. 14.12.2006 13:30 Ljósmóðurfræði frá fyrri tíð Nýlega kom út bókin Sá nýi yfirsetukvennaskóli hjá Söguspekingastifti, en bókin kom fyrst út á Hólum í Hjaltadal árið 1749. Bragi Þorgrímur Ólafsson, sagnfræðingur á handritadeild Landsbókasafns, bjó til prentunar og ritaði inngang. Bókin er fyrsta ritið um ljósmóðurfræði sem kom út á íslensku og var notuð við kennslu yfirsetukvenna þegar landlæknisembættið var stofnað árið 1760. 14.12.2006 13:30 Úrkynjuð aðventa Tónleikar, bókmenntavaka og almenn aðventugleði verður á ölkránni Grand rokk kl. 21 í kvöld en þar leiða saman hross sín máttug öfl úr íslensku menningarlífi og keyra saman kollum svo úr verður enn einn mikill og mikilfenglegur listfengur áreksturinn. Fram koma hljómsveitirnar Reykjavík! og Skakkamanage ásamt Pétri Ben, Mr. Sillu & Mongoose og mögulega FM Belfast. 14.12.2006 13:30 Kynslóð ungskálda Ljósmyndasýningin ,,Skrásetning kynslóðar“ verður opnuð í Borgarbókasafninu í Grófarhúsi á morgun kl. 17. Þar sýnir Björn M. Sigurjónsson portrett af ungum íslenskum rithöfundum og listamönnum. 14.12.2006 13:15 Hlið hugleiðslunnar Andakt tónlistar er flestum kunn, hljómarnir í kórnum, söngur í kirkjunni. Vaxandi geiri í vestrænni tónlist dregur dám af helgi tónlistar í ýmsum öðrum trúarbrögðum og hvarflar síðan aftur í forna kirkjulega tónlist Evrópu. 14.12.2006 13:00 Herramenn sleppa við jólaköttinn Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar opnaði að nýju á dögunum eftir nokkurt hlé í húsi Kjörgarðs, Laugavegi 59. Í tilefni af opnuninni lagði umtalsverður fjöldi herramanna leið sína í nýju verslunina, sem eins og áður leggur áherslu á sérdeilis herralegan fatnað og ekki síður karlmannlegt og virðulegt umhverfi. 14.12.2006 13:00 Hannaðu eigin leiki Út er komið forritið XNA Game Studio Express en það gerir sköpunarglöðum og snjöllum tölvuleikjaunnendum færi á að búa til sína eigin tölvuleiki á Xbox 360. Forritið notast á PC tölvu og byggir á Visual C 2005 Express Edition og Microsoft Compact Framework kerfunum. 14.12.2006 12:45 Gunnar sækir á nýjar lendur Það stefnir í nýjan flutning á Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar á mánudagskvöld í Grafarvogskirkju. Diskur með verkinu er kominn út á kostnað höfundar og á jóladag verður ríkissjónvarpið með verkið á dagskrá. Brynjólfsmessan er stórt verk. Það er helgað minni Brynjólfs biskups og er önnur tilraun Gunnars til að takast á við stór form tónverka. 14.12.2006 12:30 Kominn áfram í Song of the Year Lagahöfundurinn Trausti Bjarnason er kominn áfram í alþjóðlegu lagakeppninni Song of the Year, með lagi sínu Þér við hlið sem Regína Ósk flutti svo eftirminnilega í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. 14.12.2006 12:30 Gullgleði í stað Diskókvöldsins „Það verður kalt á barnum, heitt á gólfinu og þar fram eftir götunum," segir plötusnúðurinn Daníel Ólafsson, betur þekktur undir nafninu Danni Deluxe. Á annan í jólum verður haldin svonefnd Gullgleði Danna Deluxe á skemmtistaðnum Thorvaldsen og er ætlunin að hafa fjörið árlegt. 14.12.2006 12:15 Gjöf til barnanna í landinu Úrval verka Vilborgar Dagbjartsdóttur kemur út hjá forlaginu JPV með yfirskriftinni Fugl og fiskur. Í bókinni eru ljóð og sögur Vilborgar handa börnum sem komið hafa út á árabilinu 1955-2005, fallega myndskreytt af listakonunni Önnu Cynthiu Leplar. 14.12.2006 12:00 Jolie vill alls ekki giftast Brad Pitt Leikkonan Angelina Jolie segist ekki hafa í hyggju að giftast leikaranum Brad Pitt, þrátt fyrir orðróm þess efnis. Hún segist jafnframt aldrei hafa ætlað að eyðileggja hjónaband hans og Jennifer Aniston. 14.12.2006 12:00 Britney komin með nýjan Söngkonan Britney Spears sást á dögunum með nýjum manni. Ekki er langt síðan að Britney skildi við rapparann Kevin Federline, eiginmann sinn til tveggja ára, en með honum á hún tvö börn. Undanfarnar vikur hefur Britney verið mikið í fréttum, þá aðallega fyrir tryllingsleg drykkjulæti ásamt nýrri vinkonu sinni, Paris Hilton. 14.12.2006 11:45 Framtíðinni breytt Denzel Washington leikur alríkislögreglumann sem fær undarlegt tækifæri til þess að breyta framtíðinni, í Deja Vu, nýjustu spennumynd leikstjórans Tony Scott. 14.12.2006 11:45 Fyrsta platan í 33 ár Hljómsveitin fornfræga, The Stooges, ætlar að gefa út sína fyrstu plötu í 33 ár, þann 20. mars á næsta ári. Mun hún fylgja henni eftir með tónleikaferð um heiminn. 14.12.2006 11:45 Fondú fyrir byrjendur Fondú er skemmtileg tilbreyting í matarboðum, en það eru kannski ekki allir sem treysta sér í fondúgerð. Dómhildur Sigfúsdóttir hjá Osta- og smjörsölunni lumar á góðum ráðum. 14.12.2006 11:30 Flugeldasýning frá Guðbergi Árið 2006 ætlar að verða bókmenntaárið mikla. Það er sé til þess litið að útdeilendur Gullmiðans gátu fundið fimm ný skáldverk sem þeir vilja meina að sé betri en 1 ½ bók – Hryllileg saga eftir Guðberg Bergsson. Því hér er um flugeldasýningu að ræða. Guðbergur verður bara betri með árunum. 14.12.2006 11:15 Fleiri í Vísindakirkjuna Það furðuðu sig margir að því að sjá bæði Jennifer Lopez og Jim Carrey í brúðkaupi skjötuhjúanna Tom Cruise og Katie Holmes. Fáir vissu til að einhver tengsl væru á milli Lopez, Carreys og hjónanna, en er því nú haldið fram að Lopez og Carrey hafi tekið upp trú Vísindakirkjunnar. 14.12.2006 11:00 Fjalakötturinn endurreistur Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn rís úr öskustónni fljótlega eftir áramót ef allt gengur að óskum. Kvikmyndaunnendur þurfa því ekki lengur að bíða langeygir eftir næstu kvikmyndahátíð til að berja augum þær myndir sem liggja utan ráðandi strauma. 14.12.2006 10:45 Eragon berst gegn hinu illa á drekabaki Ævintýramyndin Eragon verður frumsýnd á heimsvísu á föstudaginn og þar með lýkur langri bið aðdáenda bóka Christopher Paolini eftir því að sjá hetjuna Eragon og drekann Saphiru lifna við á hvíta tjaldinu. 14.12.2006 10:30 DiCaprio með tvennu Leonardo DiCaprio fékk tvær tilnefningar til Critics Choice-verðlaunanna í Bandaríkjunum sem verða afhent 12. janúar. 14.12.2006 10:15 Vill gera framhald Gamanleikarinn Ben Stiller undirbýr nú framhald myndarinnar Zoolander ásamt góðvini sínum, Owen Wilson. Fyrri myndin, sem þeir félagar léku saman í, naut mikilla vinsælda. Fjallaði hún um karlfyrirsætur og ævintýri þeirra. Meðal leikara voru Will Ferrell, Milla Jovovich, Christine Taylor og Jerry Stiller. 14.12.2006 10:15 Chanel í Monte Carlo Karl Lagerfeld ákvað að halda innreið sína til ríka og fræga fólksins í Monte Carlo á dögunum þar sem hann sýndi það nýjasta fyrir vorið og sumarið 2007. Lagerfeld hannar fyrir hátískumerkið Chanel og er það í miklum metum hjá heimafólki í Monte Carlo. 14.12.2006 10:00 Kraftur í doktornum Hljómsveitin Dr. Spock verður ekki sökuð um að hafa slegið slöku við á tónleikum sínum í Kaupmannahöfn á föstudag. Krafturinn sem býr í bandinu flæddi óbeislaður út úr hátölurunum og dundi á eyrum tónleikagesta. 14.12.2006 10:00 Búlgarska sinfóníuhljómsveitin í íslenskri bíómynd „Ég er ennþá að, fer í nótt og er umvafinn nótnapappír í hljóðverinu," segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem er í óða önn að leggja lokhönd á tónverk sitt fyrir kvikmyndina Astrópíu. Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu mun leika undir í myndinni. 14.12.2006 09:30 Ástralinn Wigan víngerðarmaður veraldar í ár Íslandsvinurinn Andrew Wigan var á dögunum valinn víngerðarmaður ársins. Verðlaunin hlaut hann í annað sinn. 14.12.2006 09:00 Algjörlega byggður á myndasögunum Í þessari viku kemur út leikurinn Superman Returns á Playstation 2 og segja menn að nú sé loks kominn alvöru Superman-leikur. Þótt nafnið gefi til kynna að leikurinn sé byggður á kvikmyndinni þá er það ekki alveg rétt. 14.12.2006 08:30 „Bíóræningi“ í fangelsi Ungur Bandaríkjamaður, Johnny Ray Gasca, sem einnig hefur verið kallaður sjóræningjaprinsinn hefur verið dæmdur í 7 ára fangelsi í kjölfarið á því að hann var gripinn glóðvolgur með upptökubúnað í kvikmyndahúsi. 14.12.2006 08:00 Öllu lokið hjá McCartney og Mills Breska blaðið News of the World telur sig hafa heimildir fyrir því að Paul McCartney hafi náð samkomulagi við Heather Mills um peninga vegna skilnaðar þeirra. 13.12.2006 18:45 Unnið gegn jólastressinu Það verður rólegheitastemning í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld en þar verður boðið upp á ókeypis tónleika í jólaamstrinu. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Jólasöngvar“ en skipuleggjandi þeirra, Antonía Hevesi, hefur staðið að sambærilegum jólatónleikum fyrir jólin síðan hún hóf störf sem organisti við kirkjuna. Antonía hættir sem organisti um áramótin og eru þetta því síðustu „Jólasöngvar“ hennar að sinni. 13.12.2006 18:00 Trúin á spurningarmerkið Ljóðið skín í skammdeginu á Fróni og nú sendir Einar Már frá sér bók sem gefur fyrri bókum hans ekkert eftir, ljóðum jafnt sem prósa. Fantagóð semsé. Djarfur, hvass, fyndinn og ögrandi - jafnt í orði sem erindi. Síbryðjandi vísdómsjaxl með djúpa rót í kvikunni. 13.12.2006 17:30 Sjá næstu 50 fréttir
Syngur í hálfleik Tónlistarmaðurinn Prince mun koma fram í leikhléi á Super Bowl-úrslitaleiknum í bandarísku ruðningsdeildinni í Miami þann 4. febrúar. Prince hefur verið önnum kafinn að undanförnu við að troða upp í klúbbnum sínum 3121 í Rio í Las Vegas. 14.12.2006 16:45
Sungið á aðventu Kammerkórinn Vox academica fagnaði tíu ára afmæli sínu í haust sem leið og af því tilefni verða árlegir aðventutónleikar kórsins með sérstökum hátíðablæ. Á tónleikum annað kvöld mun kórinn flytja verkin Magnificat eftir Johann Sebastian Bach og Messías eftir George Friedrich Händel. 14.12.2006 16:30
Stærsta hljóðver á Íslandi Önundur Hafsteinn Pálsson vinnur að því að opna hljóðver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Flateyri. 14.12.2006 16:15
Útgáfu fagnað á Domo Saxófónleikarinn Jóel Pálsson heldur útgáfutónleika á Domo- bar í kvöld ásamt hljómsveit og fagnar þar útgáfu disksins Varps. Eru tónleikanir hluti af tónleikaröð jazzklúbbsins Múlans sem nú hefur hreiðrað um sig á þessum öndvegis tónleikastað. 14.12.2006 16:00
Sorglegasta lagið Samkvæm,t nýrri rannsókn er lag hljómsveitarinnar The Verve, The Drugs Don"t Work, líklegast til að kalla fram tár hjá fólki. 14.12.2006 16:00
Selur munaðinn til styrktar fátækum „Ég gerði þetta líka í fyrra og safnaði þá hálfri milljón fyrir fátæk lönd í Mið-Ameríku,“ segir Einar Örn Einarsson sem selur allan munað ofan af sér á vefsíðu sinni, eoe.is/uppboð. Sjónvarp, XBox og dvd-myndir eru meðal þess sem Einar býður lesendum sínum upp á á vægu verði en sökum þess hversu vel gekk í fyrra er úrvalið í ár aðeins minna. 14.12.2006 15:45
Roberts í rómantík Leikkonan Julia Roberts ætlar að framleiða og hugsanlega fara með aðalhlutverkið í rómantísku myndinni Happiness Sold Separately sem er byggð á skáldsögu Lolly Winston. 14.12.2006 15:30
Rifist um nöfn Söngkonan Mariah Carey hefur hótað að lögsækja klámmyndaleikkonuna Mary Carey, en Mariah segir að nöfn þeirra tveggja séu of lík. Söngkonan segir ennfremur að aðdáendur sínir gætu lent í því að ruglast vegna nafnanna og þá komi það henni mjög illa. 14.12.2006 15:15
Richie handtekin Lífið er ekki eins auðvelt hjá Nicole Richie og það lítur út fyrir að vera því sjónvarpstjarnan úr þáttunum Simple Life var handtekin af lögreglunni í Burbank á mánudaginn, grunuð um ölvunarakstur. 14.12.2006 15:00
Rappkóngar Íslands Forgotten Lores er búin að vera í fremstu röð í íslenska rappinu síðustu ár. Fyrsta platan þeirra, Týndi hlekkurinn, sem kom út fyrir þremur árum, er ein af bestu íslensku rappplötunum. Síðan hún kom út hefur sveitin vakið verðskuldaða athygli fyrir öfluga frammistöðu á sviði, m.a. á Airwaves, en á tónleikum koma þeir fram með fullmannaða hljómsveit (FL Group). 14.12.2006 14:30
Ólíkindatólin í akademíunni Þó að enn séu tæpir tveir mánuðir þar til tilkynnt verður hverjir eru tilnefndir til Óskarsverðlaunanna eru fjölmiðlungar þegar farnir að spá í spilin fyrir stóra daginn. 14.12.2006 14:15
Næst besti GTA leikurinn Það gleyma því margir hvað Grand Theft Auto leikirnir hafa þróast mikið frá því að fyrst leikurinn kom út. Ég man enn eftir því að hafa burðast með hann á um 24 diskettum milli húsa, það voru reyndar margir komnir með skrifara þá, en ekki ég og félagi minn. 14.12.2006 14:00
Óborganlegir textar Grallararnir í Baggalúti hafa í gegnum árin gefið út eitt jólalag fyrir hver jól á heimasíðu sinni við miklar vinsældir. Þar hafa þeir gert óborganlega íslenska jólatexta við þekkt erlend lög. 14.12.2006 14:00
