Fleiri fréttir

Ólafur Gústafsson sneri sig á ökkla

Handknattleikskappinn Ólafur Gústafsson lék ekki með liði sínu Flensburg í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Ólafur sneri sig á ökkla í fyrrakvöld og óvíst hve lengi hann verður frá vegna meiðsla.

Tom Watson líklegur sem fyrirliði bandaríska Ryderliðsins

Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993.

Norsku stelpurnar í undanúrslit

Norska kvennalandsliðið í handknattleik undir stjórn Þóris Hergeirssonar tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í Serbíu með því að leggja Svía að velli 28-25 í spennuleik.

Mikkel Hansen meiddur á hné - Wilbek er ekki bjartsýnn

Mikkel Hansen, stórskytta danska landsliðsins í handbolta, hefur ekki leikið með danska landsliðinu frá því á ólympíuleikunum í London. Það er óvíst með þátttöku hans með Dönum á HM í Spáni sem hefst í janúar en Hansen glímir við meiðsli í hné. Danir eru með Íslendingum í riðli á HM en leikið verður í Sevilla.

Anton og Hlynur dæma á HM á Spáni

Anton Pálsson og Hlynur Leifsson eru í hópi 32 dómara sem hafa verið valdir til þess að sjá um dómgæsluna á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar. Alls eru 24 dómarar frá Evrópu, en hin pörin koma frá Afríku, Suður-Ameríku, og fjórir dómarar eru frá Asíu.

Áhyggjuefni hve fáir mæta á völlinn

Aðeins 141 áhorfendur mættu á leik Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. Forsvarsmenn beggja félaga hafa áhyggjur af gangi mála og þeir vilja grípa til aðgerða. Staðan er mun skárri á Akureyri þar sem að 600-1000 áhorfendur mæta á heimaleiki liðsins.

Aron: Stefán Rafn er tilbúinn

Besti leikmaður N1-deildarinnar það sem af er vetri, Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, spilar ekki meira með liðinu. Hann er nefnilega á förum til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, þjálfar.

Stefán Rafn til liðs við RN - Löwen í Þýskalandi

Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, hefur samið við þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Stefán á að fylla það skarð sem Uwe Gensheimer skilur eftir sig en hann sleit hásin á dögunum. Stefán Rafn er 22 ára gamall, 1.96 m. á hæð, og hann getur leikið bæði í vinstra horni og sem rétthent skytta.

Kiel tapaði í fyrsta skipti í þrjú ár á heimavelli

Ótrúlegur atburður átti sér stað í þýska handboltanum í dag þegar Kiel tapaði á heimavelli, 29-25, fyrir Melsungen en liðið hefur ekki tapað leik í deildinni í eitt og hálft ár og töpuðu síðast á heimavelli í deildinni í september árið 2009.

Ólafur heitur í liði Flensburg

Ólafur Gústafsson heldur áfram að standa sig frábærlega með Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði í dag fimm mörk í sigri liðsins, 29-30, gegn Minden.

Naumur sigur hjá Wetzlar

Spútniklið Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik gefur ekkert eftir og er komið aftur í þriðja sæti deildarinnar. Wetzlar vann í kvöld útisigur, 29-30, á TuS N-Lübbecke. Þetta var tíundi sigur Wetzlar í fimmtán leikjum.

Topplið Bergischer tapaði óvænt

Akureyringarnir Arnór Þór Gunnarsson og Árni Þór Sigtryggsson áttust við með liðum sínum í þýsku B-deildinni í handknattleik í dag.

Glæsileg mörk hjá Arnóri og Ólafi Bjarka

Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson hjá Emsdetten og Ólafur Bjarki Ragnarsson hjá Bergischer skoruðu tvö af flottustu mörkum nóvembermánaðar í þýsku b-deildinni í handbolta.

