Fleiri fréttir

Naumur sigur Liverpool á Turf Moor

Liverpool minnkaði forskot Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar aftur niður í níu stig eftir 0-1 sigur á Burnley á Turf Moor í dag.

Schalke misstígur sig í toppbaráttunni

Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Schalke 04 og lék allan leikinn með fyrirliðabandið á upphandleggnum í 2-1 tapi gegn Dusseldorf í næst efstu deild Þýskalands í dag.

Manchester City vann nágrannaslaginn

Áhorfendamet var slegið á Manchester City Academy stadium þegar Manchester City vann Manchester United í ensku ofurdeildinni í dag, 1-0.

Hópslagsmál í portúgölsku deildinni

Porto og Sporting Lisabon skyldu jöfn í toppslag portúgölsku deildarinnar á föstudaginn, 2-2. Porto heldur því sex stiga forskoti sínu á toppi deildarinnar. Leikurinn fór fram á Estádio do Dragão, heimavelli Porto, en gestirnir frá Lisabon komust tveimur mörkum yfir áður en að heimamenn jöfnuðu. Alls fóru fimm rauð spjöld á loft í leiknum.

LeBron James bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í nótt

Golden State Warriors vann tveggja stiga sigur á heimavelli gegn LA Lakers, 117-115. Þrátt fyrir að klikka á tveimur vítum til að jafna leikinn þegar 2,4 sekúndur voru eftir þá fær LeBron James allar fyrirsagnirnar eftir leikinn þar sem hann bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í leiknum.

Snýr aftur í Olís-deildina eftir 999 daga fjarveru

Þann 22. maí árið 2019 skoraði Sverrir Pálsson eitt mark í tíu marka sigri Selfyssinga gegn Haukum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta. Sigurinn tryggði Selfyssingum fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, en Sverrir hefur ekki leikið keppnisleik í handbolta síðan. Í kvöld verður þó breyting á því.

„Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður“

„Við ætlum að kíkja á Ragnar Örn Bragason, Breiðhyltinginn knáa sem er búinn að búa sér til heimili í Þorlákshöfn,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi, en Ragnar átti stórgóðan leik í öruggum sigri Þórsara gegn Keflvíkingum í gærkvöldi.

Tryggvi skoraði 13 í tapi

Tryggvi Sbær Hlinason og félagar hans í Zaragoza máttu þola 21 stigs tap er liðið heimsótti Manresa í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 94-73, en Tryggvi skoraði 13 stig fyrir gestina.

Sterling skoraði þrennu í stórsigri City

Englandsmeistarar Manchester City eru aftur komnir með tólf stiga forskoti á toppnum eftir 4-0 útisigur á Norwich. Raheem Sterling tekur boltann með sér heim, en hann skoraði þrennu.

Napoli og Inter skildu jöfn í toppslagnum

Ítalíumeistarar Inter heimsóttu Napoli í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en liðin sitja nú í eftu tveimur sætum deildarinnar.

Eyjakonur í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn

ÍBV heimsótti Costa del Sol Malaga í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta á Spáni í dag. Eyjakonur þurftu að sætta sig við ellefu marka tap, 34-23, en Malaga er ríkjandi meistari keppninnar.

„Gott að hafa pabba á kústinum“

Sigurjón Guðmundsson varði átján skot í marki HK í sigrinum á Fram, 28-23. Hann var að vonum kátur í leikslok enda fyrsti sigur HK-inga í vetur.

Madrídingar misstigu sig í toppbaráttunni

Topplið Real Madrid þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið heimsótti Villareal á erfiðan útivöll í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Viktor og félagar enn taplausir á toppnum | Sandra fór á kostum í sigri Álaborgar

Íslendingar voru í eldlínunni í fjórum leikjum danska handboltans í dag, bæði karla- og kvennamegin. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG eru enn taplausir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir eins marks sigur gegn Bjerringbro/Silkeborg og Sandra Erlingsdóttir skoraði níu mörk í stórsigri Álaborgar.

FH-ingar hófu Lengjubikarinn á sigri | Tíu leikmenn KV héldu út

Fimm leikir voru á dagskrá í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. FH-ingar unnu góðan 2-0 sigur gegn Selfyssingum í riðli fjögur og KV vann góðan 1-0 útisigur á Fjölni í riðli tvö, þrátt fyrir að spila allan seinni hálfleikinn manni færri.

Shaw: Sagan er að endurtaka sig

Luke Shaw, bakvörður Manchester United, var hálf niðurlútur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var þriðji leikur United í röð í öllum keppnum þar sem liðið missir niður 1-0 forystu í síðari hálfleik.

Oli­ver á láni til ÍA

Oliver Stefánsson hefur samið um að leika með uppeldisfélagi sínu ÍA í efstu deild karla í knattspyrnu í sumar. Hann kemur á láni frá sænska félaginu IFK Norrköping. ÍA greindi frá á samfélagsmiðlum sínum.

Fylgist með þessum í ítalska boltanum

Í tilefni af því að ítalski boltinn er kominn heim, á Stöð 2 Sport, fer Vísir yfir tíu leikmenn sem fótboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í ítölsku úrvalsdeildinni.

FH vill fá hægri bak­vörð Kefla­víkur

FH vantar hægri bakvörð eftir að Hörður Ingi Gunnarsson var seldur til Sogndal í Noregi. Hafnfirðingar horfa til Keflavíkur í leit að leikmanni til að fylla skarð Harðar Inga.

Of­fram­boð á sóknar­þenkjandi mönnum í Víkinni

Einhverstaðar stendur „sókn er besta vörnin“ og það virðist sem nokkur lið í efstu deild karla í knattspyrnu stefni á að fara eftir þeirri hugmyndafræði í sumar. Íslandsmeistarar Víkings eru þar á meðal.

Hegðun í stúkunni fer versnandi | Neysla kókaíns vanda­­­mál

Öryggisverðir og lögregla hafa þurft að hafa mun meiri afskipti af stuðningsfólki enskra knattspyrnuliða á þessari leiktíð en á sama tíma fyrir tveimur árum. Það virðist sem fólk kunni einfaldlega ekki að haga sér eftir að hafa ekki mátt mæta á völlinn sökum kórónuveirunnar. Þá mætir nú fjöldi ungra karlmanna á knattspyrnuleiki eftir að hafa fengið sér vel í nös af kókaíni.

Sjá næstu 50 fréttir