Fleiri fréttir

Mourinho lofar að vera góður við Beckham

Jose Mourinho segist ólmur vilja að David Beckham fái að taka einhvern þátt í æfingaleik Chelsea og LA Galaxy í dag, þar sem Chelsea leikur sinn síðasta leik á æfingaferðalagi um Norður-Ameríku. Beckham er mjög tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla.

Lyon hefur áhuga á Reyes

Forráðamenn frönsku meistaranna í Lyon hafa staðfest að þeir hafi áhuga á að fá spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal í sínar raðir. Reyes spilaði sem lánsmaður hjá Real Madrid á síðustu leiktíð og stóð sig ágætlega, en hann hefur neitað að snúa aftur til Englands.

Young keyptur til Middlesbrough

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough gekk í gær frá kaupum á enska landsliðsmanninum Luke Young frá Charlton fyrir 2,5 milljónir punda. Young hafði verið orðaður við Man City og Aston Villa, en fær nú tækifæri til að halda áfram að leika í úrvalsdeildinni eftir að lið hans féll úr deildinni í vor. Hann er 28 ára og getur spilað margar stöður á vellinum, en leikur helst í stöðu bakvarðar.

Lyon vann Friðarbikarinn

Franska liðið Lyon tryggði sér í dag sigur í Friðarbikarnum eftir 1-0 sigur á Bolton í úrslitaleik. Það var sænski landsliðsmaðurinn Kim Kallström sem skoraði sigurmark franska liðsins undir lokin. Nicolas Anelka skoraði mark í fyrri hálfleik sem dæmt var af vegna rangstöðu, en í síðari hálfleiknum var það markvörðurinn Jussi Jaaskelainen sem hélt enska liðinu inni í leiknum með frábærri markvörslu.

Ecclestone útilokar ekki að kaupa Arsenal

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist ekki útiloka að gera kauptilboð í knattspyrnufélagið Arsenal ef hann sér hag í því. Bandaríski auðkýfingurinn Stan Kroenke hefur þegar verið orðaður við yfirtöku í félaginu, en Ecclestone íhugaði á sínum tíma að gera yfirtökutilboð í Chelsea.

Fowler semur við Cardiff

Framherjinn Robbie Fowler hefur gengið frá tveggja ára samningi við Cardiff. Fowler hafnaði tilboðum frá Sydney FC í Ástralíu og Leicester City og ákvað að ganga í raðir Cardiff þar sem hann þekkir vel til stjórnarformannsins Peter Risdale frá dögum sínum með Leeds. Fowler er 32 ára gamall og var látinn fara frá Liverpool í vor.

Gaf gult en breytti því í rautt

Íslenska 19 ára landsliðið tapaði 1-2 fyrir Danmörku á Kópavogsvelli í gær í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Íslenska liðið fékk á sig mark í upphafi og lok fyrri hálfleiks, missti fyrirliða sinn meidda af velli í lok fyrri hálfleiks og þurfti síðan að spila manni færri síðasta hálftímann.

Hrósar Heiðari í hástert

Sammy Lee, stjóri Bolton, hefur keypt fimm menn í sumar, Jlloyd Samuel, Gavin McCann, Danny Guthrie, Mikael Alonso og nú síðast Heiðar Helguson. Hann segist ætla að kaupa fleiri leikmenn í sumar en tekur jafnframt fram að hann muni ekki halda framherjanum Nicolas Anelka hjá félaginu, komi stórlið með tilboð í Frakkann.

Núna er orðið gaman að mótinu

Atli Sveinn Þórarinsson batt vörn Vals vel saman í 2-0 sigurleiknum gegn Fram í vikunni. Með stigunum þremur munar aðeins tveimur stigum á Val og FH á toppi deildarinnar.