Þær rússnesku rosalegar á lokamínútunum

Íslenska kvennalandsliðið mætir Rússlandi í kvöld í síðasta leik sínum í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Serbíu en í boði er sæti í milliriðli keppninnar. Þetta verður erfitt verkefni fyrir íslensku stelpurnar og þær verða að passa sig á lokakaflanum þar sem Rússarnir hafa farið á kostum.

Ísland-Rússland | Lágvaxnasta liðið á EM mætir því hávaxnasta

Íslenska kvennalandsliðið mætir Rússlandi í kvöld í úrslitaleik um sæti í milliriðli á EM kvenna í handbolta í Serbíu en íslensku stelpurnar verða að vinna leikinn til þess að slá Rússana út. Það er óhætt að segja að íslenska liðið ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.

Allir níu leikirnir við Rússa hafa tapast stórt

Íslenska kvennalandsliðið getur slegið margar flugur í einu höggi í kvöld takist stelpunum að vinna Rússa í síðasta leik sínum í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Serbíu. Íslenska liðið getur þar unnið sinn fyrsta leik á EM, komist í fyrsta sinn í milliriðil á EM og unnið Rússland í fyrsta sinn.

Öryggisverðirnir fengu mynd af sér með íslensku stelpunum

Það hefur verið mikil öryggisgæsla í kringum íslenska kvennalandsliðið á meðan liðið hefur verið í Vrsac og rúta liðsins fer aldrei neitt nema í fylgd tveggja lögreglubíla. Serbar ætla að passa upp á ekkert komi upp á á meðan Evrópukeppninni stendur.

Þórey Rósa: Nú er bara komið að því að spila góðar 60 mínútur

Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur skoraði tvö af þremur hraðaupphlaupsmörkum Íslands á Evrópumótinu samkvæmt tölfræði mótshaldara í Serbíu en íslenska liðið þarf að fá fleiri auðveld mörk ætli stelpurnar að vinna Rússa í kvöld og komast í milliriðilinn.

Hanna Guðrún stríddi liðsfélögum sínum í viðtölunum

Hanna Guðrún Stefánsdóttir er létt og skemmtileg og notar greinilega hvert tækifæri til að koma liðsfélögum sínum í íslenska kvennalandsliðinu í enn betra skap. Fjölmiðlamenn fengu að kynnast prakkaranum Hönnu Guðrún Stefánsdóttur í viðtölum eftir æfingu liðsins í gær.

Hrafnhildur: Forréttindi að fá þennan úrslitaleik

"Þetta er búinn að vera góður dagur. Við erum búnar að fá að fara niður í bæ og ná að rölta aðeins um Vrsac. Við erum bara búnar að hafa það kósí og fórum meira segja og fengum okkur pizzu," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, um daginn í gær þar sem íslenska liðið reyndi að safna orku fyrir átökin á móti Rússum í kvöld.

Jenný: Þetta er bara eins og bikarúrslitaleikur

Jenný Ásmundsdóttir hefur spilað þrjá góða hálfleiki í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins á Evrópumóti kvenna í handbolta í Serbíu en það er ljóst að hún þarf að vera í stuði á móti Rússum í kvöld ætli íslensku stelpurnar að tryggja sér sæti í milliriðlinum.

Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar

Ólafur Stefánsson hefur samið við handboltaliðið Lakhwiya Sports Club í Doha í Katar. Hinn 39 ára gamli leikmaður mun fara til Katar í janúar og leika með liðinu út leiktíðina. Frá þessu er greint á vefsíðunni Handball World. Wolfgang Gütschow, umboðsmaður Ólafs, staðfestir þetta í samtali við Handball World.

Lítur betur út með Rakel - verður með í kvöld

Rakel Dögg Bragdóttir missti af æfingu íslenska kvennalandsliðsins í gær vegna veikinda og Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins var ekki alltof bjartsýnn í gærkvöld um það hvort að hún gæti spilað á móti Rússlandi í kvöld í lokaleik íslenska liðsins í riðlakeppninni á EM kvenna í handbolta í Serbíu.

Þjálfari Rúmena óskaði eftir íslenskum sigri

Lokaumferðin í D-riðli á EM kvenna í handbolta í Serbíu fer fram í kvöld og þar spila Ísland og Rússland úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Rúmenía tryggði sér sæti í milliriðlinum með sigri sínum á Íslandi í fyrrakvöld en mun hinsvegar græða á íslenskum sigri á morgun.

Dagný: Þurfum allar að eiga hundrað prósent leik

Dagný Skúladóttir og aðrir hornamenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta fá vonandi fleiri tækifæri á því að skora hraðaupphlaupsmörk á móti Rússum í kvöld en í fyrstu tveimur leikjum liðsins á EM í handbolta kvenna í Serbíu. Íslenska liðið þarf sigur til þess að komast upp úr riðlinum.

Ágúst: Getum brotið blað í sögunni

"Það gengur ágætlega að skipuleggja þetta. Æfingin í kvöld var ágæt þar sem reyndum að fara aðeins yfir sóknarleikinn. Við erum að reyna að fá aðeins meiri breidd í sóknarleikinn og að stelpurnar noti betur völlinn en fari ekki of mikið inn á miðjuna. Við þurfum að geta teygt aðeins á Rússunum og þurfum líka að skjóta bæði undirskotum og skotum í skrefinu á þær því þær eru gríðarlega hávaxnar og sækja okkur ekki langt út," sagði Ágúst Jóhannsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær.

Serbneski þjálfarinn sleppur við refsingu

Sasa Boskovic, þjálfari kvennaliðs Serbíu í handbolta, var í kastljósinu í gær þegar sýndar voru myndir af honum toga í leikmann norska landsliðsins sem var inni á vellinum. Baskovic togaði í keppnistreyju Linn Jørum Sulland, hægri hornamanns Norðmanna – og hann togaði einnig í höndina á henni.

Mömmurnar í íslenska landsliðinu

Fjórir leikmenn íslenska landsliðsins sameina móðurhlutverkið og handboltann og hafa allar unnið sér aftur sæti í landsliðinu eftir barnsburð. Hrafnhildur Skúladóttir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Dagný Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir eiga saman sjö börn.

Stelpurnar geta slegið Rússa úr leik

„Við erum að reyna að hreinsa hugann og ætlum að koma brjálaðar í leikinn á morgun. Við þurfum að gleyma því sem er búið, koma ferskar til leiks og með hausinn hundrað prósent í lagi. Ég hef aðeins verið að svekkja mig á því hvernig er búið að ganga þannig að ég held að maður þurfi bara að byrja upp á nýtt," sagði Stella Sigurðardóttir um leikinn mikilvæga á móti Rússum á EM kvenna í handbolta í kvöld.

Ágúst ekki bjartsýnn á að Rakel geti spilað á morgun

Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ekki bjartsýnn á að Rakel Dögg Bragadóttir verðir búin að ná sér af veikindum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rússum á EM kvenna í handbolta á morgun. Rakel veiktist í morgun og var ekki með landsliðinu á æfingu í kvöld.

Fjögur lið komin áfram úr riðlum C og D - tvö sæti laus

Svartfjallaland og Rúmenía tryggðu sér í gær sæti í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta kvenna í Serbíu, Svartfjallaland með því að vinna Rússa en Rúmenar með því að vinna Ísland í spennuleik. Tvær aðrar þjóðir tryggðu sig einnig áfram í gær en þær rru báðar í C-riðlinum.

Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 34-29

FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 27-17

Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla, þegar þeir sigruðu Aftureldingu 27:17 á heimavelli sínum að Ásvöllum í kvöld. Eins og tölurnar bera með sér, var sigurinn býsna sanngjarn og gestirnir náðu ekki að ógna toppliðinu að ráði þrátt fyrir fína baráttu. Haukar sitja því taplausir á topp deildarinnar með 21 stig þegar ellefu leikir eru búnir.

Sjá næstu 50 fréttir