Fleiri fréttir Jón Axel og félagar unnu nauman sigur Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins þurftu að hafa fyrir hlutunum þegar þeir tóku á móti fallbaráttuliði Giessen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Heimamenn í Crailsheima unnu að lokum nauman sex stiga sigur, 87-81. 15.2.2022 21:25 Má spila aftur í NBA eftir dópbann Tyreke Evans má spila aftur í NBA-deildinni í körfubolta en hann var dæmdur í bann í maí 2019 eftir að hann gerðist brotlegur við reglur deildarinnar um lyfjanotkun. Hann má semja við lið í NBA frá og með föstudeginum. 15.2.2022 18:31 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15.2.2022 14:18 Ekkert Naut stangað svona síðan Jordan hætti Chicago Bulls heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, með DeMar DeRozan fremstan í flokki. Liðið vann fjórða leik sinn í röð í nótt með 120-109 sigri gegn San Antonio Spurs. 15.2.2022 07:30 Þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn Farið var yfir ótrúleg leikmannaskipti Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á lokadegi félagaskiptaglugga NBA-deildarinnar í síðasta þætti af Lögmál Leiksins. James Harden og Paul Millsap fóru frá Nets til 76ers á meðan síðarnefnda liðið fékk Ben Simmons, Seth Curry, Andre Drummond og tvo valrétti í nýliðavölum á næstu árum. Einn núna í ár og annan árið 2027. 15.2.2022 07:01 Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Breiðablik 126 - 80 | Keflavík setti upp flugeldasýningu Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð komst Keflavík aftur á sigurbraut í Subway-deild karla í körfubolta. Keflavík átti stórkostlegan fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði 74 stig. Á endanum voru 46 stig sem skildu liðin að, lokatölur 126-80. 14.2.2022 22:15 Stórleikur Elvars dugði ekki til Elvar Már Friðriksson var frábær í liði Antwerp Giants er liðið tapaði með 12 stiga mun fyrir Oostende í fyrri leik liðanna í belgísku bikarkeppninni í körfubolta, lokatölur 90-78. 14.2.2022 22:00 „Þetta er einfaldlega orkustigið sem þarf ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, var við stjórnvölin í kvöld þar sem Daníel Guðni tók út leikbann. Hann tók undir þá greiningu mína að það hefði verið engu líkara en tvö mismunandi Grindavíkurlið hefðu mætt til leiks í fyrri og seinni hálfleik, en frammistaðan var eins og svart og hvítt hjá þeim gulklæddu í kvöld. 14.2.2022 21:20 „Hann er aldrei að reyna við boltann, þetta er bara fauti“ Körfubræðurnir Marcus og Markieff Morris eru ekki allra en þeir eiga það til að beita bellibrögðum. Marcus braut illa á skemmtikraftinum Ja Morant nýverið og sá síðarnefndi var heppinn að ekki fór verr. 14.2.2022 21:00 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 99-92 | Mögnuð endurkoma heimamanna í Grindavík Grindavík vann frábæran endurkomusigur á Val, 99-92, í Subway-deild karla í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík hefur jafnað Val að stigum í deildinni. 14.2.2022 20:00 Góðar fréttir fyrir Grindvíkinga: Mæta einu af efstu liðunum í kvöld Grindvíkingar eru komnir niður í sjötta sæti Subway-deildar karla í körfubolta og eru á hraðri niðurleið eftir einstaklega slakt gengi á móti neðstu liðum deildarinnar að undanförnu. 14.2.2022 17:01 Finnst Everage vera besti sóknarmaður Subway-deildarinnar Everage Richardson átti enn einn stórleikinn þegar Breiðablik sigraði Grindavík, 104-92, í Subway-deild karla á föstudaginn. 14.2.2022 16:01 LeBron talaði við ungan sjálfan sig í einni flottustu Super Bowl auglýsingunni Körfuboltastjarnan LeBron James var ekki aðeins meðal áhorfenda á Super Bowl í nótt því hann var einnig í aðalhlutverki í einni auglýsingunni. 14.2.2022 15:01 Enn einum KR-leiknum frestað: Einn af fimm sem veðrið stoppar í kvöld Körfuknattleikssamband Íslands hefur þurft að fresta fimm leikjum sem áttu að fara fram í kvöld en tveir þeirra eru í Subway deild karla. 14.2.2022 13:15 Áttundi í röð hjá Boston Boston Celtics halda fluginu áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í röð í gær með 105-95 sigri gegn Atlanta Hawks. 