Fleiri fréttir

Er David Silva á förum frá Valencia?

Manchester City horfa nú til David Silva, leikmanns Valencia, en liðið hefur mikinn áhuga á leikmanninum. Fleiri lið hafa sýnt leikmanninum áhuga en Real Madrid hefur meðal annars sýnt áhuga.

Auðun Helgason: Okkar besti leikur í sumar

„Þetta er okkar besti leikur í sumar og það er margt jákvætt en við erum að klikka á mikilvægum stundum í leiknum. Við erum ekki klárir á ögurstundum og það er það sem skilur á milli liðanna í dag," sagði Auðun Helgason, leikmaður Grindavík, eftir 1-2 tap liðsins gegn Eyjamönnum en liðin mættust í Pepsi-deild karla fyrr í dag.

Eyþór Helgi: Það er allt að smellpassa hjá okkur

„Góð þrjú stig. Að sigra Grindvíkinga hér á sjómannadaginn er magnað, gerist ekki betra," sagði Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður ÍBV, eftir sigur gegn Grindavík en liðin mættust í Pepsi-deild karla fyrr í dag.

Umfjöllun: Sterkur útisigur Framara á Selfossi

Hjálmar Þórarinsson tryggði Frömurum útisigur á Selfossi í kvöld, úrslitin 1-2. Enn og aftur sýndi Safamýrarliðið mikla seiglu en heimamenn tóku forystuna smenna leiks.

Elva með tvö mörk í sigri Þór/KA í Krikanum

Elva Friðjónsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA þegar liðið vann 4-1 sigur á FH í fyrsta leik sjöttu umferðar Pepsi-deildar kvenna. Þór/KA-liðið fór upp í annað sætið með þessum sigri en Blikar eiga leik inni á þriðjudaginn.

Umfjöllun: Eyjamenn kláruðu Grindvíkinga einum fleiri

ÍBV sigraði Grindavík, 1-2, er liðin áttust við á Grindavíkurvelli í Pepsi-deild karla. Eyjamenn kláruðu leikinn einum fleiri en heimamenn misstu mann útaf þegar að hálftími var eftir og það reyndist of mikið fyrir Grindavíkinga sem þurftu að játa sig sigraða eftir fínan leik liðsins.

Redknapp vill fá Hunteelar og Pienaar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham Hotspur, er með augun á sóknarmanni AC Milan en hann vill ólmur fá hollendinginn Klaas Jan Huntelaar til liðs við sig sem og Steven Pienaar miðjumann Everton.

Dómari frá Úsbekistan dæmir fyrsta leikinn á HM

Úsbekastinn Ravshan Irmatov, besti dómari Asíu 2008 og 2009, fær þann heiður að dæma opnunarleikinn á HM sem fer fram á föstudaginn kemur og er á milli heimamanna í Suður-Afríku og Mexíkó.

Capello ætlar ekki að breyta æfingunum hjá enska liðinu

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, ætlar ekki að breyta æfingunum eða æfingaálaginu þrátt fyrir að liðið hafi misst fyrirliðann Rio Ferdinand á fyrstu æfingu sinni eftir að liðið kom til Suður-Afríku.

Palacios tæpur fyrir HM

Landslið Hondúras varð fyrir miklu áfalli í gær er Wilson Palacios, leikmaður Tottenham, meiddist í æfingaleik liðsins gegn Rúmeníu.

Aðgerðin á Drogba gekk vel

Það er ekki útilokað að Didier Drogba geti eitthvað spilað með Fílabeinsströndinni á HM þó svo að hann hafi handleggsbrotnað í æfingaleik á föstudag.

Jafntefli hjá heimsmeisturunum

Ítalía gerði jafntefli við Sviss, 1-1, í lokaæfingaleik sínum fyrir HM í Suður-Afríku þar sem liðið á titil að verja.

Boateng til Manchester City

Jerome Boateng gekk í dag til liðs við Manchester City og samdi við félagið til næstu fimm ára.

Hamarinn til Hamranna

Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger gerði í dag þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.

