Fleiri fréttir

Kaupin á Alexander þau bestu á tímabilinu

Fréttavefurinn handball-planet.com segir í úttekt sinni í dag að kaupin á landsliðsmanninum Alexander Peterssyni séu þau bestu á tímabilinu í evrópska handboltanum.

Ernir og Ólafur í efstu deild

Ernir Hrafn Arnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson munu leika í efstu deild þýska handboltans á næstu leiktíð.

Esther eini nýliðinn í æfingahópi Ágústs

Esther Viktoría Ragnarsdóttir stóð sig frábærlega með Stjörnunni í úrslitakeppni N1 deildar kvenna og svo vel að hún spilaði sig inn í íslenska A-landsliðið. Ester er eini nýliðinn í 22 manna æfingarhópi Ágústs Jóhannssonar sem tilkynntur var í gær.

Öruggir upp þó sjö umferðir séu eftir

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer þegar liðið lagði HC Erlangen 23:15 á útivelli í gærkvöldi. Bergischer hefur tryggt sér sæti í efstu deild þó enn séu sjö umferðir eftir.

Sverre skoraði en Grosswallstadt tapaði - auðvelt hjá Ljónunum

Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt töpuðu gríðarlega mikilvægum leik á heimavelli á móti TV 1893 Neuhausen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Grosswallstadt þurfti nauðsynlega á báðum stigunum að halda í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni.

Ágúst velur stóran æfingahóp

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið 22 manna æfingahóp til að taka þátt í undirbúningi fyrir umspilsleikina gegn Tékkum sem fara fram í júní.

Tannlausi Íslandsmeistarinn

Jóhann Gunnar Einarsson átti ekki kost á því að fara beint í að fagna eftir að hann varð Íslandsmeistari með Fram á mánudag. Báðar framtennur hans brotnuðu í leiknum gegn Haukum og hann fékk sér því sæti í tannlæknastólnum eftir að hafa tekið við medalíun

Refirnir unnu nauman útisigur

Dagur Sigurðsson stýrði liði Füchse Berlin til 27-25 sigurs á HSG Wetzlar á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Refirnir gefa því ekkert eftir í baráttunni um annað sætið í deildinni.

Gullnir dagar í Safamýrinni

Framarar fögnuðu Íslandsmeistaratitli annan daginn í röð í gærkvöldi þegar karlalið félagsins vann 22-20 sigur á Haukum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi N1-deildar karla í handbolta. Fram vann einvígið því 3-1.

Þurfti að semja við bankann

Rúnar Kárason og félagar hjá Grosswallstadt hafa átt í ítrekuðum vandræðum með að fá greidd laun í vetur en liðið er að berjast fyrir lífi sínu í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar er að koma öflugur til baka eftir meiðsli.

Einar, Maggi, Halli, Siggi og Jói segja bless

Framarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld með 22-20 sigri á Haukum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Það er hinsvegar ljóst að liðið verður gjörbreytt á næsta ári.

Þær þrjár markahæstu framlengdu hjá Haukum

Haukar hafa framlengt samninga sína við þrjá markahæstu leikmenn liðsins frá síðustu leiktíð í N1 deild kvenna í handbolta. Marija Gedroit, markahæsti leikmaður deildarinnar, hefur skrifað undir nýjan samning sem og hinar efnilegu Viktoría Valdimarsdóttir og Karen Helga Díönudóttir.

Bara eitt lið hefur komist alla leið í oddaleik

Fram og Haukar mætast í kvöld í fjórða leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla í handbolta. Fram komst í 2-0 í einvíginu en tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í leik þrjú á laugardaginn.

Fagna Framarar aftur?

Hörðustu stuðningsmenn Framara voru vafalaust ryðgaðir í morgunsárið eftir fagnaðarlætin í kjölfar Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta í gær.

Framkvæmdastjórinn reynt að fegra hlutina

"Það hefur verið launaseinkun í allan vetur þannig að þetta er ekkert nýtt af nálinni," segir handknattleiksmaðurinn Rúnar Kárason hjá Grosswallstadt í samtali við Vísi.

Fá ekki greidd laun

"Það passar. Við æfðum ekki á föstudaginn. Við höfum beðið í langan tíma eftir því að fá greidd laun og andrúmsloftið í klefanum er þungt," segir Sverre Jakobsson fyrirliði Grosswallstadt.

Kvaddi með langþráðu gulli

Stella Sigurðardóttir átti stórleik þegar Framkonur tryggðu sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í 23 ár. Stella fæddist þremur dögum eftir að síðasti titillinn kom í hús. Stella var búin að vinna silfur fimm ár í röð.

Anton og Jónas dæma saman á næsta tímabili

Ingvar Guðjónsson dómari í N1 deildum karla og kvenna í handbolta sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann tilkynnit meðal annars að hann og Jónas Elíasson myndu hætta að dæma saman að loknum yfirstandandi tímabili.

Ingvar og Jónas hættir að dæma saman

Ingvar Guðjónsson, sem sæmdur var gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Hauka og Fram í úrslitum N1-deildar karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu.

Sjöundi oddaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn

Fram og Stjarnan spila í dag hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en bæði lið hafa unnið tvo leiki í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna. Þetta verður í sjöunda sinn í sögu úrslitakeppni kvenna þar sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst í oddaleik.

Róbert og Ásgeir komust í bikarúrslitaleikinn

Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson komust í kvöld í bikarúrslitaleikinn í Frakklandi þegar lið þeirra PSG Handball vann 33-29 sigur á Dunkerque í undanúrslitaleiknum. PSG Handball mætir Montpellier í úrslitaleiknum sem fer fram í Bercy-höllinni í París 25 maí næstkomandi.

Arnór markahæstur þegar Bergischer komst í toppsætið

Bergischer komst í dag á toppinn í þýsku b-deildinni í handbolta þegar liðið vann góðan heimasigur á meðan topplið TV Emsdetten tapaði á heimavelli. Íslendingaliðin höfðu því sætaskipti á toppnum en mikið þarf að gerast til þess að þau komist ekki upp.

Ævintýrið hjá Einari Inga og félögum heldur áfram

Einar Ingi Hrafnsson og félagar hans í Mors-Thy Håndbold tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta eftir 26-30 útisigur á Aarhus Håndbold. Mors-Thy mætir AaB Håndbold í undanúrslitunum en í hinum undanúrslitaleiknum mætast KIF og Skjern.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Fram 27-24

Fram tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í dag því Haukar unnu þriggja marka sigur 27-24 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. Fram er 2-1 yfir og fjórði leikur þeirra fer fram í Safmýrinni á mánudagskvöldið.

Ólafur og félagar í úrslitaleikinn

Ólafur Guðmundsson og félagar hans í IFK Kristianstad tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum um sænska meistaratitilinn í handbolta eftir 32-27 útisigur á Sävehof í oddaleik.

Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt

Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta.

Aðeins þremur liðum hefur verið sópað út úr lokaúrslitunum

Haukar taka á móti Fram í dag í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla í handbolta. Fram getur þarna unnið þriðja leikinn í röð í einvíginu og tryggt sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 15.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu

Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram.

Með bakið upp við vegg

Handbolti Fram getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í fyrsta skipti í sjö ár þegar liðið sækir Hauka heim í Hafnarfjörð. Þeir bláklæddu leiða 2-0 í einvíginu eftir tvíframlengdan leik í Safamýrinni á miðvikudag.

Fram er enginn silfurklúbbur

Stella Sigurðardóttir, stórskytta kvennaliðs Fram í handbolta, segir að umræða um að Safamýrarliðið vinni ekkert annað en silfurverðlaun hvetji liðið til dáða.

Hannes skoraði ellefu í útisigri

Hannes Jón Jónsson var í aðalhlutverki hjá ThSV Eisenach sem lagði ASV Hamm-Westfalen 29-25 á útivelli í þýsku b-deildinni í handbolta í kvöld.

Dómarar settir á bekkinn

Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla.

Fer bikarinn á loft í kvöld?

Stjarnan úr Garðabæ hefur komið allra liða mest á óvart í vetur. Síðustu ár hefur N1-deild kvenna verið tveggja hesta hlaup á milli Vals og Fram. Stjarnan hefur breytt því.

Brutu kúluna með kaffikönnu | Myndband

Drátturinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handknattleik í morgun var eftirminnilegur. Sérstaklega fyrir þá staðreynd að ekki reyndist unnt að opna eina kúluna.

Kiel mætir Hamburg í Meistaradeildinni

Einn vandræðalegast dráttur í sögu íþrótta fór fram í morgun er dregið var í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handknattleik. Þeir sem sáu um að draga liðin saman lentu í stórkostlegum vandræðum með að opna kúluna þar sem nafn Kiel var inn í.

Segir Framara hafa dæmt leikinn

"Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“

Hanna: Hefð fyrir silfrinu í Safamýri

"Við vorum staðráðnar í að bæta fyrir síðasta leik og svo erum við búnar að ræða það að það er komin hefð fyrir því í Framheimilinu að fá silfrið."

Sjá næstu 50 fréttir