14.2.2022 07:31 Halldór eftir tap fyrir Njarðvík: Við vorum hér í kvöld með 7-8 einstaklinga á meðan þær voru með eitt grjóthart lið Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli eftir stórt tap hans stúlkna gegn Njarðvík á útivelli í kvöld. Hann vildi meina að í kvöld hefðu mætt einstaklingar til leiks hjá Fjölni, sem kann ekki góðri lukki að stýra þegar andstæðingarnir eru „grjóthart lið“ eins og hann komst sjálfur að orði: 13.2.2022 21:32 Körfuboltakvöld: Bestu tilþrif umferðarinnar Að venju var farið yfir bestu tilþrif umferðarinnar í Subway Körfuboltakvöldi. Troðslur, fallegar sendingar og skemmtileg skot fylla tilþrifin að þessu sinni. Þau má sjá í myndbandinu hér að neðan. 13.2.2022 21:27 Valencia tapaði fyrir Breogan Spænska úrvalsdeildarliðið Valencia Basket, sem Martin Hermannsson leikur með, þurfti að sætta sig við tap í deildinni í dag þegar að liðið lá á útivelli gegn Breogan. Lokatölur í leiknum urðu 99-82. 13.2.2022 18:26 Umfjöllun: Njarðvík - Fjölnir 82-55 | Njarðvík valtaði yfir Fjölni í Ljónagryfjunni Það var alvöru toppslagur í Njarðvík í kvöld þar sem heimakonur tóku á móti Fjölni. Fyrir leikinn voru liðin saman í 2. og 3. sæti bæði með 20 stig. 13.2.2022 18:00 Iva Georgieva sökuð um fjársvik | Leikur ekki aftur fyrir Breiðablik Búlgarinn Iva Georgieva hefur yfirgefið Breiðablik fyrir fullt og allt. Samningur Georgieva við félagið verður ekki framlengdur vegna mögulegra lögbrota. 13.2.2022 12:35 LeBron James bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í nótt Golden State Warriors vann tveggja stiga sigur á heimavelli gegn LA Lakers, 117-115. Þrátt fyrir að klikka á tveimur vítum til að jafna leikinn þegar 2,4 sekúndur voru eftir þá fær LeBron James allar fyrirsagnirnar eftir leikinn þar sem hann bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í leiknum. 13.2.2022 10:08 „Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður“ „Við ætlum að kíkja á Ragnar Örn Bragason, Breiðhyltinginn knáa sem er búinn að búa sér til heimili í Þorlákshöfn,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi, en Ragnar átti stórgóðan leik í öruggum sigri Þórsara gegn Keflvíkingum í gærkvöldi. 12.2.2022 23:31 Tryggvi skoraði 13 í tapi Tryggvi Sbær Hlinason og félagar hans í Zaragoza máttu þola 21 stigs tap er liðið heimsótti Manresa í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 94-73, en Tryggvi skoraði 13 stig fyrir gestina. 12.2.2022 21:26 „Held að mörg lið öfundi KR af þessum strákum“ KR vann góðan sigur á Vestra í Subway-deild karla á dögunum. Ungir leikmenn liðsins stálu senunni og voru til tals í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. 12.2.2022 12:31 LaVert sökkti sínum gömlu félögum | Stórleikur Jokic dugði ekki til Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Caris LaVert sökkti sínum gömlu félögum í Indiana Pacers og Nikola Jokić átti enn einn stórleikinn en það dugði ekki til. 12.2.2022 10:31 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11.2.2022 22:35 Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði. 11.2.2022 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 104-92 | Gott gengi Blika heldur áfram Breiðablik er áfram á sigurbraut í Subway-deild karla í körfubolta. Að þessu sinni var það Grindavík sem lá í valnum, lokatölur í Smáranum 104-92. Blikar eru svo sannarlega komnir í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. 11.2.2022 21:32 „Maður getur alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig“ Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, átti afar góðan leik í 12 stiga sigri Breiðabliks á Grindavík í kvöld, 104-92. Hilmar gerði 26 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Alls 31 framlagspunktar hjá Hilmari en hann þakkar varnarleik og skotnýtingu, sérstaklega Everage Lee Richardson, fyrir sigurinn í kvöld. 