Redknapp orðaður við Liverpool

Fréttastofa Sky Sports kveðst hafa heimildir fyrir því að forráðamenn Liverpool hafi áhuga á því að fá Harry Redknapp til að taka við knattspyrnustjórn liðsins.

Fengu fjögur gul og þrjú rauð eftir að leiknum lauk

Eftir leikinn lyfti dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, rauða spjaldinu þrívegis. Páll Guðlaugsson, þjálfari Fjarðabyggðar, og leikmennirnir Grétar Örn Ómarsson og Jóhann Ragnar Benediktsson fengu allir rautt.

Óvissa um framtíð Mascherano

Javier Mascherano segir að framtíð hans hjá Liverpool er í óvissu eftir að Rafa Benitez hætti sem knattspyrnustjóri í vikunni.

Missir Robben líka af HM?

Undanfarna daga hafa borist fregnir af stórstjörnum sem missa af HM í Suður-Afríku vegna meiðsla. Nú virðist sem svo að Arjen Robben sé að bætast í þann hóp.

Ólíklegt að Hiddink taki við Liverpool

Ólíklegt er að Hollendingurinn Guus Hiddink muni taka við starfi knattspyrnustjóra hjá Liverpool. Þetta fullyrðir umboðsmaður hans, Cees van Nieuwenhuizen.

Ferdinand: Hvílir bölvun á mér

Rio Ferdinand telur að það hvíli bölvun á honum en hann mun ekki spila með enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku vegna meiðsla.

Eriksson vill taka við Liverpool

Svíinn Sven-Göran Eriksson hefur mikinn áhuga á að taka við Liverpool en hann hefur alla tíð verið stuðningsmaður félagsins.

Mikel missir af HM

Nígeríumaðurinn John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, mun ekki spila á HM í Suður-Afríku sem hefst föstudaginn.

Gunnleifur í fámennum hópi

Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson átti mestan þátt í því að FH-ingar urðu í fyrrakvöld fyrsta liðið í tuttugu ár til að slá bikarmeistara í vítakeppni. Íslandsmeistarar FH unnu 3-1 sigur á bikarmeisturum Blika í vítaspyrnukeppninni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Torres spilar á þriðjudaginn

Fernando Torres gæti spilað með Spánverjum í síðasta æfingaleik þjóðarinnar fyrir HM gegn Pólverjum á þriðjudaginn.

Frakkar töpuðu fyrir Kína

Frakkar töpuðu í kvöld fyrir Kína í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Suður-Afríku. Kínverjar voru ekki með sína bestu leikmenn í leiknum.

Alonso: Gerrard er stórkostlegur leikmaður

Eftir brotthvarf Rafael Benítez frá Liverpool eru nú sögusagnir á kreiki að stjörnur félagsins vilji fara annað. Þetta eru þó aðeins sögusagnir en undir þær kyndir Xabi Alonso hjá Real Madrid.

Joe Cole leynir því hvert hann ætlar

Joe Cole á enn eftir að greina frá því hvaða félag hann mun semja við. Hann er samningslaus í sumar og vill fá há laun en hann hefur hvað lengst verið orðaður við Arsenal.

Essien búinn að framlengja til ársins 2015

Michael Essien er búinn að framlengja samning sinn við Chelsea um tvö ár og er nú samning á Stamford Bridge til ársins 2015. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins.

Kaka: Ég verð betri með hverjum degi

Brasilíumaðurinn Kaka hefur ekki áhyggjur af formi sínu fyrir heimsmeistarakeppnina og segist vera tilbúinn að taka að sér leiðtogahlutverk í brasilíska landsliðinu.

Rio Ferdinand á hækjum út af sjúkrahúsinu og missir af HM

Rio Ferdinand, fyrirliði enska landsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Suður-Afríku eftir að hann meiddist á hné á æfingu liðsins í morgun. Eftir myndatöku á sjúkrahúsi kom það í ljóst að hann getur ekki spilað með enska landsliðinu í heimsmeistarakeppninni.

Sjá næstu 50 fréttir