Seiglusigur hjá Keflavík

Keflvíkingar lögðu danska liðið Midtjylland 3-2 á heimavelli í kvöld í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Keflvíkingar lentu 2-0 undir í leiknum eftir um 20 mínútur, en náðu að jafna stundarfjórðungi síðar. Símun Samuelsen skoraði sigurmark Keflavíkur þegar skammt var liðið á síðari hálfleik en auk hans voru þeir Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson á skotskónum hjá Keflavík.

KR-ingar náðu jöfnu gegn Hacken í Svíþjóð

KR-ingar gerðu í dag 1-1 jafntefli við sænska liðið Hacken í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða, en leikið var í Gautaborg. Heimamenn komust í 1-0 eftir 10 mínútna leik, en Guðmundur Pétursson jafnaði metin fyrir KR á 68. mínútu. KR-ingar eru því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer á KR-velli í byrjun næsta mánaðar.

Áfall fyrir West Ham

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham fékk þau slæmu tíðindi í dag að miðjumaðurinn Julien Faubert yrði frá keppni í sex mánuði eftir að hann sleit hásin í æfingaleik með liðinu á dögunum. Faubert var keyptur til félagsins fyrir sex milljónir punda fyrir skömmu og var ætlað stórt hlutverk á miðjunni. Hinn 23 ára gamli leikmaður er farinn til heimalandsins þar sem hann mun gangast undir aðgerð fljótlega.

Milan hefur gefist upp á að landa Eto´o og Ronaldinho

Varaforseti AC Milan segir félagið vera búið að gefast upp á að reyna að kaupa þá Samuel Eto´o og Ronaldinho frá Barcelona. Þetta staðfesti hann í viðtali við netsíðu Gazzetta dello Sport í dag og segir ástæðuna einfaldlega þá að leikmennirnir séu alls ekki til sölu. Blaðið Gazetta dello Sport hélt því fram í dag að Milan hefði gert 50 milljón evru tilboð í Eto´o, en varaforsetinn hafnaði því.

Ferguson: Framtíð Smith og Rossi óráðin

Sir Alex Ferguson viðurkennir að framtíð framherjanna Alan Smith og Giuseppe Rossi gæti legið frá Old Trafford í sumar ef Manchester United nær að klófesta Carlos Tevez frá West Ham. Báðir hafa verið orðaðir við fjölda liða í sumar, en Ferguson ítrekar að þeir séu báðir samningsbundnir United þangað til annað kemur í ljós.

Slúðrið á Englandi í dag

Breska blaðið Daily Express heldur því fram að Nicolas Anelka sé fyrsti valkostur Arsene Wenger hjá Arsenal til að fylla skarð Thierry Henry í sókninni. Stjórn Arsenal er ekki sögð hrifin af hugmynd knattspyrnustjórans, enda var brottför framherjans frá Arsenal nokkuð sóðaleg á sínum tíma.

Brynjar skoraði sigurmark Reading

Brynjar Björn Gunnarsson skoraði sigurmark Reading þegar liðið lagði japanska liðið Shimizu S-Pulse 1-0 í Friðarbikarnum í Suður-Kóreu. Sigurinn dugði enska liðinu þó ekki til að komast í úrslitaleik mótsins, en það hefði tekist ef liðið hefði náð að skora annað mark í leiknum. Ívar Ingimarsson var í liði Reading og fór illa með þrjú dauðafæri.

Breska ríkisstjórnin komin í Tevez-málið

Breska ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að ganga í lið með enska knattspyrnusambandinu í að herja á FIFA svo hægt sé að leysa mál Carlos Tevez hjá West Ham sem allra fyrst. Ríkisstjórnin er sammála enska knattspyrnusambandinu og vill ekki sjá að leikmenn geti verið í eigu þriðja aðila og vill skjóta lausn í málinu til að forðast svartan blett á knattspyrnuna á Englandi.

Van der Sar íhugar að hætta næsta vor

Hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar hjá Manchester United segir að mögulega verði næsta leiktíð hans síðasta hjá félaginu. Samningur hans rennur út næsta sumar og hann viðurkennir að hann hafi ekki verið sáttur við frammistöðu sína með liðinu í lokaleikjunum á síðustu leiktíð.

Ferguson: Heinze fer ekki til Liverpool

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir útilokað að varnarmaðurinn Gabriel Heinze verði seldur til erkifjendanna Liverpool. Rafa Benitez bauð United 6 milljónir punda í leikmanninn, sem er talið það verð sem United vill fá fyrir hann - en því var neitað umsvifalaust. "Ég get fullvissað alla um að Liverpool fær ekki Gabriel Heinze," sagði Alex Ferguson.

Håcken - KR í beinni lýsingu í KR-útvarpinu

Fyrri leikur Håcken og KR í Evrópukeppni félagsliða verður í beinni lýsingu í KR-Útvarpinu í kvöld og hefst lýsingin klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og hægt er að fylgjast með lýsingunni á tíðninni 98,3.

West Ham svarar Joorabchian

Forráðamenn West Ham blása á ummæli Kia Joorabchian frá því í gærkvöldi þegar hann sakaði félagið um að hafa svikið gefin loforð í máli framherjans Carlos Tevez. Félagið svaraði hinsvegar fullum hálsi í dag og segir að allir samningar sem Joorabchian hafi gert við West Ham um leikmanninn hafi verið við fyrrum stjórnarmenn félagsins og fullyrða að leikmaðurinn sé að fullu samningsbundinn félaginu.

John Terry tábrotinn

Varnarmaðurinn John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, tábrotnaði í æfingaleik Chelsea og Suwon Bluewings í fyrrakvöld. Ekki er vitað hvort Terry verður lengi frá vegna þessa, en reiknað er með því að hann verði búinn að ná sér fyrir vináttuleik Þjóðverja og Englendinga þann 22. ágúst.

Fjölnismenn biðjast afsökunar

Stuðningsmannaklúbbur Fjölnis í Grafarvogi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins sem átti sér stað á leik liðsins gegn ÍBV í 1. deildinni á mánudagskvöldið. Þar voru stuðningsmenn Fjölnis sektaðir fyrir gróf köll að dómurum og leikmönnum. Fjölnismenn viðurkenna að munnsöfnuður nokkurra stuðningsmanna hafi verið óviðeigandi, en hafna því alfarið að um kynþáttafordóma hafi verið að ræða.

Pearce tekur formlega við U-21 liði Englendinga

Enska knattspyrnusambandið hefur gengið frá formlegum samningi við Stuart Pearce um að þjálfa U-21 árs landslið Englendinga. Pearce var fenginn til að taka við liðinu í hlutastarfi í janúar, en hefur síðan verið rekinn frá Manchester City. Hann stýrði landsliðinu í undanúrslit á Evrópmótinu í síðasta mánuði.

Terry gerir ofursamning - 1583 krónur á mínútu næst fimm árin

The Sun heldur því fram í dag að John Terry, fyrirliði Englands og Chelsea, sé búinn að ná samkomulagi við Chelsea um nýjan samning. Terry fær 131 þúsund pund á viku fyrir fimm ára samning við félagið. Þetta gerir Terry að launahæsta knattspyrnumanni á Englandi.

Lee Hendrie skrifar undir hjá Sheffield United

Sheffield United hefur tryggt sér Lee Hendrie frá Aston Villa. Leikmaðurinn var með lausan samning og fer því frítt til Sheffield United. Hendrie skrifaði undir þriggja ára samning við félagið, en liðið féll úr Úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Öruggur sigur FH á HB

FH-ingar eru í vænlegri stöðu í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir öruggan 4-1 sigur á HB frá Færeyjum í fyrri leik liðanna í fyrstu umferðinni í kvöld. Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö marka FH, Sigurvin Ólafsson eitt og varnarmaðurinn Freyr Bjarnason var einnig á skotskónum. Síðari leikurinn er í Færeyjum eftir viku, en FH-ingar eru með pálmann í höndunum eftir sigurinn í kvöld.

Ísland steinlá fyrir Noregi

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum yngri en 19 ára steinlá í kvöld 5-0 fyrir Norðmönnum í opnunarleik sínum í A-riðli á Evrópumótinu. Íslenska liðið fékk á sig tvö mörk skömmu fyrir leikhlé og eftir það var róðurinn þungur á Laugardalsvellinum. Þjóðverjar lögðu Dani 1-0 í þessum sama riðli í dag.

Ian Wright tilbúinn að halda með Tottenham

Arsenal goðsögnin Ian Wright segist alveg geta hugsað sér að sitja á White Hart Lane og styðja Tottenham ef sonur hans Shaun Wright-Phillips gengur í raðir liðsins frá Chelsea eins og greint hefur verið frá í bresku blöðunum.

Fabregas vill verða fyrirliði Arsenal

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hefur undirstrikað skuldbindingu sína við Arsenal með því að óska eftir því að fá að gerast fyrirliði liðsins í framtíðinni. Fabregas hefur nú lofað að einbeita sér að fullu að Arsenal eftir að hafa verið orðaður við Real Madrid í allt sumar.

Totti hótar að segja sig úr leikmannasamtökunum

Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, hefur nú hótað að segja sig úr leikmannasamtökunum þar í landi vegna deilu í tengslum við það hvenær keppni hefst í A-deildinni í sumar. Deildin á að byrja 26. ágúst, eða seinna en flestar aðrar deildarkeppnir í Evrópu. Þetta segir Totti að komi niður á ítalska landsliðinu í undankeppni EM.

Skólausum Celtic-mönnum þótti heitt í Denver

Skotlandsmeistarar Glasgow Celtic eru nú í æfingaferð í bandaríkjunum þar sem þeir spila tvo æfingaleiki við stjörnulið MLS-deildarinnar og Chicago Fire. Skotarnir urðu að bíða í hátt í klukkutíma eftir sinni fyrstu æfingu því skór leikmanna týndust á flugvellinum í Denver.

KSÍ sektaði Fjölnismenn

Aganefnd KSÍ hefur sektað knattspyrnudeild Fjölnis um 30 þúsund krónur vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í leik gegn ÍBV í fyrrakvöld. Sektinni fylgdi líka aðvörun og til greina kemur að liðið fái heimaleikjabann ef stuðningsmennirnir haga sér ekki í framtíðinni.

Sjónvarpsáhorfendur fá að sjá "meira" af Beckham

Svo gæti farið að hörðustu kvenkynsaðdáendur knattspyrnuhetjunnar David Beckham fái meira fyrir peninginn sinn þegar hann byrjar að spila með LA Galaxy. Öfugt við áð sem tíðkast í Evrópu, fá nefnilega myndatökumenn aðgang að búningsherbergjum leikmanna í Bandaríkjunum. Þar fá sjónvarpsáhorfendur oft að sjá hetjurnar sínar nánast klæðalausar.

Slúðrið á Englandi í dag

Arjen Robben hjá Chelsea er eðlilega sá maður sem mest er talað um í slúðrinu á Englandi í dag, enda er talið að hann gangi í raðir Real Madrid á næstu dögum. The Sun segir að Real muni bjóða honum sex ára samning sem muni borga honum 24 milljónir punda í laun.

City neitaði tilboði Besiktas í Vassell

Sven-Göran Eriksson og félagar hjá Manchester City neituðu í dag kauptilboði tyrkneska félagsins Besiktas í framherjann Darius Vassell. Þetta er talið benda til þess að Vassell muni spila stórt hlutverk hjá Eriksson á næstu leiktíð, en hann var aðallega notaður sem útherji á síðustu leiktíð og náði sér aldrei á strik í markaskorun fyrir vikið.

FIFA kallað til í Tevez-deilunni

David Gill, framkvæmdastjóri Manchester United, hefur ákveðið að kalla á Alþjóða Knattspyrnusambandið til að reyna að fá leyst úr hnútnum sem myndast hefur í máli framherjans Carlos Tevez. Manchester United er að reyna að kaupa leikmanninn frá West Ham, en ef svo fer sem horfir stefnir í að ekki náist að klára kaupin fyrir 31. ágúst sem er síðasti dagur félagaskipta á Englandi.

Faubert gæti misst af fyrstu leikjum West Ham

Franski miðjumaðurinn Julien Faubert hjá West Ham gæti misst af fyrstu leikjum West Ham í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa meiðst illa á ökkla í æfingaleik liðsins í Austurríki í gær. Faubert er 23 ára gamall og átti að verða lykilmaður í liði Alan Curbishley á næstu leiktíð eftir að hann var keyptur á 6,1 milljón punda frá Bordeux.

Voronin byrjar vel með Liverpool

Framherjinn Andriy Voronin stal senunni í gær þegar hann skoraði tvö mörk í sigri Liverpool á Werder Bremen í æfingaleik og féllu þeir Fernando Torres og Ryan Babel þar með alveg í skuggann. Michael Owen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Newcastle í 19 mánuði þegar liðið lagði Hartlepool 3-1 og Didier Drogba skoraði sigurmark Chelsea í 1-0 sigri á Bluewings frá Kóreu í Kaliforníu.

Cannavaro neitaði Chelsea

Ítalski miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid hefur neitað að ganga í raðir Chelsea á Englandi, en honum stóð það til boða á dögunum að sögn umboðsmanns leikmannsins. Cannavaro er 33 ára gamall og þykir framtíð hans hjá Real ótrygg eftir að landi hans Fabio Capello var látinn taka pokann sinn á dögunum.

Robben hefur samþykkt samningstilboð Real Madrid

Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben hjá Chelsea hefur samþykkt að ganga í raðir Real Madrid og hefur þegar samþykkt samningstilboð frá félaginu. Chelsea og Real Madrid hafa þó enn ekki komist að samkomulagi um kaupverðið. Þetta kemur fram á vef breska sjónvarpsins.

Brasilía aftur á topp heimslistans - Ísland í 109. sæti

Brasilía er aftur komið á topp heimslistans hjá FIFA. Þar með hafa Brassarnir endurheimt toppsætið af Ítalíu sem hafa vermt sætið síðan á heimsmeistaramótinu í fyrrasumar. Íslendingar eru í 109. sæti ásamt Aserbaídsjan. Englendingar falla niður í 12. sæti.

FH-ingar hafa 2-1 yfir gegn HB í hálfleik

Nú er kominnn hálfleikur í viðureign FH og HB frá Færeyjum í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar byrjuðu vel og komust í 2-0 með mörkum frá Frey Bjarnasyni og Matthíasi Vilhjálmssyni snemma leiks, en liðið svaf á verðinum á lokamínútum hálfleiksins og þar varð Tommy Nielsen fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Forlan: Ég er enginn Torres

Framherjinn Diego Forlan sem gekk í raðir Atletico Madrid á dögunum segist ekki vera að hugsa um það að hann sé arftaki Fernando Torres hjá félaginu. Forlan verður engu að síður ætlað að fylla skarð "El Nino" hjá Atletico, en hann hefur að mestu séð um markaskorun hjá félaginu síðustu ár.

Ayala gengur frá umdeildum samningi við Zaragoza

Argentínski varnarjaxlinn Roberto Ayala hefur gengið frá þriggja ára samningi við Real Zaragoza á Spáni, aðeins stuttu eftir að hann skrifaði undir samning við Villarreal. Ayala skrifaði undir við Villarreal fyrir nokkru en ákvað að kaupa sig út úr samningnum og semja heldur við Zaragoza.

Sjá næstu 50 fréttir