Fleiri fréttir

U19 landslið kvenna vann í Dublin

U19 landslið kvenna vann Írland 1-0 í æfingaleik sem fram fór í Dublin í dag. Leikurinn var fyrri leikur liðanna af tveimur en sá seinni verður á sunnudaginn.

U17 landslið kvenna tapaði

Íslenska U17 kvennalandsliðið hefur tapað báðum leikjum sínum í undanriðli fyrir Evrópukeppnina. Riðillinn er leikinn á Jótlandi en í dag tapaði liðið fyrir Dönum 2-4.

Valur lánar Kristján Hauksson í Fjölni

Valur hefur lánað varnarmanninn Kristján Hauksson til nýliða Fjölnis í Landsbankadeildinni. Kristján er 21. árs og gekk í raðir Vals frá Fram fyrr í vetur.

Veldu 10 bestu leikmenn Íslands

Stöð 2 Sport 2 mun í samvinnu við KSÍ framleiða sjónvarpsþætti um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands frá 1946-2008. Byrjað verður að sýna þættina, sem verða í umsjá Arnars Björnssonar, í maí og mun sýningum ljúka í lok júlí.

Ísland vann Slóvakíu 2-1

Vináttulandsleik Slóvakíu og Íslands er lokið. Ísland vann góðan 2-1 sigur ytra með mörkum frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen.

Kristján Örn tekur við fyrirliðabandinu

Kristján Örn Sigurðsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í vináttuleik Íslands og Slóvakíu annað kvöld. Þetta verður í fyrsta skipti sem Kristján ber fyrirliðabandið en hann á að baki 28 landsleiki.

Hermann dregur sig úr hópnum

Varnarmaðurinn Hermann Hreiðarsson hefur dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvökum í vináttulandsleik á miðvikudaginn.

FH komið í fjórðungsúrslit

FH vann í dag stórsigur á Leikni í A-deild Lengjubikarkeppni karla, 7-1, og tryggði sér þar með sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar.

Jóhann samdi við Fylki til þriggja ára

Jóhann Þórhallsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Landsbankadeildarlið Fylkis. „Mjög góður kostur,“ segir Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis.

Tryggvi inn fyrir Helga

Tryggvi Guðmundsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið sem mætir Slóvakíu ytra í næstu viku í stað Helga Sigurðssonar sem á við meiðsli að stríða.

Fylkir í viðræður við Jóhann

KR hefur tekið tilboði frá Fylki í sóknarmanninn Jóhann Þórhallsson. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fleiri lið hafa sett sig í samband við KR vegna áhuga á Jóhanni.

Eiður með landsliðinu

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn sem mætir Slóvakíu ytra þann 26. mars næstkomandi.

Öruggur sigur á Færeyingum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé.

Byrjunarliðið gegn Færeyingum

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir æfingaleikinn gegn Færeyingum í Kórnum í Kópavogi klukkan 16 í dag.

Ísland hefur yfir í hálfleik

Íslenska landsliðið hefur 1-0 forystu gegn Færeyingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Það var Jónas Guðni Sævarsson sem kom íslenska liðinu yfir með skalla rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Söru Björk fagnað við heimkomuna

Sara Björk Gunnarsdóttir sneri í dag heim ásamt íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir vel heppnaða för til Portúgals þar sem liðið vann alla sína leiki á Algarve Cup-mótinu.

Ólafur fær fjóra aðstoðarmenn

Á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu tilkynnti KSÍ að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari fengi fjóra aðstoðarmenn til að hjálpa sér að kortleggja andstæðinga liðsins í undankeppni HM.

Landsliðshópur Ólafs klár

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Færeyingum í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi klukkan 16 á sunnudaginn. Hópurinn er að mestu skipaður leikmönnum sem spila hér heima þar eð ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða.

Viktor Bjarki í KR

Viktor Bjarki Arnarsson mun leika með KR í Landsbankadeildinni á komandi sumri. Viktor verður lánaður frá norska liðinu Lilleström en þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Guðjón í viðræðum við Árna Gaut

Guðjón Þórðarson þjálfari Skagamanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu segir í samtali við heimasíðu félagsins í dag að hann hafi rætt við landsliðsmarkvörðinn Árna Gaut Arason um að leika með liðinu í sumar.

Aukinn styrkur frá FIFA í íslenskan fótbolta

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri sambandsins, funduðu í dag með Sepp Blatter forseta FIFA. Þar var meðal annars rætt um aukið fjármagn frá FIFA í íslenskan fótbolta.

Öruggur sigur á Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið vann Portúgal 3-0 í lokaleik sínum í riðlakeppni Algarve Cup. Með þessum sigri tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins og mun leika um sjöunda sæti mótsins.

Auðveldur sigur á Írum

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag sannfærandi sigur á Írum á Algarve mótinu 4-1. Íslenska liðið byrjaði mjög vel í leiknum og komst yfir á sjöundu mínútu með marki frá Erlu Steinu Arnardóttur.

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi

Ísland mætir í dag Írlandi í sínum öðrum leik á Algarve Cup-mótinu í Portúgal í dag. Byrjunarliðið hefur þegar verið tilkynnt en leikurinn hefst klukkan 16.30 í dag.

Páll Gísli frá í 3-4 mánuði

ÍA er nú í miklum markvarðavandræðum því Páll Gísli Jónsson verður frá næstu 3-4 mánuðina þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð vegna brjósklos í baki.

Góður sigur Íslands á Póllandi

Ísland vann í dag sigur á Póllandi í fyrsta leik liðsins á Algarve Cup á Portúgal. Dóra Stefánsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk leiksins í síðari hálfleik.

Byrjunarlið Íslands gegn Póllandi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir því pólska í fyrsta leik liðsins á Algarve Cup í Portúgal. Leikurinn hefst klukkan 13.15.

HK semur við danskan leikmann

Daninn Iddi Alkhag hefur samið við HK til næstu tveggja ára en hann var á reynslu hjá félaginu í lok janúar og skoraði þá í æfingaleik gegn FH.

Sjá næstu 50 fréttir