Fleiri fréttir

Leicester kastaði frá sér sigrinum

Öllum leikjum dagsins í Evrópudeildinni er nú lokið. Leicester gerði 2-2 jefntefli gegn Napoli á heimavelli og Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers töpuðu 2-0 gegn franska liðinu Lyon svo eitthvað sé nefnt.

Arnór Borg að ganga til liðs við Víking

Arnór Borg Guðjohnsen er við það að ganga í raðir við Víking R. frá Fylki. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfesti í samtali við mbl.is í dag að félagið sé í viðræðum við sóknarmanninn.

Daninn bjargaði stigi fyrir Tottenham í Sambandsdeildinni

Tottenham heimsótti franska liðið Rennes í fyrsta leiknum sínum í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en hún er ný keppni hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Lokatölur 2-2, en það var danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Højbjerg sem bjargaði stigi fyrir Lundúnaliðið.

Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims.

Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum

Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum.

„Svart ský yfir Hlíðarenda“

Valsmenn töpuðu fjórða leiknum í röð og misstu um leið möguleikann á því að vinna titil á þessu sumri þegar Hlíðarendaliðið féll út úr Mjólkurbikarnum á móti Lengjudeildarliði Vestra. Mjólkurbikarmörkin ræddu Valsliðið.

Grótta skoraði átta gegn Aftur­eldingu

Grótta gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk er liðið vann 8-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld. Hvorugt lið hefur að neinu að keppa og ljóst að gestirnir úr Mosfellsbæ eru farnir í vetrarfrí.

Rodrygo hetja Real

Real Madríd vann mikilvægan 1-0 útisigur á Ítalíumeisturum Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikið var í Mílanó.

Markasúpa á Etihad er heimamenn skoruðu sex

Manchester City og RB Leipzig mættust í einhverjum ótrúlegasta leik síðari tíma í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 6-3 heimamönnum í vil í leik sem vart er hægt að finna lýsingarorð yfir.

Fór til London í skoðun og að­gerð vegna þrá­látra meiðsla

Arnór Borg Guðjohnsen, leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla í fótbolta, hefur loks fengið úr því skorið hvað er að hrjá hann. Eftir að hafa verið meira og minna meiddur í nær allt sumar hefur komið í ljós að hann er með nárakviðslit.

Guðni hættur með Stólana

Guðni Þór Einarsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, eftir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild í sögu félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir