Fleiri fréttir

Gylfi ekki eini miðjumaðurinn á leið til Swansea á láni

Gylfi Þór Sigurðsson verður væntanlega ekki eini miðjumaðurinn sem kemur á láni til enska úrvalsdeildarliðsins Swansea í janúarglugganum. Brendan Rodgers, stjóri Swansea, vonast eftir því að ganga frá samningi við Chelsea á næstu tveimur sólarhringum um að fá hinn 18 ára Josh McEachran á láni út tímabilið.

Heiðar kominn með nýjan stjóra | Mark Hughes tekinn við QPR

Heiðar Helguson er kominn með nýjan stjóra því Mark Hughes er búinn að gera tveggja og hálfs árs samning við Queens Park Rangers. Hughes mætti á Loftus Road í hádeginu og gekk frá samninginum. Hann tekur við starfi Neil Warnock sem var rekinn á sunnudaginn.

Ramsey fúll - fær ekkert að vita um næsta þjálfara Wales

Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal og fyrirliði velska landsliðsins, veit ekkert hvað er að gerast í landsliðsþjálfaramálum Wales en það er ekki enn búið að ráða mann í stað Gary Speed sem svipti sig lífi í nóvember.

Man City og Inter Milan byrjuð að tala saman um Tevez

Það stefnir í baráttu á milli Mílanó-félaganna um Carlos Tevez því nú hefur Inter Milan blandað sér inn í málið fyrir alvöru. AC Milan hefur undanfarnar vikur reynt að fá Argentínumanninn að láni en nú hafa Inter-menn hafið viðræður við Manchester City um kaup á Tevez.

Wenger um Henry í gær: Þessa sögu segir þú ungum krökkum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Thierry Henry hafi bætt enn við goðsögn sína hjá Arsenal með því að skora sigurmarkið á móti Leeds í enska bikarnum í gær. Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði eina mark leiksins tíu mínútum síðar.

Henry: Ótrúleg tilfinning að skora sem stuðningsmaður

"Ég kom aftur til félagsnis sem stuðningsmaður. Það var ótrúlegt að skora mark sem stuðningsmaður Arsenal og núna veit ég hvernig sú tilfinning er,“ sagði markahetjan Thierry Henry eftir sigur sinna manna í Arsenal á Leeds í kvöld.

Viðræður Hughes og QPR halda áfram á morgun

Mark Hughes hefur í dag átt í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið QPR um að gerast knattspyrnustjóri félagsins. Hann segir að viðræður muni halda áfram á morgun.

Tímabilið búið hjá liðsfélaga Heiðars

Alejandro Faurlin, liðsfélagi Heiðars Helgusonar hjá Queens Park Rangers, missir af því sem eftir er af tímabilinu eftir að það kom í ljós að hann sleit krossband í hné í bikarleik á móti Milton Keynes Dons um helgina.

Áfrýjun Man. City tekin fyrir skömmu fyrir Liverpool-leikinn

Manchester City hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Vincent Kompany fékk fyrir að tækla Nani í bikarleik Manchester-liðanna í gær. Kompany fékk rauða spjaldið strax á tólftu mínútu leiksins og United vann leikinn 3-2 eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik.

Ipswich borgaði upp samninginn hans Ívars

Ívar Ingimarsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir enska b-deildarliðið Ipswich Town þrátt fyrir að hafa átt fimm mánuði eftir af samningi sínum. Paul Jewell segir að tilraun hans að fá Ívar til liðsins hafi ekki gengið upp en varnarleikur Ipswich hefur verið í molum á tímabilinu.

Rooney á Twitter: Ég gaf ekki rauða spjaldið

Wayne Rooney, framherji Manchester United, notaði twitter-síðu sína til þess að tjá sig um ummæli Roberto Mancini, stjóra Manchester City, um að Rooney hafi séð til þess að Vincent Kompany fékk rauða spjaldið á 12. mínútu í bikarleik Manchester-liðanna í gær.

