Fleiri fréttir

Genoa tapaði sínum fyrsta leik síðan í janúar

Eftir að hafa ekki tapað í síðustu átta leikjum, þar sem sjö enduðu með jafntefli, þá töpuðu Albert Guðmundsson og félagar í Genoa fyrir Hellas Verona í kvöld. Albert var í byrjunarliði Genoa en var tekinn af velli í hálfleik.

Endaði á nærbuxunum til að gleðja gamla aðdáendur

Stuðningsmenn Barcelona sýndu Ivan Rakitic hlýhug og klöppuðu vel fyrir honum þegar þeir gátu loksins tekið á móti honum aftur á Camp Nou í gær. Rakitic gaf þeim svo bæði treyju sína og stuttbuxur áður en hann skokkaði af velli á nærbuxunum.

Bannaði þjálfaranum að velja Jón Dag

„Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn,“ skrifar Jón Dagur Þorsteinsson á Instagram en hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir danska knattspyrnufélagið AGF í Árósum.

„Engin gleði í spilamennsku Man. United“

Jamie Redknapp gagnrýndi spilamennsku Manchester United eftir jafnteflið á móti Leicester City og segir að það hljóti verið erfitt fyrir stuðningsmenn United að horfa upp á liðið sitt.

Stjörnurnar skinu skært í stórsigri PSG

Kilyan Mbappé, Lionel Messi og Neymar sáu um markaskorun franska stórveldisisn Paris Saint-Germain sem vann öruggan 5-1 sigur gegn Lorient í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum

Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins.

Patrik hélt hreinu í fyrsta leik tímabilsins

Norska deildin í knattspyrnu er farin að rúlla og í dag voru fjórir Íslendingar í eldlínunni. Patrik Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem vann góðan 1-0 útisigur gegn Sarpsborg 08.

Ólíklegar hetjur skutu Tottenham upp í Meistaradeildarsæti

Tottenham vann afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar, en þrír varnarmenn komu sér á blað fyrir heimamenn.

Sjáðu skallamark Jóns Daða

Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í gær, í 1-1 jafntefli gegn Wigan Athletic eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Everton heldur áfram að tapa á útivelli

West Ham vann Everton 2-1 á heimavelli í dag. Everton er því áfram án sigurs í útileik undir stjórn Frank Lampard en þetta var 11. leikur Lampard með liðið og sá 5. á útivelli í öllum keppnum.

Aron tryggði Horsens stigin þrjú

Aron Sigurðarson skoraði sigurmark Horsens úr vítaspyrnu á 63. mínútu í 0-1 sigri liðsins á Helsingor í næst efstu deild í Danmörku í dag.

Rodgers: Fofana hefur hvorki borðað né drukkið

Wesley Fofana spilaði allar 90 mínúturnar í hjarta varnar Leicester City í 1-1 jafntefli liðsins gegn Manchester United í gær. Fofana hafði ekki borðað neitt né drukkið svo mikið sem vatnsglas fyrir og eftir leikinn.

Þorleifur spilaði í sigri Houston Dynamo

Þorleifur Úlfarsson spilaði 23 mínútur í 1-3 sigri Houston Dynamo á útivelli gegn Inter Miami í MLS deildinni í nótt. Arnór Ingvi Traustason kom ekki við sögu í tapi 0-1 New England Revolution gegn New York Red Bulls.

Willum lagði upp í öruggum sigri BATE

Willum Þór Willumsson lagði upp annað mark BATE Borisov er liðið vann öruggan 3-0 útisigur í annarri umferð hvít-rússnesku deildarinnar í fótbolta í kvöld.

Spænsku meistararnir búnir að vinna sex í röð

Spánarmeistarar Atlético Madrid eru búnir að vinna sex leiki í röð í öllum keppnum eftir 4-1 sigur gegn botnliði Deportivo Alavés í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Velgeir og félagar hófu tímabilið á sigri | Jafntefli og tap í norksa boltanum

Það voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni í skandínavíska fótboltanum í dag. Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn í 4-2 sigri Häcken gegn AIK í Svíþjóð, Hólmert Aron Friðjónsson var í byrjunarliði Lilleström sem gerði 2-2 jafntefli gegn Ham-Kam í noregi og þá var Viðar Örn Kjartansson í fremstu víglínu hjá Vålerenga sem tapaði 1-0 gegn Molde.

United slapp með skrekkin gegn Leicester

Manchester United og Leicester skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur á Old Trafford urðu 1-1, en United þarf á stigum að halda í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Ó­trú­legur sigur Brent­ford á Brúnni

Brentford vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Chelsea er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn komust yfir snemma í síðari hálfleik en gestirnir svöruðu með fjórum mörkum og unnu magnaðan sigur.

Sjá næstu 50 fréttir