Fleiri fréttir Leikmenn kvennaliðs Man United hafa fengið nóg og leita til leikmannasamtakanna Eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti virðist mikill glundroði ríkja hjá kvennaliði Manchester United. Þjálfarinn er farinn, bestu leikmenn liðsins eru á förum og nú vilja leikmenn liðsins ræða við leikmannasamtökin um ástandið hjá félaginu. 8.7.2021 17:01 Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8.7.2021 16:01 „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8.7.2021 15:01 Stjarnan með betra lið en taflan gefur til kynna Keith Long, þjálfari Bohemian FC sem mætir Stjörnunni í Sambandsdeild UEFA í kvöld, er spenntur fyrir leik liðanna. Hann reiknar með hörkuleik í Garðabænum í kvöld og segir sína menn þurfa að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika á að komast áfram. 8.7.2021 14:45 Kwame Quee með malaríu Kwame Quee, leikmaður Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, hefur greinst með malaríu. Hann mun því að öllum líkindum missa af næstu leikjum Víkinga. 8.7.2021 14:30 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8.7.2021 14:01 „Betra en fæðing dóttur minnar“ Það var glatt á hjalla hjá stuðningsmönnum Englands eftir sigurinn á Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. 8.7.2021 13:31 Fengu kveðjur frá konungsfjölskyldunni og Wozniacki Það hrifust margir með danska landsliðinu í knattspyrnu og þá sér í lagi Danir. Þeir féllu úr leik gegn Englandi í undanúrslitunum í gær. 8.7.2021 13:00 Hefur bara byrjað tvo leiki en er komin með fjögur mörk í sænsku úrvalsdeildinni Íslenska knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers hefur heldur betur verið að gera frábæra hluti í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu vikum. 8.7.2021 12:31 UEFA kærir Englendinga Enska landsliðið er komið í úrslitaleik á stórmóti í fyrsta sinn í 55 ár en það lítur út fyrir að hegðun stuðningsmanna liðsins á Wembley í gær kalli á aðgerðir og refsingar frá yfirvöldum evrópska fótboltans. 8.7.2021 11:32 „Megum ekki dragast lengra aftur úr“ „Þetta verða erfiðir leikir en möguleikarnir eru alveg til staðar,“ segir Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, fyrir einvígið við írska liðið Sligo Rovers sem hefst í Kaplakrika í dag. Hann segir alla sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að spyrna við fótum eftir dapurt gengi félagsliða í Evrópukeppnum karla síðustu ár. 8.7.2021 11:01 Erfið nótt hjá Íslendingunum í MLS Hvorki Arnór Ingvi Traustason né Guðmundur Þórarinsson nældu í þrjú stig í MLS-deildinni í knattspyrnu í nótt. Báðir hófu þeir leik á bekknum hjá sínu liði. 8.7.2021 10:15 Heiðar segir Stjörnuna vel stemmda og það vera kröfu að fara áfram í Evrópu Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, segist staðráðinn í að hjálpa liðinu að komast í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Garðbæingar hefja leik í kvöld þegar Bohemians frá Írlandi kemur í heimsókn í Garðabæinn. 8.7.2021 10:01 Messi hæddist að liðsfélaga Gylfa eftir klúður hans í vítakeppninni Það var mikil spenna í loftinu í vítaspyrnukeppni Argentínu og Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar og sjálfur Lionel Messi hikaði ekki við að strá salti í sár mótherja í vítakeppninni. 8.7.2021 09:30 Ramos til Parísar Sergio Ramos hefur skrifað undir tveggja ára samning við PSG en þetta staðfesti félagið í dag. 8.7.2021 09:16 Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8.7.2021 09:01 Declan Rice hafði tvöfalda ástæðu til að fagna í gærkvöldi Declan Rice og félagar í enska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær en þetta voru ekki einu góðu fréttirnar fyrir fjölskyldu hans það kvöld. 