11.2.2022 21:00 Doncic fór hamförum og hjó nærri meti Nowitzkis Luka Doncic héldu engin bönd þegar Dallas Mavericks sigraði Los Angeles Clippers, 112-105, í NBA-deildinni í nótt. 11.2.2022 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 74-78 | Endurkomusigur hjá Stjörnunni gegn Valsmönnum Það var hörkuleikur í Origo-höllinni í kvöld þar sem mættust stálin stinn, Valur og Stjarnan. Leikurinn var jafn framan af en eftir sterkan 3. leikhluta heimamanna þar var allt útlit fyrir Valssigur. Stjörnumenn voru þó ekki af baki dottnir, skelltu í lás í fjórða leikhluta og unnu góðan sigur, 74-78. 10.2.2022 23:14 Finnur Freyr: Þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður Finnur Freyr þjálfari Vals var auðsýnilega ósáttur með niðurstöðu leiksins og frammistöðu síns liðs, en hans menn hreinlega koðnuðu niður undir lokin eftir að hafa komist tíu stigum yfir. Valsmenn skoruðu aðeins sjö stig síðustu tíu mínúturnar eftir góða fyrstu þrjá leikhluta þar sem allt leit út fyrir að heimamenn myndu sigla sigri í höfn. 10.2.2022 22:49 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 84-96 | Fjórði sigurleikur Njarðvíkur í röð Njarðvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð er liðið vann góðan tólf stiga útisigur gegn Tindastól í kvöld, 84-95. Tapið var jafnframt fjórða tap Tindastóls í röð. 10.2.2022 22:23 Logi: „Ég á nokkrar fjalir í þessu húsi“ Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og sagði að sínir með hefðu staðist prófið á erfiðum útivelli. 10.2.2022 21:17 Leik lokið: KR - Vestri 106-79 | KR-ingar tóku mikilvæg stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppni KR-ingar unnu öruggan 27 stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Vestra í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 106-79, en með sigrinum eru KR-ingar nánast endanlega búnir að slíta sig frá fallbaráttunni. 10.2.2022 20:51 ÍR-ingar ekki í vandræðum með botnliðið ÍR vann öruggan 37 stiga sigur er liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 108-71. 10.2.2022 20:37 Harden fer til Philadelphia í skiptum fyrir Simmons Félagsskiptaglugginn í NBA-deildinni lokaði í kvöld, en stærstu skiptin áttu sér stað aðeins nokkrum klukkustundum áður en glugginn lokaði. 10.2.2022 20:16 Fyrsti heimaleikur Stólanna í 56 daga og sá fyrsti eftir 43 stiga tap Tindastóll tekur á móti Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld en það er óhætt að segja að þetta sér langþráður heimaleikur fyrir Sauðkrækinga. 10.2.2022 16:00 Vandræðalegt tap hjá Lakers Los Angeles Lakers mátti þola neyðarlegt tap fyrir Portland Trail Blazers, 107-105, í NBA-deildinni í nótt. 10.2.2022 08:01 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 84-73 | Öruggur Valssigur í Origo-höllinni í kvöld Það var töluvert undir í Origo-höllinni í kvöld þar sem Valskonur tóku á móti Keflavík. Valur í hörkubaráttu um toppsætið í deildinni og Keflavík enn með annað augað á síðasta sætinu í úrslitakeppninni. Valskonur höfðu að lokum sanngjarnan og öruggan sigur 84-73 en sigurinn var í raun aldrei í hættu. 9.2.2022 23:24 „Lögðum mikið upp úr því að koma tilbúnar til leiks“ Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sigur liðsins gegn Keflavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 9.2.2022 22:48 Martin og félagar halda í við toppliðið eftir endurkomusigur Martin Hermannsson og félagar hans í Valenca unnu mikilvægan sex stiga sigur er liðið tók á móti Virtus Bologna í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 83-77, eftir að Martin og félagar voru ellefu stigum undir fyrir lokaleikhlutann. 9.2.2022 22:37 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 76-70 | Botnliðið hafði betur gegn toppliðinu Breiðablik fór með sigur af hólmi gegn toppliði Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í dag en lokatölur voru 76-70. 9.2.2022 22:22 Sara Rún stigahæst í naumum sigri Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfubolta, var stigahæsti leikmaður vallarins er Phoenix Constanta vann nauman útisigur gegn Targu Mures í rúmensku deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 56-49, en Sara skoraði 16 stig. 9.2.2022 17:48 Galatasary bauð í Elvar Má Tyrkneska stórveldið Galatasary gerði tilboð í íslenska landsliðsmanninn Elvar Má Friðriksson sem leikur með Antwerp Giants í Belgíu. 9.2.2022 14:31 Sjá næstu 50 fréttir