Nýr tískuþáttur Steven Spielberg framleiðir þáttaröð um fallvaltan glamúrheim tískunnar fyrir sjónvarpsstöðina Fox. Þáttaröðin, sem enn er nafnlaus, mun fjalla um fimm vini sem allir lifa og hrærast í tískuheiminum, en á meðal persóna verður ljósmyndari, hönnuður og fyrirsæta. 14.12.2006 13:45
Love laus allra mála Skilorðsbundinn dómur söngkonunnar Courtney Love hefur verið felldur niður af dómstólum í Los Angeles fyrr en áætlað var. Ástæðan er hversu Love hefur verið dugleg í eiturlyfjameðferð sinni. 14.12.2006 13:30
Ljósmóðurfræði frá fyrri tíð Nýlega kom út bókin Sá nýi yfirsetukvennaskóli hjá Söguspekingastifti, en bókin kom fyrst út á Hólum í Hjaltadal árið 1749. Bragi Þorgrímur Ólafsson, sagnfræðingur á handritadeild Landsbókasafns, bjó til prentunar og ritaði inngang. Bókin er fyrsta ritið um ljósmóðurfræði sem kom út á íslensku og var notuð við kennslu yfirsetukvenna þegar landlæknisembættið var stofnað árið 1760. 14.12.2006 13:30
Úrkynjuð aðventa Tónleikar, bókmenntavaka og almenn aðventugleði verður á ölkránni Grand rokk kl. 21 í kvöld en þar leiða saman hross sín máttug öfl úr íslensku menningarlífi og keyra saman kollum svo úr verður enn einn mikill og mikilfenglegur listfengur áreksturinn. Fram koma hljómsveitirnar Reykjavík! og Skakkamanage ásamt Pétri Ben, Mr. Sillu & Mongoose og mögulega FM Belfast. 14.12.2006 13:30
Kynslóð ungskálda Ljósmyndasýningin ,,Skrásetning kynslóðar“ verður opnuð í Borgarbókasafninu í Grófarhúsi á morgun kl. 17. Þar sýnir Björn M. Sigurjónsson portrett af ungum íslenskum rithöfundum og listamönnum. 14.12.2006 13:15
Hlið hugleiðslunnar Andakt tónlistar er flestum kunn, hljómarnir í kórnum, söngur í kirkjunni. Vaxandi geiri í vestrænni tónlist dregur dám af helgi tónlistar í ýmsum öðrum trúarbrögðum og hvarflar síðan aftur í forna kirkjulega tónlist Evrópu. 14.12.2006 13:00
Herramenn sleppa við jólaköttinn Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar opnaði að nýju á dögunum eftir nokkurt hlé í húsi Kjörgarðs, Laugavegi 59. Í tilefni af opnuninni lagði umtalsverður fjöldi herramanna leið sína í nýju verslunina, sem eins og áður leggur áherslu á sérdeilis herralegan fatnað og ekki síður karlmannlegt og virðulegt umhverfi. 14.12.2006 13:00
Hannaðu eigin leiki Út er komið forritið XNA Game Studio Express en það gerir sköpunarglöðum og snjöllum tölvuleikjaunnendum færi á að búa til sína eigin tölvuleiki á Xbox 360. Forritið notast á PC tölvu og byggir á Visual C 2005 Express Edition og Microsoft Compact Framework kerfunum. 14.12.2006 12:45
Gunnar sækir á nýjar lendur Það stefnir í nýjan flutning á Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar á mánudagskvöld í Grafarvogskirkju. Diskur með verkinu er kominn út á kostnað höfundar og á jóladag verður ríkissjónvarpið með verkið á dagskrá. Brynjólfsmessan er stórt verk. Það er helgað minni Brynjólfs biskups og er önnur tilraun Gunnars til að takast á við stór form tónverka. 14.12.2006 12:30
Kominn áfram í Song of the Year Lagahöfundurinn Trausti Bjarnason er kominn áfram í alþjóðlegu lagakeppninni Song of the Year, með lagi sínu Þér við hlið sem Regína Ósk flutti svo eftirminnilega í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. 14.12.2006 12:30
Gullgleði í stað Diskókvöldsins „Það verður kalt á barnum, heitt á gólfinu og þar fram eftir götunum," segir plötusnúðurinn Daníel Ólafsson, betur þekktur undir nafninu Danni Deluxe. Á annan í jólum verður haldin svonefnd Gullgleði Danna Deluxe á skemmtistaðnum Thorvaldsen og er ætlunin að hafa fjörið árlegt. 14.12.2006 12:15
Gjöf til barnanna í landinu Úrval verka Vilborgar Dagbjartsdóttur kemur út hjá forlaginu JPV með yfirskriftinni Fugl og fiskur. Í bókinni eru ljóð og sögur Vilborgar handa börnum sem komið hafa út á árabilinu 1955-2005, fallega myndskreytt af listakonunni Önnu Cynthiu Leplar. 14.12.2006 12:00
Jolie vill alls ekki giftast Brad Pitt Leikkonan Angelina Jolie segist ekki hafa í hyggju að giftast leikaranum Brad Pitt, þrátt fyrir orðróm þess efnis. Hún segist jafnframt aldrei hafa ætlað að eyðileggja hjónaband hans og Jennifer Aniston. 14.12.2006 12:00
Britney komin með nýjan Söngkonan Britney Spears sást á dögunum með nýjum manni. Ekki er langt síðan að Britney skildi við rapparann Kevin Federline, eiginmann sinn til tveggja ára, en með honum á hún tvö börn. Undanfarnar vikur hefur Britney verið mikið í fréttum, þá aðallega fyrir tryllingsleg drykkjulæti ásamt nýrri vinkonu sinni, Paris Hilton. 14.12.2006 11:45
Framtíðinni breytt Denzel Washington leikur alríkislögreglumann sem fær undarlegt tækifæri til þess að breyta framtíðinni, í Deja Vu, nýjustu spennumynd leikstjórans Tony Scott. 14.12.2006 11:45
Fyrsta platan í 33 ár Hljómsveitin fornfræga, The Stooges, ætlar að gefa út sína fyrstu plötu í 33 ár, þann 20. mars á næsta ári. Mun hún fylgja henni eftir með tónleikaferð um heiminn. 14.12.2006 11:45
Fondú fyrir byrjendur Fondú er skemmtileg tilbreyting í matarboðum, en það eru kannski ekki allir sem treysta sér í fondúgerð. Dómhildur Sigfúsdóttir hjá Osta- og smjörsölunni lumar á góðum ráðum. 14.12.2006 11:30
Flugeldasýning frá Guðbergi Árið 2006 ætlar að verða bókmenntaárið mikla. Það er sé til þess litið að útdeilendur Gullmiðans gátu fundið fimm ný skáldverk sem þeir vilja meina að sé betri en 1 ½ bók – Hryllileg saga eftir Guðberg Bergsson. Því hér er um flugeldasýningu að ræða. Guðbergur verður bara betri með árunum. 14.12.2006 11:15
Fleiri í Vísindakirkjuna Það furðuðu sig margir að því að sjá bæði Jennifer Lopez og Jim Carrey í brúðkaupi skjötuhjúanna Tom Cruise og Katie Holmes. Fáir vissu til að einhver tengsl væru á milli Lopez, Carreys og hjónanna, en er því nú haldið fram að Lopez og Carrey hafi tekið upp trú Vísindakirkjunnar. 14.12.2006 11:00
Fjalakötturinn endurreistur Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn rís úr öskustónni fljótlega eftir áramót ef allt gengur að óskum. Kvikmyndaunnendur þurfa því ekki lengur að bíða langeygir eftir næstu kvikmyndahátíð til að berja augum þær myndir sem liggja utan ráðandi strauma. 14.12.2006 10:45
Eragon berst gegn hinu illa á drekabaki Ævintýramyndin Eragon verður frumsýnd á heimsvísu á föstudaginn og þar með lýkur langri bið aðdáenda bóka Christopher Paolini eftir því að sjá hetjuna Eragon og drekann Saphiru lifna við á hvíta tjaldinu. 14.12.2006 10:30
DiCaprio með tvennu Leonardo DiCaprio fékk tvær tilnefningar til Critics Choice-verðlaunanna í Bandaríkjunum sem verða afhent 12. janúar. 14.12.2006 10:15
Vill gera framhald Gamanleikarinn Ben Stiller undirbýr nú framhald myndarinnar Zoolander ásamt góðvini sínum, Owen Wilson. Fyrri myndin, sem þeir félagar léku saman í, naut mikilla vinsælda. Fjallaði hún um karlfyrirsætur og ævintýri þeirra. Meðal leikara voru Will Ferrell, Milla Jovovich, Christine Taylor og Jerry Stiller. 14.12.2006 10:15
Chanel í Monte Carlo Karl Lagerfeld ákvað að halda innreið sína til ríka og fræga fólksins í Monte Carlo á dögunum þar sem hann sýndi það nýjasta fyrir vorið og sumarið 2007. Lagerfeld hannar fyrir hátískumerkið Chanel og er það í miklum metum hjá heimafólki í Monte Carlo. 14.12.2006 10:00
Kraftur í doktornum Hljómsveitin Dr. Spock verður ekki sökuð um að hafa slegið slöku við á tónleikum sínum í Kaupmannahöfn á föstudag. Krafturinn sem býr í bandinu flæddi óbeislaður út úr hátölurunum og dundi á eyrum tónleikagesta. 14.12.2006 10:00
Búlgarska sinfóníuhljómsveitin í íslenskri bíómynd „Ég er ennþá að, fer í nótt og er umvafinn nótnapappír í hljóðverinu," segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem er í óða önn að leggja lokhönd á tónverk sitt fyrir kvikmyndina Astrópíu. Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu mun leika undir í myndinni. 14.12.2006 09:30
Ástralinn Wigan víngerðarmaður veraldar í ár Íslandsvinurinn Andrew Wigan var á dögunum valinn víngerðarmaður ársins. Verðlaunin hlaut hann í annað sinn. 14.12.2006 09:00
Algjörlega byggður á myndasögunum Í þessari viku kemur út leikurinn Superman Returns á Playstation 2 og segja menn að nú sé loks kominn alvöru Superman-leikur. Þótt nafnið gefi til kynna að leikurinn sé byggður á kvikmyndinni þá er það ekki alveg rétt. 14.12.2006 08:30
„Bíóræningi“ í fangelsi Ungur Bandaríkjamaður, Johnny Ray Gasca, sem einnig hefur verið kallaður sjóræningjaprinsinn hefur verið dæmdur í 7 ára fangelsi í kjölfarið á því að hann var gripinn glóðvolgur með upptökubúnað í kvikmyndahúsi. 14.12.2006 08:00
Öllu lokið hjá McCartney og Mills Breska blaðið News of the World telur sig hafa heimildir fyrir því að Paul McCartney hafi náð samkomulagi við Heather Mills um peninga vegna skilnaðar þeirra. 13.12.2006 18:45
Unnið gegn jólastressinu Það verður rólegheitastemning í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld en þar verður boðið upp á ókeypis tónleika í jólaamstrinu. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Jólasöngvar“ en skipuleggjandi þeirra, Antonía Hevesi, hefur staðið að sambærilegum jólatónleikum fyrir jólin síðan hún hóf störf sem organisti við kirkjuna. Antonía hættir sem organisti um áramótin og eru þetta því síðustu „Jólasöngvar“ hennar að sinni. 13.12.2006 18:00
Trúin á spurningarmerkið Ljóðið skín í skammdeginu á Fróni og nú sendir Einar Már frá sér bók sem gefur fyrri bókum hans ekkert eftir, ljóðum jafnt sem prósa. Fantagóð semsé. Djarfur, hvass, fyndinn og ögrandi - jafnt í orði sem erindi. Síbryðjandi vísdómsjaxl með djúpa rót í kvikunni. 13.12.2006 17:30