8.7.2021 08:00 „Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8.7.2021 07:31 Rasísk framkoma Griezmann og Dembélé vekur hörð viðbrögð Myndskeið af Frökkunum Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé, leikmönnum Barcelona, sem lak á netið á dögunum hefur vakið hörð viðbrögð. Stórfyrirtækin Rakuten og Konami hafa gagnrýnt þá harðlega og Barcelona útilokar ekki að refsa þeim. 8.7.2021 07:01 Segir Man City ekki hafa efni á framherja miðað við þau verð sem eru í umræðunni Pep Guardiola segir Manchester City ekki hafa efni á því að kaupa framherja til að fylla skarð Sergio Agüero sem samdi við Barcelona í sumar. Hann segir verðið á þeim leikmönnum sem félagið vill einfaldlega of hátt. 7.7.2021 23:30 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7.7.2021 22:45 Sjáðu mörkin og umdeilda vítadóminn á Wembley England vann 2-1 sigur á Dönum eftir framlengdan leik á Evrópumóti karla í fótbolta í kvöld. Umdeild vítaspyrna hafði mikið að segja. 7.7.2021 22:10 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7.7.2021 21:35 Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7.7.2021 20:31 Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7.7.2021 19:54 Mikil sigling á Guðrúnu og félögum Guðrún Arnardóttir var að venju í byrjunarliði Djurgården sem vann 2-0 sigur á Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hlín Eiríksdóttir er enn frá vegna meiðsla hjá Piteå. 7.7.2021 19:31 Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7.7.2021 19:15 Diljá á skotskónum annan leikinn í röð Diljá Ýr Zomers var á meðal markaskorara í 3-0 sigri Häcken á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í kvöld. 7.7.2021 18:31 Alfons lagði upp í tapi í Meistaradeildinni Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt þurftu að þola 3-2 tap á heimavelli fyrir Póllandsmeisturum Legia Varsjá í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Alfons lagði upp í leiknum. 7.7.2021 18:00 Sænsk landsliðskona til Barcelona Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona hafa samið við hina sænsku Fridolina Rolfö. Semur hún til tveggja ára. Kemur hún frá Wolfsburg líkt og hin norska Ingrid Engen sem samdi við Barcelona í gær. 7.7.2021 17:30 Sjáðu mörkin hjá þjálfaralausum Eyjakonum, úr endurkomu Breiðabliks, sigri Vals og öll hin mörkin í 9. umferð Mikið fjör var í 9. umferð Pepsi Max deild kvenna. Liðin á útivelli unnu öll sína leiki í umferðinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu frábæran endurkomu sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum en hér að neðan má sjá öll mörkin úr umferðinni. 7.7.2021 17:01 Óvenju dökkbláir Stjörnumenn í Evrópukeppninni í ár Stjörnumenn spila að venju í sérstakri Evróputreyju þegar þeir taka þátt í Evrópukeppninni en framundan er leikur hjá liðinu á móti írska liðinu Bohemian FC í Sambandsdeild UEFA. 7.7.2021 15:30 Southgate segir árangur Englands á stórmótum ofmetinn Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, segir árangur liðsins á stórmótum í gegnum árin stórlega ofmetin. Southgate getur stýrt liðinu í fyrsta úrslitaleikinn á stórmóti síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966. 7.7.2021 14:31 Aurskriða inn í íbúð, ónýtur bíll og týndur köttur en buguð Bryndís fagnaði Það féll aurskriða inn í íbúðina hennar, kötturinn týndist, bíllinn bilaði og hún veiktist en stóð samt uppi sem sigurvegari í mikilvægum fótboltaleik í Garðabæ í gærkvöld. Þetta er ekki handrit að bíómynd heldur vika í lífi Bryndísar Rutar Haraldsdóttur. 7.7.2021 14:00 Sautján ára stelpur með glæsimörk úr aukaspyrnum í Pepsi Max í gær: Sjáðu mörkin Tvær 2004 stelpur skoruðu frábær mörk með skotum beint úr aukaspyrnu í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í gær. 7.7.2021 13:31 Þjálfarateymi Ítalíu vekur athygli Segja má að þjálfarateymi ítalska landsliðsins hafi stolið senunni á Evrópumótinu í knattspyrnu. Þó svo að frammistaða liðsins inn á vellinum hafi verið frábær hafa mennirnir á hliðarlínunni einnig fengið mikið lof. 7.7.2021 13:00 Spáir því að Saka komi inn fyrir Sancho David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic, spáir því að Bukayo Saka komi inn í byrjunarlið enska landsliðsins á kostnað Jadon Sancho í undanúrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í kvöld. 