Fleiri fréttir

Helgi tók út and­vöku­næturnar um jólin: „Það sem gerist, gerist“

„Ég er glaður, það er gaman að vinna. Mér fannst liðið spila vel í dag sem er ánægjulegt. Við vorum mjög agaðir varnarlega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, aðspurður hver lykillinn að sigrinum gegn Keflavík hefði verið. Með sigrinum heldur KR sér á lífi í Subway-deild karla í körfubolta. Það þarf hins vegar allt að ganga upp til að það gerist.

„Erum búnir að vera ó­geðs­lega lé­legir í þrjá leiki í röð“

„Hvað við vorum ógeðslega lélegir, hvað við erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson aðspurður hvaða hugsanir færu í gegnum höfuðið á sér strax eftir leik. Hjalti er þjálfari Keflavíkur sem tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð.

Gleðin við völd á Nettó-mótinu

Mikil gleði var í Reykjanesbæ um helgina er Nettó-mótið í körfubolta fór fram. Yfir eitt þúsund keppendur tóku þátt á mótinu.

Umfjöllun: Höttur - Valur 81-90 | Valsmenn halda toppsætinu

Topplið Vals vann góðan níu stiga sigur er liðið sótti Hött heim í 18. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 81-90, og sigurinn þýðir að Valsmenn halda toppsæti deildarinnar fram að næstu umferð í það minnsta.

„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“

Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur.

Tryggvi og félagar unnu óvæntan sigur gegn Barcelona

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Barcelona í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld, 85-83.

„Erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var gífurlega ánægður eftir hetjulega baráttu sinna leikmanna í erfiðum útisigri gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 15 stigum, 72-87.

Fær yfir fjóra milljarða vegna mynda af slysstað

Vanessa Bryant, ekkja körfuboltamannsins Kobe Bryant, hefur komist að samkomulagi við Los Angeles sýslu um bætur vegna mynda sem fóru í dreifingu, af líkamsleifum Kobe, dóttur þeirra og sjö öðrum eftir þyrluslysið fyrir þremur árum.

Sjá næstu 50 fréttir