Lífið

Jolie vill alls ekki giftast Brad Pitt

Angelina Jolie og Brad Pitt eru ekki á leiðinni upp að altarinu.
Angelina Jolie og Brad Pitt eru ekki á leiðinni upp að altarinu. MYND/AP

Leikkonan Angelina Jolie segist ekki hafa í hyggju að giftast leikaranum Brad Pitt, þrátt fyrir orðróm þess efnis. Hún segist jafnframt aldrei hafa ætlað að eyðileggja hjónaband hans og Jennifer Aniston.

Jolie segir að hún og Pitt hafi áttað sig á því við tökur á myndinni Mr. & Mrs. Smith að þau tengdust nánum tilfinningalegum böndum, þrátt fyrir að Aniston hafi verið besti vinur Pitt.

„Ég held að við höfum bæði verið ólíklegustu manneskjurnar sem vorum að leita eftir sambandi,“ sagði Jolie í viðtali við Vogue. „Vegna myndarinnar þurftum við að eyða miklum tíma saman og síðan þróaðist það skyndilega í undarlega vináttu og góðan félagsskap.“

Hún segist hafa verið mjög góð vinkona Pitt eftir að tökum á myndinni lauk án þess þó að hafa viljað tjá sig um sambandið við fjölmiðla. „Þegar lífið þróaðist á þann hátt að við gátum verið saman langaði okkur til þess.“

Jolie, sem er 31 árs, bætti því við að þrátt fyrir að hún ætli ekki að giftast Pitt ætli þau að einbeita sér að því að ala upp börnin sín þrjú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.