Lífið

Kominn áfram í Song of the Year

Trausti Bjarnason sendi lagið inn í hálfkæringi og missir ekki svefn yfir úrslitunum.
Trausti Bjarnason sendi lagið inn í hálfkæringi og missir ekki svefn yfir úrslitunum.

Lagahöfundurinn Trausti Bjarnason er kominn áfram í alþjóðlegu lagakeppninni Song of the Year, með lagi sínu Þér við hlið sem Regína Ósk flutti svo eftirminnilega í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár.

Lagahöfundar alls staðar að geta sent inn efni, sem svo er skipt í tíu flokka eftir tónlistarstefnu. Í hverjum mánuði vinnur eitt lag í hverjum flokki. Dómnefnd í keppninni valdi Þér við hlið besta lagið í flokkinum „adult contemporary.“ Í lok árs fer það fyrir dómnefnd skipaða tónlistarmönnum á borð við Norah Jones og Bon Jovi, og etur kappi við ellefu önnur lög innan sama flokks. Ef það stendur uppi sem sigurvegari keppir lagið svo um titilinn Song of the year.

„Ég gerði þetta bara í einhverjum hálfkæringi í haust,“ sagði Trausti um keppnina. „Ég hafði frétt af því að Þorvaldur Bjarni hafi einhvern tíma sent lag í þessa keppni,“ sagði hann. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegarann. „Það eru held ég hundrað þúsund dollarar og alls konar dót, en ég er ekki alveg viss,“ sagði Trausti.

„Lagið verður hins vegar sent til útgáfufyrirtækja, umboðsmanna og fjölmiðla í Bandaríkjunum,“ sagði Trausti. Hann segist þó ekki koma til með að missa svefn af spenningi. „Það er náttúrulega gaman ef eitthvað gerist en ég veit ekki hvort það kemur neitt út úr þessu,“ sagði hann.

slegið í gegn? Lagið Þér við hlið í flutningi Regínu Óskar hefur notið mikilla vinsælda hérlendis og virðist jafnframt höfða til fólks ytra.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.