Handbolti

Hannes Jón tryggði Eisenach stig

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hannes Jón stóð fyrir sínu að vanda
Hannes Jón stóð fyrir sínu að vanda

Hannes Jón Jónsson skoraði jöfnunarmark Eisenach sem gerði 29-29 jafntefli við Bad Schwartau í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Hannes Jón skoraði fimm mörk í leiknum en hann skoraði síðasta mark leiksins þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka.

Bæði lið fengu sóknir til að tryggja sér sigur en hvorugu lið tókst að skora og mikilvægt stig í Eisenach staðreynd.

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari lið Eisenach sem er í þriðja sæti B-deildarinnar, síðasta sætinu sem tryggir sæti í þýsku úrvalsdeildinni.

Eisenach er með 43 stig eftir 33 leiki af 36, fjórum stigum meira en Bietigheim sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×