Fleiri fréttir

Zlatan hetjan í sigri Milan á Roma

Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk AC Milan í 2-1 heimasigri á Roma í dag. Milan heldur því áfram vænu forskoti á toppi deildarinnar.

Bayern München minnkaði forskot Dortmund

Bayern München vann 2-1 sigur á Hannover 96 á Allianz-leikvanginum í München í dag. Forskot Dortmund á toppnum er því aðeins tvö stig en þýsku meistararnir sækja Köln heim á morgun.

Svarthvítur Jesús á Akureyri

Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða.

Þetta tilboð var brandari

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir.

Markalaust í Lundúnarslagnum á Brúnni

Chelsea og Tottenham gerðu markalaust jafntefli í Lundúnarslag á Stamford Bridge í dag. Leikmenn Tottenham naga sig vafalítið handarbökin en liðið fékk frábær færi til þess að tryggja sér sigur í leiknum.

Redknapp: Mesta vitleysan sem ég hef heyrt

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, gefur lítið fyrir þær kenningar að Tottenham sé að missa dampinn í ensku úrvalsdeildinni vegna umræðunnar um að hann sé að fara að taka við enska landsliðinu eða vegna pressunnar á að liðið tryggi sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Hjartastopp Muamba minnti Roy Hodgson á atvikið með Solbakken

Roy Hodgson, stjóri West Bromwich Albion, sagði frá því á blaðamannafundi í dag að atvikið með Bolton-manninn Fabrice Muamba á laugardaginn var hafi rifjað upp slæmar minningar frá því þegar hann var þjálfari FC Kaupmannahafnarliðsins og Stale Solbakken hneig niður á æfingu.

Petr Cech: Tottenham-leikurinn á morgun er lykilleikur fyrir okkur

Petr Cech, markvörður Chelsea, hefur tjáð sig um mikilvægi leiks helgarinnar en Chelsea tekur á móti Tottenham á Stamford Bridge í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Chelsea er fyrir leikinn fimm stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Koscielny hrósar Van Persie fyrir varnarvinnuna

Hollendingurinn Robin Van Persie er ekki bara skila mörkum og stoðsendingum til Arsenal-liðsins því liðsfélagi hans Laurent Koscielny sá ástæðu til þess að vekja athygli á því að hollenski framherjinn eigi þátt í bættum varnarleik liðsins.

Þjálfari Hoffenheim: Ég reikna með því að fá Gylfa aftur í sumar

Gylfi Þór Sigurðsson hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu sína í ensku úrvalsdeildinni eftir áramót og í framhaldinu hafa spekingar og fjölmiðlamenn verið að velta því fyrir sér að hann fari í stærra lið í ensku úrvalsdeildinni á næstu tímabili.

Ferguson í sálfræðihernaði | örvænting hjá Man City?

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englandsmeistaraliðs Manchester United er klókur þegar kemur að sálfræðihernaðinum sem þarf að nota í baráttunni um meistaratitilinn. Hinn þaulreyndi Ferguson sendi grannaliðinu Manchester City "kveðju“ í gegnum fjölmiðla í dag þar sem hann segir að Man City sé að fara á taugum og Man Utd eigi nóg af "skotfærum“ fyrir lokasprettinn á deildarkeppninni.

Podolski stóðst læknisskoðun hjá Arsenal - kostar 10,9 milljónir punda

James Olley , blaðamaður London Evening Standard, hefur heimildir fyrir því að þýski landsliðsmaðurinn Lukas Podolski sé búinn að ganga frá fjögurra ára samningi við Arsenal og verði tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins í byrjun næstu viku. Olley setti þetta fram á twitter-síðu sinni í dag.

UEFA greiðir um 17 milljarða kr. til félagsliða vegna EM 2012

Stærstu knattspyrnuliðin í Evrópu fá háa greiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu á þessu ári vegna Evrópumóts karlalandsliða sem fram fer í Póllandi og Úkraínu í sumar. Alls skipta stærstu liðin um 17 milljörðum kr. á milli sín eða sem nemur um 83 milljónum punda.

Brasilíumaðurinn David Luiz er orðaður við Barcelona

David Luiz er vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea þrátt fyrir að hann hafi gert ótal mistök frá því hann kom til liðsins frá Benfica í Portúgal. Varnarmaðurinn er nú orðaður við stórlið Barcelona á Spáni. Samkvæmt frétt Daily Mail gæti Barcelona boðið allt að 35 milljónir punda eða sem nemur 7 milljörðum kr í hinn 24 ára gamla Brasilíumann.

Vonandi fyrst til að vinna

Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam.

Sogndal vill fá Skúla Jón

Norsk félög halda áfram að kroppa í bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar því samkvæmt heimildum Vísis er úrvalsdeildarliðið Sogndal á eftir Skúla Jóni Friðgeirssyni, varnarmanni KR.

Rooney handleggsbraut níu ára dreng

Níu ára gamall stuðningsmaður Man. Utd varð fyrir því óhappi að handleggsbrotna þegar skot Wayne Rooney í upphitun fyrir leik Man. Utd og Wolves fór beint í hendina á honum.

Juve og Bayern hafa áhuga á Adriano

Tækifæri Brasilíumannsins fjölhæfa hjá Barcelona, Adriano, hafa verið af skornum skammti og líklegt að hann yfirgefi herbúðir félagsins í sumar. Þessi 27 ára leikmaður hefur verið ellefu sinnum í byrjunarliði Barcelona í vetur og er alls ekki sáttur við hvað hann fær lítið að spila.

Guðmundur lánaður til Start

Miðjumaðurinn sterki, Guðmundur Kristjánsson, mun ekki leika með Breiðablik í sumar því hann hefur verið lánaður til norska félagsins Start.

Sérstök Real Madrid lúxuseyja plönuð í Persaflóanum

Spænska stórliðið Real Madrid hefur tilkynnt um plön sín að útbúa sérstaka lúxuseyju í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar verður útbúinn griðastaður fyrir fjölmarga stuðningsmenn Real Madrid í þessum heimshluta.

Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni.

Mancini: Nasri getur orðið eins og Xavi fyrir Manchester City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur mikla trú á Frakkanum Samir Nasri en Nasri skoraði sigurmark City í stórleiknum á móti Chelsea í gærkvöldi. Manchester City lenti undir í leiknum en tryggði sér mikilvæg þrjú stig í toppbaráttunni með því að skora tvö mörk á lokakaflanum.

Valdano: Maradona var meiri listamaður á vellinum en Messi

Jorge Valdano, fyrrum liðsfélagi Diego Maradona í argentínska landsliðinu, bar saman argentínsku snillingana Diego Maradona og Lionel Messi í viðtali í spænsku blaði í morgun. Mmargir hafa lýst því yfir að Messi sé orðinn besti knattspyrnumaður sögunnar þótt að hann sé enn bara 24 ára gamall.

FIFA ætlar að borga allar tryggingar fyrir leikmenn í landsleikjum

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur lofað því að Alþjóðaknattspyrnusambandið muni í framtíðinni borga allar tryggingar fyrir leikmenn þegar þeir spila með landsliðinum sínum. Þetta er útspil hjá FIFA í deilunni við evrópsku stórliðin sem hafa verið í herferð gegn of mörgum landsleikjum.

Margrét Lára og félagar í undanúrslit Meistaradeildarinnar

Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í þýska liðinu Turbine Potsdam tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í dag með 3-0 útisigri á rússneska liðinu Rossiyanka í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar. Turbine Potsdam vann fyrri leikinn 2-0 og þar með samanlagt 5-0.

Misstir þú af enska boltanum í gær? | öll mörkin eru á Vísi

Það var mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld þar sem að flest af toppliðum deildarinnar stóðu í ströngu. Manchester City landaði 2-1 sigri á heimavelli gegn Chelsea og munar aðeins einu stigi á Manchester United og Man City sem eru í tveimur efstu sætum deildarinnar. QPR stal senunni í gær með 3-2 sigri gegn Liverpool og er hægt að skoða öll mörkin úr leikjunum á sjónvarpshluta Vísis.

Redknapp er enn bjartsýnn þrátt fyrir mótlætið

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, telur að liðið eigi enn góða möguleika á að ná þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á ný. Erkifjendur Tottenham, lið Arsenal, þokaði sér upp í þriðja sætið í gær með 1-0 sigri á útivelli gegn Everton á meðan Tottenham rétt marði jafntefli gegn Stoke á heimavelli, 1-1.

Thierry Henry kíkti í heimsókn til Fabrice Muamba

Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal, gerði sér ferð frá New York í Bandaríkjunum til þess að heimsækja fyrrum liðsfélaga sinn Fabrice Muamba sem er á sjúkrahúsi í London. Muamba fékk hjartaáfall í leik með enska úrvalsdeildarliðinu Bolton s.l. laugardag og Henry lét ekki vita af ferðalagi sínu og mætti óvænt í heimsókn.

Sjá næstu 50 fréttir