Mancini: Rooney sá til þess að Kompany var rekinn útaf

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að Wayne Rooney beri ábyrgð á því að Vincent Kompany var rekinn útaf á tólftu mínútu í bikarleik Manchester-liðanna í gær. Manchester United komst í 3-0 í leiknum og vann á endanum 3-2 en City-liðið spilaði manni færri í 78 mínútur.

Mark Hughes líklegastur til að taka við QPR

Heiðar Helguson og félagar í Queens Park Rangers eru án knattspyrnustjóra eftir að Neil Warnock var rekinn frá félaginu í gær. BBC segir frá því í dag að Mark Hughes sé líklegasti eftirmaður Warnock.

Van Persie hitti Maradona í Dúbaí

Langþráður draumur rættist hjá Hollendingnum Robin Van Persie, leikmanni Arsenal, í gær er hann hitti besta knattspyrnumann allra tíma, Diego Armando Maradona.

Liverpool biður Adeyemi afsökunar

Liverpool hefur beðið Tom Adeyemi, leikmann Oldham, opinberlega afsökunar vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leik liðanna á föstudag. Einhverjir þeirra voru með kynþáttaníð í garð leikmannsins.

Sunderland lagði Peterborough

Sunderland er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir frekar sannfærandi sigur á útivelli gegn Peterborough. Lokatölur 0-2.

Misgott hljóðið í stjórunum eftir leik

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ekki fullkomlega sáttur við sitt lið gegn Man. City í dag enda gaf það eftir afar vænlega stöðu í síðari hálfleik þar sem liðið var manni fleiri.

Chelsea afgreiddi Portsmouth í síðari hálfleik

Chelsea flaug áfram í ensku bikarkeppninni í dag er Portsmouth kom í heimsókn. Eftir markalausan fyrri hálfleik rúllaði Chelsea yfir B-deildarliðið í síðari hálfleik og vann góðan sigur, 4-0.

Manchester United sló granna sína í City út úr enska bikarnum

Manchester-liðin mættust í 3. umferð enska bikarsins á City of Manchester vellinum í dag. Þeir rauðklæddu náðu að innbyrða góðan sigur, 3-2, í hreint mögnuðum leik en Manchester United var 3-0 yfir í hálfleik en heimamenn gáfust aldrei upp. City kom til baka í þeim síðari og skoruðu tvö mörk en það dugði ekki til og því féllu bikarmeistararnir úr leik.

Ipswich losar sig við Ívar

Paul Jewell, stjóri Ipswich, sagði fyrir helgi að það hefðu verið mistök að fá Ívar Ingimarsson til félagsins. Jewell fylgdi þeim ummælum eftir með því að losa sig við Ívar í dag.

Utan vallar: Bikarmeistararnir úr leik við fyrstu hindrun

Bikarmeistarar Manchester City taka á móti grönnum sínum í United í hádeginu á sunnudag í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Eftir 1-6 niðurlæginguna á Old Trafford fyrr í vetur eru einhverjir farnir að líta á United sem litla liðið í Manchester.

Heiðar hetja QPR | Öll úrslit dagsins í enska bikarnum

Íþróttamaður ársins, Heiðar Helguson, var hetja QPR í dag er hann jafnaði leikinn gegn Milton Keynes Dons með marki rétt undir lok leiksins. Hann sá til þess að QPR forðaðist niðurlægingu og fær að spila annan leik gegn Dons. Heiðar spilaði síðasta hálftímann í leiknum.

Auðvelt hjá Aston Villa

Aston Villa rúllaði auðveldlega áfram í ensku bikarkeppninni í dag. Liðið lagði þá Bristol Rovers á útivelli, 1-3.

Í beinni: Tottenham - Cheltenham

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Tottenham og Cheltenham í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.

Í beinni: Newcastle - Blackburn

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Newcastle og Blackburn í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.

Í beinni: Macclesfield - Bolton

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Macclesfield og Bolton í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.

Sjá næstu 50 fréttir