Fleiri fréttir

Lagerbäck: Enginn njósnari á æfingu Norðmanna

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, gaf lítið fyrir spurningar norskra blaðamanna í morgun sem vildu vita hvort að hann ætlaði reyna að afla sér upplýsinga um æfingar norska liðsins.

Fiorentina heimtar að Berbatov borgi fyrir flugmiðana

Forráðamenn Fiorentina eru enn reiðir Búlgaranum Dimitar Berbatov fyrir að svíkja þá í síðustu viku en þeir gripu í tómt þegar þeir ætluðu að taka á móti Berbatov á flugvellinum í Flórens.

Sagna efins um leikmannastefnu Arsenal

Bacary Sagna, leikmaður Arsenal, segir það óhjákvæmilegt að velta fyrir sér málunum þegar félagið ákveður að selja tvo bestu leikmenn síðasta tímabils.

Engin Margrét Lára og Katrín tæp

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í lykilstöðu fyrir lokaleiki sína í undankeppni Evrópumótsins í Svíþjóð 2013. Staðan á toppi riðilsins er vissulega góð en landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson þarf hugsanlega að fara í síðustu tvo leikina án tveggja af allra mikilvægustu leikmönnum liðsins.

Hefð sem kominn er tími til að breyta

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar sinn fyrsta leik í undankeppni HM 2014 á föstudagskvöldið þegar Norðmenn koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Þetta er fyrsti alvöru landsleikur liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck en mikil batamerki hafa verið á liðinu síðan að Svíinn tók við því.

Sparkaði ekki í bolta í rúma tvo mánuði en það dugði ekki til

Margrét Lára Viðarsdóttir, aðalmarkaskorari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með í lokaleikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Þetta eru leikir á móti Norður-Írlandi og Noregi og þar geta íslensku stelpurnar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. Það er mikið áfall fyrir landsliðið að vera án markadrottningarinnar í þessum mikilvægu leikjum.

Angelo Henriquez til United

Manchester United hefur gengið frá kaupum á átján ára framherja frá Síle. Sá heitir Angelo Henriquez og kemur frá Universidad de Chile.

Fabregas: Ég er ekki slæmur liðsfélagi

Cesc Fabregas fær enn ekki alltof mörg tækifæri með Barcelona-liðinu en þessi fyrrum fyrirliði Arsenal ætlar að reyna að vera jákvæður þrátt fyrir að sitja mikið á bekknum hjá Barca.

Carroll snýr mögulega aftur til Liverpool í janúar

Enska götublaðið The Sun fullyrðir að Andy Carroll hafi krafist þess að setja klásúlu í lánssamning Liverpool við West Ham um að hann gæti snúð til baka til fyrrnefnda félagsins strax í janúar.

Missti Liverpool af Del Piero? - samdi við Sydney FC

Ítalinn Alessandro Del Piero er á leiðinni til Ástralíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við ástralska félagið Sydney FC. Del Piero gerði tveggja ára samning og fær tvær milljónir evra í laun fyrir hvort tímabili.

Ísland upp um tólf sæti

Nýr styrkleikalisti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsnis, var gefinn út í morgun. Ísland er í 118. sæti og fór upp um tólf sæti eftir sigurinn á Færeyjum í síðasta mánuði.

Einn þriggja leikmanna sem mátti ekki selja

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist vera hæstánægður í herbúðum ítalska B-deildarliðsins Hellas Verona. Liðið var ekki langt frá því að komast upp í úrvalsdeildina í vor en það endaði í fjórða sæti eftir að hafa verið í toppbaráttu allt tímabilið og tapaði svo í undanúrslitum umspilskeppninnar.

Adriano hélt sér þurrum í þrettán daga hjá Flamengo

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Adriano á enn í stórkostlegum vandræðum með sjálfan sig og á erfitt með að halda sér frá flöskunni. Ferill hins hæfileikaríka Adriano er ein samfelld sorgarsaga. Eftir að hafa orðið einn hættulegasti framherji heims hjá Inter hefur leiðin legið hratt niður á við.

Demba Ba má ekki keyra bíl næstu sex mánuði

Demba Ba, framherji Newcastle United, er þekktur fyrir mikinn hraða inn á vellinum en hann vill greinilega líka fara hratt yfir utan vallar. Ba er nú búinn að missa bílprófið sitt eftir að hafa verið tekinn tvisvar sinnum fyrir of hraðann akstur.

Þór/KA Íslandsmeistari - myndir

Það var sögulegt kvöld á Akureyri er Þór/KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna með 9-0 sigri á Selfoss.

Jóhann Kristinn: Við erum eins og leiðinlegt skordýr

"Ég fór inn í þetta mót til að keppa við stór og sterk lið eins og Stjörnuna, Val, Breiðablik og ÍBV. Við vildum troða okkur inn í þennan pakka,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson sigurreifur þjálfari Þórs/KA um hver markmið liðsins voru fyrir sumarið.

Magath ósáttur með Brassana hjá sér: Þeir gefa bara á hvern annan

Felix Magath, þjálfari þýska liðsins VfL Wolfsburg, er alltaf óhræddur við að segja sína skoðun og hikar ekki við að gagnrýna sína eigin leikmenn. Wolfsburg steinlá 4-0 á heimavelli á móti Hannover um helgina og Magath var ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla.

Tevez: Ég hafði gott af deilunum við Mancini

Carlos Tevez telur að deilur hans við stjórann Roberto Mancini á síðasta tímabili komi til með að hjálpa honum á þessu tímabili. Tevez er búinn að skora 3 mörk og leggja upp önnur þrjú í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Zola: Hazard hefur þetta allt saman

Chelsea-goðsögnin Gianfranco Zola er sannfærður um að Belginn Eden Hazard geti orðið einn af bestu leikmönnunum í sögu félagsins. Hazard hefur skorað eitt mark og lagt upp önnur sex í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Owen búinn að semja við Stoke

Ekkert verður af því að Michael Owen gangi í raðir Liverpool því hann er búinn að skrifa undir samning við Stoke City.

Javi García: Manchester City er stærsta félagið í Englandi

Javi Garcia er nýjasti leikmaðurinn hjá Manchester City en ensku meistararnir keyptu hann frá Benfica á lokadegi félagsskiptagluggans fyrir 15,8 milljónir punda. Garcia var ekki löglegur fyrir leikinn á móti QPR um síðustu helgi og fær því góðan tíma í landsleikjahléinu til að kynnast öllu hjá City fyrir fyrsta leik sinn með liðinu.

Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir