Fleiri fréttir Lippi ætlar að vera lengur í fríi Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Marcello Lippi sem gerði Ítali að heimsmeisturum síðasta sumar, ætlar ekkert að flýta sér aftur út á vinnumarkaðinn þó hann sé búinn að vera í fríi allar götur síðan hann sagði af sér eftir HM. "Ég ætla að skella mér á sjóinn," sagði Lippi og bætti vð hann hefði fengið mörg atvinnutilboð í fríinu, en ekkert þeirra væri frá Ítalíu. 3.5.2007 19:30 Fegnir að fá ekki enskan úrslitaleik Forráðamenn Knattspyrnusambands Evrópu segja það gott að ekki verði enskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni í Aþenu þann 23. maí. Um tíma leit út fyrir að liðin í úrslitum yrðu bæði frá Englandi, en AC Milan setti þar stórt strik í reikninginn með stórsigri á Manchester United í gær. 3.5.2007 19:00 Shevchenko þarf í aðgerð Framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea þarf að gangast undir aðgerð á nára strax og leiktíðinni á Englandi lýkur. Nárameiðsli hans eru ástæða þess að hann missti af leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni, en forráðamenn Chelsea vonast til að geta notað hann eitthvað í síðustu leikjunum í deildinni. 3.5.2007 18:58 Inter heldur tryggð við Adriano Forseti Ítalíumeistara Inter Milan segir félagið ekki ætla að selja framherjann Adriano þó hann hafi átt í miklum vandræðum á leiktíðinni. Adriano skoraði um tíma ekki mark í níu mánuði fyrir lið sitt og var í kjölfarið sæmdur "Gullnu Ruslatunnunni" sem eru verðlaun sem ítölsk útvapsstöð veitir fyrir lélegustu frammistöðuna á tímabilinu. 3.5.2007 17:15 Rangers og Osasuna sektuð Knattspyrnusamband Evrópu sektaði í dag Glasgow Rangers og Osasuna fyrir ólæti stuðninigsmanna félaganna á leik liðanna í Evrópukeppninni í síðasta mánuði. Skoska liðið þarf að greiða 8,200 punda sekt en spænska liðið öllu meira - 31,000 pund. 3.5.2007 17:09 Kona Shevchenko með heimþrá? Ítalska dagblaðið Gazzetta Dello Sport greindi frá því í dag að kona Andriy Shevchenko hjá Chelsea hafi hringt grátandi í varaforseta AC Milan og tjáð honum að flutningur þeirra hjóna til Lundúna hafi verið stór mistök. 3.5.2007 17:02 Wenger fær enn eina sektina Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur nú þurft að punga út tæpum tveimur milljónum króna í sektargreiðslur á leiktíðinni. Hann var í dag sektaður og áminntur enn eina ferðina af aganefnd enska knattspyrnusambandsins, fyrir ummæli sem hann lét falla eftir úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum í febrúar. 3.5.2007 16:50 Maldini ætlar að halda áfram að spila Ítalska knattspyrnugoðið Paolo Maldini hjá AC Milan hefur staðfest að hann sé hvergi nærri hættur að spila þó hann sé orðinn 38 ára gamall og ætlar að spila í það minnsta út næstu leiktíð. Hann fer væntanlega í hnéuppskurð eftir þessa leiktíð vegna meiðsla sem hann hlaut á dögunum, en annars er þessi frábæri varnarmaður í góðu formi. 3.5.2007 15:45 Whelan íhugar að höfða mál gegn West Ham Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan í ensku úrvalsdeildinni, segist vera að íhuga að höfða mál á hendur West Ham og ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að West Ham hafi sloppið fáránlega vel með 5,5 milljón punda sekt fyrir að tefla fram ólöglegum leikmönnum og vill að minnst 10 stig verði dregin af liðinu. 3.5.2007 15:09 Spænskir fjölmiðlar fara hamförum Spænska blaðið Sport í Barcelona sparar ekki yfirlýsingarnar í dag þar sem fullyrt er að knattspyrnufélagið Barcelona ætli sér að kaupa hvorki meira né minna en fjóra leikmenn frá Chelsea í sumar. 3.5.2007 15:00 Barthez ætlar ekki að hætta Franski markvörðurinn Fabien Barthez, sem fór frá liði Nantes eftir átök við stuðningsmenn á dögunum, segist ekki ætla að hætta knattspyrnuiðkun. "Ég á enn tvö góð ár eftir og ætla alls ekki að hætta," sagði hinn 35 ára gamli Barthez. 3.5.2007 14:15 Ashley Cole fær óblíðar móttökur Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Chelsea fær væntanlega óblíðar móttökur á Emirates vellinum á sunnudaginn þegar hann spilar sinn fyrsta leik með Chelsea á gamla heimavellinum. Stuðningsmenn Arsenal eru tilbúnir með ávexti og grænmeti sem gæti átt eftir að rigna yfir leikmanninn. 3.5.2007 14:01 Gunnar Heiðar að fá samkeppni? Þýska úrvalsdeildarfélagið Hannover er nú sagt vera langt komið með að semja við Birmingham á Englandi um kaup á finnska framherjanum Mikael Forssell fyrir um eina milljón punda. Forssell á eitt ár eftir af samningi sínum við Birmingham, en hann er fæddur í Þýskalandi og hefur reynslu af því að spila þar í landi. Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur með Hannover. 3.5.2007 13:21 Evrópukeppni félagsliða beint á Sýn í kvöld Í kvöld fara fram síðari leikirnir í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða og verða þeir báðir sýndir beint á rásum Sýnar klukkan 18:35. Sevilla mætir Osasuna á Sýn og Werder Bremen tekur á móti Espanyol á Sýn Extra. Espanyol er í mjög vænlegri stöðu fyrir síðari leikinn eftir 3-0 sigur á Bremen, en Sevilla tapaði 1-0 fyrir Osasuna. 3.5.2007 13:12 Dabo íhugar að fara í mál við Barton Miðjumaðurinn Ousmane Dabo hjá Manchester City segist vera að íhuga að fara í mál við félaga sinn Joey Barton eftir að sá síðarnefndi lamdi hann til óbóta á æfingu hjá félaginu á dögunum. Bresku blöðin segja að Dabo hafi litið út eins og fílamaðurinn eftir hnefahögg félaga síns. Dabo kallar Barton skræfu fyrir að kýla sig kaldan af ástæðulausu. 3.5.2007 12:31 Shevchenko fær skaðabætur frá Mirror Andriy Shevchenko, leikmanni Chelsea, hafa verið dæmdar umtalsverðar skaðabætur eftir að hann vann meiðyrðamál á hendur breska blaðinu The Mirror. Hann fór í mál við blaðið eftir að það birti greinar þar sem hann var sakaður um að vera njósnari Roman Abramovich eiganda félagsins í búningsherberginu og var sagður bera allt sem Jose Mourinho segði í eiganda félagsins. 3.5.2007 12:27 Gerrard: Við erum martröð allra liða Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist ekki geta beðið eftir því að fara með lið sitt í annan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á tveimur árum. Hann segir það martröð fyrir hvaða lið sem er að mæta Liverpool í keppninni því þeir rauðu gefist aldrei upp. 3.5.2007 10:15 San Zero Breskir fjölmiðlar buðu upp á skrautlegar fyrirsagnir eftir leik AC Milan og Manchester United í gær þar sem enska liðið féll úr keppni eftir 3-0 tap. The Sun bauð upp á fyrirsögnina "San Zero" og vísaði þar í markatöluna og máttlausa frammistöðu United. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri viðurkenndi að hans menn hefðu verið slakir og er enn fúll yfir því að þurfa að mæta grönnum liðsins í Manchester City strax á laugardaginn. 3.5.2007 07:45 Ancelotti: United er betra lið en Liverpool Carlo Ancelotti þjálfari Milan var kátur með sigur sinna manna á Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld. Nú getur Milan náð fram hefndum á Liverpool eftir hrunið í Istanbul fyrir tveimur árum. 2.5.2007 21:38 Ferguson: Milan verðskuldaði sigurinn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkenndi að AC Milan hefði verið betra liðið í kvöld þegar lið hans féll úr keppni í Meistaradeildinni eftir 3-0 tap í Mílanó. Hann sagði sína menn aldrei hafa verið sérstaklega líklega til að skora. 2.5.2007 21:28 Milan og Liverpool mætast í úrslitum Það verður AC Milan sem leikur til úrslita gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Ítalska liðið vann í kvöld sannfærandi 3-0 sigur á Manchester United í síðari leik liðanna í undanúrslitum á San Siro. Milan og Liverpool mættust í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum. 2.5.2007 20:32 Heiðursforseti Chelsea ferst í þyrluslysi Lögregla og björgunarsveitir í Bretlandi rannsaka nú flak einkaþyrlu sem hrapaði í Cambridge-skýri í morgun. Um borð var heiðursforseti í stjórn breska knattspyrnuliðsins Chelsea og var hann ásamt tveimur öðrum farþegum og þyrluflugmanni á leið frá Liverpool. 2.5.2007 19:39 Rooney einn í framlínu United Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin fyrir síðari leik AC Milan og Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem hefst klukkan 18:45 í beinni á Sýn. Wayne Rooney er einn í framlínu enska liðsins og Nemanja Vidic kemur aftur inn í miðvarðarstöðuna. 2.5.2007 18:37 Ferguson: Við þurfum að eiga frábæran leik Nú styttist í að flautað verði til leiks í síðari undanúrslitaleik AC Milan og Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 18:30. Sir Alex Ferguson segir sína menn þurfa á algjörum toppleik að halda til að komast í úrslitin. 2.5.2007 16:45 Tap gegn Englendingum Íslenska U-17 ára landslið Íslands tapaði í dag fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í Belgíu þegar það lá 2-0 fyrir Englendingum í B-riðli. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik þar sem Englendingar voru sterkari aðilinn, en nokkuð jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Hollendingum á föstudaginn, en þá mæta Englendingar heimamönnum Belgum. 2.5.2007 16:36 Reina rændur Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool var hetja liðsins í sigrinum á Chelsea í gær, en kvöldið var þó ekki eintóm hamingja hjá kappanum. Innbrotsþjófar brutust inn á heimili hans á meðan leiknum stóð og stálu öllu steini léttara. Þá var Porche-jeppa hans stolið og fannst hann úrbræddur í vegkanti í morgun. 2.5.2007 15:41 Mourinho gefur lítið út á stemminguna á Anfield Jose Mourinho vill ekki meina að stemmingin góða á Anfield í gær hafi orðið sínum mönnum í Chelsea að falli, en Rafa Benitez stjóri Liverpool sagði að áhorfendur liðsins væru "sá útvaldi" hjá Liverpool og skaut þar með á nafngiftina sem Mourinho gaf sjálfum sér þegar hann tók við Chelsea. 2.5.2007 15:34 Klose fer ekki til Bayern Forráðamenn Werder Bremen í Þýskalandi hafa nú ítrekað að framherjinn Miroslav Klose muni ekki fara til Bayern Munchen í sumar eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum þar í landi. Bayern á yfir höfði sér refsingu eftir að félagið átti ólöglegan fund með landsliðsmanninum á dögunum. "Klose fer ekki til annars liðs í Þýskalandi í sumar," sagði talsmaður Bremen. Klose á eitt ár eftir af samningi sínum. 2.5.2007 15:31 Vieira: Wenger gæti farið fá Arsenal Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan og fyrrum fyrirliði Arsenal, segist viss um að Arsene Wenger muni hugsa sig vel um áður en hann samþykki að framlengja samning sinn við félagið eftir að David Dein fór frá félaginu á dögunum. 2.5.2007 15:03 Engin skrúðganga hjá Sunderland Forráðamenn Sunderland hafa ákveðið að afþakka boð borgaryfirvalda um að halda skrúðgöngu í tilefni þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni á ný. Þetta segja þeir til marks um nýja stefnu félagsins, sem ætli sér annað og meira en bara að tryggja sér úrvalsdeildarsætið. 2.5.2007 14:57 Benitez vill gera betur í deildinni Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir gríðarlega mikilvægt fyrir félagið að ná góðum árangri í Meistaradeildinni, en segir tíma til kominn að veita Manchester United og Chelsea meiri samkeppni í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. 2.5.2007 14:53 Ranieri efst um framtíð Mourinho hjá Chelsea Claudio Ranieri, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segir að tap liðsins fyrir Liverpool í gær varpi skugga yfir framtíð Jose Mourinho hjá félaginu á ný. Hann segir ólíklegt að Mourinho haldi starfi sínu ef hann vinnur ekki annað en deildarbikarinn í ár. 2.5.2007 14:48 Fínt að vinna deildarbikarinn fyrir 500 milljónir punda Rick Parry, yfirmaður Liverpool, gat ekki stillt sig um að skjóta á Chelsea í gær þegar Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar með því að slá Chelsea út úr keppninni. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hafði kallað Liverpool lítið félag og lið sem sérhæfði sig í bikarkeppnum fyrir leikina og Parry skaut til baka í gær. 2.5.2007 14:43 Mourinho: Við vorum betri Jose Mourinho knattspyrnustjóri sagðist stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tapið gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld og sagði sína menn hafa verið betri aðilan í leiknum. 2.5.2007 05:00 Benitez: Get ekki beðið um meira Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var að vanda ánægður með leik sinna manna í gærkvöldi þegar liðið lagði Chelsea í Meistaradeildinni og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Hann vildi ekki ræða stríð sitt við Jose Mourinho frekar, heldur kaus að njóta sigursins. 2.5.2007 03:14 3-0 fyrir Milan Nú stefnir í að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu þetta árið verði endurtekning á leiknum í Istanbul árið 2005, því Alberto Gilardino var að koma AC Milan í 3-0 gegn Manchester United á San Siro. Gestirnir þurfa nú að skora tvö mörk á tíu mínútum til að tryggja framlengingu. 2.5.2007 20:21 Milan hefur 2-0 yfir í hálfleik AC Milan er í mjög góðum málum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Kaka kom heimamönnum yfir eftir ellefu mínútur og eftir hálftíma leik bætti Clarence Seedorf við öðru marki. Manchester United þarf nú að skora tvö mörk til að eiga möguleika á að ná í úrslitin. 2.5.2007 19:33 2-0 fyrir Milan AC Milan er komið í 2-0 gegn Manchester United á San Siro. Það var Clarence Seedorf sem skoraði annað markið á 30. mínútu eftir að Kaka skoraði fyrsta markið á 11. mínútu. Gestirnir frá Englandi eru nú komnir í vond mál og þurfa að skora tvö mörk til að komast áfram. 2.5.2007 19:15 Kaka kemur Milan yfir Brasilíski snillingurinn Kaka hefur komið AC Milan yfir 1-0 gegn Manchester United á San Siro. Markið skoraði hann með laglegu skoti í bláhornið á elleftu mínútu leiksins og heimamenn mjög ákveðnir í byrjun. 2.5.2007 19:04 Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á tveimur árum með því að bera sigurorð af Chelsea í kvöld. Liverpool vann leikinn 1-0 og því þurfti að grípa til framlengingar og síðar vítakeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram. Leikmenn Liverpool sýndu stáltaugar í vítakeppninni og mæta Milan eða Manchester United í úrslitum. 1.5.2007 21:24 Vidic og Ferdinand klárir í slaginn Miðverðirnir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand hafa báðir fengið grænt ljós á að spila með liði sínu Manchester United annað kvöld þegar liðið sækir AC Milan heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Gennaro Gattuso hefur sömuleiðis náð sér af meiðslum hjá Milan en varnarmaðurinn Paolo Maldini er mjög tæpur. 1.5.2007 19:03 Joey Barton í banni út leiktíðina Vandræðagemlingurinn Joey Barton hjá Manchester City er enn búinn að koma sér í fréttirnar á röngum forsendum. Félagið tilkynnti í dag að miðjumaðurinn kæmi ekki meira við sögu með liðinu út leiktíðina, því hann hefði verið settur í bann fyrir að slást við félaga sinn Ousmane Dabo á æfingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barton kemur sér í vandræði vegna óláta sinna og nú missir hann meðal annars af grannaslagnum við United á laugardaginn þar sem þeir rauðu geta tryggt sér meistaratitilinn. 1.5.2007 18:57 FH-ingar deildarbikarmeistarar Íslandsmeistarar FH tryggðu sér í dag sigur í Lengjubikarnum eftir að þeir lögðu Val 3-2 eftir framlengdan úrslitaleik á Stjörnuvelli. Valsmenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik, en Sigurbjörn Hreiðarsson fór illa að ráði sínu í upphafi leiks þegar hann lét Daða Lárusson verja frá sér vítaspyrnu. 1.5.2007 18:32 HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1.5.2007 17:32 Saviola útilokar að fara til Real Madrid Framerjinn Javier Saviola hjá Barcelona segist aldrei muni gera stuðningsmönnum Barcelona þann grikk að ganga til liðs við erkifjendur liðsins Real Madrid. Hann segist súr yfir því að þurfa að yfirgefa herbúðir Spánarmeistaranna. 1.5.2007 16:12 Sjá næstu 50 fréttir
Lippi ætlar að vera lengur í fríi Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Marcello Lippi sem gerði Ítali að heimsmeisturum síðasta sumar, ætlar ekkert að flýta sér aftur út á vinnumarkaðinn þó hann sé búinn að vera í fríi allar götur síðan hann sagði af sér eftir HM. "Ég ætla að skella mér á sjóinn," sagði Lippi og bætti vð hann hefði fengið mörg atvinnutilboð í fríinu, en ekkert þeirra væri frá Ítalíu. 3.5.2007 19:30
Fegnir að fá ekki enskan úrslitaleik Forráðamenn Knattspyrnusambands Evrópu segja það gott að ekki verði enskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni í Aþenu þann 23. maí. Um tíma leit út fyrir að liðin í úrslitum yrðu bæði frá Englandi, en AC Milan setti þar stórt strik í reikninginn með stórsigri á Manchester United í gær. 3.5.2007 19:00
Shevchenko þarf í aðgerð Framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea þarf að gangast undir aðgerð á nára strax og leiktíðinni á Englandi lýkur. Nárameiðsli hans eru ástæða þess að hann missti af leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni, en forráðamenn Chelsea vonast til að geta notað hann eitthvað í síðustu leikjunum í deildinni. 3.5.2007 18:58
Inter heldur tryggð við Adriano Forseti Ítalíumeistara Inter Milan segir félagið ekki ætla að selja framherjann Adriano þó hann hafi átt í miklum vandræðum á leiktíðinni. Adriano skoraði um tíma ekki mark í níu mánuði fyrir lið sitt og var í kjölfarið sæmdur "Gullnu Ruslatunnunni" sem eru verðlaun sem ítölsk útvapsstöð veitir fyrir lélegustu frammistöðuna á tímabilinu. 3.5.2007 17:15
Rangers og Osasuna sektuð Knattspyrnusamband Evrópu sektaði í dag Glasgow Rangers og Osasuna fyrir ólæti stuðninigsmanna félaganna á leik liðanna í Evrópukeppninni í síðasta mánuði. Skoska liðið þarf að greiða 8,200 punda sekt en spænska liðið öllu meira - 31,000 pund. 3.5.2007 17:09
Kona Shevchenko með heimþrá? Ítalska dagblaðið Gazzetta Dello Sport greindi frá því í dag að kona Andriy Shevchenko hjá Chelsea hafi hringt grátandi í varaforseta AC Milan og tjáð honum að flutningur þeirra hjóna til Lundúna hafi verið stór mistök. 3.5.2007 17:02
Wenger fær enn eina sektina Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur nú þurft að punga út tæpum tveimur milljónum króna í sektargreiðslur á leiktíðinni. Hann var í dag sektaður og áminntur enn eina ferðina af aganefnd enska knattspyrnusambandsins, fyrir ummæli sem hann lét falla eftir úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum í febrúar. 3.5.2007 16:50
Maldini ætlar að halda áfram að spila Ítalska knattspyrnugoðið Paolo Maldini hjá AC Milan hefur staðfest að hann sé hvergi nærri hættur að spila þó hann sé orðinn 38 ára gamall og ætlar að spila í það minnsta út næstu leiktíð. Hann fer væntanlega í hnéuppskurð eftir þessa leiktíð vegna meiðsla sem hann hlaut á dögunum, en annars er þessi frábæri varnarmaður í góðu formi. 3.5.2007 15:45
Whelan íhugar að höfða mál gegn West Ham Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan í ensku úrvalsdeildinni, segist vera að íhuga að höfða mál á hendur West Ham og ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að West Ham hafi sloppið fáránlega vel með 5,5 milljón punda sekt fyrir að tefla fram ólöglegum leikmönnum og vill að minnst 10 stig verði dregin af liðinu. 3.5.2007 15:09
Spænskir fjölmiðlar fara hamförum Spænska blaðið Sport í Barcelona sparar ekki yfirlýsingarnar í dag þar sem fullyrt er að knattspyrnufélagið Barcelona ætli sér að kaupa hvorki meira né minna en fjóra leikmenn frá Chelsea í sumar. 3.5.2007 15:00
Barthez ætlar ekki að hætta Franski markvörðurinn Fabien Barthez, sem fór frá liði Nantes eftir átök við stuðningsmenn á dögunum, segist ekki ætla að hætta knattspyrnuiðkun. "Ég á enn tvö góð ár eftir og ætla alls ekki að hætta," sagði hinn 35 ára gamli Barthez. 3.5.2007 14:15
Ashley Cole fær óblíðar móttökur Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Chelsea fær væntanlega óblíðar móttökur á Emirates vellinum á sunnudaginn þegar hann spilar sinn fyrsta leik með Chelsea á gamla heimavellinum. Stuðningsmenn Arsenal eru tilbúnir með ávexti og grænmeti sem gæti átt eftir að rigna yfir leikmanninn. 3.5.2007 14:01
Gunnar Heiðar að fá samkeppni? Þýska úrvalsdeildarfélagið Hannover er nú sagt vera langt komið með að semja við Birmingham á Englandi um kaup á finnska framherjanum Mikael Forssell fyrir um eina milljón punda. Forssell á eitt ár eftir af samningi sínum við Birmingham, en hann er fæddur í Þýskalandi og hefur reynslu af því að spila þar í landi. Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur með Hannover. 3.5.2007 13:21
Evrópukeppni félagsliða beint á Sýn í kvöld Í kvöld fara fram síðari leikirnir í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða og verða þeir báðir sýndir beint á rásum Sýnar klukkan 18:35. Sevilla mætir Osasuna á Sýn og Werder Bremen tekur á móti Espanyol á Sýn Extra. Espanyol er í mjög vænlegri stöðu fyrir síðari leikinn eftir 3-0 sigur á Bremen, en Sevilla tapaði 1-0 fyrir Osasuna. 3.5.2007 13:12
Dabo íhugar að fara í mál við Barton Miðjumaðurinn Ousmane Dabo hjá Manchester City segist vera að íhuga að fara í mál við félaga sinn Joey Barton eftir að sá síðarnefndi lamdi hann til óbóta á æfingu hjá félaginu á dögunum. Bresku blöðin segja að Dabo hafi litið út eins og fílamaðurinn eftir hnefahögg félaga síns. Dabo kallar Barton skræfu fyrir að kýla sig kaldan af ástæðulausu. 3.5.2007 12:31
Shevchenko fær skaðabætur frá Mirror Andriy Shevchenko, leikmanni Chelsea, hafa verið dæmdar umtalsverðar skaðabætur eftir að hann vann meiðyrðamál á hendur breska blaðinu The Mirror. Hann fór í mál við blaðið eftir að það birti greinar þar sem hann var sakaður um að vera njósnari Roman Abramovich eiganda félagsins í búningsherberginu og var sagður bera allt sem Jose Mourinho segði í eiganda félagsins. 3.5.2007 12:27
Gerrard: Við erum martröð allra liða Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist ekki geta beðið eftir því að fara með lið sitt í annan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á tveimur árum. Hann segir það martröð fyrir hvaða lið sem er að mæta Liverpool í keppninni því þeir rauðu gefist aldrei upp. 3.5.2007 10:15
San Zero Breskir fjölmiðlar buðu upp á skrautlegar fyrirsagnir eftir leik AC Milan og Manchester United í gær þar sem enska liðið féll úr keppni eftir 3-0 tap. The Sun bauð upp á fyrirsögnina "San Zero" og vísaði þar í markatöluna og máttlausa frammistöðu United. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri viðurkenndi að hans menn hefðu verið slakir og er enn fúll yfir því að þurfa að mæta grönnum liðsins í Manchester City strax á laugardaginn. 3.5.2007 07:45
Ancelotti: United er betra lið en Liverpool Carlo Ancelotti þjálfari Milan var kátur með sigur sinna manna á Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld. Nú getur Milan náð fram hefndum á Liverpool eftir hrunið í Istanbul fyrir tveimur árum. 2.5.2007 21:38
Ferguson: Milan verðskuldaði sigurinn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkenndi að AC Milan hefði verið betra liðið í kvöld þegar lið hans féll úr keppni í Meistaradeildinni eftir 3-0 tap í Mílanó. Hann sagði sína menn aldrei hafa verið sérstaklega líklega til að skora. 2.5.2007 21:28
Milan og Liverpool mætast í úrslitum Það verður AC Milan sem leikur til úrslita gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Ítalska liðið vann í kvöld sannfærandi 3-0 sigur á Manchester United í síðari leik liðanna í undanúrslitum á San Siro. Milan og Liverpool mættust í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum. 2.5.2007 20:32
Heiðursforseti Chelsea ferst í þyrluslysi Lögregla og björgunarsveitir í Bretlandi rannsaka nú flak einkaþyrlu sem hrapaði í Cambridge-skýri í morgun. Um borð var heiðursforseti í stjórn breska knattspyrnuliðsins Chelsea og var hann ásamt tveimur öðrum farþegum og þyrluflugmanni á leið frá Liverpool. 2.5.2007 19:39
