Fleiri fréttir

Hitti manninn með röddina

Þeir sem spilað hafa íþróttaleiki EA Sports ættu að kannast við eina rödd fremur en aðra.

Kveðjustund Katrínar | Myndir

Glæstum landsliðsferli Katrínar Jónsdóttir lauk á Laugardalsvelli í kvöld. Þá spilaði hún landsleik númer 133. Enginn Íslendingur hefur spilað fleiri A-landsleiki í knattspyrnu.

Margrét Lára um Ramonu Bachmann: Hún hreyfir sig eins og strákur

Svisslendingurinn Ramona Bachmann sýndi heldur betur snilli sína á Laugardalsvelli í kvöld þegar hún sprengdi upp íslensku vörnina hvað eftir annað og það var í raun ótrúlega að stórkostlegir sprettir hennar skiluði ekki fleiri mörkum. Sviss vann 2-0 sigur á Íslandi í undankeppni HM og það er ljóst að með Bachmann í svona formi þá fer svissneska liðið langt.

Freyr: Óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur

Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu.

Anna María: Gekk illa að leysa pressuna

Anna María Baldursdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hún leysti erfitt verkefni ágætlega og náði að halda aftur af Önu Mariu Crnogorcevic.

Katrín Jónsdóttir: Verðskuldaður sigur

Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap.

Margrét Lára: Þær voru miklu betri

Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra.

Moyes: Ég mun koma Manchester United aftur í gírinn

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki miklar áhyggjur af því að hann komi ekki United-liðinu á flug en Skotinn fullvissaði alla um það í viðtali eftir 1-0 sigur á Liverpool í enska deildabikarnum í gær.

Hólmfríður: Við erum líka með svakalega varnarmenn

Hólmfríður Magnúsdóttir missti af síðasta landsleik kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið tapaði 0-4 í átta liða úrslitum EM í Svíþjóð en hún var þá í leikbanni. Hólmfríður verður hinsvegar í eldlínunni í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015.

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Sviss 0-2

Íslenska kvennalandsliðið byrjar ekki vel undir stjórn Freys Alexanderssonar því liðið tapaði 0-2 á móti Sviss á Laugardalsvellinum í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. Íslensku stelpurnar réðu ekkert við hápressu Sviss eða hina frábæru Ramonu Bachmann sem fór afar illa með íslensku varnarlínuna allan leikinn.

Albert tryggði sigur á Rússum

17 ára landslið Íslands lagði í dag kollega sína frá Rússlandi að velli 2-1 í riðlakeppni Evrópumótsins. 19 ára landslið stúlkna tapaði hins vegar 3-0 gegn Frökkum.

Þrælar láta lífið fyrir HM í Katar

Tugir verkamanna frá Nepal hafa látið lífið í Katar undanfarnar vikur við undirbúningsvinnu fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022.

Dæmir í Meistaradeild ungmenna

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Dortmund og Marseille í Meistaradeild ungmenna sem UEFA heldur samhliða Meistaradeild UEFA.

Ferill Katrínar í myndum og tölum

Katrín Jónsdóttir leikur sinn 133. og að öllum líkindum síðasta landsleik þegar kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Sviss í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld.

„Nú finnst mér þetta komið gott hjá mér“

Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir aðstoðarmann sinn, Guðna Kjartansson, eiga afskaplega stóran og oft á tíðum vanmetinn þátt í árangri kvennalandsliðsins í knattspyrnu undanfarin ár.

Skemmtilegt að ná að kveðja hana hérna heima

Katrín Jónsdóttir spilar 133. og síðasta landsleik sinn í kvöld þegar Ísland mætir Sviss á Laugardalsvellinum í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2015. Stelpurnar ætla að gera allt til að kveðja fyrirliðann sinn með sigri.

Arsenal vann WBA í vítakeppni og mætir Chelsea

Arsenal er komið áfram í enska deildabikarnum eftir 4-3 sigur á West Bromwich Albion í vítakeppni þegar liðið mættust í kvöld á The Hawthorns, heimavelli WBA. Leikurinn sjálfur endaði 1-1. Arsenal mætir Chelsea á heimavelli í næstu umferð.

Jafntefli hjá Emil - tap hjá Birki

Emil Hallfreðsson spilaði allar 90 mínúturnar þegar Hellas Verona gerði 2-2 jafntefli á móti Torino á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Birki Bjarnason kom inn á sem varamaður í tapi Sampdoria.

United sló Liverpool út úr deildabikarnum í endurkomu Suarez

Javier Hernández skaut Manchester United áfram í enska deildabikarnum í kvöld þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á Liverpool á Old Trafford í kvöld. Leikurinn var opinn og skemmtilegur og vissulega færi til að skora fleiri en eitt mark.

Hallgrímur skoraði í leiknum en klikkaði í vítakeppninni

SönderjyskE er úr leik í bikarnum eftir tap í vítakeppni á móti b-deildarliði Fredericia í kvöld í 32 liða úrslitum dönsku bikarkeppninar í fótbolta. Hallgrímur Jónasson skoraði mark SönderjyskE í leiknum en klikkaði síðan á víti í vítakeppninni.

Gattuso rekinn frá Palermo

Forráðamenn ítalska knattspyrnufélagsins Palermo hafa rekið Gennaro Gattuso sem stjóra liðsins en Ítalinn var aðeins með liðið í sjö deildarleiki.

Ronaldo með sigurmark Real úr víti á 96. mínútu

Cristiano Ronaldo bjargaði andlitinu fyrir Real Madrid í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á móti botnliði Elche í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri.

Ensk stórlið renna hýru auga til Pirlo

Knattspyrnumaðurinn Andrea Pirlo er samningsbundinn ítalska félaginu Juventus út leiktíðina en ensk lið hafa mikinn áhuga á að klófesta þennan magnaða miðjumann.

Perez: Casillas fer ekki frá okkur

Florentino Perez, forseti spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid, telur ólíklegt að spænski markvörðurinn Iker Casillas muni yfirgefa Real Madrid í janúarglugganum.

Sjá næstu 50 fréttir