Jón Axel og félagar unnu nauman sigur Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins þurftu að hafa fyrir hlutunum þegar þeir tóku á móti fallbaráttuliði Giessen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Heimamenn í Crailsheima unnu að lokum nauman sex stiga sigur, 87-81. 15.2.2022 21:25
Má spila aftur í NBA eftir dópbann Tyreke Evans má spila aftur í NBA-deildinni í körfubolta en hann var dæmdur í bann í maí 2019 eftir að hann gerðist brotlegur við reglur deildarinnar um lyfjanotkun. Hann má semja við lið í NBA frá og með föstudeginum. 15.2.2022 18:31
Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15.2.2022 14:18
Ekkert Naut stangað svona síðan Jordan hætti Chicago Bulls heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, með DeMar DeRozan fremstan í flokki. Liðið vann fjórða leik sinn í röð í nótt með 120-109 sigri gegn San Antonio Spurs. 15.2.2022 07:30
Þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn Farið var yfir ótrúleg leikmannaskipti Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á lokadegi félagaskiptaglugga NBA-deildarinnar í síðasta þætti af Lögmál Leiksins. James Harden og Paul Millsap fóru frá Nets til 76ers á meðan síðarnefnda liðið fékk Ben Simmons, Seth Curry, Andre Drummond og tvo valrétti í nýliðavölum á næstu árum. Einn núna í ár og annan árið 2027. 15.2.2022 07:01
Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Breiðablik 126 - 80 | Keflavík setti upp flugeldasýningu Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð komst Keflavík aftur á sigurbraut í Subway-deild karla í körfubolta. Keflavík átti stórkostlegan fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði 74 stig. Á endanum voru 46 stig sem skildu liðin að, lokatölur 126-80. 14.2.2022 22:15
Stórleikur Elvars dugði ekki til Elvar Már Friðriksson var frábær í liði Antwerp Giants er liðið tapaði með 12 stiga mun fyrir Oostende í fyrri leik liðanna í belgísku bikarkeppninni í körfubolta, lokatölur 90-78. 14.2.2022 22:00
„Þetta er einfaldlega orkustigið sem þarf ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, var við stjórnvölin í kvöld þar sem Daníel Guðni tók út leikbann. Hann tók undir þá greiningu mína að það hefði verið engu líkara en tvö mismunandi Grindavíkurlið hefðu mætt til leiks í fyrri og seinni hálfleik, en frammistaðan var eins og svart og hvítt hjá þeim gulklæddu í kvöld. 14.2.2022 21:20
„Hann er aldrei að reyna við boltann, þetta er bara fauti“ Körfubræðurnir Marcus og Markieff Morris eru ekki allra en þeir eiga það til að beita bellibrögðum. Marcus braut illa á skemmtikraftinum Ja Morant nýverið og sá síðarnefndi var heppinn að ekki fór verr. 14.2.2022 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 99-92 | Mögnuð endurkoma heimamanna í Grindavík Grindavík vann frábæran endurkomusigur á Val, 99-92, í Subway-deild karla í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík hefur jafnað Val að stigum í deildinni. 14.2.2022 20:00
Góðar fréttir fyrir Grindvíkinga: Mæta einu af efstu liðunum í kvöld Grindvíkingar eru komnir niður í sjötta sæti Subway-deildar karla í körfubolta og eru á hraðri niðurleið eftir einstaklega slakt gengi á móti neðstu liðum deildarinnar að undanförnu. 14.2.2022 17:01
Finnst Everage vera besti sóknarmaður Subway-deildarinnar Everage Richardson átti enn einn stórleikinn þegar Breiðablik sigraði Grindavík, 104-92, í Subway-deild karla á föstudaginn. 14.2.2022 16:01
LeBron talaði við ungan sjálfan sig í einni flottustu Super Bowl auglýsingunni Körfuboltastjarnan LeBron James var ekki aðeins meðal áhorfenda á Super Bowl í nótt því hann var einnig í aðalhlutverki í einni auglýsingunni. 14.2.2022 15:01
Enn einum KR-leiknum frestað: Einn af fimm sem veðrið stoppar í kvöld Körfuknattleikssamband Íslands hefur þurft að fresta fimm leikjum sem áttu að fara fram í kvöld en tveir þeirra eru í Subway deild karla. 14.2.2022 13:15
Áttundi í röð hjá Boston Boston Celtics halda fluginu áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í röð í gær með 105-95 sigri gegn Atlanta Hawks. 14.2.2022 07:31
Halldór eftir tap fyrir Njarðvík: Við vorum hér í kvöld með 7-8 einstaklinga á meðan þær voru með eitt grjóthart lið Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli eftir stórt tap hans stúlkna gegn Njarðvík á útivelli í kvöld. Hann vildi meina að í kvöld hefðu mætt einstaklingar til leiks hjá Fjölni, sem kann ekki góðri lukki að stýra þegar andstæðingarnir eru „grjóthart lið“ eins og hann komst sjálfur að orði: 13.2.2022 21:32
Körfuboltakvöld: Bestu tilþrif umferðarinnar Að venju var farið yfir bestu tilþrif umferðarinnar í Subway Körfuboltakvöldi. Troðslur, fallegar sendingar og skemmtileg skot fylla tilþrifin að þessu sinni. Þau má sjá í myndbandinu hér að neðan. 13.2.2022 21:27
Valencia tapaði fyrir Breogan Spænska úrvalsdeildarliðið Valencia Basket, sem Martin Hermannsson leikur með, þurfti að sætta sig við tap í deildinni í dag þegar að liðið lá á útivelli gegn Breogan. Lokatölur í leiknum urðu 99-82. 13.2.2022 18:26
Umfjöllun: Njarðvík - Fjölnir 82-55 | Njarðvík valtaði yfir Fjölni í Ljónagryfjunni Það var alvöru toppslagur í Njarðvík í kvöld þar sem heimakonur tóku á móti Fjölni. Fyrir leikinn voru liðin saman í 2. og 3. sæti bæði með 20 stig. 13.2.2022 18:00
Iva Georgieva sökuð um fjársvik | Leikur ekki aftur fyrir Breiðablik Búlgarinn Iva Georgieva hefur yfirgefið Breiðablik fyrir fullt og allt. Samningur Georgieva við félagið verður ekki framlengdur vegna mögulegra lögbrota. 13.2.2022 12:35
LeBron James bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í nótt Golden State Warriors vann tveggja stiga sigur á heimavelli gegn LA Lakers, 117-115. Þrátt fyrir að klikka á tveimur vítum til að jafna leikinn þegar 2,4 sekúndur voru eftir þá fær LeBron James allar fyrirsagnirnar eftir leikinn þar sem hann bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í leiknum. 13.2.2022 10:08
„Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður“ „Við ætlum að kíkja á Ragnar Örn Bragason, Breiðhyltinginn knáa sem er búinn að búa sér til heimili í Þorlákshöfn,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi, en Ragnar átti stórgóðan leik í öruggum sigri Þórsara gegn Keflvíkingum í gærkvöldi. 12.2.2022 23:31
Tryggvi skoraði 13 í tapi Tryggvi Sbær Hlinason og félagar hans í Zaragoza máttu þola 21 stigs tap er liðið heimsótti Manresa í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 94-73, en Tryggvi skoraði 13 stig fyrir gestina. 12.2.2022 21:26
„Held að mörg lið öfundi KR af þessum strákum“ KR vann góðan sigur á Vestra í Subway-deild karla á dögunum. Ungir leikmenn liðsins stálu senunni og voru til tals í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. 12.2.2022 12:31
LaVert sökkti sínum gömlu félögum | Stórleikur Jokic dugði ekki til Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Caris LaVert sökkti sínum gömlu félögum í Indiana Pacers og Nikola Jokić átti enn einn stórleikinn en það dugði ekki til. 12.2.2022 10:31
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11.2.2022 22:35
Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði. 11.2.2022 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 104-92 | Gott gengi Blika heldur áfram Breiðablik er áfram á sigurbraut í Subway-deild karla í körfubolta. Að þessu sinni var það Grindavík sem lá í valnum, lokatölur í Smáranum 104-92. Blikar eru svo sannarlega komnir í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. 11.2.2022 21:32
„Maður getur alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig“ Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, átti afar góðan leik í 12 stiga sigri Breiðabliks á Grindavík í kvöld, 104-92. Hilmar gerði 26 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Alls 31 framlagspunktar hjá Hilmari en hann þakkar varnarleik og skotnýtingu, sérstaklega Everage Lee Richardson, fyrir sigurinn í kvöld. 11.2.2022 21:00
Doncic fór hamförum og hjó nærri meti Nowitzkis Luka Doncic héldu engin bönd þegar Dallas Mavericks sigraði Los Angeles Clippers, 112-105, í NBA-deildinni í nótt. 11.2.2022 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 74-78 | Endurkomusigur hjá Stjörnunni gegn Valsmönnum Það var hörkuleikur í Origo-höllinni í kvöld þar sem mættust stálin stinn, Valur og Stjarnan. Leikurinn var jafn framan af en eftir sterkan 3. leikhluta heimamanna þar var allt útlit fyrir Valssigur. Stjörnumenn voru þó ekki af baki dottnir, skelltu í lás í fjórða leikhluta og unnu góðan sigur, 74-78. 10.2.2022 23:14
Finnur Freyr: Þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður Finnur Freyr þjálfari Vals var auðsýnilega ósáttur með niðurstöðu leiksins og frammistöðu síns liðs, en hans menn hreinlega koðnuðu niður undir lokin eftir að hafa komist tíu stigum yfir. Valsmenn skoruðu aðeins sjö stig síðustu tíu mínúturnar eftir góða fyrstu þrjá leikhluta þar sem allt leit út fyrir að heimamenn myndu sigla sigri í höfn. 10.2.2022 22:49
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 84-96 | Fjórði sigurleikur Njarðvíkur í röð Njarðvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð er liðið vann góðan tólf stiga útisigur gegn Tindastól í kvöld, 84-95. Tapið var jafnframt fjórða tap Tindastóls í röð. 10.2.2022 22:23
Logi: „Ég á nokkrar fjalir í þessu húsi“ Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og sagði að sínir með hefðu staðist prófið á erfiðum útivelli. 10.2.2022 21:17
Leik lokið: KR - Vestri 106-79 | KR-ingar tóku mikilvæg stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppni KR-ingar unnu öruggan 27 stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Vestra í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 106-79, en með sigrinum eru KR-ingar nánast endanlega búnir að slíta sig frá fallbaráttunni. 10.2.2022 20:51
ÍR-ingar ekki í vandræðum með botnliðið ÍR vann öruggan 37 stiga sigur er liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 108-71. 10.2.2022 20:37
Harden fer til Philadelphia í skiptum fyrir Simmons Félagsskiptaglugginn í NBA-deildinni lokaði í kvöld, en stærstu skiptin áttu sér stað aðeins nokkrum klukkustundum áður en glugginn lokaði. 10.2.2022 20:16
Fyrsti heimaleikur Stólanna í 56 daga og sá fyrsti eftir 43 stiga tap Tindastóll tekur á móti Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld en það er óhætt að segja að þetta sér langþráður heimaleikur fyrir Sauðkrækinga. 10.2.2022 16:00
Vandræðalegt tap hjá Lakers Los Angeles Lakers mátti þola neyðarlegt tap fyrir Portland Trail Blazers, 107-105, í NBA-deildinni í nótt. 10.2.2022 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 84-73 | Öruggur Valssigur í Origo-höllinni í kvöld Það var töluvert undir í Origo-höllinni í kvöld þar sem Valskonur tóku á móti Keflavík. Valur í hörkubaráttu um toppsætið í deildinni og Keflavík enn með annað augað á síðasta sætinu í úrslitakeppninni. Valskonur höfðu að lokum sanngjarnan og öruggan sigur 84-73 en sigurinn var í raun aldrei í hættu. 9.2.2022 23:24
„Lögðum mikið upp úr því að koma tilbúnar til leiks“ Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sigur liðsins gegn Keflavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 9.2.2022 22:48
Martin og félagar halda í við toppliðið eftir endurkomusigur Martin Hermannsson og félagar hans í Valenca unnu mikilvægan sex stiga sigur er liðið tók á móti Virtus Bologna í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 83-77, eftir að Martin og félagar voru ellefu stigum undir fyrir lokaleikhlutann. 9.2.2022 22:37
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 76-70 | Botnliðið hafði betur gegn toppliðinu Breiðablik fór með sigur af hólmi gegn toppliði Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í dag en lokatölur voru 76-70. 9.2.2022 22:22
Sara Rún stigahæst í naumum sigri Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfubolta, var stigahæsti leikmaður vallarins er Phoenix Constanta vann nauman útisigur gegn Targu Mures í rúmensku deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 56-49, en Sara skoraði 16 stig. 9.2.2022 17:48
Galatasary bauð í Elvar Má Tyrkneska stórveldið Galatasary gerði tilboð í íslenska landsliðsmanninn Elvar Má Friðriksson sem leikur með Antwerp Giants í Belgíu. 9.2.2022 14:31