Fleiri fréttir

Ólafur: Leikurinn nýtist mér mjög vel

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu valdi í dag leikmannahópinn fyrir leik Íslands gegn Færeyjum í Kórnum þann 22. mars næstkomandi.

Vagner Love nálgast markamet Klinsmann

Vagnar Love vantar aðeins fjögur mörk upp á að jafna þrettán ára gamalt markamet Jürgen Klinsmann sem skoraði fimmtán mörk í UEFA-Evrópukeppninni á einni og sömu leiktíðinni.

Alves langar til Benfica

Sóknarmaðurinn Afonso Alves segir að hann myndi gjarnan vilja ganga til liðs við Benfica en félagið hefur lýst yfir áhuga að fá leikmanninn í sínar raðir.

Ekki búið að ganga frá samkomulagi

Ásgeir Friðgeirsson, varastjórnarformaður West Ham, segir að samkomulag sé ekki í höfn varðandi Carlos Tevez-málið svokallaða.

Kolo Toure: Gallas er enginn vinur minn

Miðvarðarpar Arsenal, Kolo Toure og William Gallas, ná vel saman inn á vellinum en ekki utan hans ef marka má viðtal við Kolo Toure á heimasíðu Sky Sports.

Hatur Rooney á Liverpool fjarlægt af heimasíðunni

Ummælum Wayne Rooney á heimasíðu Manchester United var breytt en hann var þar í viðtali fyrir stórleikinn á móti Liverpool á morgun. Í viðtali við heimasíðuna talaði Rooney um að hann hataði Liverpool en í dag er ekki hægt að finna þau ummæli lengur á síðunni.

Zidane: Steven Gerrard er bestur í heimi

Zinedine Zidane segir í viðtali við enska slúðurblaðið Sun að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sé besti leikmaður í heimi og líkir mikilvægi hans við mikilvægi Claude Makelele hjá Real Madrid á árum áður.

Stabæk ætlar að útbúa japanska heimasíðu

Nýja tían hjá norsku meisturunum í Stabæk sló í gegn í fyrsta leik og nú snýst allt hjá félaginu um að bregðast við gríðarlegum áhuga á félaginu frá Japan. Ástæðan er hinn 26 ára Daigo Kobayashi.

David Beckham: Manchester er öruggt með titilinn

David Beckham er ekki í nokkrum vafa að hans gamla lið vinni enska meistaratitilinn. Manchester United tekur á móti Liverpool á morgun og sigur gerir út um titilmöguleika nágrannanna og erkifjendanna úr Bítlaborginni.

Stjörnur Chelsea vilja halda Hiddink

Chelsea-mennirnir Michael Ballack og Petr Cech hafa biðlað til Guus Hiddink að halda áfram að stýra liði Chelsea en Hiddink ætlar aðeins að stýra Chelsea út leiktíðina.

City lagði Álaborg

Manchester City er í ágætri stöðu í Evrópukeppni félagsliða eftir 2-0 sigur á danska liðinu Álaborg í fyrri leik liðanna í kvöld.

City spurðist fyrir um David Villa

Varaforseti spænska knattspyrnufélagsins Valencia hefur staðfest að félagið hafi átt í viðræðum við Manchester City vegna áhuga enska félagsins á framherjanum David Villa.

Ég hef alltaf hatað Liverpool

Wayne Rooney hefur nú skvett olíu á eldinn fyrir stórleik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Inter: Mourinho er saklaus

Ítalska félagið Inter segir að ásakanir gegn þjálfara félagsins, Jose Mourinho, séu rangar. Hann sé saklaus.

Mandela völlurinn að verða klár

Nú þegar fimmtán mánuðir eru í að flautað verði til leiks á HM 2010 í Suður-Afríku, er stór áfangi að nást í undirbúningi mótsins.

Walcott: Beattie kenndi mér að taka vítin

Theo Walcott var einn þeirra leikmanna Arsenal sem skoruðu úr spyrnum sínum í vítakeppninni gegn Roma í gær þar sem enska liðið fór áfram eftir taugatrekkjandi bráðabana.

Þýsku liðin spila með sorgarbönd

Liðin í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu munu öll spila með svarta sorgarborða um helgina til að minnast fórnarlamba skotárásanna í Þýskalandi í gær.

Vucinic: Þetta var virkilega ömurleg spyrna

Framherjar Roma voru ekki á skotskónum í gær þegar liðið mátti sætta sig við að falla úr leik í Meistaradeildinni á heimavelli eftir vítakeppni gegn Arsenal í 16-liða úrslitunum.

Vieira: Fyrra markið skrifast á mig

Miðjumaðurinn Patrick Vieira viðurkennir að fyrra mark Manchester United gegn liði hans Inter á Old Trafford í gær hafi verið sér að kenna.

Stuðningsmaður Arsenal stunginn í Róm

Stuðningsmaður Arsenal varð fyrir árás skömmu fyrir leik Roma og Arsenal í Meistaradeildinni í gærkvöld eftir því sem fram kemur í breskum miðlum í dag.

Collison missir úr sex vikur

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur staðfest að miðjumaðurinn Jack Collison verði úr leik næstu sex til sjö vikurnar eftir að hnéskel hans fór úr lið í leik gegn Wigan á dögunum.

Réðst Mourinho á stuðningsmann Manchester?

Lögreglan í Manchester rannsakar nú ásakanir um hvort að Jose Mourinho, þjálfari Inter, hafi slegið stuðningsmann Manchester United á leið sinni frá Old Trafford eftir 0-2 tap Inter á móti Manchester í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Michael Owen verður með Newcastle um helgina

Michael Owen hefur náð sér af ökklameiðslunum, sem hafa haldið honum frá síðustu fimm leikjum, og verður með Newcastle á móti Hull í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

David Villa líklega á leiðinni til Manchester City

Manchester-borg er orðinn líklegt framtíðarheimili fyrir Spánverjann David Villa sem spilar með Valenica á Spáni. Viðræður eru hafnar á milli Manchester City og Valenica og spænska blaðið Sport heldur því fram að enska liðið sé það eina sem er tilbúið að borga uppgefið verð sem er ekki í lægri kantinum.

Töpuðu ekki leik í Meistaradeildinni en eru samt úr leik

Spænska liðið Atlético Madrid datt út úr 16 liða úrslitum Meistaradeildarinn í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli í seinni leik sínum á móti FC Porto. Porto fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Ferguson: Ekkert frábær frammistaða

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sagðist vera hamingjusamur eftir leik Man. Utd og Inter í Meistaradeildinni í kvöld. Sigur United kom þó ekki án vandræða.

Wenger: Stáltaugar hjá ungu strákunum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að rifna úr stolti eftir dramatískan sigur Arsenal á Roma eftir vítaspyrnukeppni. Hann hrósaði guttunum sínum í hástert.

Mourinho: Höfðum ekki heppnina með okkur

Jose Mourinho, þjálfari Inter, bar sig karlmannlega eftir leik er hann faðmaði Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, að sér. Hann var þó greinilega ekki í neitt sérstöku skapi og skal engan undra.

Arsenal áfram eftir vítaspyrnukeppni

Arsenal tryggði sér síðasta sætið í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig enda þurfti bæði framlengingu og vítaspyrnukeppni til.

Roberts tryggði Blackburn sigur

Jason Roberts tryggði Blackburn þrjú gríðarlega mikilvæg stig í kvöld er liðið lagði Fulham, 2-1. Þetta var eini leikur kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley lagði Crystal Palace

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley nældu í þrjú góð stig í kvöld er liðið lagði Crystal Palace, 4-2, í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni.

Eiður ekki í leikmannahópi Barcelona

Búið er að gefa út byrjunarliðin í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Barcelona sem tekur á móti franska liðinu Lyon.

Man. Utd skellti Inter

Manchester United tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 2-0 sigri á Inter en leikið var á Old Trafford í Manchester.

Ofurlaun Beckham eru ekki há á bandaríska vísu

David Beckham verður með meira en helmingi hærri laun en næstlaunahæsti leikmaðurinn í MLS deildinni á leiktíðinni þrátt fyrir að missa af meira en helmingi keppnistímabilsins.

Kahn hefur ekki áhuga á Schalke

Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern Munchen og þýska landsliðsins, segir ekkert hæft í þeim fréttum að hann sé að taka við úrvalsdeildarliðinu Schalke.

Sjá næstu 50 fréttir