Fleiri fréttir

Hnémeiðslin eru ekki genatengd

Örn Ingi Bjarkason lék ekkert með liði Aftureldingar eftir áramót en hann fór í erfiða hnéaðgerð í desember.

Ólafur valinn í úrvalslið Meistaradeildarinnar frá upphafi

Ólafur Stefánsson er besta hægri skyttan í 20 ára sögu Meistaradeildarinnar í handbolta en það var staðfest þegar íslenski landliðsmaðurinn og fjórfaldur meistari í Meistaradeildinni var valinn í úrvalsliðið Meistaradeildarinnar frá upphafi. Evrópska handknattleikssambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem val liðsins er gert opinbert.

Hrikalegar myndir af Nincevic

Þýska blaðið Bild birtir í dag myndir á vefsíðu sinni af Króatanum Ivan Nincevic sem slasaðist illa eftir að hafa verið skallaður í handboltaleik.

Fékk risastóra holu í andlitið

Eitt ljótasta brot sem sést hefur í þýska handboltanum í áraraðir átti sér stað í leik Hamburg og Füchse Berlin á þriðjudag. Aðeins 37 sekúndum fyrir leikslok gerði Torsten Jansen, leikmaður Hamburg, sér lítið fyrir og skallaði Ivan Nincevic, leikmann Berlin, fast í andlitið.

Hamburg lagði drengina hans Dags

Hamburg er aðeins stigi á eftir Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir sigur á heimavelli, 28-25, í kvöld.

Magnús og Ester áfram í Eyjum

Handboltaparið Magnús Stefánsson og Ester Óskarsdóttir hafa bæði framlengt samninga sína við ÍBV um tvö ár.

Þórir og félagar komnir í 2-0

Kielce, lið Þóris Ólafssonar, er aðeins einum sigri frá pólska meistaratitlinum í handbolta en liðið er komið í 2-0 í úrslitarimmunni gegn Wisla Plock.

Ljónin hans Gumma nældu í gullið

Rhein-Neckar Löwen undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar vann á sunnudaginn EHF-bikarinn eftir 26-24 sigur á Nantes í Frakklandi. Titillinn er sá fyrsti sem félagið vinnur í ellefu ára sögu þess. Stefán Rafn Sigurmannsson fékk gullverðlaun í afmælisgjöf.

Evrópumeistaratitill í afmælisgjöf

Alexander Petersson, Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen urðu í dag Evrópumeistarar í handknattleik eftir 26-24 sigur á Nantes í úrslitaleik EHF-bikarsins í Frakklandi.

Hannes Jón tryggði Eisenach stig

Hannes Jón Jónsson skoraði jöfnunarmark Eisenach sem gerði 29-29 jafntefli við Bad Schwartau í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Naumt tap í fyrri bronsleiknum

Einar Ingi Hrafnsson og félagar í Mors-Thy Håndbold þurftu að sætta sig við 25-26 tap á heimavelli á móti Skjern Håndbold í fyrsta leik liðanna í einvíginu um bronsverðlaunin í dönsku handboltadeildinni.

Arnór með fínan leik í flottum útisigri

Arnór Atlason er kominn á fulla ferð eftir hásinarslit og hann skoraði fimm mörk í kvöld þegar Flensburg-Handewitt vann ellefu marka útisigur á TV 1893 Neuhausen, 37-26.

Ólafur kvaddur í Laugardalshöllinni

Ólafur Stefánsson verður formlega kvaddur þegar Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni EM 2014 þann 16. júní næstkomandi. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni.

Framtíð mín er á Íslandi

Florentina Stanciu, landsliðsmarkvörður í handbolta, er með tilboð frá liði í heimabæ sínum í Rúmeníu, SCM Craiova. Hún hefur í hyggju að semja við liðið til eins árs en snúa svo aftur til Íslands.

Dröfn í ÍBV

ÍBV hefur fundið arftaka Florentinu Stanciu því Dröfn Haraldsdóttir, leikmaður FH, samdi við liðið í fyrradag.

Ólafur hafnaði danska landsliðinu

Ólafur Stefánsson staðfesti við danska fjölmiðla í dag að honum hafi boðist að taka við þjálfun danska karlalandsliðsins í handbolta.

Kóngurinn í Kiel

Alfreð Gíslason vann á þriðjudagskvöldið sinn tíunda stóra titil sem þjálfari þýska stórliðsins Kiel. Aðeins fimm tímabil eru síðan hann tók við og á þeim tíma hefur liðið náð í meira en 91 prósent stiga í boði í bestu deild í heimi.

Aron klæddi hundinn sinn upp í tilefni titilsins

Aron Pálmarsson varð Þýskalandsmeistari í þriðja sinn með Kiel í gærkvöldi þegar liðið vann sannfærandi 31-25 sigur á Rhein-Neckar Löwen og Kiel búið að tryggja sér titilinn þrátt fyrir að liðið eigi þrjá deildarleiki eftir.

Marklínutækni í handboltanum

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hyggst nota svokallaða marklínutækni á leikjum í úrslitahelgi EHF-bikarsins um helgina.

Grosswallstadt fékk ekki keppnisleyfi

Þýska úrvalsdeildarfélagið Grosswallstadt, lið Sverre Jakobssonar og Rúnars Kárasonar, fékk ekki úthlutað keppnisleyfi fyrir næsta tímabil.

Aron hlaut yfirburðakosningu

Aron Pálmarsson var valinn leikmaður aprílmánaðar á heimasíðu þýsku meistaranna í THW Kiel.

Íslenskir liðsfélagar þýskir meistarar í fyrsta sinn í 35 ár

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel tryggðu sér í gær þýska meistaratitilinn í handbolta. Kiel vann sannfærandi sex marka sigur á Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í Rhein-Neckar Löwen, 31-25, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. Kiel er með fimm stiga forskot á Löwen sem er í 2. sæti en Löwen-liðið á aðeins tvo leiki eftir og getur því ekki náð Kiel.

Alfreð búinn að fara illa með Guðmund í vetur

Alfreð Gíslason gerði Kiel að þýskum meisturum í handbolta í fjórða sinn á fimm árum í kvöld þegar liðið vann sex marka sigur á Rhein-Neckar Löwen í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.

Alfreð lenti í bjórsturtu í miðju sjónvarpsviðtali

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel tryggðu sér þýska meistaratitilinn annað árið í röð í kvöld með því að vinna öruggan og sannfærandi 31-25 sigur á Rhein-Neckar Löwen. Alfreð lenti í bjórsturtu í miðju sjónvarpsviðtali í sigurgleðinni eftir leikinn.

Alfreð, Aron og Guðjón Valur þýskir meistarar með Kiel

Kiel tryggði sér í kvöld þýska meistaratitilinn í handbolta eftir sannfærandi sex marka sigur á heimavelli á móti Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í Rhein-Neckar Löwen, 31-25. Kiel er með fimm stiga forskot á Löwen sem er í 2. sætinu en Löwen-liðið á aðeins tvo leiki eftir og getur því ekki náð Kiel. Það var ekki að sjá að þarna væru tvö efstu lið deildarinnar að mætast.

Refirnir hans Dags upp í þriðja sætið

Füchse Berlin komst upp í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir þriggja marka heimasigur á SC Magdeburg í kvöld, 29-26. Füchse Berlin hefur einu stigi meira en Flensburg-Handewitt sem á leiki inni sem verður spilaður á föstudaginn.

Er með nagandi samviskubit

Handboltaparið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur náð að spila bæði með sterkum liðum í Danmörku og Þýskalandi undanfarin ár. Nú eru þau í Danmörku þar sem Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro.

Fögnuðum í sautján klukkutíma rútuferð

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir urðu um helgina Evrópumeistarar í handbolta kvenna eftir sigur á franska liðinu Metz í EHF-bikarkeppninni. Liðið getur einnig orðið danskur meistari í næstu viku og því unnið tvöfalt.

Titillinn í húfi þegar Alfreð og Guðmundur mætast

Kiel getur orðið Þýskalandsmeistari í handbolta í átjánda skipti takist liðinu að leggja Rhein-Neckar Löwen að velli á heimavelli sínum í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Florentina á leið frá ÍBV

Allar líkur eru á því að Florentina Stanciu, markvörður ÍBV, muni yfirgefa herbúðir félagsins nú í sumar.

Þórir spilar um titilinn

Kielce lenti ekki í vandræðum með andstæðing sinn í undanúrslitum úrslitakeppni pólsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Sú efnilegasta fyrir fimmtán árum er sú besta í ár

Framarinn Jóhann Gunnar Einarsson og Valskonan Dagný Skúladóttir voru valin Handknattleiksfólk ársins á Lokahófi HSÍ um helgina en bæði voru þau að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Selfossi og Bergvin Þór Gíslason frá Akureyri voru kosin efnilegust.

Þórey Rósa og Rut Evrópumeistarar

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir urðu í kvöld Evrópumeistarar með danska liðinu Team Tvis Holstebro eftir 33-28 útisigur á Metz Handball í seinni leik liðanna í úrslitum EHF-bikarsins.

Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á í kvennaboltanum

"Það skiptir ekki máli hvort það eru leikir í N1-deild karla eða N1-deild kvenna. Það er sama verðlaunafé í öllu og sömu greiðslur til dómarar í karla- og kvennadeild og búið að vera þannig í nokkur ár," segir Einar Þorvarðarson í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Elvar kominn aftur heim

Valsmenn halda áfram að safna liði í handboltanum fyrir næsta vetur og nú í dag fékk liðið enn einn sterkan leikmann.

Sjá næstu 50 fréttir