Fleiri fréttir

Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans

Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar.

Alfons mætir liðinu sem sló Víkinga út

Alfons Sampsted og félagar í norska félaginu Bodö/Glimt lentu á móti góðkunningjum Víkings þegar dregið var í umspil Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag.

Liverpool er nú til sölu

Fenway Sports Group hefur gefið það út að enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool sé nú til sölu.

Man. Utd og Barcelona mætast

Stórlið Barcelona og Manchester United mætast í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Dregið var í umspilið í dag, í beinni útsendingu á Vísi.

Endurtekning frá úrslitaleik síðasta tímabils

Liðin sem mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, Real Madrid og Liverpool, eigast við í sextán liða úrslitum keppninnar að þessu sinni. Dregið var í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta karla í dag.

Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf

Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær.

Gamla konan með fjórða sigurleikinn í röð

Juventus vann sinn fjórða sigur í röð í ítölsku Serie A deildinni þegar liðið lagði erkifjendur sína í Inter á heimavelli í kvöld. Lokatölur 2-0 og Gamla konan fer því upp fyrir Inter í töflunni.

Fyrsta tap Manchester United kom gegn Chelsea

Chelsea vann góðan útisigur á Manchester United í úrvalsdeild kvenna á Englandi í dag. Með sigrinum lyfti Chelsea sér upp í annað sæti deildarinnar en tapið var það fyrsta hjá United á tímabilinu.

Dagný skýtur föstum skotum á KSÍ

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gagnrýnir Knattspyrnusamband Ísland í færslu á Instagram í dag og segir að hún og Glódís Perla Viggósdóttir bíði enn eftir viðurkenningu fyrir að hafa spilað 100 landsleiki á meðan leikmenn karlalandsliðsins hafi fengið sínar.

Panathinaikos tapaði stigum eftir tíu sigurleiki í röð

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir Panathinaikos sem gerði jafntefli gegn Olympiacos í grísku deildinni í dag. Panathinaikos jafnaði metin úr vítaspyrnu á þrettándu mínútu uppbótartíma leiksins.

Lazio hafði betur í Rómarslagnum

Lazio hafði betur í slag Rómarliðanna í ítalska boltanum í dag. Felipe Anderson skoraði eina mark leiksins og sigurinn þýðir að Lazio fer upp fyrir nágranna sína í töflunni.

Nökkvi Þeyr skoraði og lagði upp

Nökkvi Þeyr Þórisson átti flottan leik fyrir Beerschot í næstefstu deild í Belgíu í dag. Hann skoraði og lagði upp í 3-1 sigri liðsins gegn Lommel. Þá var Dagný Brynjarsdóttir í liði West Ham sem vann sigur í miklum markaleik á Englandi.

Willum Þór og Hákon Arnar á skotskónum

Willum Þór Willumsson reyndist hetja Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann tryggði liðinu stig með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Í Danmörku heldur slæmt gengi Lyngby áfram en liðið tapaði 3-0 fyrir Danmerkurmeisturum FCK á útivelli í dag. Hákon Arnar Haraldsson skoraði annað mark FCK í dag.

Newcastle fór létt með Southampton

Newcastle United vann öruggan 4-1 útisigur á Southampton og heldur áfram að láta sig dreyma um sæti í Meistaradeild Evrópu. Þá kom Crystal Palace til baka gegn West Ham United.

Man United tapaði loks á Villa Park

Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Stefán Teitur hóf endur­komu Sil­ke­borg

Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrra mark Silkeborg í 2-1 sigri á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Mikael Anderson var í byrjunarliði AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Viborg.

Pereira hetja PSG í fjar­veru Messi

Lionel Messi er farinn í frí til að vera í sem bestu formi á heimsmeistaramótinu sem hefst í Katar eftir aðeins tvær vikur. Lið hans París Saint-Germian er hins vegar enn að spila og stóð í ströngu gegn Lorient í dag. Unnu meistararnir nauman 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Danilo Pereira þegar skammt var til leiksloka.

Skytturnar á toppinn eftir sigur á Brúnni

Ótrúlegt gengi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en liðið vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Chelsea. Sigurmarkið skoraði varnarmaðurinn Gabriel um miðbik síðari hálfleiks.

„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“

Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu.

„Alltaf gaman að spila á móti ein­hverjum sem maður þekkir“

Þó Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård séu sænskir meistarar og tímabilinu í Svíþjóð sé lokið þá getur hún ekki leyft sér að slaka á þar sem Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi. Þar er Rosengård í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Benfica.

„Eitt mest stressandi augna­blik lífs míns“

Norska markamaskínan Erling Braut Håland tryggði Manchester City dramatískan sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Norðmaðurinn viðurkenndi að taugarnar hafi verið þandar þegar hann stillti boltanum upp.

Barcelona á toppinn eftir sigur í kveðju­leik Piqu­e

Gerard Pique var í byrjunarliði Barcelona í síðasta skipti þegar Börsungar unnu 2-0 sigur á Almería. Þetta var hans síðasti leikur í treyju Barcelona. Með sigrinum fór Barcelona upp fyrir Spánarmeistara Real Madríd og trónir nú á toppi deildarinnar.

Sverrir Ingi á skotskónum

Sverri Ingi Ingason skoraði annað mark PAOK í 2-0 sigri á Giannina í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sjáðu þegar Svava Rós lagði upp tvö þegar Brann varð bikar­meistari

Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk þegar Brann varð norskur bikarmeistari í fótbolta með 3-1 sigri á Stabæk. Stutt er síðan liðið tryggði sér norska meistaratitilinn og fullkomnaði liðið frábært tímabil með sigri í dag.

Mögnuðu endur­koma Leeds | For­est jafnaði í blá­lokin

Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli.

Sjá næstu 50 fréttir