Rooney einn í framlínu United Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin fyrir síðari leik AC Milan og Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem hefst klukkan 18:45 í beinni á Sýn. Wayne Rooney er einn í framlínu enska liðsins og Nemanja Vidic kemur aftur inn í miðvarðarstöðuna. 2.5.2007 18:37
Ferguson: Við þurfum að eiga frábæran leik Nú styttist í að flautað verði til leiks í síðari undanúrslitaleik AC Milan og Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 18:30. Sir Alex Ferguson segir sína menn þurfa á algjörum toppleik að halda til að komast í úrslitin. 2.5.2007 16:45
Tap gegn Englendingum Íslenska U-17 ára landslið Íslands tapaði í dag fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í Belgíu þegar það lá 2-0 fyrir Englendingum í B-riðli. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik þar sem Englendingar voru sterkari aðilinn, en nokkuð jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Hollendingum á föstudaginn, en þá mæta Englendingar heimamönnum Belgum. 2.5.2007 16:36
Reina rændur Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool var hetja liðsins í sigrinum á Chelsea í gær, en kvöldið var þó ekki eintóm hamingja hjá kappanum. Innbrotsþjófar brutust inn á heimili hans á meðan leiknum stóð og stálu öllu steini léttara. Þá var Porche-jeppa hans stolið og fannst hann úrbræddur í vegkanti í morgun. 2.5.2007 15:41
Mourinho gefur lítið út á stemminguna á Anfield Jose Mourinho vill ekki meina að stemmingin góða á Anfield í gær hafi orðið sínum mönnum í Chelsea að falli, en Rafa Benitez stjóri Liverpool sagði að áhorfendur liðsins væru "sá útvaldi" hjá Liverpool og skaut þar með á nafngiftina sem Mourinho gaf sjálfum sér þegar hann tók við Chelsea. 2.5.2007 15:34
Klose fer ekki til Bayern Forráðamenn Werder Bremen í Þýskalandi hafa nú ítrekað að framherjinn Miroslav Klose muni ekki fara til Bayern Munchen í sumar eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum þar í landi. Bayern á yfir höfði sér refsingu eftir að félagið átti ólöglegan fund með landsliðsmanninum á dögunum. "Klose fer ekki til annars liðs í Þýskalandi í sumar," sagði talsmaður Bremen. Klose á eitt ár eftir af samningi sínum. 2.5.2007 15:31
Vieira: Wenger gæti farið fá Arsenal Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan og fyrrum fyrirliði Arsenal, segist viss um að Arsene Wenger muni hugsa sig vel um áður en hann samþykki að framlengja samning sinn við félagið eftir að David Dein fór frá félaginu á dögunum. 2.5.2007 15:03
Engin skrúðganga hjá Sunderland Forráðamenn Sunderland hafa ákveðið að afþakka boð borgaryfirvalda um að halda skrúðgöngu í tilefni þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni á ný. Þetta segja þeir til marks um nýja stefnu félagsins, sem ætli sér annað og meira en bara að tryggja sér úrvalsdeildarsætið. 2.5.2007 14:57
Benitez vill gera betur í deildinni Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir gríðarlega mikilvægt fyrir félagið að ná góðum árangri í Meistaradeildinni, en segir tíma til kominn að veita Manchester United og Chelsea meiri samkeppni í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. 2.5.2007 14:53
Ranieri efst um framtíð Mourinho hjá Chelsea Claudio Ranieri, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segir að tap liðsins fyrir Liverpool í gær varpi skugga yfir framtíð Jose Mourinho hjá félaginu á ný. Hann segir ólíklegt að Mourinho haldi starfi sínu ef hann vinnur ekki annað en deildarbikarinn í ár. 2.5.2007 14:48
Fínt að vinna deildarbikarinn fyrir 500 milljónir punda Rick Parry, yfirmaður Liverpool, gat ekki stillt sig um að skjóta á Chelsea í gær þegar Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar með því að slá Chelsea út úr keppninni. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hafði kallað Liverpool lítið félag og lið sem sérhæfði sig í bikarkeppnum fyrir leikina og Parry skaut til baka í gær. 2.5.2007 14:43
Mourinho: Við vorum betri Jose Mourinho knattspyrnustjóri sagðist stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tapið gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld og sagði sína menn hafa verið betri aðilan í leiknum. 2.5.2007 05:00
Benitez: Get ekki beðið um meira Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var að vanda ánægður með leik sinna manna í gærkvöldi þegar liðið lagði Chelsea í Meistaradeildinni og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Hann vildi ekki ræða stríð sitt við Jose Mourinho frekar, heldur kaus að njóta sigursins. 2.5.2007 03:14
3-0 fyrir Milan Nú stefnir í að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu þetta árið verði endurtekning á leiknum í Istanbul árið 2005, því Alberto Gilardino var að koma AC Milan í 3-0 gegn Manchester United á San Siro. Gestirnir þurfa nú að skora tvö mörk á tíu mínútum til að tryggja framlengingu. 2.5.2007 20:21
Milan hefur 2-0 yfir í hálfleik AC Milan er í mjög góðum málum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Kaka kom heimamönnum yfir eftir ellefu mínútur og eftir hálftíma leik bætti Clarence Seedorf við öðru marki. Manchester United þarf nú að skora tvö mörk til að eiga möguleika á að ná í úrslitin. 2.5.2007 19:33
2-0 fyrir Milan AC Milan er komið í 2-0 gegn Manchester United á San Siro. Það var Clarence Seedorf sem skoraði annað markið á 30. mínútu eftir að Kaka skoraði fyrsta markið á 11. mínútu. Gestirnir frá Englandi eru nú komnir í vond mál og þurfa að skora tvö mörk til að komast áfram. 2.5.2007 19:15
Kaka kemur Milan yfir Brasilíski snillingurinn Kaka hefur komið AC Milan yfir 1-0 gegn Manchester United á San Siro. Markið skoraði hann með laglegu skoti í bláhornið á elleftu mínútu leiksins og heimamenn mjög ákveðnir í byrjun. 2.5.2007 19:04
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á tveimur árum með því að bera sigurorð af Chelsea í kvöld. Liverpool vann leikinn 1-0 og því þurfti að grípa til framlengingar og síðar vítakeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram. Leikmenn Liverpool sýndu stáltaugar í vítakeppninni og mæta Milan eða Manchester United í úrslitum. 1.5.2007 21:24
Vidic og Ferdinand klárir í slaginn Miðverðirnir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand hafa báðir fengið grænt ljós á að spila með liði sínu Manchester United annað kvöld þegar liðið sækir AC Milan heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Gennaro Gattuso hefur sömuleiðis náð sér af meiðslum hjá Milan en varnarmaðurinn Paolo Maldini er mjög tæpur. 1.5.2007 19:03
Joey Barton í banni út leiktíðina Vandræðagemlingurinn Joey Barton hjá Manchester City er enn búinn að koma sér í fréttirnar á röngum forsendum. Félagið tilkynnti í dag að miðjumaðurinn kæmi ekki meira við sögu með liðinu út leiktíðina, því hann hefði verið settur í bann fyrir að slást við félaga sinn Ousmane Dabo á æfingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barton kemur sér í vandræði vegna óláta sinna og nú missir hann meðal annars af grannaslagnum við United á laugardaginn þar sem þeir rauðu geta tryggt sér meistaratitilinn. 1.5.2007 18:57
FH-ingar deildarbikarmeistarar Íslandsmeistarar FH tryggðu sér í dag sigur í Lengjubikarnum eftir að þeir lögðu Val 3-2 eftir framlengdan úrslitaleik á Stjörnuvelli. Valsmenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik, en Sigurbjörn Hreiðarsson fór illa að ráði sínu í upphafi leiks þegar hann lét Daða Lárusson verja frá sér vítaspyrnu. 1.5.2007 18:32
HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1.5.2007 17:32
Saviola útilokar að fara til Real Madrid Framerjinn Javier Saviola hjá Barcelona segist aldrei muni gera stuðningsmönnum Barcelona þann grikk að ganga til liðs við erkifjendur liðsins Real Madrid. Hann segist súr yfir því að þurfa að yfirgefa herbúðir Spánarmeistaranna. 1.5.2007 16:12