7.7.2021 12:30 Chiellini grínaðist í Alba fyrir vítaspyrnukeppnina í gærkvöldi Það var mikil spenna í loftinu á Wembley í gærkvöldi þegar ljóst var að úrslitin í undanúrslitaleik Ítala og Spánverja myndu ráðast í vítaspyrnukeppni. Einn maður var þó óvenju léttur. 7.7.2021 12:01 Elskar að hætta við að hætta og nú farin að gera það í fleiri íþróttum Ef það er einhver íþróttakona sem elskar það að taka skóna af hillunni þá er það handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. 7.7.2021 11:00 Féll á læknisskoðun og missti af samningi við sænskt lið Ekkert verður að því að bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson hjá Keflavík fari út í atvinnumennsku til Svíþjóðar. 7.7.2021 10:31 Heimsókn til Danmerkur fyrir áratug síðan gæti verið lykillinn að velgengni Englands Árangur Gareth Southgate með enska landsliðið gæti átt heimsókn hans til Danmerkur árið 2011 margt að þakka. Southgate fór til að sitja þjálfaranámskeið á vegum UEFA í Árósum ásamt því að fylgjast með Evrópumóti U-21 árs landsliða. 7.7.2021 10:00 Endurlifðu EM-dramatík gærkvöldsins með því að sjá mörkin og vítakeppnina Ítalir eru komnir í úrslitaleik Evrópukeppninnar í fótbolta eftir sigur á Spánverjum í vítakeppni í undanúrslitaleik þjóðanna á Wembley. 7.7.2021 09:30 Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7.7.2021 09:01 Forsíður ítölsku blaðanna: „Guð er ítalskur“ Ítölsku blöðin slógu auðvitað upp sigri fótboltalandsliðsins í undanúrslitaleik EM en ítölsku leikmennirnir fögnuðu sigri á forsíðunum. 7.7.2021 08:01 Við fáum úrslitaleik á milli Messi og Neymar eftir vítakeppni í nótt Argentína komst í nótt í úrslitaleik Suðurameríkubikarsins eftir sigur á Kólumbíu í vítakeppni í seinni undanúrslitaleik keppninnar. Argentína mætir Brasilíu í úrslitaleiknum. 7.7.2021 07:45 Sjá næstu 50 fréttir
Leikmenn kvennaliðs Man United hafa fengið nóg og leita til leikmannasamtakanna Eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti virðist mikill glundroði ríkja hjá kvennaliði Manchester United. Þjálfarinn er farinn, bestu leikmenn liðsins eru á förum og nú vilja leikmenn liðsins ræða við leikmannasamtökin um ástandið hjá félaginu. 8.7.2021 17:01
Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8.7.2021 16:01
„Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8.7.2021 15:01
Stjarnan með betra lið en taflan gefur til kynna Keith Long, þjálfari Bohemian FC sem mætir Stjörnunni í Sambandsdeild UEFA í kvöld, er spenntur fyrir leik liðanna. Hann reiknar með hörkuleik í Garðabænum í kvöld og segir sína menn þurfa að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika á að komast áfram. 8.7.2021 14:45
Kwame Quee með malaríu Kwame Quee, leikmaður Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, hefur greinst með malaríu. Hann mun því að öllum líkindum missa af næstu leikjum Víkinga. 8.7.2021 14:30
Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8.7.2021 14:01
„Betra en fæðing dóttur minnar“ Það var glatt á hjalla hjá stuðningsmönnum Englands eftir sigurinn á Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. 8.7.2021 13:31
Fengu kveðjur frá konungsfjölskyldunni og Wozniacki Það hrifust margir með danska landsliðinu í knattspyrnu og þá sér í lagi Danir. Þeir féllu úr leik gegn Englandi í undanúrslitunum í gær. 8.7.2021 13:00
Hefur bara byrjað tvo leiki en er komin með fjögur mörk í sænsku úrvalsdeildinni Íslenska knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers hefur heldur betur verið að gera frábæra hluti í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu vikum. 8.7.2021 12:31
UEFA kærir Englendinga Enska landsliðið er komið í úrslitaleik á stórmóti í fyrsta sinn í 55 ár en það lítur út fyrir að hegðun stuðningsmanna liðsins á Wembley í gær kalli á aðgerðir og refsingar frá yfirvöldum evrópska fótboltans. 8.7.2021 11:32
„Megum ekki dragast lengra aftur úr“ „Þetta verða erfiðir leikir en möguleikarnir eru alveg til staðar,“ segir Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, fyrir einvígið við írska liðið Sligo Rovers sem hefst í Kaplakrika í dag. Hann segir alla sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að spyrna við fótum eftir dapurt gengi félagsliða í Evrópukeppnum karla síðustu ár. 8.7.2021 11:01
Erfið nótt hjá Íslendingunum í MLS Hvorki Arnór Ingvi Traustason né Guðmundur Þórarinsson nældu í þrjú stig í MLS-deildinni í knattspyrnu í nótt. Báðir hófu þeir leik á bekknum hjá sínu liði. 8.7.2021 10:15
Heiðar segir Stjörnuna vel stemmda og það vera kröfu að fara áfram í Evrópu Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, segist staðráðinn í að hjálpa liðinu að komast í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Garðbæingar hefja leik í kvöld þegar Bohemians frá Írlandi kemur í heimsókn í Garðabæinn. 8.7.2021 10:01
Messi hæddist að liðsfélaga Gylfa eftir klúður hans í vítakeppninni Það var mikil spenna í loftinu í vítaspyrnukeppni Argentínu og Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar og sjálfur Lionel Messi hikaði ekki við að strá salti í sár mótherja í vítakeppninni. 8.7.2021 09:30
Ramos til Parísar Sergio Ramos hefur skrifað undir tveggja ára samning við PSG en þetta staðfesti félagið í dag. 8.7.2021 09:16
Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8.7.2021 09:01
Declan Rice hafði tvöfalda ástæðu til að fagna í gærkvöldi Declan Rice og félagar í enska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær en þetta voru ekki einu góðu fréttirnar fyrir fjölskyldu hans það kvöld. 8.7.2021 08:00
„Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8.7.2021 07:31
Rasísk framkoma Griezmann og Dembélé vekur hörð viðbrögð Myndskeið af Frökkunum Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé, leikmönnum Barcelona, sem lak á netið á dögunum hefur vakið hörð viðbrögð. Stórfyrirtækin Rakuten og Konami hafa gagnrýnt þá harðlega og Barcelona útilokar ekki að refsa þeim. 8.7.2021 07:01
Segir Man City ekki hafa efni á framherja miðað við þau verð sem eru í umræðunni Pep Guardiola segir Manchester City ekki hafa efni á því að kaupa framherja til að fylla skarð Sergio Agüero sem samdi við Barcelona í sumar. Hann segir verðið á þeim leikmönnum sem félagið vill einfaldlega of hátt. 7.7.2021 23:30
Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7.7.2021 22:45
Sjáðu mörkin og umdeilda vítadóminn á Wembley England vann 2-1 sigur á Dönum eftir framlengdan leik á Evrópumóti karla í fótbolta í kvöld. Umdeild vítaspyrna hafði mikið að segja. 7.7.2021 22:10
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7.7.2021 21:35
Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7.7.2021 20:31
Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7.7.2021 19:54
Mikil sigling á Guðrúnu og félögum Guðrún Arnardóttir var að venju í byrjunarliði Djurgården sem vann 2-0 sigur á Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hlín Eiríksdóttir er enn frá vegna meiðsla hjá Piteå. 7.7.2021 19:31
Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7.7.2021 19:15
Diljá á skotskónum annan leikinn í röð Diljá Ýr Zomers var á meðal markaskorara í 3-0 sigri Häcken á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í kvöld. 7.7.2021 18:31
Alfons lagði upp í tapi í Meistaradeildinni Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt þurftu að þola 3-2 tap á heimavelli fyrir Póllandsmeisturum Legia Varsjá í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Alfons lagði upp í leiknum. 7.7.2021 18:00
Sænsk landsliðskona til Barcelona Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona hafa samið við hina sænsku Fridolina Rolfö. Semur hún til tveggja ára. Kemur hún frá Wolfsburg líkt og hin norska Ingrid Engen sem samdi við Barcelona í gær. 7.7.2021 17:30
Sjáðu mörkin hjá þjálfaralausum Eyjakonum, úr endurkomu Breiðabliks, sigri Vals og öll hin mörkin í 9. umferð Mikið fjör var í 9. umferð Pepsi Max deild kvenna. Liðin á útivelli unnu öll sína leiki í umferðinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu frábæran endurkomu sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum en hér að neðan má sjá öll mörkin úr umferðinni. 7.7.2021 17:01
Óvenju dökkbláir Stjörnumenn í Evrópukeppninni í ár Stjörnumenn spila að venju í sérstakri Evróputreyju þegar þeir taka þátt í Evrópukeppninni en framundan er leikur hjá liðinu á móti írska liðinu Bohemian FC í Sambandsdeild UEFA. 7.7.2021 15:30
Southgate segir árangur Englands á stórmótum ofmetinn Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, segir árangur liðsins á stórmótum í gegnum árin stórlega ofmetin. Southgate getur stýrt liðinu í fyrsta úrslitaleikinn á stórmóti síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966. 7.7.2021 14:31
Aurskriða inn í íbúð, ónýtur bíll og týndur köttur en buguð Bryndís fagnaði Það féll aurskriða inn í íbúðina hennar, kötturinn týndist, bíllinn bilaði og hún veiktist en stóð samt uppi sem sigurvegari í mikilvægum fótboltaleik í Garðabæ í gærkvöld. Þetta er ekki handrit að bíómynd heldur vika í lífi Bryndísar Rutar Haraldsdóttur. 7.7.2021 14:00
Sautján ára stelpur með glæsimörk úr aukaspyrnum í Pepsi Max í gær: Sjáðu mörkin Tvær 2004 stelpur skoruðu frábær mörk með skotum beint úr aukaspyrnu í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í gær. 7.7.2021 13:31
Þjálfarateymi Ítalíu vekur athygli Segja má að þjálfarateymi ítalska landsliðsins hafi stolið senunni á Evrópumótinu í knattspyrnu. Þó svo að frammistaða liðsins inn á vellinum hafi verið frábær hafa mennirnir á hliðarlínunni einnig fengið mikið lof. 7.7.2021 13:00
Spáir því að Saka komi inn fyrir Sancho David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic, spáir því að Bukayo Saka komi inn í byrjunarlið enska landsliðsins á kostnað Jadon Sancho í undanúrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í kvöld. 7.7.2021 12:30
Chiellini grínaðist í Alba fyrir vítaspyrnukeppnina í gærkvöldi Það var mikil spenna í loftinu á Wembley í gærkvöldi þegar ljóst var að úrslitin í undanúrslitaleik Ítala og Spánverja myndu ráðast í vítaspyrnukeppni. Einn maður var þó óvenju léttur. 7.7.2021 12:01
Elskar að hætta við að hætta og nú farin að gera það í fleiri íþróttum Ef það er einhver íþróttakona sem elskar það að taka skóna af hillunni þá er það handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. 7.7.2021 11:00
Féll á læknisskoðun og missti af samningi við sænskt lið Ekkert verður að því að bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson hjá Keflavík fari út í atvinnumennsku til Svíþjóðar. 7.7.2021 10:31
Heimsókn til Danmerkur fyrir áratug síðan gæti verið lykillinn að velgengni Englands Árangur Gareth Southgate með enska landsliðið gæti átt heimsókn hans til Danmerkur árið 2011 margt að þakka. Southgate fór til að sitja þjálfaranámskeið á vegum UEFA í Árósum ásamt því að fylgjast með Evrópumóti U-21 árs landsliða. 7.7.2021 10:00
Endurlifðu EM-dramatík gærkvöldsins með því að sjá mörkin og vítakeppnina Ítalir eru komnir í úrslitaleik Evrópukeppninnar í fótbolta eftir sigur á Spánverjum í vítakeppni í undanúrslitaleik þjóðanna á Wembley. 7.7.2021 09:30
Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7.7.2021 09:01
Forsíður ítölsku blaðanna: „Guð er ítalskur“ Ítölsku blöðin slógu auðvitað upp sigri fótboltalandsliðsins í undanúrslitaleik EM en ítölsku leikmennirnir fögnuðu sigri á forsíðunum. 7.7.2021 08:01
Við fáum úrslitaleik á milli Messi og Neymar eftir vítakeppni í nótt Argentína komst í nótt í úrslitaleik Suðurameríkubikarsins eftir sigur á Kólumbíu í vítakeppni í seinni undanúrslitaleik keppninnar. Argentína mætir Brasilíu í úrslitaleiknum. 7.7.2021 07:45