Fleiri fréttir

Enskur almúgi vill Joe Hart í markið

Markvörðurinn Robert Green gerði sig sekan um skelfileg mistök í viðureign Englands og Bandaríkjanna í gær. Margir Englendingar kalla eftir því að Green missi sæti sitt.

West Ham býður Joe Cole og Thierry Henry samninga

West Ham er stórhuga en félagið hefur boðið bæði Thierry Henry og Joe Cole samninga, samkvæmt David Gold önnum aðaleigenda félagsins. Hvorugur er líklegur til að vilja fara þangað.

Vidic að íhuga framtíðina

Umboðsmaður Nemanja Vidic hefur gefið í skyn að leikmaðurinn kunni að vera á leið frá Manchester United eftir HM í sumar.

Grétar Rafn að jafna sig eftir hnéaðgerð

Grétar Rafn Steinsson segir á heimasíðu Bolton að honum gangi vel að ná sér eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné eftir að tímabilinu lauk í ensku úrvalsdeildinni.

Wenger spenntur fyrir Cole

Arsene Wenger viðurkennir að hann sé hrifinn af Joe Cole sem hefur verið orðaður við Arsenal að undanförnu.

Wenger: Ætlum ekki að sleppa Fabregas

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið sé harðákveðið í að halda Cesc Fabregas í röðum þess þrátt fyrir áhuga Barcelona.

Everton fær sóknarmann frá Portúgal

Everton hefur fengið til sín tvítugan framherja frá Portúgal. Hann heitir Joao Silva og kemur frá 2. deildar félaginu Desportivo Das Aves.

Vieira framlengir við City

Patrick Vieira hefur skrifað undir nýjan tólf mánaða samning við Manchester City. Vieira kom á frjálsri sölu frá ítalska liðinu Inter Milan í janúar og byrjaði átta leiki á tímabilinu.

Kom Ballack í opna skjöldu

Fréttirnar sem bárust í morgun frá Chelsea að Michael Ballack væri einn þeirra leikmanna sem ekki fengu nýjan samning við félagið í sumar komu honum sjálfum í opna skjöldu að sögn umboðsmanns hans.

Liverpool mun hafa samband við Fulham vegna Hodgson

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Liverpool muni hafa samband við Fulham með það fyrir augum að fá að ræða við Roy Hodgson um að taka að sér starf knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Grant kominn með vinnuleyfi í Englandi

Avram Grant hefur fengið vinnuleyfi í Englandi en hann gerði í síðustu viku fjögurra ára samning um að taka að sér knattspyrnustjórn West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Ballack og Joe Cole á leið frá Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest að þeir Joe Cole og Michael Ballack fá ekki nýjan samning hjá félaginu og fari því annað í sumar.

Robinho óskar enn að fara til Barcelona

Brasilíumaðurinn Robinho ætlar að sýna sig á HM í sumar, þá helst fyrir Barcelona. Hann yfirgaf Real Madrid fyrir Manchester City, þaðan sem hann var lánaður til Santos í heimalandi sínu.

Fulham fær Senderos frá Arsenal

Fulham hefur fengið Philippe Senderos til sín frá Arsenal. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og mun væntanlega mynda miðvarðarpar með Brade Hangeland hjá félaginu.

City sleppir þremur reynsluboltum

Manchester City ætlar að umturna leikmannahópi sínum að nokkru leiti í sumar og hefur þegar hafið sumarhreingerninguna.

Himinháar skuldir Glazer-fjölskyldunnar

Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United, skuldar meira en 208 milljarða króna eftir því sem kom fram í fréttaskýringaþætti BBC, Panorama.

Ledley King: Ég verð tilbúinn

Ledley King, leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, hefur sagt að hann muni ekki bregðast neinum fái hann það hlutverk að leysa Rio Ferdinand af hólmi í hjarta varnarinnar hjá Englendingum. Rio Ferdinand spilar ekki á HM í sumar vegna hnémeiðsla.

Redknapp vill fá Hunteelar og Pienaar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham Hotspur, er með augun á sóknarmanni AC Milan en hann vill ólmur fá hollendinginn Klaas Jan Huntelaar til liðs við sig sem og Steven Pienaar miðjumann Everton.

Boateng til Manchester City

Jerome Boateng gekk í dag til liðs við Manchester City og samdi við félagið til næstu fimm ára.

Hamarinn til Hamranna

Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger gerði í dag þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.

Redknapp orðaður við Liverpool

Fréttastofa Sky Sports kveðst hafa heimildir fyrir því að forráðamenn Liverpool hafi áhuga á því að fá Harry Redknapp til að taka við knattspyrnustjórn liðsins.

Óvissa um framtíð Mascherano

Javier Mascherano segir að framtíð hans hjá Liverpool er í óvissu eftir að Rafa Benitez hætti sem knattspyrnustjóri í vikunni.

Ólíklegt að Hiddink taki við Liverpool

Ólíklegt er að Hollendingurinn Guus Hiddink muni taka við starfi knattspyrnustjóra hjá Liverpool. Þetta fullyrðir umboðsmaður hans, Cees van Nieuwenhuizen.

Eriksson vill taka við Liverpool

Svíinn Sven-Göran Eriksson hefur mikinn áhuga á að taka við Liverpool en hann hefur alla tíð verið stuðningsmaður félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir