Leik lokið: Ísland - Frakkland 30-29 | Stórkostlegur íslenskur sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 4. ágúst 2012 17:45 Mynd/Valli Ísland vann í kvöld stórglæsilegan og sögulegan sigur á Frakklandi, 30-29, á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Með sigrinum á Ísland efsta sætið í A-riðli víst. Fyrir aðeins tveimur dögum tókst strákunum okkar að sigra Svía á stórmóti í fyrsta sinn síðan 1964 og í kvöld gerðu þeir enn betur með því að leggja ógnarsterkt lið Frakka sem ætla sér svo stóra hluti á leikunum hér ytra. Frakkar hafa nánast verið ósigrandi í handboltaheiminum síðustu ár og eru ríkjandi Ólympíumeistarar í greininni - eins og Íslendingar muna vel. Frakkar unnu okkur líka í undanúrslitum á EM 2010 í Austurríki þar sem strákarnir enduðu með brons um hálsinn. En í kvöld komumst við yfir þennan franska hjalla sem öll landslið í heiminum hafa hrasað svo oft um undanfarin ár. Þó svo að Frakkar hafi ekki náð sínu besta fram á EM í Serbíu í janúar er ljóst að þeir ætla sér gull á þessum leikum og reka þar með lokahnykkinn á sögu gullnu kynslóðarinnar í franska handboltanum. Það er þó enn of snemmt að fagna sigri og hrósa happi. Enn er langur vegur frá því að strákunum okkar takist ætlunarverk sitt. Þeir ætla sér líka stóra og mikla hluti hér í Lundúnum og sjálfsagt enginn frekar en Ólafur Stefánsson sem mun að öllum líkindum spila sinn síðasta landsleik áður en Ólympíuloginn verður allur þann 12. ágúst næstkomandi. Það er erfitt að lýsa leik kvöldsins í fáum orðum. Þetta var slagur tveggja liða sem gáfust aldrei upp og gáfu allt sitt í verkefnið. Íslendingar byrjuðu þó betur og náðu snemma vænni forystu með því að spila frábæran handbolta, bæði í vörn og sókn. Í fyrstu benti reyndar allt til þess að kvöldið yrði erfitt því markvörðurinn Thierry Omeyer varði nánast allt sem á markið kom. Omeyer hefur margoft náð að slökkva neistann í andstæðingum sínum með frammistöðu sinni en sem betur fer vissu strákarnir betur en svo að gefast upp við fyrsta mótlæti. Fljótlega kom í ljós hversu góður sóknarleikur Íslands var. Strákarnir sáu til þess að sá sem var með boltann hafði alltaf nokkra möguleika til að velja úr. Frönsku varnartröllin vissu oft á tíðum ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik voru strákarnir komnir með fimm marka forystu, 14-9. Þá kom erfiður kafli sem hófst á því að Arnór Atlason reyndi að skora með gegnumbroti en án árangurs. Einhver dómari hefði dæmt brot á frönsku vörnina en leikurinn hélt áfram. Frakkar gengu á lagið. Þeir náðu stuttu síðar að fiska Arnór út af og skora hvert markið á fætur öðru. Alls urðu mörkin sex gegn aðeins einu á um fimm mínútna kafla. Staðan var orðin jöfn, 15-15, og Ísland hélt í síðustu sókn sína í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að Frakkar hefðu náð að snúa leiknum sér í hag á aðeins örfáum mínútum áttu okkar menn svar. Ólafur Stefánsson reis upp og skoraði glæsilegt mark sem sendi þeim frönsku skilaboð um að strákarnir væru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þeir frönsku notuðu öll vopnin sín í síðari hálfleik og eftir átta mínútna leik voru þeir komnir yfir. Héldu sjálfsagt einhverjir að þar með væri baráttunni lokið og að Frakkar myndu nú síga fram úr, hægt og rólega. Aldeilis ekki. Íslensku landsliðsmennirnir gáfust aldrei upp, hvorki í vörn né sókn og fundu alltaf leið til að koma sér aftur inn í leikinn - sama hversu erfitt það virtist. En það tókst og á síðustu fimm mínútum skoruðu strákarnir þrjú mörk gegn aðeins einu frá Frökkum. Sigurinn var staðreynd - sá fjórði í röð á Ólympíuleikunum og efsta sætið í A-riðli nánast gulltryggt. Það er þó enn nóg eftir af þessu mótinu og mun sigurinn í kvöld verða skammgóður vermir ef strákarnir fylgja honum ekki eftir í fjórðungsúrslitum keppninnar. Það vita þeir þó sjálfir best enda sést langar leiðir að þeir eru hvergi nærri hættir. Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Ísland vann í kvöld stórglæsilegan og sögulegan sigur á Frakklandi, 30-29, á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Með sigrinum á Ísland efsta sætið í A-riðli víst. Fyrir aðeins tveimur dögum tókst strákunum okkar að sigra Svía á stórmóti í fyrsta sinn síðan 1964 og í kvöld gerðu þeir enn betur með því að leggja ógnarsterkt lið Frakka sem ætla sér svo stóra hluti á leikunum hér ytra. Frakkar hafa nánast verið ósigrandi í handboltaheiminum síðustu ár og eru ríkjandi Ólympíumeistarar í greininni - eins og Íslendingar muna vel. Frakkar unnu okkur líka í undanúrslitum á EM 2010 í Austurríki þar sem strákarnir enduðu með brons um hálsinn. En í kvöld komumst við yfir þennan franska hjalla sem öll landslið í heiminum hafa hrasað svo oft um undanfarin ár. Þó svo að Frakkar hafi ekki náð sínu besta fram á EM í Serbíu í janúar er ljóst að þeir ætla sér gull á þessum leikum og reka þar með lokahnykkinn á sögu gullnu kynslóðarinnar í franska handboltanum. Það er þó enn of snemmt að fagna sigri og hrósa happi. Enn er langur vegur frá því að strákunum okkar takist ætlunarverk sitt. Þeir ætla sér líka stóra og mikla hluti hér í Lundúnum og sjálfsagt enginn frekar en Ólafur Stefánsson sem mun að öllum líkindum spila sinn síðasta landsleik áður en Ólympíuloginn verður allur þann 12. ágúst næstkomandi. Það er erfitt að lýsa leik kvöldsins í fáum orðum. Þetta var slagur tveggja liða sem gáfust aldrei upp og gáfu allt sitt í verkefnið. Íslendingar byrjuðu þó betur og náðu snemma vænni forystu með því að spila frábæran handbolta, bæði í vörn og sókn. Í fyrstu benti reyndar allt til þess að kvöldið yrði erfitt því markvörðurinn Thierry Omeyer varði nánast allt sem á markið kom. Omeyer hefur margoft náð að slökkva neistann í andstæðingum sínum með frammistöðu sinni en sem betur fer vissu strákarnir betur en svo að gefast upp við fyrsta mótlæti. Fljótlega kom í ljós hversu góður sóknarleikur Íslands var. Strákarnir sáu til þess að sá sem var með boltann hafði alltaf nokkra möguleika til að velja úr. Frönsku varnartröllin vissu oft á tíðum ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik voru strákarnir komnir með fimm marka forystu, 14-9. Þá kom erfiður kafli sem hófst á því að Arnór Atlason reyndi að skora með gegnumbroti en án árangurs. Einhver dómari hefði dæmt brot á frönsku vörnina en leikurinn hélt áfram. Frakkar gengu á lagið. Þeir náðu stuttu síðar að fiska Arnór út af og skora hvert markið á fætur öðru. Alls urðu mörkin sex gegn aðeins einu á um fimm mínútna kafla. Staðan var orðin jöfn, 15-15, og Ísland hélt í síðustu sókn sína í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að Frakkar hefðu náð að snúa leiknum sér í hag á aðeins örfáum mínútum áttu okkar menn svar. Ólafur Stefánsson reis upp og skoraði glæsilegt mark sem sendi þeim frönsku skilaboð um að strákarnir væru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þeir frönsku notuðu öll vopnin sín í síðari hálfleik og eftir átta mínútna leik voru þeir komnir yfir. Héldu sjálfsagt einhverjir að þar með væri baráttunni lokið og að Frakkar myndu nú síga fram úr, hægt og rólega. Aldeilis ekki. Íslensku landsliðsmennirnir gáfust aldrei upp, hvorki í vörn né sókn og fundu alltaf leið til að koma sér aftur inn í leikinn - sama hversu erfitt það virtist. En það tókst og á síðustu fimm mínútum skoruðu strákarnir þrjú mörk gegn aðeins einu frá Frökkum. Sigurinn var staðreynd - sá fjórði í röð á Ólympíuleikunum og efsta sætið í A-riðli nánast gulltryggt. Það er þó enn nóg eftir af þessu mótinu og mun sigurinn í kvöld verða skammgóður vermir ef strákarnir fylgja honum ekki eftir í fjórðungsúrslitum keppninnar. Það vita þeir þó sjálfir best enda sést langar leiðir að þeir eru hvergi nærri hættir.
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira