Fleiri fréttir

Rio og Balotelli saman í tónlistarmyndbandi

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, og Mario Balotelli, sóknarmaður Man. City, eru miklir unnendur rapp-tónlistar og eru ekki vanir því að segja nei þegar rapptónlistarmenn biðja um aðstoð.

Beckenbauer: Robben hefði ekki átt að taka vítið

Dortmund vann í gær afar mikilvægan sigur á Bayern München, 1-0, í uppgjöri toppliðanna í þýsku úrvalsdeildinni. Arjen Robben fékk tækifæri til að skora í leiknum en lét verja frá sér vítaspyrnu.

Mark Hjálmars dugði ekki til sigurs

Fimm Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Einn þeirra náði að skora en það var Hjálmar Jónsson hjá Gautaborg.

Innkaupalistinn hjá Chelsea | Roman ætlar að eyða 50 milljörðum

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, gerir sér fulla grein fyrir því að hann þarf að endurnýja leikmannahópinn hjá Chelsea fyrir næsta tímabil. Daily Mail slær því upp að rússneski eigandinn sé tilbúinn í að eyða 247 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar en það gera um 50 milljarðar íslenskra króna.

Eigandi Wigan vill halda Martinez

Dave Whelan, eigandi Wigan, vill gjarnan halda Roberto Martinez hjá liðinu á næsta tímabili. Wigan vann í gær 1-0 sigur á toppliði Manchester United í gær.

Shearer: Enska sambandið verður að ráða þjálfara strax í dag

Alan Shearer, fyrrum landsliðsfyrirliði Englendinga, segir það algjörlega nauðsynlegt að ensk sambandið ráði landsliðsþjálfar strax í dag. Enska landsliðið hefur verið þjálfaralaust síðan að Ítalinn Fabio Capello gekk út 9. febrúar síðastliðinn.

Fylkir samdi við írskan varnarmann

Írski varnarmaðurinn David Elebert gekk í dag til liðs við Fylki eftir að hafa staðist læknisskoðun nú síðdegis. Hann er 26 ára varnarmaður sem býr yfir talsverðri reynslu úr skosku úrvalsdeildinni.

Ferguson: Við munum ná okkur aftur á strik

Alex Ferguson, stóri Manchester United, sagðist þess fullviss eftir tapleikinn gegn Wigan í gær að liðið myndi ekki brotna saman á lokaspretti tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool áfrýjaði brottvísun Doni

Liverpool hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem markvörðurinn Alexander Doni fékk í leik liðsins gegn Blackburn á dögunum.

Comolli rekinn frá Liverpool

Damien Comolli er hættur störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í morgun en fullyrt er í enskum fjölmiðlum að óánægja ríki um hans stör fá leikmannamarkaðnum.

Misstirðu af markinu hans Tevez? | Öll mörkin á Vísi

Carlos Tevez opnaði markareikninginn sinn hjá Manchester City á nýjan leik þegar hann skoraði eitt fjögurra marka sinna manna gegn West Brom í gær. Tevez skoraði síðast mark fyrir City fyrir tæpu ári síðan.

Breno kærður fyrir íkveikju

Varnarmaðurinn Breno, sem er á mála hjá Bayern München í Þýskalandi, hefur verið kærður fyrir íkveikju. Verði hann sakfelldur á hann von á að verða dæmdur til fangelsisvistar.

Mynt grýtt í Podolski

Áhorfandi á leik Mainz og Kölnar í þýsku úrvalsdeildinni í gær kastaði smápening í höfuð sóknarmannsins Lukas Podolski.

Ajax jók við forskot sitt á toppnum

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru í góðum málum á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 5-0 sigur á Heerenveen í kvöld.

Ferguson: Við vorum lélegir

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var allt annað en sáttur við Phil Dowd dómara eftir tapið gegn Wigan í kvöld en viðurkenndi einnig að hans menn hefðu verið slakir.

Man. City sýndi klærnar

Man. City sýndi gamalkunnuga takta í kvöld er liðið valtaði yfir WBA, 4-0, og ætlar greinilega að veita nágrönnum sínum í Man. Utd keppni allt til loks tímabilsins.

Slæmt tap hjá Gylfa og félögum

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea sýndu ekki sinn besta leik í kvöld er þeir mættu QPR sem er í mikilli fallbaráttu. Lokatölur 3-0 fyrir QPR.

Dortmund vann risaslaginn gegn Bayern

Dortmund tók risaskref í átt að þýska meistaratitlinum í kvöld er liðið lagði Bayern München, 1-0, á Signal Iduna Park í kvöld. Það var Robert Lewandowski sem skoraði eina mark leiksins þrettán mínútum fyrir leikslok.

Pogrebnyak vill vera áfram hjá Fulham

Rússneski framherjinn Pavel Pogrebnyak hefur áhuga á að gera nýjan samning við Fulham og hann vonast til að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Moyes: Rodwell spilar ekki á EM í sumar

David Moyes, stjóri Everton, segir það ómögulegt fyrir hinn unga Jack Rodwell að ná EM í sumar en hann verður frá vegna meiðsla þar til í sumar.

Steinar Óli gaf Giggs og Rooney fimmu

Íslenskum strák eða stelpu á aldrinum 7-9 ára gefst nú tækifæri á að komst í hóp evrópskra barna sem leiða munu leikmenn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, UEFA Champions League, inn á leikvanginn í München í Þýskalandi þann 19. maí næstkomandi.

Pele: Messi ekki betri en Neymar

Brasilíumaðurinn Pele segir að Lionel Messi sé ekki besti knattspyrnumaður heims - til þess þurfi hann að gerast betri knattspyrnumaður en Neymar.

Sunnudagsmessan: Umræða um Man City og Mario Balotelli

Manchester City og þá sérstaklega Mario Balotelli framherji liðsins voru til umfjöllunar í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var gestur þáttarins og hann er með sterkar skoðanir á því sem er að gerast í herbúðum Man City. Ólafur fór yfir málin með stjórnendum þátttarins, Guðmundi Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni.

Richards: Langaði til að gráta

Micah Richards, leikmaður Manchester City, segir að það taki stundum á að taka þátt í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hafi nánast fellt tár þegar að Manchester United fagnaði sigri gegn Blackburn í upphafi mánaðarins.

Abidal fékk nýja lifur

Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að franski varnarmaðurinn Eric Abidal hafi gengist undir aðgerð þar sem ný lifur var grædd í hann.

Nýtt og betra "teppi“ í Garðabæinn

Þessa dagana er verið að leggja nýtt og betra gervigras á Stjörnuvöll í Garðabæ og er áætlað að völlurinn verði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi-deildinni í vor. Grasið er sagt uppfylla ströngustu kröfur.

Dalglish: Strákarnir voru frábærir

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, gat loksins leyft sér að brosa eftir dramatískan útisigur á Blackburn í kvöld þar sem Andy Carroll skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Sjálfsmark Indriða tryggði Vålerenga sigur

Landsliðsmaðurinn Indriði Sigurðsson varð fyrir því óláni í dag að setja boltann í eigið net í leik Viking og Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Blikar semja við norskan sóknarmann

Breiðablik er búið að ná sér í sóknarmann fyrir sumarið en sá heitir Petar Rnkovic. Þetta er 33 ára gamall Norðmaður sem á ættir að rekja til Svartfjallalands.

Sjá næstu 50 fréttir