Fleiri fréttir

KR skoðar danskan miðjumann

KR-ingar eru í leit að liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Landsbankadeild karla og á stuðningsmannasíðu liðsins, krreykjavik.is, er sagt að í sigtinu sé danskur miðjumaður.

FH fær varnarmanninn Halldór Kristinn frá Leikni

Bikarmeistarar FH hafa fengið varnarmanninn Halldór Kristinn Halldórsson frá Leikni í Breiðholti. Halldór er aðeins nítján ára gamall en þrátt fyrir það á hann rúmlega hundrað mótsleiki að baki með meistaraflokki Leiknis.

Ísland niður um tvö sæti á lista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti á nýjum styrkleikalista Fifa sem birtur var í morgun. Liðið er nú í 89. sæti listans en var í því 87. þegar listinn var síðast birtur í janúar.

Ísland - Aserbaídsjan í ágúst

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Aserbaídsjan hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik. Leikurinn fer fram 20. ágúst og verður leikinn á Laugardalsvelli.

Fastnúmerakerfi tekið upp

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum um helgina að taka upp fastnúmerakerfi í Landsbankadeild kvenna og 1. deild karla, líkt og verið hefur í Landsbankadeild karla.

Skúffusamningar ólöglegir

Stjórn KSÍ bætti við greinagerð í reglugerð um knattspyrnumót sem lúta að samningamálum leikmanna. Nú er ólöglegt að nota leikmenn sem eru ekki með löglegan KSÍ samning.

Íslandsmót karla hefst 10. maí

Landsbankadeild karla verður tæplega fimm mánaða langt í sumar en mótið hefst þann 10. maí og lýkur 27. september.

Loksins sigur hjá Ólafi

Ólafur Jóhannesson vann í dag sinn fyrsta sigur sem þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu þegar liðið lagði Armena 2-0 í lokaleik sínum á æfingamótinu á Möltu.

Leikmenn skyldaðir í hjartaskoðun

Allir leikmenn í Landsbankadeild karla verða skyldaðir í hjarta- og æðaskoðun frá og með árinu 2009 vegna tíðra dauðsfalla í fótboltanum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.

Ísland tapaði fyrir Möltu

Íslenska landsliðið tapaði sínum öðrum leik á æfingamótinu á Möltu. Það tapaði fyrir heimamönnum í kvöld en leikurinn endaði 1-0 fyrir Maltverja.

Bjarni fyrirliði í kvöld

Sjö breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Möltu í kvöld. Leikurinn er liður í æfingamóti sem stendur yfir á Möltu.

Ísland tapaði fyrir Hvít-Rússum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrsta leiknum sínum á æfingamótinu á Möltu í dag þegar það lá 2-0 fyrir Hvít-Rússum. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en lenti undir gegn gangi leiksins á 32. mínútu þegar Rússarnir skoruðu úr sínu fyrsta markskoti.

Þrír nýliðar í byrjunarliði Íslands í dag

Ólafur Jóhannesson hefur valið þrjá nýliða í byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir Hvít-Rússum í fyrsta leik sínum á æfingamótinu á Möltu í dag. Þetta eru markvörðurinn Stefán Magnússon og miðjumennirnir Aron Gunnarsson og Bjarni Viðarsson.

Samtök Knattspyrnumanna stofnuð í dag

Leikmannasamtökin í Landsbankadeildinni voru formlega stofnuð í dag og kallast Samtök Knattspyrnumanna. Það verður Gunnlaugur Jónsson, leikmaður KR, sem veitir samtökunum formennsku.

Sjá næstu 50 fréttir