Lífið

DiCaprio með tvennu

DiCaprio var tilnefndur fyrir hlutverk sín í The Departed og Blood Diamond.
DiCaprio var tilnefndur fyrir hlutverk sín í The Departed og Blood Diamond.

Leonardo DiCaprio fékk tvær tilnefningar til Critics Choice-verðlaunanna í Bandaríkjunum sem verða afhent 12. janúar.

Annars vegar var hann tilnefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt sem lögga í The Departed og hins vegar fyrir hlutverk sitt sem smyglari í Blood Diamond. Aðrir tilnefndir voru Ryan Gosling, Peter O"Toole, Will Smith og Forest Withaker.

Tvö hundruð sjónvarps-, útvarps- og netgagnrýnendur tóku þátt í valinu. Hafa verðlaunin hingað til gefið góðar vísbendingar um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna.

Kvikmyndirnar The Departed, Babel, Little Miss Sunshine og Dreamgirls hlutu allar sjö tilnefningar. Penelope Cruz, Judi Dench, Helen Mirren, Meryl Streep og Kate Winslet voru tilnefndar sem besta leikkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.