Fleiri fréttir

Utan Vallar: Bræðrablús í Safamýrinni

Það blæs ekki byrlega fyrir Fram þessa dagana. Liðið situr í botnsæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir þrettán umferðir. Fram hefur aðeins unnið tvo leiki, skorað fæst mörk allra og fengið á sig flest. Og það er ekkert sem bendir til þess að leiðin liggi upp á við. Safamýrarliðið hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum með markatölunni 1-13. Ef fram heldur sem horfir leikur Fram í 1. deild að ári.

Ragnar að stinga alla af í stoðsendingunum

Fjölnismaðurinn Ragnar Leósson hefur sprungið út með nýliðunum í sumar og gefið átta stoðsendingar í fyrstu þrettán umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta eða þremur fleiri en næstu menn.

Garðar Örn náði þrekprófinu í kvöld

Garðar Örn Hinriksson, einn besti dómari Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, er búinn að ná þrekprófinu sem hann féll á þegar miðsumars þrekpróf KSÍ fór fram í síðasta mánuði. Magnús Már Jónsson, dómarastjóri knattspyrnusambandsins, staðfesti þetta við Vísi í kvöld.

Á Ghetto Ground

Leiknir stefnir hraðbyri upp í Pepsi-deildina, en liðið er með sex stiga forystu á toppi 1. deildarinnar.

Sigur á Færeyingum

Ísland bar sigurorð af Færeyjum með tveimur mörkum gegn engu í leik um 7. sætið á Norðurlandamóti U-17 ára landsliða karla í Danmörku.

Stjörnumenn að endurskrifa sögubækurnar

Ekkert íslenskt félag hefur byrjað eins vel í Evrópukeppni og lið Stjörnunnar. Stjarnan fylgdi eftir dramatískum endurkomusigri á skoska liðinu Motherwell með 1–0 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í fyrrakvöld.

Þetta er algjört ævintýri

Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu.

Stöðvaði óboðinn gest á Samsung-vellinum

Sigurður Sveinn Þórðarson, einnig þekktur sem Siggi Dúlla, tók á rás og elti uppi knattspyrnubullu á Stjörnuvellinum í leik Stjörnunnar og Lech Poznan í gær.

Ruddist yfir boltastrákinn

Stjörnumenn vonast eftir minniháttar viðurlögum vegna stuðningsmanns Poznan sem hljóp inn á völlinn í gær.

Brynjar Gauti: Fæ gult spjald fyrir að láta sparka í mig

Brynjar Gauti Guðjónsson var óánægður með að Kjartan Henry Finnbogason skyldi sleppa með gult spjald þegar hann sparkaði í Brynjar. Kjartan var hinsvegar ekki á sömu buxunum og taldi að Gunnar Jarl hefði leyst atvikið á réttan hátt.

Fjölnir fær framherja

Fjölnir hefur samið við bandaríska framherjann Mark Charles Magee frá Tindastóli, botnliði 1. deildar.

Gunnhildur færir sig um set

Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur fært sig um set í norsku úrvalsdeildinni, en hún er gengin í raðir Grand Bodo frá Arnar Björnar.

McShane til Reynis

Keflavík hefur lánað skoska miðjumanninn Paul McShane til 2. deildarliðs Reynis í Sandgerði.

Björk og Inga Birna snúa aftur í Garðabæinn

Topplið Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök, en Björk Gunnarsdóttir og Inga Birna Friðjónsdóttir eru gengnar til liðs við félagið á nýjan leik.

Trúin getur flutt fjöll

Stjarnan heldur Evrópuævintýri sínu áfram í kvöld þegar það mætir pólska liðinu Lech Poznan. Atli Jóhannsson segir Garðbæinga hafa engu að tapa, en sér þó veikleika á Poznan-liðinu sem má nýta. Stuðningsmenn beggja liða þykja frábærir og verður spennandi að sjá stemminguna á vellinum.

Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins

KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu.

Leiknir stefnir hraðbyri á Pepsi-deildina | Myndir

Ekkert lát virðist vera á góðu gengi Breiðhyltinga en liðið hefur unnið tíu leiki og aðeins tapað einum eftir leiki kvöldsins og er félagið með níu stiga forskot á Þrótt R. í þriðja sæti.

Grindavík skaust upp úr fallsæti

Grindavík skaust upp úr fallsæti í 1. deildinni í kvöld með öruggum 3-0 sigri á BÍ/Bolungarvík í Grindavík. Grindavík er tveimur stigum fyrir ofan BÍ/Bolungarvík sem situr í fallsæti eftir leiki kvöldsins þegar fjórtán umferðum er lokið.

Garðar Örn féll á þrekprófi á dögunum

Garðar Örn Hinriksson sem hefur verið einn besti dómari landsins undanfarin ár féll á þrekprófi KSÍ í síðustu viku en hann hefur til 5. ágúst eins og aðrir dómarar til að ná miðsumars þrekprófinu.

Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár

Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar.

Við ætluðum okkur stóra hluti

Árangur Víkings í sumar hefur ekki komið Ingvari Þór Kale á óvart en hann rifjaði upp undanúrslitaleik Víkings og Keflavíkur í bikarnum frá því fyrir átta árum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir