Fleiri fréttir

Jón Axel og félagar unnu nauman sigur

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins þurftu að hafa fyrir hlutunum þegar þeir tóku á móti fallbaráttuliði Giessen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Heimamenn í Crailsheima unnu að lokum nauman sex stiga sigur, 87-81.

Má spila aftur í NBA eftir dópbann

Tyreke Evans má spila aftur í NBA-deildinni í körfubolta en hann var dæmdur í bann í maí 2019 eftir að hann gerðist brotlegur við reglur deildarinnar um lyfjanotkun. Hann má semja við lið í NBA frá og með föstudeginum.

Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi

Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi.

Ekkert Naut stangað svona síðan Jordan hætti

Chicago Bulls heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, með DeMar DeRozan fremstan í flokki. Liðið vann fjórða leik sinn í röð í nótt með 120-109 sigri gegn San Antonio Spurs.

Þetta eru frá­bær skipti fyrir Brook­lyn

Farið var yfir ótrúleg leikmannaskipti Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á lokadegi félagaskiptaglugga NBA-deildarinnar í síðasta þætti af Lögmál Leiksins. James Harden og Paul Millsap fóru frá Nets til 76ers á meðan síðarnefnda liðið fékk Ben Simmons, Seth Curry, Andre Drummond og tvo valrétti í nýliðavölum á næstu árum. Einn núna í ár og annan árið 2027.

Stór­leikur Elvars dugði ekki til

Elvar Már Friðriksson var frábær í liði Antwerp Giants er liðið tapaði með 12 stiga mun fyrir Oostende í fyrri leik liðanna í belgísku bikarkeppninni í körfubolta, lokatölur 90-78.

Áttundi í röð hjá Boston

Boston Celtics halda fluginu áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í röð í gær með 105-95 sigri gegn Atlanta Hawks.

Körfuboltakvöld: Bestu tilþrif umferðarinnar

Að venju var farið yfir bestu tilþrif umferðarinnar í Subway Körfuboltakvöldi. Troðslur, fallegar sendingar og skemmtileg skot fylla tilþrifin að þessu sinni. Þau má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Valencia tapaði fyrir Breogan

Spænska úrvalsdeildarliðið Valencia Basket, sem Martin Hermannsson leikur með, þurfti að sætta sig við tap í deildinni í dag þegar að liðið lá á útivelli gegn Breogan. Lokatölur í leiknum urðu 99-82.

LeBron James bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í nótt

Golden State Warriors vann tveggja stiga sigur á heimavelli gegn LA Lakers, 117-115. Þrátt fyrir að klikka á tveimur vítum til að jafna leikinn þegar 2,4 sekúndur voru eftir þá fær LeBron James allar fyrirsagnirnar eftir leikinn þar sem hann bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í leiknum.

„Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður“

„Við ætlum að kíkja á Ragnar Örn Bragason, Breiðhyltinginn knáa sem er búinn að búa sér til heimili í Þorlákshöfn,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi, en Ragnar átti stórgóðan leik í öruggum sigri Þórsara gegn Keflvíkingum í gærkvöldi.

Tryggvi skoraði 13 í tapi

Tryggvi Sbær Hlinason og félagar hans í Zaragoza máttu þola 21 stigs tap er liðið heimsótti Manresa í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 94-73, en Tryggvi skoraði 13 stig fyrir gestina.

Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði.

„Maður getur alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig“

Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, átti afar góðan leik í 12 stiga sigri Breiðabliks á Grindavík í kvöld, 104-92. Hilmar gerði 26 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Alls 31 framlagspunktar hjá Hilmari en hann þakkar varnarleik og skotnýtingu, sérstaklega Everage Lee Richardson, fyrir sigurinn í kvöld. 

Finnur Freyr: Þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður

Finnur Freyr þjálfari Vals var auðsýnilega ósáttur með niðurstöðu leiksins og frammistöðu síns liðs, en hans menn hreinlega koðnuðu niður undir lokin eftir að hafa komist tíu stigum yfir. Valsmenn skoruðu aðeins sjö stig síðustu tíu mínúturnar eftir góða fyrstu þrjá leikhluta þar sem allt leit út fyrir að heimamenn myndu sigla sigri í höfn.

Vandræðalegt tap hjá Lakers

Los Angeles Lakers mátti þola neyðarlegt tap fyrir Portland Trail Blazers, 107-105, í NBA-deildinni í nótt.

Martin og félagar halda í við toppliðið eftir endurkomusigur

Martin Hermannsson og félagar hans í Valenca unnu mikilvægan sex stiga sigur er liðið tók á móti Virtus Bologna í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 83-77, eftir að Martin og félagar voru ellefu stigum undir fyrir lokaleikhlutann.

Sara Rún stigahæst í naumum sigri

Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfubolta, var stigahæsti leikmaður vallarins er Phoenix Constanta vann nauman útisigur gegn Targu Mures í rúmensku deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 56-49, en Sara skoraði 16 stig.

Galatasary bauð í Elvar Má

Tyrkneska stórveldið Galatasary gerði tilboð í íslenska landsliðsmanninn Elvar Má Friðriksson sem leikur með Antwerp Giants í Belgíu.

Sjá næstu 50 fréttir