Fleiri fréttir

Mikael skoraði er AGF glutraði niður for­ystu undir lok leiks

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson skoraði síðara marka AGF í 2-3 tapi liðsins gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Mikael lék allan leikinn og þá lék Jón Dagur Þorsteinsson 81 mínútu í liði AGF.

Mbappé meiddist á æfingu: Gæti misst af stór­leiknum gegn Real

Kylian Mbappé meiddist á æfingu París Saint-Germain í dag. Alls óvíst er hvort hann nái síðari leik liðsins gegn Real Madríd í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. PSG leiðir 1-0 í einvíginu eftir að Mbappé skoraði sigurmarkið í fyrri leik liðanna.

Félagarnir undrandi á fjarveru Ronaldos

Cristiano Ronaldo var ekki með Manchester United í borgarslagnum gegn Manchester City í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Samkvæmt frétt The Athletic var hann ekki einu sinni í borginni.

Hataði menninguna í bandaríska kvennalandsliðnu

Einn besti leikmaður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta til margra ára lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna og hún ber menningunni í besta liði heims ekki góða sögu.

Treyjur Aftureldingar seldar um allan heim

Afturelding gæti verið að eignast mun fleiri stuðningsmenn, um allan heim, því treyjur knattspyrnuliðs félagsins verða til sölu á tónleikum hljómsveitarinnar Kaleo í ár.

Gunnar Heiðar tekur við Vestra

Vestri frá Ísafirði hefur ráðir Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem þjálfara liðsins fyrir komandi átök í Lengjudeild karla í fótbolta.

Rúnar og félagar án sigurs í seinustu þrem

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í OH Leuven eru nú án sigurs í seinustu þrem deildarleikjum sínum í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 3-1 tap gegn Eupen í kvöld.

„Vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki“

Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, var eðlilega ósáttur við 4-1 tap sinna mann í borgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segist vita fullvel að liðið þurfi að vinna næstu leiki.

Blikar enn með fullt hús stiga

Breiðablik er enn með fullt hús stiga í riðli tvö í A-deild Lengjubikars karla eftir 2-1 útisigur gegn Þór frá Akureyri í dag.

Gott gengi Arsenal heldur áfram

Arsenal vann 3-2 útisigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var einkar fjörugur og mörkin í glæsilegri kantinum.

Talið að Ron­aldo missi af Manchester-slagnum

Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur er leikmenn Manchester United hittust á Lowry-hótelinu í gærkvöld til að undirbúa sig fyrir stórleik dagsins er þeir mæta Englandsmeisturum Manchester City á Etihad-vellinum. Alls vantaði fjóra leikmenn sem væru öllu jafna í hóp liðsins.

Tvö töp í seinustu þrem hjá PSG

Franska stórveldið Paris Saint-Germain hafði ekki tapað leik í fyrstu 24 deildarleikjum sínum á tímabilinu, en eftir 1-0 tap gegn Nice í kvöld hefur liðið nú tapað tveimur af seinustu þrem.

Viðar kom inn af bekknum í góðum sigri

Viðar Ari Jónsson og félagar hans í Honvéd unnu góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Debrecen í ungversku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Liverpool vann sjöunda deildarleikinn í röð

Liverpool heldur sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta áfram, en liðið hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð eftir 1-0 sigur gegn West Ham í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir