Fleiri fréttir

Kewell og krúnan

Ástralinn Harry Kewell er alltaf hress og kátur. Hann var að sjálfsögðu mættur í skrúðgöngu í Melbourne á dögunum enþar var hann borinn á gullstól um göturnar en ástæðan er ókunn. En myndin er góð. Eiginlega frábær.

Campbell leggur skóna á hilluna

Sol Campbell hefur gefið það út að hann hafi bundið enda á atvinnumannaferil sinn í knattspyrnu en hann nær yfir tvo áratugi.

Messi búinn að slá markametið

Barcelona minnkaði forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig er það skellti Malaga, 4-1, á heimavelli sínum í kvöld.

Spurs gefur ekkert eftir

Tottenham er enn í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar öruggan útisigur á Bolton í kvöld. Fabrice Muamba steig út á völl fyrir leik og grét.

Papiss Cisse skaut Chelsea í kaf

Hinn ótrúlegi markaskorari Newcastle, Papiss Cisse, tryggði Newcastle gríðarlega mikilvægan útisigur á Chelsea í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Newcastle í 0-2 sigri.

Pepsi-deild karla: Þjálfarar fá að heimsækja dómarana að leik loknum

Þjálfarar í efstu deild karla í knattspyrnu fá að funda með dómurum að loknum leikjum sínum í efstu deild karla í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða en þetta var meðal þess sem fram kom á kynningarfundi í dag um áherslur dómaranna fyrir leiktíðina sem hefst á sunnudag.

Hodgson: Kemur til greina að velja Foster

Roy Hodgson, nýráðinn þjálfari enska landsliðsins, segir að það komi vel til greina að velja markvörðinn Ben Foster aftur í enska landsliðið.

Welbeck er ekki fótbrotinn

Danny Welbeck, leikmaður Manchester United, fékk góðar fréttir í gærkvöldi en þá var staðfest að hann væri ekki með brotið bein í fæti eins og hafði verið óttast.

Öflugur varnarmaður á leið í KR

Varnarmaðurinn Rhys Weston er á leið í KR samkvæmt heimildum Vísis. Hann er væntanlegur hingað til lands á morgun og liggur tveggja ára samningur á borðinu.

Keflvíkingar sömdu við Selimovic

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur náð samningum við slóvenska miðjumanninn Denis Selimovic um að spila með liðinu út tímabilið sem hefst nú um helgina.

Ballack: Bayern líklegra en Chelsea

Micheal Ballack, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Chelsea, segir Bayern hafa tilfinningalegt forskot fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem haldinn verður á heimavelli Bayern, þann 19. maí.

KR safnar bikurum - myndir

KR varð í kvöld meistari meistaranna þegar Íslands- og bikarmeistararnir skelltu FH, 2-0, á iðagrænum Laugardalsvelli.

Dalglish: Þetta var lélegt

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, reyndi ekki að draga fjöður yfir þá staðreynd að lið hans var arfaslakt gegn Fulham í kvöld.

Malmö á toppinn eftir stórsigur | Sara Björk með mark

Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Malmö, skoraði eitt mark í 7-1, stórsigri liðsins á Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þóra Björk Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, var einnig á sínum stað í liði Malmö.

Hodgson: Hápunktur allra enskra þjálfara

Nú rétt í þessu var haldinn blaðamannafundur þar sem ráðning Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands var staðfest. Enska knattspyrnusambandið sagði að þeir hefðu haft nokkra menn í huga varðandi starfið en á endanum hafi þeir einungis nálgast einn mann. Talsmenn knattspyrnusambandsins sögðu að reynsla Hodgson sem landsliðsþjálfara hafi verið gríðarlega mikilvægur þáttur í ráðningunni.

Roy Hodgson ráðinn þjálfari enska landsliðsins

Enska knattspyrnusambandið staðfesti nú rétt í þessu að Roy Hodgson hafi verið ráðinn sem þjálfari enska landsliðins. Hodgson er ráðinn til fjögurra ára og nær samningur hans því yfir næstu þrjú stórmót. Hann mun því undir eðlilegum kringumstæðum stýra liðinu á Evrópumótinu í sumar, Heimsmeistaramótinu sem haldið verður árið 2014 og Evrópumótinu 2016.

Arnar Sveinn samdi við Víking Ólafsvík

Arnar Sveinn Geirsson er hættur við að hætta í fótbolta en hann mun samt ekki leika með Valsmönnum í sumar því hann er búinn að semja við Víking Ólafsvík.

Allar líkur á því að Roy Hodgson taki við enska landsliðinu í dag

Allar líkur eru á því að enska knattspyrnusambandið, FA, greini frá því í dag að Roy Hodgson verði næsti þjálfari enska landsliðsins. Hodgson fundaði með FA í gær í fjórar klukkustundir. Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla mun hann stýra liði WBA í ensku úrvalsdeildinni í síðustu tveimur umferðunum áður en hann tekur við liði Englands sem leikur í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins sem hefst í byrjun júní í Póllandi og Úkraínu.

Jafnt hjá Stoke og Everton

Stoke og Everton skildu jöfn, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Everton í sjöunda sæti deildarinnar en Stoke er í því þrettánda.

Enn tapar Liverpool

Liverpool tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Að þessu sinni á heimavelli gegn Fulham.

Mourinho vill fá Zlatan Ibrahimovic til Real Madrid

José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, er strax farinn að huga að næsta tímabili en liðið getur tryggt sér meistaratitilinn á Spáni á morgun, miðvikudag. Samkvæmt frétt El Confidencial er Mourhino sagður hafa mikinn áhuga á að fá sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í lið sitt fyrir næstu leiktíð. Ibrahimovic er samningsbundinn AC Milan en hann lék áður með Barcelona á Spáni.

Suarez leikmaður umferðarinnar | öll tilþrifin úr 36. umferð á Vísi

Luis Suarez framherji Liverpool er leikmaður 36. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri liðsins gegn Norwich um helgina. Á sjónvarpshluta Vísis eru ýmsar samantektir frá ensku úrvalsdeildinni eftir síðustu umferð. Mörk umferðarinnar, lið umferðarinnar ásamt hápunktunum úr leik Man City og Man Utd sem fram fór í gær.

Liam Gallagher: Maradona tók í hönd Guðs

Rokkstjarnan Liam Gallagher stal senunni á fundi með fréttamönnum eftir 1-0 sigur Manchester City gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tónlistarmaðurinn úr hljómsveitinni Oasis er harður stuðningsmaður Man City og hann gerði sér lítið fyrir eftir leikinn og settist í stól sem ætlaður var Roberto Mancini knattspyrnustjóra Man City á fréttamannafundinum eftir leik. Og þar lét hann allt flakka.

Sjá næstu 50 fréttir