Fleiri fréttir

Ítalir herma eftir Englendingum

Ítalir hafa ákveðið að taka upp öryggiskerfi á knattspyrnuleikjum sem byggir á enskri fyrirmynd. Sem stendur sér lögreglan um gæslu á leikjum á Ítalíu en í Englandi sjá sérstakir gæslumenn um öryggisvörslu á leikjum.

Slúðrið í enska í dag

Slúðrið er vinsælt í boltanum og hérna er yfirlit yfir það helsta sem að BBC tíndi til frá hinum ýmsu bresku fjölmiðum í dag.

Ronaldo skrifar undir fimm ára samning

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við liðið. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð hins 22 ára Portúgala og var rætt um Real Madrid og Barcelona í því samhengi.

Houllier áfram hjá Lyon á næstu leiktíð

Geard Houllier verður áfram knattspyrnustjóri franska liðsins Lyon á næstu leiktíð, að því er stjórnarformaður félagins segir í samtali við franska íþróttablaðinu L'Equipe í dag.

Jol: Sevilla greip okkur í bólinu

Martin Jol viðurkenndi að hræðileg byrjun hans manna í Tottenham hefði gert út um vonir þeirra á áframhaldandi þáttöku í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Tottenham lenti undir 2-0 eftir sjö mínútur og eftir það var róðurinn liðinu skiljanlega þungur.

Tottenham úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu

Enska liðið Tottenham féll í kvöld úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 2-2 jafntefli við ríkjandi meistarana í Sevilla. Spænska liðið vann fyrri leikinn á Spáni 2-1. Möguleikar Tottenham voru nánast úr sögunni eftir að liðið lenti undir 2-0 eftir aðeins sjö mínútur. Heimamenn gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn í 2-2 með mörkum frá Aaron Lennon og Jermain Defoe, en auk þess átti liðið ef til vill að fá vítaspyrnu í leiknum og átti stangarskot í fyrri hálfleik.

Curbishley: Erfiðara en ég hélt að taka við West Ham

Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley hjá West Ham segist ekki hafa búist við því að hans biði jafn erfitt verkefni en raun bar vitni þegar hann tók við liðinu af Alan Pardew á sínum tíma. Liðið vann ekki sigur í fyrstu 11 leikjum sínum undir hans stjórn, en hefur aðeins verið að vakna til lífsins í síðustu leikjum.

Stuðningsmenn United beðnir að draga úr áfengisneyslu

Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið þess á leit við stuðningsmenn Manchester United að stilla áfengisneyslu í hóf þegar liðið sækir AC Milan heim í Meistaradeildinni í byrjun næsta mánaðar. Talsmaður UEFA segir að hluta þeirra vandamála sem komið hafi upp á leikjum undanfarið megi rekja til ofdrykkju.

Bernd Schuster tekur við Real Madrid

Þýski knattspyrnuþjálfarinn Bernd Schuster hefur skrifað undir samning við spænska stórveldið Real Madrid og mun taka við þjálfun þess þann 1. júlí. Þetta fullyrða þýskir fjölmiðlar í dag og segja fulltrúa Schusters hafa staðfest tíðindin. Schuster er þjálfari Getafe í dag en fyrir hjá Real Madrid er ítalski þjálfarinn Fabio Capello.

Bellamy stefnir á að ná leiknum við Chelsea

Meiðsli framherjans Craig Bellamy hjá Liverpool eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu og segist hann vongóður um að verða orðinn heill þegar Liverpool mætir Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þann 25. apríl. Bellamy var borinn af velli gegn PSV í gærkvöldi meiddur á hné.

Real tilbúið að borga 7 milljarða fyrir Ronaldo

Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag að forráðamenn Real Madrid á Spáni hafi átt fund með forráðamönnum Manchester United þar sem þeir hafi boðist til að gera enska félaginu kauptilboð í Cristiano Ronaldo upp á ríflega 7 milljarða íslenskra króna. Ef af þessum viðskiptum verður, er ljóst að Ronaldo yrði dýrasti knattspyrnumaður sögunnar.

Mourinho: Ég þarf á Crespo að halda

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa mikinn áhuga á að fá argentínska framherjann Hernan Crespo aftur til félagsins í sumar. Crespo hefur verið á flóknum lánssamningi hjá Ítalíumeisturum Inter og segist yfir sig ánægður að vera kominn aftur til Ítalíu. Hann hefur skorað 10 mörk í deildinni í vetur og hefur lýst því yfir að hann vilji aldrei fara aftur til Englands.

Sanchez verður áfram með Norður-Íra

Forseti norður-írska knattspyrnusambandsins segist fullviss um að Lawrie Sanchez muni virða samning sinn við sambandið þó hann hafi samþykkt að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Fulham til loka leiktíðar. Bresku blöðin greina hinsvegar frá því í dag að Fulham hafi boðið honum að sjöfalda laun hans ef hann samþykki að flytja sig formlega til Lundúna.

Eiður Smári kannast ekki við áhuga Man Utd

Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki kannast við meintan áhuga Manchester United um að fá hann í sínar raðir og segist reikna með að verða áfram hjá Spánarmeisturum Barcelona. Þetta segir hann í einkaviðtali við Sky sjónvarpsstöðina í dag.

Einn leikfær varnarmaður hjá Tottenham

Miðvörðurinn Ledley King mun væntanlega verða í byrjunarliði Tottenham í fyrsta skipti síðan um jólin þegar liðið tekur á móti Sevilla í síðari leiknum í 8-liða úrslitum UEFA keppninnar í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 18:45 en spænska liðið vann fyrri leikinn 2-1.

Sevilla leiðir í hálfleik

Sevilla hefur yfir 2-0 gegn Tottenham þegar flautað hefur verið til leikhlés í síðari leikjunum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Sevilla komst í 2-0 eftir aðeins sjö mínútur með sjálfsmarki og marki frá Freddie Kanoute og nú þurfa heimamenn fjögur mörk í síðari hálfleik til að komast í undanúrslitin. Leikurinn er í beinni á Sýn Extra.

Sevilla komst í 2-0 eftir sjö mínútur

Sevilla er komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða eftir sannkallaða draumabyrjun í síðari leiknum gegn Tottenham á White Hart Lane. Spænska liðið komst í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik og leiðir 4-1 samanlagt. Fyrra markið var sjálfsmark á þriðju mínútu en fyrrum leikmaður Tottenham, Freddie Kanoute, skoraði það síðara.

Frækinn sigur AC Milan í Munchen

AC Milan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með fræknum 2-0 útisigri á Bayern Munchen. Ítalska liðið fer því áfram samtals 4-2 og mætir Manchester United í næstu umferð. Liverpool vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven og 4-0 samanlagt og mætir Chelsea í undanúrslitum.

Ásthildur byrjar vel

Landsliðskonan Ásthildur Helgadóttir var aðeins sex mínútur að stimpla sig inn með liði sínu Malmö í sænska boltanum í kvöld þegar hún skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Balinge. Þetta var fyrsti leikur liðsins á tímabilinu og Ásthildur heldur uppteknum hætti frá síðustu leiktíð.

Ancelotti: United er sterkara núna

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist hlakka mikið til að mæta Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, þar sem ítalska liðið verður nú í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Ancelotti segir Manchester United mun sterkara nú en fyrir tveimur árum, þegar Milan vann báða leiki liðanna.

Sálfræðistríðið hafið hjá Benitez og Mourinho

Í kvöld varð ljóst að það verða Liverpool og Chelsea sem mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni fyrir tveimur árum og segja má að sálfræðistríðið fyrir undanúrslitin hafi byrjað strax í dag þegar Benitez skaut föstum skotum að kollega sínum.

Crouch: Draumaeinvígi í undanúrslitunum

Peter Crouch skoraði sigurmark Liverpool gegn PSV í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld og skaut sína menn því auðveldlega í undanúrslitin með samanlögðum 4-0 sigri á hollenska liðinu. Crouch hélt með Chelsea á sínum yngri árum og segir einvígið við liðið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verða mjög sérstakt.

Hitzfeld: Milan tók okkur í kennslustund

Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, viðurkenndi að AC Milan hefði einfaldlega verið betri aðilinn í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Milan sigraði 2-0 í Munchen og mætir Manchester United í undanúrslitum.

Gætið ykkar á leikaranum

Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, hefur varað leikmenn sína sérstaklega við því að mynda óþarfa snertingu við ítalska framherjann Filippo Inzaghi í síðari leik liðanna í Munchen í kvöld. Hann kallar Inzaghi leikara og segir að hann muni nota hvert mögulegt tækifæri til að fiska aukaspyrnur á þýsku varnarmennina.

Brasilía mætir Englandi á Wembley

Nú hefur verið staðfest formlega að fyrsti A-landsleikur Englendinga á nýja Wembley leikvangnum verði æfingaleikur við Brasilíumenn þann 1. júlí næstkomandi. Leikurinn verður liður í undirbúningi liðsins fyrir leik við Eista í undankeppni EM fimm dögum síðar. Enska liðið hefur ekki spilað landsleik á Wembley í sjö ár.

Michael Owen á skotskónum

Framherjinn Michael Owen skoraði mark í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta æfingaleik fyrir Newcastle eftir langvarandi meiðsli. Newcastle lék þá vináttuleik við skoska liðið Gretna og spilaði Owen 70 mínútur í leiknum. Shola Ameobi sneri einnig aftur eftir meisli. Stefnt er á að Owen snúi jafnvel aftur með aðalliðinu þegar það mætir Chelsea þann 22. apríl.

Mourinho hefur áhyggjur af framtíðinni

Jose Mourinho stjóri Chelsea lét í það skína eftir sigurinn á Valencia í gær að hann óttaðist um starfsöryggi sitt hjá félaginu. "Ég vil vera áfram með Chelsea á Englandi en stundum fær maður ekki það sem maður óskar sér. Ef ég á mér hinsvegar ekki framtíð hjá félaginu, verð ég að leita annað," sagði Mourinho í samtali við blaðamenn eftir sigurinn í gær.

Hitzfeld treystir á heimavöllinn

Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, segir að liðið verði að setja í fluggírinn ef það ætli sér að slá AC Milan út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Dramatískt jöfnunarmark varnarmannsins Daniel Van Buyten kom í veg fyrir að Bayern tapaði sjöunda leiknum af síðustu níu gegn ítalska liðinu í fyrri viðureigninni á dögunum.

Benitez: Mikilvægt að stjórna hraðanum frá byrjun

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur farið þess á leit við sína menn að þeir byrji vel í síðari leiknum við PSV á heimavelli í kvöld. Liverpool hefur örugga 3-0 forystu frá fyrri leiknum í Hollandi og því ætti það aðeins að vera formsatriði fyrir þá rauðu að klára dæmið gegn meiðslum hrjáðu liði PSV.

Carrick: Þetta var eins og í draumi

Miðjumaðurinn Michael Adrian Carrick hjá Manchester United er ekki þekktur fyrir að skora mikið af mörkum, en hann setti tvö í ótrúlegum 7-1 sigri United á Roma í Meistaradeildinni í gær. Hann sagði leikinn hafa verið draumi líkastan.

Stoichkov var ekki atvinnulaus lengi

Búlgarska knattspyrnugoðið Hristo Stoichkov var ekki lengi atvinnulaus, en hann verður tilkynntur sem næsti knattspyrnustjóri spænska liðsins Celta Vigo í dag. Þessi tíðindi koma innan við sólarhring eftir að honum var sagt upp sem landsliðsþjálfara Búlgaríu. Celta Vigo er komið í fallbaráttu í spænsku deildinni eftir lélegt gengi undanfarið.

Totti: Erfiðasta stundin á ferlinum

Francesco Totti, fyrirliði Roma, sagði að 7-1 tapið gegn Manchester United í Meistaradeildinni í gær hafi verið erfiðasta stund hans á ferlinum.

Coleman rekinn frá Fulham

Chris Coleman var í gærkvöld rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham. Við starfi hans tekur Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Íra. Aðstoðarmaður Coleman var einnig látinn taka pokann sinn, en liðið hefur ekki unnið sigur í síðustu sjö leikjum og er nú komið hættulega nálægt fallsvæðinu. Coleman tók við liðinu árið 2003 en hefur verið á mála hjá félaginu í tíu ár.

2-0 fyrir Milan í hálfleik

AC Milan hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Bayern Munchen á útivelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Clarence Seedorf skoraði með laglegu skoti á 27. mínútu og Filippo Inzaghi bætti öðru við skömmu síðar þegar hann fékk boltann inn fyrir vörn heimamanna. Nokkur rangstöðulykt var af markinu, en það telur og ítalska liðið skyndilega komið í afar vænlega stöðu. Enn er markalaust í leik Liverpool og PSV á Anfield.

Byrjunarliðin í klár í Meistaradeildinni

Nú styttist í að flautað verði til leiks í lokaleikjum 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu. Bayern tekur á móti AC Milan í Munchen og Liverpool tekur á móti PSV á Anfield. Steven Gerrard og Jamie Carragher eru hvíldir í liði Liverpool. Byrjunarlið beggja má sjá hér fyrir neðan.

Mourinho: Besti útisigur liðsins í þrjú ár

Jose Mourinho var alsæll með leik sinna manna í Chelsea í kvöld þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Valencia 2-1 á útivelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigur Chelsea var fyllilega verðskuldaður og engu líkara en eitt lið væri á vellinum í síðari hálfleik.

Ferguson: Besti Evrópuleikurinn undir minni stjórn

Sir Alex Ferguson var bókstaflega í sjöunda himni í kvöld eftir að hans menn í Manchester United rótburstuðu Roma 7-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ferguson sagði þetta bestu frammistöðu liðsins í Meistaradeildinni í sinni stjórnartíð.

Aftaka á Old Trafford

Manchester United tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með ótrúlegum 7-1 sigri á ítalska liðinu Roma í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum. Enska liðið fór hreinlega á kostum í kvöld og gerði út um leikinn með þremur mörkum á átta mínútna kafla þegar aðeins 19 mínútur voru liðnar af leiknum.

Essien tryggði Chelsea sæti í undanúrslitum

Miðjumaðurinn magnaði Michael Essien tryggði Chelsea 2-1 sigur á Valencia í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og þar með sæti í undanúrslitum keppninnar. Fernando Morientes kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Andriy Shevchenko jafnaði í upphafi þess síðari. Það var svo Essien sem tryggði sigurinn með marki á 90. mínútu, en hann spilaði meiddur í kvöld.

Átök fyrir utan Old Trafford

Lögreglan í Manchester handtók nokkra stuðningsmenn ítalska liðsins Roma fyrir utan Old Trafford nú um klukkan 17. Nokkrir svartklæddir menn voru með ólæti fyrir utan heimavöll Manchester United og kom til nokkurra átaka milli þeirra og lögreglu. Sky sjónvarpsstöðin er með beina útsendingu frá staðnum. Lögregla hefur stillt til friðar á svæðinu en ástandið virðist nokkuð eldfimt af myndunum að dæma.

Henry orðinn hundleiður á slúðrinu

Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal segist vera orðinn hundleiður á sífelldum orðrómi um að hann sé á leið til Barcelona. Hann segist ekki geta komið blaðamönnum í skilning um að hann ætli aldrei að yfirgefa félagið.

Taarabt semur við Tottenham

Franski leikmaðurinn Adel Taarabt hjá Tottenham segist vera búinn að gera samkomulag við félagið um að undirrita fimm ára samning við Lundúnaliðið. Hann er lánsmaður frá franska liðinu Lens en má ekki skrifa formlega undir samning við enska liðið fyrr en hann verður 18 ára gamall í næsta mánuði.

Stoichkov hættur með búlgarska landsliðið

Hristo Stoichkov sagði í dag starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari Búlgara í knattspyrnu. Stoichkov hefur verið gagnrýndur harðlega undanfarna mánuði í kjölfar lélegrar spilamennsku liðsins og náði gagnrýnin hámarki þegar liðið náði aðeins jafntefli við Albani í síðasta mánuði. Stoichkov hafði verið landsliðsþjálfari síðan árið 2004.

Mourinho: Ég hef ekki efni á að hvíla lykilmenn

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki geta leyft sér sama munað og kollegi hans hjá Valencia þegar kemur að því að hvíla leikmenn. Þjálfari Valencia hvíldi framherjann David Villa í deildinni um helgina en Mourinho tefldi fram sínu sterkasta liði í ensku úrvalsdeildinni.

Eiður Smári er ekki á leið til Manchester United

Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir í samtali við Sky sjónvarpsstöðina í dag að ekkert sé til í skrifum spænsku blaðanna sem orðuðu hann við Manchester United í dag.

Sjá næstu 50 fréttir