Fleiri fréttir

Þriðja hjónaband Cage

Stórleikarinn og óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage hefur nú gift sig í þriðja sinn, aðeins tveimur mánuðum eftir skilnað sinn við eiginkonu sína Lisu Marie Presley. Hjónaband þeirra slitnaði aðeins fjórum mánuðum eftir giftingu þeirra árið 2002, en áður var Cage, sem er fertugur, giftur leikkonunni Patriciu Arquette í sex ár.

Eigendur Toyota ánægðastir

Niðurstöður úr árlegri könnun könnunarfyrirtækisins J.D. Power og þýska bílatímaritsins MOT sýn að eigendur Toyota eru ánægðastir allra bílaeigenda í Þýskalandi. Þetta er þriðja árið í röð sem þýskir bílaeigendur eru ánægðastir með Toyota og hefur bílaframleiðandinn þónokkra yfirburði fram yfir þá bíla sem næstir koma.

Öryggismyndavélum fjölgað

Til stendur að fjölga öryggismyndavélum á stærstu vegum í Svíþjóð um rúmlega helming eða úr 330 myndavélum í 700. Útreikningar sýna að um fjögur hundruð þúsund manns munu nást á filmu á ári eftir þessa fjölgun á myndavélum. Á síðasta ári var tekin mynd af aðeins tíu þúsund manns.

Snaggaralegir og sportlegir

Mitsubishi Motors Corporation frumsýnir þrjá nýja bíla á bílasýningunni í París í september. Bílarnir eru þriggja dyra Colt CZ3, þriggja dyra 150 hestafla Colt CZT með forþjöppu og 202 hestafla Outlander Turbo cross-over. Einnig ætlar Mitsubishi Motors að sýna alla bestu bíla sína í París, bæði fyrir kappakstur og almennan vegaakstur. Í síðarnefnda flokknum eru til dæmis Lancer Evolution VIII 2004.

Lauk hnattreisu á mótorhjóli

Skoski stórleikarinn Ewan McGregor lauk í gær hnattreisu sinni á mótorhjóli sem hann fór ásamt leikaranum Charley Boorman. Þeir félagar komu til New York eftir að hafa keyrt 20 þúsund mílur. Þeir voru þreyttir en ángæðir með árangurinn. Þeir höfðu frá mörgu að segja. Oft lá við stórslysum, landamæraverðir tóku þá í hald og þeir grétu gleðitárum við komuna til NewYork.

Japanska prinsessan þunglynd

Japanska prinsessan Masako sem er gift krónprinsi Japans þjáist af þunglyndi. Prinsessan hefur ekki komið fram opinberlega frá því á síðasta ári. Hún er undir miklum þrýstingi að eignast dreng. Masako á eina stúlku fyrir en hún missti fóstur árið 1999. Einungis karlar geta erft krúnuna í Japan. Ef Masako eignast ekki dreng fer krúnan til bróður prinsins sem reyndar á ekki heldur son.

Sækir orku í eldhúsið ólífugræna

Soffía Karlsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast og er nýbúin að frumsýna kabarettsýningu á Kaffi Reykjavík sem heitir CooCoos Kabarett. Hún sækir sér sálarró í eldhúsið sitt.

Ofbeldi er ekki árstíðarbundið

Karlahópur Femínistafélagsins herjar nú á átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum, líkt og fyrir síðustu verslunarmannahelgi. Hjálmar Sigmarsson er meðal þeirra og segir hann karlmenn hafa sloppið auðveldlega við umræðu um nauðganir. "Undanfarin ár hefur athyglin beinst að stelpum og hvað þær geta gert til að verjast nauðgunum. Við viljum einbeita okkur að því hvað karlmenn geta gert til að koma í veg fyrir nauðganir.

Hættir að nota vinylplötur

Það er mjög erfitt að ná plötusnúðnum Sasha í símann. Daginn eftir að viðtalið átti að fara fram hringir umboðsmaður hans í mig og biðst afsökunar og segist loksins hafa náð í skottið á honum sjálfur. Ég var svo sem með símanúmerið hjá honum en hann hefur passað vandlega upp á það að svara ekki. Sama hversu oft ég hringdi.

Pink út, 50 Cent inn

Hætt hefur verið við seinni tónleika Pink á Íslandi sem áttu að fara fram í Laugardalshöll 11. ágúst. Tónleikar 50 Cent, sem áttu að fara fram í Egilshöll á sama degi, hafa verið færðir þangað í staðinn, enda orðið ljóst að plássið þar hefði verið of mikið fyrir rapparann til þess að fylla.

Raunveruleikinn tæklaður

Strákarnir okkar nefnist nýjasta kvikmynd Róberts Douglas en upptökur á henni hefjast strax eftir verslunarmannahelgi. Myndin fjallar um atvinnumann í fótbolta sem kemst að því að hann er samkynheigður og kemur út úr skápnum. Hann hefur fengið sig fullsaddan af atvinnumennskunni þar sem hann fær ekki að vera hann sjálfur og kemst í samband við fleiri homma sem saman stofna eigið utandeildarlið.

Látinn í 15 ár og leikur í bíómynd

Breski stórleikarinn sir Lawrence Olivier, sem lést fyrir fimmtán árum, verður í hópi frægra aðalleikara í nýrri kvikmynd, sem byggist á vísindaskáldsögu. Hann er kynntur til sögunnar ásamt sprell lifandi nútímaleikurum á borð við Gwyneth Paltrow og Angelínu Jolie í amrískri stórmynd, sem á að heita: Sky Kaptain and the World of Tomorrow.

Seinni tónleikar Pink falla niður

Seinni tónleikar Pink, sem vera áttu 11. ágúst, falla niður, þar sem þeir skarast við tónleika Fifty Cents. Tónleikahaldarar hafa komist að þeirri niðurstöðu að íslenski markaðurinn rúmi ekki tvenna stóra tónleika sama dag.

Ísbjarnarkjöt og þverskorin ýsa

"Það jafnast ekkert á við heimabökuðu pitsuna okkar Massimos," segir Hörður Torfason tónlistarmaður, en í matargerðarlistinni opnaðist fyrir honum nýr heimur þegar hann kynntist ítölskum eiginmanni sínum.

Þriggja hæða herleg terta

Bræðurnir Gunnar Jökull og Kjartan Tindur Gunnarssynir eiga afmæli með fárra daga millibili. Yfirleitt er haldið upp á þau með einni stórri sameiginlegri veislu og þar sem þau eru að sumarlagi er stundum hægt að halda hana úti í garði.

Ólíkar matarvenjur frændþjóðanna

Matarvenjur Norðurlandabúa eru ólíkar þrátt fyrir skyldleika þjóðanna. Norðmenn virðast hafa mesta reglu á máltíðunum meðan Svíar eru nútímalegastir og Finnarnir halda fastast í hefðirnar.

Námsmannatrygging

Tryggingamiðstöðin býður nú fyrst íslenskra tryggingafélaga upp á sérstaka námsmannatryggingu sem felur meðal annars í sér forfallatryggingu fyrir skólagjöldum.

Tjaldað til einnar nætur

Þeir sem ætla að "tjalda til einnar nætur" eða öllu heldur helgar, kjósa sumir að leigja sér tjald eða tjaldvagn í stað þess að fjárfesta í slíkum búnaði til frambúðar.

Stuðið kostar sitt

Þótt tilhlökkun sé vonandi sterkasta tilfinningin í aðdraganda verslunarmannahelgar er líka nauðsynlegt að hugsa fyrir útgjöldunum því allt kostar eitthvað.

Sumarhýran dugir til vors

"Ég næ oftast að safna mér góðum pening á sumrin og yfirleitt á ég afgang á vorin. Þó er ég dugleg að kaupa mér föt, fara í bíó og gera það sem mig langar til. Ég hef bara haft það góð laun á sumrin og síðan fæ ég dreifbýlisstyrk tvisvar á ári," segir Kristín Lilja Friðriksdóttir, 19 ára nemi við Kvennaskólann í Reykjavík.

Losnað við yfirdráttinn

Góð ráð Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson, félagsfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum Fjármála, svarar spurningu um yfirdrátt.

Flottustu leggirnir

Kylie Minouge er ekki aðeins með flottasta rassinn í bransanum heldur er hún líka með flottustu leggina, ef marka má nýja skoðanakönnun.

Vefsíða sem lánar töskur

Vefsíðan bagborroworsteal.com hefur getið sér gott orð vestanhafs síðan hún opnaði í apríl á þessu ári.

Drapers þolir ekki FCUK

Drapers tískutímaritið sem af flestum er talin Biblía tískuiðnaðarins, hefur átt þátt í því að verðbréf hjá fataframleiðandanum French Connection hafa lækkað.

Gönguleiðakort af landinu

Öræfin við Snæfell - Landið sem hverfur ef... er nafnið á nýju gönguleiðakorti sem leiðsögumennirnir Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir hafa látið gera í góðri samvinnu við fróðleiksmenn fyrir austan.

Skokkaði fram á drottninguna

Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, söngkona, stundaði nám í Hollandi og á sér þar heimaborg að heiman. "Ég var í námi í Haag í sjö ár svo hún er nánast mitt annað heimili.

Norska húsið í Stykkishólmi

Þeir sem eiga leið í Stykkishólm ættu ekki að láta hjá líða að skoða Norska húsið í bænum, sem á sér langa sögu en þjónar nú sem Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Byggðasafnið telst stofnað árið 1956, þegar Ragnar Ásgeirsson fór um Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og hvatti fólk til að gefa gamla muni til stofnunar safns í sýslunni.

Beint flug til Sikileyjar

Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug til Sikileyjar í lok september. Á Sikiley er að finna áhugaverða blöndu af öllu því sem ferðamenn helst óska sér, einstaka náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi.

Safnar Snæfellsnesinu saman

Í byrjun þessa árs gaf Reynir Ingibjartsson út sérkort og leiðarlýsingu af Inn-Snæfellsnesi. Nú hefur hann bætt um betur og gefið út þrjú önnur kort af Snæfellsnesi.

Rokkuð kúrekastígvél

"Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér eru kúrekastígvélin mín sem ég keypti fyrir rúmlega tveim árum," segir Kristín Þórhalla Þórisdóttir, öðru nafni Kidda Rokk, en hún er einn af liðsmönnum í hljómsveitinni Rokkslæðan.

Klæðalítil bikiní úr tísku

Nú geta konur alls staðar fagnað því bikiní eru úti í sumar. Hönnuðir hafa loksins ákveðið að sýna gæsku sína með því að hafa tískusundföt í heilu lagi. Baráttan við aukakílóin er því ekki eins sýnileg og í pínulitlu bikiníi.

Sumartískan 2005

Ítalir eru alltaf fremstir í heimi tískunnar. Sumarið er rétt hálfnað en um síðustu mánaðamót sýndu helstu tískumógúlar Mílanóborgar sumartískuna fyrir sumarið 2005.

Ítalskt eðalskart

Skóverslunin 38 þrep á Laugaveginum er þekkt fyrir fallega og vandaða ítalska skó en verslunin býður einnig uppá aukahluti eins og töskur og skart og fatnað eftir íslenska hönnuði.

Nýjung hjá Monsoon

Breska kvenfataverslunarkeðjan Monsoon mun kynna sína fyrstu karlfatalínu nú í haust. Þessi lína er liður í áætlun Monsoon um að færa út kvíarnar um allan heim.

Birkenstock ekki lummó

Birkenstock sandalar eru sko aldeilis ekkert eins lummó og þeir voru hér áður fyrr. Þeir voru tákn fólksins sem var ekki í tísku en jafnframt þeirra sem voru umhverfisvænir og var annt um heilsuna.

Silkiblóm taka klakann með trompi

Silkiblóm og silkitré er eitthvað sem getur sannarlega lífgað uppá heimili og gert það fallegt í leiðinni. Verslunin Soldis við Laugaveg 63 hefur nú boðið upp á silkiblóm og silkitré í hæsta gæðaflokki í tæplega sex ár.

Borðstofan í uppáhaldi

Íris Eggertsdóttir, hönnuður, kann afskaplega vel við sig í borðstofunni sinni. "Uppáhaldsstaðurinn minn á heimilinu mínu er borðstofan okkar sem er eldhús líka og í raun hefur okkur tekist að gera nokkurskonar alrými úr henni.

Að hreinsa silfur

Það getur verið þrautin þyngri að hreinsa silfur sem mikið er fallið á.

Brosnan hættur sem Bond

Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur lýst því yfir að hann hafi leikið James Bond í síðasta sinn. "Þetta er orðið gott. Ég hef sagt allt sem ég hef að segja um veröld James Bond," sagði Brosnan.

Leikir eru frískandi

"Ég stunda nú enga reglubundna líkamsrækt en mér finnst gaman í frisbí, körfubolta og fótbolta," segir Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáðadrengir.

Lægri slysatíðni barna

Í rannsókn sem Erik Brynjar Schweitz Eiríksson læknanemi gerði nýlega í samvinnu við Slysaskrá Íslands, landlæknisembættið og fleiri kemur fram að slysum á börnum á aldrinum 0-4 ára hefur verulega fækkað í heimahúsum og frítíma fjölskyldunnar.

Hreyfingarleysi dauðadómur

Hreyfingarleysi veldur enn fleiri ótímabærum dauðsföllum en reykingar, ef marka má rannsóknir sem gerðar hafa verið í Hong Kong.

Sjá næstu 50 fréttir