Fleiri fréttir

Gareth Barry með á æfingu enska landsliðsins í morgun

Það eru góðar fréttir af Gareth Barry, miðjumanni enska landsliðsins, eftir að hann tók þátt í æfingu enska landsliðsins í Suður-Afríku í morgun. Barry var valinn í HM-hópinn eftir að hafa staðist læknisskoðun á síðustu stundu.

Úlfarnir búnir að kaupa Steven Fletcher frá Burnley

Wolves gekk í gær frá kaupunum á Steven Fletcher frá Burnley fyrir 6,5 milljónir punda og Úlfarnir halda því áfram að styrkja liðið fyrir baráttuna í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Dalglish stjórnar leitinni að nýjum stjóra Liverpool

Kenny Dalglish, fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool, mun stjórna leit Liverpool að nýjum stjóra en samkvæmt frétt Guardian er Roy Hodgson, stjóri Fulham, efstur á blaði sem eftirmaður Rafael Benítez.

Gunnleifur: Var heppinn að þeir skutu bara í mig

“Í vítaspyrnukeppnum getur þetta dottið hvoru megin sem er. Ég var svo heppinn að velja rétt horn og þeir skutu bara í mig,” sagði hógvær Gunnleifur Gunnleifsson, hetja FH í bikarsigrinum á Blikum í kvöld.

Reina sér á eftir Benitez

Það kom Pepe Reina, markverði Liverpool, í opna skjöldu þegar hann heyrði að Rafael Benitez væri hættur sem knattspyrnustjóri liðsins.

Mexíkó lagði heimsmeistarana

Þrír vináttulandsleikir fóru fram í dag en liðin sem keppa á HM í Suður-Afríku eru nú að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir mótið sem hefst í næstu viku.

Toure á leið til Englands

Yaya Toure mun þegar hafa gengið frá samningi við lið í ensku úrvalsdeildinni að sögn umboðsmanns hans.

Nelson Mandela mætir bæði á opnunar- og lokahátíð HM

Nelson Mandela hefur staðfest það að hann muni mæta bæði á opnunar- og lokahátíð HM í Suður-Afríku sem hefst eftir rúma viku. Báðar eru hátíðarnar í tengslum við leiki og fara þær báðar fram í Jóhannesarborg.

Ferill Rafael Benitez hjá Liverpool - myndasyrpa

Rafael Benitez hætti í dag sem stjóri Liverpool eftir sex ára starf. Benitez stjórnaði liðinu í 328 leikjum sem er meira en allir stjórar félagsins frá því að Bob Paisley stjórnaði Liverpool-liðinu í 535 leikjum á árunum 1974 til 1983.

Jacobsen: Danir geta komið á óvart

Danski varnarmaðurinn Lars Jacobsen, sem leikur með Blackburn, telur að Danir geti vel verið sú þjóð sem kemur mest á óvart á HM í sumar.

Sneijder ekki þreyttur og hungraður í meira

Wesley Sneijder segist ekki finna fyrir neinni þreytu fyrir HM í sumar. Hollendingurinn spilaði mikinn fjölda leikja á síðasta tímabili, meðal annars síðasta leik tímabilsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Heimir hefur aldrei stjórnað FH á heimavelli í bikarnum

Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í FH, sækja bikarmeistara Blika heim í kvöld í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla. Þetta verður tíundi útileikur FH-inga í röð í bikarnum sem hafa ekki spilað bikarleik í Kaplakrikanum síðan sumarið 2006.

Norður-Kórea reyndi að svindla á HM-kerfinu

FIFA hefur staðfest að sóknarmaðurinn Kim Myong-Won má ekki spila sem slíkur á HM í sumar, heldur aðeins sem markmaður. Norður-Kórea reyndi að leika á kerfi FIFA en misheppnaðist algjörlega.

Bernd Schuster spáir því að fyrsta árið hans Mourinho verði erfitt

Bernd Schuster, fyrrum leikmaður og þjálfari Real Madrid, spáir því að fyrsta árið hans Jose Mourinho hjá Real Madrid muni reynast honum mjög erfitt. Þjóðverjinn segir að Mourinho megi ekki látast blekkjast af viðbrögðunum á fyrstu dögum hans í starfi því þeir séu bara eins og brúðskaupsferðin.

Hver verður næsti stjóri Liverpool?

Breska blaðið The Daily Telegraph fór í morgun yfir mögulega eftirmenn Rafael Benitez í stjórastöðunni hjá Liveprool en allt bendir til þess að Benitez hætti hjá Liverpool á næstu 48 tímum. Benitez hefur verið orðaður við Inter en nokkrir hafa á sama tíma verið orðaðir við stjórastólinn á Anfield.

Avram Grant: Stoltur af því að vera orðinn stjóri West Ham

Avram Grant var í morgun ráðinn sem stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham eins og allir fjölmiðlar í Englandi voru búnir að leiða líkum að í gær. Avram Grant tekur við af Gianfranco Zola sem rétt náði að bjarga liðinu frá falli á síðasta tímabili.

Danir eiga yngsta leikmanninn á HM í Suður-Afríku

Daninn Christian Eriksen verður yngsti leikmaðurinn á HM í sumar en þetta varð ljóst eftir að allir landsliðsþjálfararnir 32 höfðu allir tilkynnt lokahóp sinn á HM í Suður-Afríku sem hefst eftir rúma viku.

Yngvi: Þvílíkur mannskapur sem KR er með

Eyjamaðurinn Yngvi Magnús Borgþórsson segir að það hafi verið svekkjandi að tapa fyrir KR í kvöld og falla þar með úr leik í VISA-bikarkeppni karla.

Heimir: Svekktur og sár

„Ég er einfaldlega bara svekktur og sár,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir að liðið tapaði fyrir KR, 1-0, í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld.

Logi: Góður stígandi í liðinu

Logi Ólafsson var ánægður með sína menn í KR eftir 1-0 sigur á ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark leiksins.

Guðlaugur: Þurfti að dreifa álaginu

Guðlaugur Baldursson var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og sýndi varamönnum liðsins mikið traust þegar hann gerði sjö breytingar á byrjunarliði ÍR í kvöld. Liðið tapaði þó fyrir Fram, 2-1, í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Þorvaldur: Vil vinna alla leiki

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var nokkuð sáttur í leikslok eftir sigur sinna manna en hann tefldi fram mjög sterku liði gegn 1. deildarliði ÍR.

Umfjöllun: Sanngjarn sigur Fram

Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins í kvöld en unnu þó nauman sigur 2-1, en þau úrslit gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins.

Fram og KR áfram í bikarnum

KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið vann 1-0 sigur á ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld.

Capello verður áfram með England

Fabio Capello skrifaði í dag undir nýjan samning við enska knattspyrnusambandið sem tryggir að hann verður áfram í starfi sem landsilðsþjálfari fram yfir EM 2012.

Kristianstad tapaði fyrir meisturunum

Heil umferð fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur, tapaði fyrir meisturum Linköping á útivelli, 3-0.

Sjá næstu 50 fréttir